Þjóðviljinn - 23.05.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1980, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mal 1980 Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn i Lindarbæ, Lindargötu 9 miðvikudaginn 28. mai kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta og sýna félagsskirteini við innganginn. Stjórnin. Lausar stöður i*i *N «*N 'V Stöður HJÚKRUNARFRÆÐINGA: aðstoðardeildarstjóri við heimahjúkrun, hjúkrunarfræðingar við heilsugæslu i skólum, berklapróf i skólum og barna- deild. Heilsuverndarnám æskilegt. Staða FÉLAGSRÁÐGJAFA. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 22400. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR, 22. mai 1980. F orstöðumannastöður Staða forstöðumanns dagheimilisins Hamraborgar og staða forstöðumanns dagheimilisins Suðurborgar eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. júni. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvist- unar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. ■ ■* Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar I j ^ 1)AGV1STLN BAKNA' FORNHAGA 8 StMI 27277 LAUSAR STÖÐUR Við menntaskólann á ísafirði eru kennarastöður lausar til umsóknar. Kennslugreinar sem um er að ræða eru: Við- skiptagreinar (hagfræði, bókfærsla, viðskiptaréttur), enska, stærðfræði, og eðlisfræði, saga og félagsfræði og danska. Einnig er laust við skólann starf húsmóöur og húsbónda í heimavist (samtals heil staða), svo og staöa fulltrúa. Upplýsingar veitir skólameistari i símum (94)-3599, (94)-3767 eöa (94)-4119. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 17. júni n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 20. mai 1980. Heilsuverndarstöð ^7 Kópavogs Meinatæknir óskast frá miðjum júli. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra simi 40400. Verðtrygging skyldusparnaðar ungs fólks: „Margra ára ranglæti úr sögunni — sagði Helgi Seljan Eins og fram kemur á baksiðu blaðsins hafa stjórnarþingmenn fengið samþykkt I efri deild Ai- bineis að skvIdusDarnaður unes_ fólks skuli verðtryggður. Helgi Seljan alþingismaður hefur beitt sér mjög i þessu máiiog m.a. fluit fyrr I vetur breytingartiilögu við hiisnæðismálafrumvarpið til að tryggja ungu fólki fullar verö- bætur og vexti er þaö fær skyldu- sparnað sinn endurgreiddan. Þjóðviljinn ræddi við Helga um mál þetta og bað hann fyrst að gera grein fyrir breytingartillögu sinni: „Breytingartillögu minni var ætlaö að tryggja skólafólki, sem þarf að fá skyldusparnað sinn endurgreiddan á miðjum vetri, sem besta vexti og verðbætur” sagði Helgi. „Breytingartillaga min var svohljóöandi: Við endur- greiðslu þá sem hér um ræðir, fær umsækjandi fulla vexti og verð- bætur sbr. 70 gr., til viöbótar við inneign slna á hverjum tíma. Sannleikurinn hefur verið sá aö þó nemendur þessir hafi ekki tek- ið út spariféð fyrr en eftir l. febrúar (en 1. februar hafa vextir og verðbætur verið reiknaðir út hjá Veödeild Landsbankans) þá hafa þeir nær enga vexti og engar veröbætur fengið, þó féð hafi þá staðið inni I 6-8 mánuöi. Þetta stafar af þeim vinnureglum sem munu upprunnar frá Seðlabanka Islands og siðar komist á ein- hvern veginn I reglugerð, að féð verði að hafa verið inni á reikn- ingi I eitt ár um hver áramót til þess að 1. febrúar yrðu vextir og verðbætur greiddar. Nú er hins vegar um gerbreyt- ingu að ræða samkvæmt þeirri breytingu sem stjórnarþingmenn geröu I efri deild á húsnæðismála- frumvarpinu. I frumvarpinu segir nú orörétt: „Innlagður skyldusparnaður á hverjum tlma fái grunngildi lánskjaravlsitölu þess mánaðar. Þegar skyldu- sparnaðurinn er tekinn út sé sömuleiðis miðað við gildandi lánskjaravisitölu I þeim mánuði. Vextir af innistæðu skulu leggjast við höfuöstól um hver áramót og verðtryggjast á sama hátt og höfuöstóllinn”. Þetta þýðir stórkostlega réttar- bót fyrir það unga fólk sem skyldusparnaðurinn nær til. Margra ára ranglæti er með þessu úr sögunni. Um má deiia hvort nægilega langt hafi verio Þjngsjá gengið, en stökkið er stórkostlegt og leiðréttingin I fullu samræmi við anda þeirrar breytingartil- Iögu sem ég flutti. Þeir sem á endurgreiðslu þurfa að halda munu áreiðanlega fagna þessu og mikill verður sá munur, er þeir munu sjá að veröur á miðað við það sem áður hefur gilt.” Aukinn réttur sjómanna í veikinda- og slysatilfellum: Halda kaupi í allt að in ■—;í r K • IqI 7 manuoi Eins og skýrt er frá á forsíðu blaðsins hefur Al- þingi samþykkt breytingu á sjómannalögum er felur í sér aukinn rétt sjómanna til launa í veikinda- og slysatilefllum. Hér á eftir fara þessi ákvæði í heild: „Skipverji tekur kaup frá og meö þeim degi, sem hann kemur til vinnu á skipinu. Þurfi hann að ferðast frá ráðningarstaö til skips tekur hann kaup frá og með þeim degi, er sú ferö hefst. Skipverji tekur kaup til þess dags og að honum meðtöldum er ráðningu hans lýkur samkvæmt ráðningar- eða kjarasamningi og skiptir þá ekki máli þótt hann hafi áður verið afskráður. Ef skipverji verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiösla, sem hann verður fyrir meðan á ráðningartlma stendur skal hann eigi missa neins I af launum sin- um I hverju sem þau eru greidd, svo lengi sem hann er óvinnufær af framangreindum ástæðum, þó ekki lengur en tvo mánuöi. Sé skipverji I launalausu frii, er hann veikist eöa slasast, tekur hann laun frá þeim tíma er hann skyldi hefja störf aö nýju. Skip- verji, sem forfallast vegna veik- inda, á þó ekki rétt til launa I fleiri daga en hann hefur veriö I þjón- ustu útgeröarmanns. Hafi skipverji veriö ráðinn á sama skip eða hjá sama út- geröarmanni I tvö ár samfellt skal hann, auk þess sem I 3. mgr. segir, halda föstu kaupi, kaup- tryggingu eöa sérlega umsömdu veikindakaupi I allt að einn mánuö, en I allt að tvo mánuði eftir fjögurra ára samfelda ráðn- ingu hjá sama útgeröarmanni. Skipverji, sem forfallast frá vinnu vegna slysa viö vinnu, á leið til eöa frá vinnu, eða vegna atvinnusjúkdóma sem orsakast af vinnunni, skal fá greitt fast kaup, kauptryggingu eöa sérlega umsamið veikindakaup i allt aö þrjá mánuði til viðbótar greiðsl- um samkvæmt 3. mgr. og 4. mgr. Skipverji á ekki rétt á kaupi þann tima, sem hann hliörar sér ólöglega hjá að inna störf sin af hendi, né fyrir þann tima, sem hann er óstarfhæfur vegna sjúk- dóms eða meiösla, sem hann hefur leynt visvltandi við ráðn- ingu sina. Sama gildir ef skipverji er ekki starfhæfur vegna sjúk- dóms eða meiösla, sem hann hefur sjálfur bakað sér af ásetn- ingi eða stórfelldu gáleysi. Nú vill skipverji neyta réttar sins samkvæmt 3., 4. og 5. mgr., og skal hann þá, ef atvinnurek- andi óskar þess, afhenda honum vottorð læknis um veikindin eða slysiö, er sýni, að hann hafi veriö óvinnufær vegna veikindanna eða slyssins”. — þm Kjarnorkuvopn rædd á Alþingi: KEFLAVÍK SKOTMARK samkvæmt upplýsingum NATÓ Samkvæmt nýlegri skýrslu her- málanefndar þingmannasam- bands Atlantshafsbandalagsins þá munu Sovétrikin leggja áherslu á að eyðileggja bandarisku herstöðina I Keflavik i hugsanlegum átökum sem yröu I þessum heimshluta. Það var Stefán Jónsson alþingismaður sem las þessar upplýsingar upp úr skýrslunni við umræður utan dagskrár á Alþingi I g®r. Umræður hófust utan dagskrár i efri deild með þvi að Eiður Guðnason geröi að umtalsefni frétt rikisútvarpsins um geymslu kjarnorkuvopna hér á landi. Eið- ur gagnrýndi fréttaflutning út- varpsins og sagði að hann hefði ekki samræmst reglum stofn- unarinnar um fréttaflutning. Þá óskaöi Eiður eftir þvi við utanrik- isráðherra að hann aflaöi upplýs- inga um þá bandarisku stofnun sem útvarpið hafði frétt sina eft- ir. Var auðheyrt á Eiði að hann taldi þessa stofnun I meira lagi vafasama þar eð starfsmenn hennar hefðu leyft sér að gagn- rýna bandariska utanrikisstefnu. Ólafur Ragnar Grimsson lagði einnig á það áherslu að upplýs- inga yrði aflað um þessa stofnun, en gagnrýndi Eiö Guðnason fyrir að taka fyrirfram neikvæða af- stöðu til hennar. Hér væri um al- varlegt mál að ræða sem menn yrðu að ræða af yfirvegaðri al- vöru. ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra sagöist myndu láta afla upplýsinga um áðurgreinda stofnun I Bandarlkjunum. Sagði utanríkisráðherra að mikilvægt væri að gengið yrði úr skugga um það, hvort hér væru geymd kjarnorkuvopn. — þm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.