Þjóðviljinn - 09.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.05.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. mal 1980 Lögtaksúrskurður, Keflavik, Grindavík, Njarðvik og Gullbringusýsla Lögtaksúrskurður vegna ógreiddrar en gjaldfallinnar fyrirframgreiðslu þing- gjalda 1980 var uppkveðinn i dag, mánu- daginn 5. mai 1980. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Keflavik, 5. mai 1980. Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavík og Njarðvik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Skrifstofustörf Rafmagnsveitur rikisins auglýsa eftir: 1. Fulltrúa, laun samkv. launaflokki B-ll. 2. Tveimur skrifstofumönnum, laun sam- kv. iaunaflokki B-8. 3. Starf við götun, laun samkv. launa- flokki B-8. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. Rafmagnsveitur rikisins Laugaveg 118, Reykjavik. ®ÚTBOÐf Tilboð óskast í iarðstreng fyrir Rafmagns- veitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri# Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað f immtudag- inn 12. iúní n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 !■! Fúlagsmálastofnun Reykjavikurborgar DAGVISTL'N BARNA, FORNHAGA 8 SIMI 27277 Tvær fóstrur óskast til starfa við eftirlit með dagvistun á einkaheimilum. Einnig vantar starfsmann til skrifstofustarfa. Laun skv. kjarasamningum borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 23. mai. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvist- unar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Samkeppni um íbúðabyggð MM á Eiðsgranda Dagana 10.—20. mai verður sýning á Kjar- valsstöðum á 12 tillögum, sem bárust i samkeppni um ibúðabyggð á Eiðsgranda. Sýningin er öllum opin. Verðlaunaðar hafa verið 3 tillögur sem úthlutunarhöfúm ber að velja á milli, sbr. úthlutunarskil- mála. Úthlutunarhöfum ber að tilkynna lóða- nefnd Skúlatúni 2 Reykjavik eftir hvaða verðlaunaðri tillögu þeir vilja byggja fyrir 31. mai n.k., og jafnframt velja aðra til vara. Borgarstjórinn i Reykjavik Kaupfélag Stykkishólms sextíu ára Stofnfundur Kaupfélags Stykkishólms var haldinn I Stykkishólmi dagana 8.—10. april 1920. Félagiö er þvi 60 ára um þessar mundir. Aöalfor- göngumaöurinn aö stofnun þess var sr. Asgeir Asgeirsson prófastur I Hvammi en þá sóknarprestur i Stykkishólmi. Sýndi hann fádæma baráttu- dugnaö er hann feröaöist um héraöiö f janúar og febrúar mánuöum 1920. En hugur bænd- anna, sem stóöu aö stofnun félagsins, var mikill og hvetj- andi. „Borgarnesverö á vörum” Þá nokkru áöur höföu Kaup- félag Hvammsfjaröar og Kaup- félag Borgfiröinga veriö stofnuö. Bændum, sem skiptu bæöi viö Kaupfélag Borgfirö- inga og kaupmennina i Stykkis- vinnulifi, samgöngum og félagsmálum Snæfellsness- og Breiöafjaröarbyggöa. Upp- byggingunni stýröi kaupfélags- stjórinn,Sigurður Steinþórsson, traustri hendi. Breiöfirskt samveldi Félagssvæöi Kaupfélags Stykkishólms var stærst er þaö starfaöi i 10 félagsdeildum, Fellsströnd, Klofningshreppi, Skaröshreppi, Skógarströnd, Helgafellssveit, Eyrarsveit, Stykkishólmi, Miklaholts- hreppi, Staöarsveit og Breiöu- vik. Félagiö rak skipulagða vörudreifingu innan félags- svæöisins, bæöi á sjó og landi. Brautin rudd Félagið hóf kjörfrystingu 1932 og byggöi nokkru siöar fyrsta hraöfrystihúsiö viö Breiöafjörö. Einnig rak þaö dúnhreinsunar- Verslunarhús Kaupfélags Stykkishólms. hólmi, þótti ærinn verömunur- inn. Vildu þeir fá „Borgarnes- verö”. Fyrsta vörusendingin Kaupfélag Stykkishólms fékk fyrstu vörusendinguna vorið 1923 og þar meö hefst braut- ryöjendastarf I verslun, at- stöö, saumastofu og þrjú smjör- samlög, auk annarra umsvifa, ásamt fjölbreyttri fræöslu- og menningarstarfsemi. I kring um 1970 ræöst félagiö i vinnslu á hörpudiski til útflutn- ings. Var þaö þá alveg ný at- vinnugrein hér á landi. ! Húnavaka tvítug Tuttugasti árg. Húnavök- unnar hefur nú borist hér inn á borö Landpósts. Ctgefandi rits- ins hefur frá upphafi veriö Ung- mennasamband Austur-Hún- vetninga. Stefán A. Jónsson, bóndi á Kagaöarhóli, segir svo i ávarpsoröum i upphafi ritsins: „Á 20 árum hefur borist efni eftir 241 höfund, 190 karla og 51 konu. Þetta efni hefur verið margbreytilegt. Mest af þvi er þó tengt þjóðlegum fróðleik, málefnum héraðsins eöa daglegu lifi fólksins I starfi eöa i leik. Greinar um ýmisskonar þjóöleg efni eru um 200 talsins, ljóö eru um 130, viötöl 42, smásögur 41, ferðasögur 32 og erindi eöa ræður 22. Þá hafa birst 40 m inningargreinar og 260 stutt æviágrip þeirra, er látist hafa á ári hverju. Sérstakur frétta- og fróðleiksþáttur um helstu atburöi og framkvæmdir liöins árs i máli og myndum hefur jafnan veriö i ritinu. Einnig hefur veriö dreift um þaö smáletursgreinum, sem tindar hafa veriö úr annálum, þjóð- , Umsjön: Magnús H. Gislason l: sögum eöa öörum fornum heim- ildum”. Þaö er þvi mikiö efni og margvislegt á þessum fjörum og enn er vel haldiö i horfinu. Auk ávarps þess, sem hér hefur veriö vitnaö til, er i ritinu að finna eftirgreint efni: „Lifiö er sakramenti”, nefnist viötal sr. Hjálmars Jónssonar á Bólstaö við Klemens Guðmundsson i Bólstaöarhliö. Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum skrifar um lax- veiöar i Vatnsdalsá. Torfi Jónsson á Torfalæk segir frá sinum fyrstu göngum. „Hún borgaði sig baráttan hérna”, viðtal Sigurðar Þorbjörnssonar á Geitaskarði við Jón Guömundsson, fyrrum bónda á Sölvabakka. Guðmundur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum rekur minningar um eftirleit á Eyvindarstaðaheiöi haustið 1947. Björn Bergmann rýnir i gömul rit. „örnefni viö Blöndu- ós”, skráö eftir frásögn Bjarna Einarssonar af Grimi Gislasyni frá Saurbæ. Jón Benediktsson frá Höfnum skrifar um æöarfugl og æöardún. Bjarni Jónsson i Haga segir frá „Harösóttu hey- bandi 1942”. Greint er frá 10 ára starfi Húnvetningafélags Suðurlands. Jakob Sigur- jónsson, Stóradal, ritar um „Flutningaleiðir. og kaupstaö- arferöir”. Ingibjörg Björns- dóttir, Blöndudalshólum.hugar aö hlýju og góöu garöstæöi. Birtar eru ræöur þeirra sr. Péturs Ingjaldssonar og Dóm- hildar Jónsdóttur, sem fluttar voru I tilefni aldarafmælis Kvennaskóla Húnvetninga. Framhald er af greinaflokki Bjarna Jónssonar I Blöndudals- 1 Jén Bjarnason, Bjarnarhöfn, formaöur Kaupfélags Stykkis- hólms. Kostnaöarsamir byrjunar- öröugleikar og timabundiö, óhagstætt markaösverö leiddi til þess aö láta varö af þessari vinnslu eftir nokkur ár. En einn- ig hér varö brautryðjendastarf- iö héraöinu til góös, þó svo aö félagið fengi ekki sjálft notið þess beint. Breyttir timar Meö breyttri búsetu, nýjum atvinnuháttum og samgöngu- leiöum hlaut þessi félagsskipun aö riölast. Nú starfar Kaup- félagið i þrem deildum: Skógar- strönd, Helgafellssveit og Stykkishólmi. Aöalstarf þess er nú verslun, búfjárslátrun, kjöt- frysting, ásamt nokkurri fisk- móttöku. Framtföin byggist á eflingu samvinnu A sextiu ára ævi Kaupfélags Stykkishólms hafa komiö tfma- bil þrenginga og erfiöleika. Félagsmenn og aörir velunnar- ar hafa þá staðiö vörö um félag- iö sitt, variö þaö og lyft upp á ný til sóknar og framfara. A þessum timamótum minn- umst viö meö virðingu og þakk- læti allra þeirra, sem af djörf- ung og framsýni böröust og unnu fyrir framgangi sam- vinnuhugsjónarinnar f verki, og ruddu brautina til aukinnar hagsældar og framfara héraös- ins meö stofnun og rekstri Kaupfélags Stykkishólms. Jón Bjarnason, Bjarnarhöfn. hólum: „Litast um Svinavatns- hreppi”. Frásögn er eftir Jónu Vilhjálmsdóttur, Lundi: „Sá bátinn fjarlægjast”. Þá erþarna að finna „Reglubréf fyrir nær- konu J.S.” og er það úr bréfabók Jóseps Skaftasonar læknis á Hnausum 1864. Guðlaugur Stef- . ánsson, Rjúpnafelli, segir frá I „Feröalagi i Kleifarrétt” á Skaga. Grimur Gislason ritar | minningargrein um Kristin ■ Magnússon bónda á Kleifum viö I Blönduós og Guöný Pálsdóttir I um hjónin Pál Jónsson og | Sigriöi Guönadóttur. • Prestarnir sr. Pétur Ingjalds- I son, sr. Arni Sigurösson og sr. Hjálmar Jónsson greina frá | mannslátum i Austur-Húna- ■ vatnssýslu á árinul979ogrekja i I stórum dráttum æviferil hvers I og eins. Loks eru „Fréttir og I fróðleikur úr Húnaþingi”, eftir ■ ýmsa höfunda. Ferskeytlur og ljóö eru i ritinu eftir þau: Ölaf I Sigfússon, Forsæludal, Þórö I Þorsteinsson, Grund, Halldór ■ Jónsson, Leysingjastööum, I Ingibjörgu Sigfúsdóttur, Aðal- I björgu Albertsdóttur og visna- | þáttur i umsjá Sveinbjörns ■ Magnússonar frá Syðra-Hóli. I Hinir eldri árgangar Húna- vöku eru nú ófáanlegir. Er þvl I hafin á þeim endurprentun og ■ komnir út tveir hinir fyrstu, 1960 og 1961, i einu bindi. Mun þaö mörgum fagnaöarefni. • Ritstjórn Húnavöku annast I Stefán A. Jónsson. Ritnefnd skipa: sr. Pétur Ingjaldsson, I Jóhann Guömundsson, Unnar * Agnarsson, Jón Torfason og sr. I Hjálmar Jónsson Um fréttir sjá Jóhann Guö- ' mundsson og Unnar Agnarsson, J auglýsingar Magnús ólafsson og útbreiöslu Gisli Grimsson I Biönduósi, simi 4321. '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.