Þjóðviljinn - 09.05.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.05.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 g íþróttir @ íþróttir 3 iþróttir (J íslandsmótiö í knattspyrnu hefst um helgina Hræríngar hjá öllum liðunum Óvenju mikið um félagaskipti leikmanna. Horfur eru á jafnri og spennandi keppni A morgun, laugardag,hefst tslandsmótið f knatt- spyrnu, fjölmennasta íþróttakeppni sem fram fer árlega hér á landi. A milli 4 og 5 þúsund knatt- spyrnumenn á öllum aldri draga fram keppnis- skóna sína og byrja aö hlaupa á eftir knettinum. Athyglin beinist auövitaö mest aö þeim sem lengst hafa náö í íþróttinni þ.e.a.s. liöunum sem leika í 1. deild. Hér á eftir fer hugleiöing undirritaðs um stöðu liðanna í 1. deildinni og hvernig þeim mun hugsanlega reiða af i hinni höröu keppni. IBV Miklar hræringar hafa or&iö hjá Islandsmeisturum IBV. Stærstur hluti varnarinnar er horfinn á braut, en þeir hafa endurheimt sinn skæ&asta sóknarmann, Sigurlás Þorleifsson. A& mínu mati munu svona snögg umskipti á vörninni hafa þaö í för meö sér aö leikur liösins veröur ekki nógu jafn eöa „stabiliseraöur”. Af þeim orsökum er vart hægt aö reikna meö IBV i toppbaráttunni i sumar, þeir munu væntanlega sigla lygnan sjó um miöbik deildarinnar. IA Skagamennirnir veröa sterkir sem fyrr, þaö er öruggt. Þeir hafa reyndar misst nokkra gamal- gróna jaxla úr liöinu, en ungu strákarnir sem hafa tekiö stööur þeirra hafa sýnt gó&a tilburöi. Þá eru Skagamenn meö glúrinn þjálfara, George Kirby, sem gert hefur þá aö tslandsmeisturum þrisvar sinnum. Sú vitneskja ein á eftir aö fleyta IA langt, þeir hreinlega trúa þvi aö stór mögu- leiki sé á aö næla 1 tslands- meistaratitilinn. Víkingur Vlkingarnir eru meö mikiö stemmningsliö. Þeir geta leikiö skínandi góöa knattspyrnu og þess á milli dottiö niöur á plan meöalmennskunnar. Þá hættir Vlkingunum oft til þess aö slá slöku viö þegar leikiö er gegn mótherjum sem fyrirfram eru álitnir slakari. Meö meiri stööug- leika en hefur rikt I Vikingsliöinu hingaö til, má reikna meö þeim i toppbaráttunni. Þaö má minnast á aö Vikingur viröist vera aö ná upp skæöum kjarna leikmanna, sem á eftir aö gera góöa hluti aö 2-3 árum liönum. KR oftast IBK Vegna þess hve IBK hefur misst marga af máttarstólpum sinum frá þvi i fyrrasumar hefur þeim veriö spáö falli i 2. deild. Slikir spádómar eru ekki fyllilega merkilegir, liöiö fékk 22 stig I fyrra, og ekki eru þau mörg liöin sem geta talist örugg meö a& fara meö 2 stig frá Keflavik. Af miöju- mönnum og sóknarmönnum eiga Keflvikingar gnótt, en spurningin er einungis sú hvernig þeim reiö- ir af i varnarleiknum. Þar mun baráttan fyrir tilverurétti þeirra i 1. deild fara fram. UBK Breiöabliksmenn sigruðu i 2. deild I fyrrasumar og tefla nú fram nánast óbreyttu liöi. Reyndar hafa þeir væntanlega sett undirlekann sem hefur hrjáö þá hvaö mest undanfarin ár, þeir eru komnir meö frambærilegan markvörö. Biikarnir eru mjög vel þjálfaöir likamlega og i liöinu eru margir nettir leikmenn. Hins vegar komu fram hjá UBK I fyrrasumar margir slæmir taktiskir agnúar, sem ekki er annað séö en eigi eftir aö verða liöinu þungir i skauti i sumar. Þarna er hinn veiki hlekkur Blik- anna og á þann hlekk munu and- stæöingar þeirra leggja mestan þunga. Fram Fagnaðarlætin i fótboltanum taka oft á sig hina furðulegustu mynd. Þróttur Þróttararnir hafa komiö allra liöa mest á óvart þaö sem af er vori. Þeirra styrkur liggúr einna helst i jöfnu og vel þjálfuðu liöi. Siöan á eftir aö koma I ljós hvort Þróttararnir hafa haldiö sinu netta spili og hvernig þaö tekst aö virkja þá hæfileika sem blunda I mörgum liösmanna. Reyndar tel ég liklegt aö Þróttur muni hefja mótiö meö miklum látum, en daprast flugiö eftir þvi sem á liöur. Þeir virtust vera eina liöiö I Reykjavikurmótinu sem var búiö aö ná fullri snerpu, en takist Þrótti aö halda sinu striki mun botnbaráttan ekki verða þeirra hlutskipti. KR KR-ingarnir komu mjög á óvart 11. deiidinni i fyrrasumar og voru einungis 2 stigum á eftir sigur- vegurunum. Nú er hætt viö aö róöurinn veröi þyngri hjá þeim þvi reiknaö er meö KR I slagnum um efstu sætin. Helsti styrkur KR liggur I þvi aö þeir tefla fram nær óbreyttuliöi þriöja áriö I röö og ef a& dæmiö gengur ekki upp hjá þeim nú mun þaö aldrei ganga upp. Þannig er staöan hjá Vestur- bæjarli&unum, þaö er aö duga eöa drepast. Þó ekki væri nema for- tiöarinnar vegna veröur KR a& duga. Sigþór ómarsson, IA skorar hér hjá Valsmönnum I fyrrasumar, en Valur og 1A hafa undanfarin ár boriö höfuö og her&ar yfir önnur islensk liö. Spurningin er, hvort veldi þeirra veröur ógnaö lfkt og á siöasta keppnis tlmabili. Handbók KSÍ komin „1 bókinni nú eru mun ýtarlegri upplýsingr en áöur, m.a. úrslit Icikja allt aftur til ársins 1912. Nú, kostnaðurinn viö útgáfuna er á fimmtu miljón, en viö vonum þó að endar nái saman meö gó&ri sölu”, sagöi ritstjóri Handbókar og mótaskrár Knattspyrnusam- bandsins, Helgi Danielsson,! sam- tali viö Þjv. I gær. Útkomu Handbókarinnar er ávallt be&ið meö nokkurri eftir- væntingu hjá knattspyrnuáhuga- mönnum. Þar er aö finna marg- vislegustu upplýsingar, greinar- góöar og nákvæmar. Bókin kostar 3 þúsund krónur og fæst á skrif- stofu KSI og hjá forráöamönnum félaganna. — IngH • Knattspyrnulandsliðið 122-manna hópur | ivalinn eftir helgi j • Nú fer aö reka aö þvl aö til- Ikynna veröi 22 manna lands- liðshóp I knattspyrnu fyrir væntanlegan leik gegn Wales ■ 2. júnl nk. Aö sögn landsli&s- nefndarinnar mun 22-manna a hópurinn ver&a valinn I næstu Iviku eöa eftir fyrstu umferö- ina I 1. deildinni. Guöni Kjartansson lands- J liösþjálfari hefur undanfarnar vikur veriö aö þreifa fyrir sér og leikmenn á hans vegum hafa spilaö fjölmarga æfinga- ■ leiki viö félagsliö. Þá hefur Guöni haft samband viö nokkra af atvinnumönnum okkar og falast eftir þeim i ■ leikina i sumar. Þá á landsliö skipaö leik- ■ mönnum yngri en 21 árs aö leika hér heima gegn Norö- mönnum 22. þ.m. og veröur islenska liöiövaliöinnan tiöar. * _________ _______ — IngH meistari KR-ingar hafa oftast allra li&a oröiö tslandsmeistarar eöa 20 sinnum. Næstir koma Valsmenn meö 16 meistaratitla. Si&an fylgja Framarar fast á eftir meö 15 titla. Þá hafa Skagamenn oröiö 9 sinnum tslandsmeistarar. Hér á eftir fer listi yfir liöin sem hafa oröið Islandsmeistarar 1912 til 1979: 1912 KR 1913 Fram 1914 Fram 1915 Fram 1916 Fram 1917 Fram 1918 Fram 1919 KR 1920 Vikingur 1921 Fram 1922 Fram 1923 Fram 1924 Vikingur 1925 Fram 1926 KR 1927 KR 1928 KR 1929 KR 1930 Valur 1931 KR 1932 KR 1933 Valur 1934 KR 1935 Valur 1936 Valur 1937 Valur 1938 Valur 1939 Fram 1940 Valur 1941 KR 1942 Valur 1943 Valur 1944 Valur 1945 Valur 1946 Fram 1947 Fram 1948 KR 1949 KR 1950 KR 1951 1A 1952 KR 1953 IA 1954 1A 1955 KR 1956 Valur 1957 1A 1958 IA 1959 KR 1960 IA 1961 KR 1962 Fram 1963 KR 1964 IBK 1965 KR 1966 Valur 1967 Valur 1968 KR 1969 IBK 1970 IA 1971 IBK 1972 Fram 1973 IBK 1974 IA 1975 IA 1976 Valur 1977 IA 1978 Valur 1979 IBV Þaö var bjargföst skoöun undirritaðs framanaf sl. sumri aö Fram mundi veröa Islandsmeist- ari. Þeir voru meö áberandi besta liöiö, en misstu af stigum á klaufalegan hátt. Þá var eins og hin mórölsku bönd brystu og um tima lentu þeir I fallhættu. Ekki er liklegt aö þessi saga endurtaki sig og örugglega veröa Framar- arnir i hópi efstu liða þegar upp veröur staöiö I haust. Valur Valsmenn tefla nú fram nánast nýju liði, svo róttækar eru breyt- ingarnir frá þvi i fyrrasumar. Tveir skæöustu miðvallarleik- menn 1. deildarinnar, Höröur Tlílmarsson og AtTi Tlövaldsson, eru horfnir á braut úr herbúöum Valsmanna. Þetta er sérlega slæmt i ljósi þess aö grunnurinn aö veldi Vals undanfarin ár hefur veriö hve gifurlega sterkir þeir voru á miöjunni. Þar höfðu þeir yfirburöi. Hvernig þaö tekst aö leysa þetta vandamál er ekki gott aö segja til um, en liö meö jafn- marga snjalla leikmenn innan- borös og Valur er ekki auösigrað. Ergo: Valur veröur i toppbarátt- unni. FH Hafnfiröingarnir hafa fengiö til liös við sig i vetur fjölda snjallra leikmanna meö þjálfarann Asgeir Eliasson, landsliösmann, I farar- broddi. Þrátt fyrir þessa staö- reynd verður FH aö berjast af hörku fyrir tilverurétti sinum i deildinni. Þeirra höfuöverkur veröur að láta góða einstaklinga leika sem liö, en slikt er erfitt verk fyrir þjálfara sem ætlar sér aö standa sjálfur I slagnum úti á vellinum. Asgeir ætlar semsagt aö reyna þaö sem mörgum góöum leikmanninum hefur mistekist. Vonandi tekst honum ætlunar- verk sitt. — IngH tslandsmeistarar I knattspyrnu 1979: IBV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.