Þjóðviljinn - 09.05.1980, Síða 15

Þjóðviljinn - 09.05.1980, Síða 15
Föstudagur 9. maí 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 10. mai 1940 var dagurinn sem markaöi upphaf hernáms á ts- landi. Þess veröur minnst I Kastljósi I kvöld. Hemámið 1 Kastljósi A morgun veröa liðin nákvæmlega 40 ár frá þeim örlagarika degi þegar breskir hermenn stigu á land hér og hernámu tsland. Kastljós i kvöld veröur helgaö þessum degi. Umsjónarmaöur er ómar Ragnarsson. t þættinum veröur brugöiö upp svipmynd- um, bæöi gömlum og nýjum, Sjónvarp kl. 21.10 af nokkrum stööum þar sem herinn settist aö og rætt við fólk sem þar kom viö sögu. — ih Heilabrot Afmælis- barnið syngur ÆMí útvarp ffp kl. 20.45 Guðmundur Jónsson óperusöngvari verður sextugur á næstunni, einsog alþjóð vonandi veit. I tilefni af því verða haldnir sérstakir tónleikar í Þjóðleikhúsinu á morgun. Þeirsem ekki komast á tónleik- ana geta haldiö upp á afmæli Guömundar meö þvi aö hlusta á hann syngja islensk lög viö pianó- undirleik ólafs Vignis Alberts- sonar á kvöldvöku útvarpsins i kvöld. Annaö efni kvöldvökunnar er þriöji og siöasti þáttur frásagnar Hallgrims Jónassonar rithöf- undar um brúarsmiði fyrir 60 ár- um, kvæði eítir Sigurö Jónsson frá Brún i flutríingi Baldurs Pálmasonar, viötal Jóns R. Hjálmarssonar fræöslustjóra viö Einar Guðmundsson bónda i Brattholti, og loks samsöngur Tryggva Tryggvasonarog félaga. — ih í kvöld verður sýnd i sjón- varpinu bandarisk sjónvarps- kvikmynd frá árinu 1975, „Heilabrot” (Shell Game). Myndin segir frá manni nokkrum, Max Castle, sem vinnur hjá fasteignasölu. Hann er að ósekju dæmdur fyrir misferli, en látinn laus gegn þvi skilyröi aö hann vinni næstu árin á lögfræðiskrif- stofu bróður sins. Þeir sem ekki hafa áhuga geta þá bara notað kvöldiö til annars... — ih Leiðrétting t gær var hér i dálkinum sagt frá útvarpsviðtali Asdisar Skúladóttur viö Astriöi Eggertsdóttur, og birt mynd sem við héldum aö væri af Astriöi. Svo reyndist þó ekki vera, og var myndin af al- nöfnu hennar, Astriöi Eggertsdóttur frá Fremri- Langey á Breiöafiröi, sem lést áriö 1963. Viö biöjum hlutaöeigendur velviröingar á þessum leiðu mistökum. Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka. daga eða skrifið Þjóðviljanum Ljósmynd — Gel frá Hlutdrægni sjónvarpsins Eins og lesendum Þjóöviljans er kunnugt hafa skoöanir manna á atburöum siöustu ára i SA-Asiu verið mjög skiptar. Hefur þetta endurspeglast á siöum blaösins m.a. I greinum eftir Jan Mýrdal og Söru Lidman sem hafa gefið allólika mynd af því sem gerst hefur I Kampútseu og þætti Víetnama i þeim atburöum. 1 sjálfu sér er ekki óeölilegt aö menn greini á um þessa atburöi svo fjarlægir sem þeir eru og ótrúlegir miöaö viö þær vonir sem bundnar voru viö sigur þjóöfrelsisaflanna i Víetnam og Kampútseu. Hefur þetta enda speglast i flestum fjölmiölum sem reiöubúnir hafa veriö aö hleypa að mönnum meö aörar skoöanir en viðkomandi fjölmiöil aöhyllist. A þessu er þó ein veigamikil undantekning þar sem er sjón- varpiö. Stjórnendur þessa rik- isfjölmiöils viröast ákveönir i að flytja ekki aörar fréttir um Kampútseu en þær sem styöja sjónarmið Viet- nama. I umræöuþætti eiga menn ekki aögang utan þeir séu ákveðnir i fordæmingu sinni á Pol Pot og stjórnarfari þess tima i Kampútseu. Þær fræöslu- myndir sem hér hafa veriö sýndar hafa veriö hreinræktaö- ar áróöursmyndir fyrir innrás Vietnama. A sama tima hafa sjónvarpinu verið boönar myndir sem sýna aðra hliö málsins, en þeim er hafnað án rökstuönings Eina slika mynd var sjónvarpiö raunar komið meö i hendurnar en neitaöi aö sýna. Nú er hlutdrægni i frétta- flutningi rikisfjölmiölanna ekkert nýmæli fyrir vinstri- menn, sérstaklega ekki hvaö varöar SA-Asiu,en þó sýnist mér hér óvenjulega gróflega aö verki veriö. Þess veröur aö krefjast aö fleiri skoöanir en þær sem forráöamenn sjón- varps aöhyllast fái aö heyrast. Þvi skal þeirri áskorun beint til sjónvarpsins aö hiö allra fyrsta veröi efnt til umræöuþáttar um ástandiö I Kampútseu þar sem fram komi fleiri en eindregnir stuöningsmenn Vfetnama eöa Bandarikjanna. Ingólfur V. Gislason, Gamla Garöi, Reykjavík. lesendum Nokkrar spurningar til VSÍ: Er afkoman léleg? Skemmtilegar uppákomur þessir sjónvarpsþættir meö „aðilum vinnumarkaðarins”. Úr þvl aö manni er ekki boöiö aö vera meö má reyna dagblööín. Ég geri ekki tilraun til þess að spyrja verkalýösforingjana óþægilegra spurninga. Þeir svara ekki óbreyttum blaöa- lesendum (nema þeir hjá BSRB). Látum oss þvi reyna Þorstein Pálsson, hann er fyrr- verandi ritstjóri og hlýtur aö hafa tilfinningu fyrir blaöa- siöum. Þorsteinn: Þér er tiörætt um lélega afkomu fyrirtækja. Viltu birta tölur frá árunum 1978 og 1979 sem sýna t.d. útkomu fyrirtækja eftir eftir starfsgreinum, lans- hlutum eöa starsmanna fjölda? Þér llka tíörætt um minnkandi þjóöartekjur. Hverjarvoru þær 1978 og 1979 og á hverju byggirspá fyrir 1980? Hve stór er hlutur félagsmanna félagsmanna VSl og fyrirtækja þeirra I þessum tekjum? Hvernig skiptust eigin tekjur félaga I VSl á árinu 1979, segjum I flokkana 2-5 milljónir , 510 milljónir, 10-20 miljónir og yfir 20 milljónir króna á ári? Veist þú hve stóran hlut félagar VSl gætu hugsaö sér aö draga af sinum tekjum og nota til reksturs til þess aö halda fyrirtækum gangandi eins og þaö kallast? Ari T. Guömundsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.