Þjóðviljinn - 23.05.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 23.05.1980, Page 15
Föstudagur 23. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum lescndum Að gefnu tilefni Tveir dagar hafa að minu áliti oröið afdrifarlkastir og eftir- minnilegastir á þessari öld: af- greiðsla Alþingis á Keflavikur- samningnum 1946 og inngangan i Nató 1949. Blekkingar og hroki ýmissa þingmanna meirihluta Alþingis og virðingarleysið fyrir kröfum almennings um þjóðar- atkvæði, sem rigndi yfir þá hvarvetna að af landinu I bæði skiptin gleymast okkur aldrei, er að þeim stóðu. Ekki vantaði að ýmsir mætir menn vöruðu viö hættunni af langvarandi hersetu og vil ég þar nefna Sigurbjörn Einars- son, núv. biskup, Jóhannes úr Kötlum og Halldór Laxness, núv. Nóbelsskáld. En öll þau Þarfaþing Helgi Seljan alþingismaður sendi okkur eftirfarandi visu „með kærri kveöju til Þor- steins Sæmundssonar stjarn- fræðings fyrir hið ágæta fram- lag hans til stuðnings Vigdisi Finnbogadóttur”: Ærumeiddan „orðsnilling enginn skyldi flekka. Frábært reyndist þarfaþing Þorsteinn mannvitsbrekka. varnaöarorð voru að vettugi virt, einsog vilji almennings. Hinir hörmulegu atburðir 30. mars 1949 eiga sér enga hlið- stæðu i þjóðarsögunni. Seint mun ég gleyma hve löm- uð við urðum, hinir fjölmörgu andstæðingar hersetu og þátt- töku 1 hernaöarbandalögum úti á landsbyggöinni, þegar viö fréttum af atburðum þessa dags. Siöan allt sem i kjölfarið fylgdi: hernaðaraögerðirnar: réttarhöld, málssóknir, fangels- anir. Náðu þó ekki til okkar, frekar en gasmekkirnir eða kylfubarsmíðarnar á Austur- velli. Til hvaða samanburðar hlaut hugurinn aö leita? Ekki létti það hug manns, svarið við þvi. 31 ár eru liðin. Ný kynslóð er komin á sjónarsviðið. Þessi nýja kynslóö eru börnin, sem ó- gæfumennirnir 1949 leiddu yfir hersetu stórveldis um ófyrir- sjáanlega framtið með allri þeirri spillingu sem reynslan sýnir i dag að henni hefur fylgt. Þetta blessað unga fólk þekkir ekki annaö en her,,vernd” þessa, og er þá ekki hættan sú að það fari bara að telja hana sjálfsagðan hlut, jafnvel ómiss- andi? Og þá sem eru á önd- verðri skoðun óþjóðholla, jafn- vel landráðafólk? Sem betur fer Stresstaskan Ljósmynd — Gel Hákon á Narfastöðum. litur út fyrir i dag að fjöldi ungs fólks fyrirliti allt hermangiö og viljilosa landið sitt viö hermenn og tortimingartæki þau sem fal- in eru á Miðnesheiði. En, þvi miður, hinir sem það ekki vilja gerast æ háværari og skeyta engu velsæmi. Ljósasta og nýjasta dæmið er hin fræga Morgunblaðsgrein frá 12. april s.l. Að visu hafa sem betur fer ýmsir svarað henni á verðugan hátt, en tilefni þess aö ég læt hana ekki sem vind um eyru þjóta er það glórulausa of- stæki i garð okkar allra and- stæðinga hersetu á Islandi, sem er undirrót svona skrifa. Málflutningurinn er i stuttu máli sá, að hernámsand- stæðingur má ekki gefa kost á sér til framboðs til forsetakjörs á Islandi, svo stór er glæpur hans að hafa öndveröa skoðun á „varnarmálunum” en háttvirt- ur greinarhöfundur og hans skoðanabræður. Ef frambjóðandinn hefur t.d. tekið þátt I Keflavikurgöngu, undirritaö með 60 öðrum íslendingum áskorun um brott- för hersins, gefið fé i Málfrelsis- sjóð o.þ.h. ber hann ábyrgð á þvi sem aðrir segja á þessum vettvangi; þeirra orð eru hans orö, hann skal vera meö flekk- aða fortið alla ævi. Svona hugs- unarháttur getur varla verið til kominn af ööru en þvi aö hafa lifað undir hersetu i 40 ár — aö- dáun á herraþjóðinni frá blautu barnsbeini, þ.e. hernámi sálar- innar I sinni nöktustu. mynd. Gegn þvi dugir engin doktors- gráða. Gegn svona viðbjóðsleg- um hugsunarhætti verður að snúast til varnar á þann eina hátt-sem samboðinn er i siðuöu þjóðfélagi. Vinsæl og vammlaus kona og allra hugljúfi, sem hana þekkja, hefur gert okkur þann heiður aö bjóða sig fram til for- setakjörs, fyrst kvenna á tslandi. Ofstækisfullur aödáandi hersetu á tslandi finnur hvöt hjá sér að reyna að ná sér niðri á henni, fyrir þá óhæfu aö vilja land sitt „engum þjóðum háö”. Hann gerir það á þann hátt sem hæfir hans hugsanagangi. Við hernámsandstæðingar hljótum þá að svara fyrir okkur að gefnu tilefni og senda hana Vigdisi til Bessastaða. Hákon Jónsson, Narfastöðum, S-Þing. Kona nokkur átti mann sem Bjarni hét: hann var litilfjör- lega banghagur. Eitt sinn heyrði hún menn ræða um hvort hann mundi geta smiöaö eitthvað er þeir ákváðu og ætluöu hann mundi ekki geta það. „Geta það,” mælti konan, „hann hefur gjört þaö sem meira er hann Bjarni minn, aö skapa sjálfur börnin sin.” Bhowani-stöðin Sjónvarp CF kl. 22.15 Föstudagsmynd sjónvarp- sins gerist I Indlandi skömmu eftir lok siðari heimstyr- jaldar. Hún heitir Bhowani- stöðin (Bohwani Junction) og var gerð af Bretum árið 1955. Leikstjóri er George Cukor, sem frægastur er fyr- ir glæsilegar myndir á borð við My Fair Lady, A Star is Born, The Philadelphia Story, Blue Bird osfrv. Hann er I hópi elstu Hollywood- leikstjóra, kominn yfir átt- rætt, og hefur stjórnaö kvik- myndum i 50 ár, en áöur var hann leikstjóri á Broadway. Ava Gardner og Stewart Granger leika aöalhhlutverkin I Bhowani-stöðinni. Myndin fjallar um bresk- indverska konu, ástir hennar og erfiöleika. Þýöandi er Kristmann Eiðsson. —Ih F ermingardagur (Jtvarp kl. 10.25 Skeggi Asbjarnarson stjórnar þættinum „Ég man það enn” I morgunútvarpinu I dag. Aðalefni þáttarins er kafli úr minningum Hannesar J. Magnússonar, „Ferming- ardagur”. — Hannes J. Magnússon skólastjóri á Akureyri fæddist 1899 I Blönduhliö i Skagafirði, og lést I Reykjavik 1972, — sagði Skeggi. — Hann skrifaði allmargar bækur, aðailega minningar frá fyrri árum. Kaflinn sem fluttur verður I dag er úr bókinni „A hörðu vori”, sem lýsir tiimabilinu laust eftir aldamót. Fermingar þá voru vissu- lega tilbreytingarminni en nú er, t.d. var engin veisla haldin þegar Hannes fermdist. En hann segir þarna nokkuö frá prestinum sem fermdi hann, séra Birni Jónssyni i Miklabæ. Inn i lesturinn koma „eff- eklar”: sálmasöngur og klukknahringing þegar hann lýsir athöfninni I kirkjunni, osfrv. Þá vérður nokkur tónlist I þættinum. Marla Markan syngur lagið „Nótt” og Ingi- björg Þorbergs syngur gamalt dægurlag sem var „óskalag sjúklinga” I Danmörku fyrir nokkrum áratugum. Það heitir „Fjólur handa mömmu” og Lilja Kristjáns- dóttir þýddi textann. Þetta er grátlag, en vekur til meö- aumkunar með þeim sem eru blindir og eiga bágt, — sagði Skeggi að lokum. —ih HÚSNÆÐISMÁL OG STÓRIÐJA Tvöstórmái verða i Kastljósi I kvöid. 1 fyrsta lagi veröur rætt um húsnæðismáiin og þann ágreining sem upp er kominn á aiþingi vegna húsnæðis- málafrumvarpsins. 1 frum- varpinu er fjallað um löggjöf varðandi lánveitingar og skipuiag húsnæðismála og húsbygginga. Þeir Svavar Gestsson félagsmálaráðherra og Þor- valdur Garðar Kristjánsson alþingismaður munu skiptast á skoðunum um þetta mál, og einnig veröur rætt viö Magnús H. Magnússon alþingismann. I siðari hluta þáttarins verður leitast við að svara stórri spurningu: er aukin stóriðja eina svarið gegn verð- bólgu, siauknum fólksflótta frá landinu og minnkandi þjóðarframleiðslu, eöa getum viö „stækkað kökuna” meö öðrum úrræðum? Rætt veröur við Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóra um viðhorf og tækifæri til aukinnar stóriðju hér á landi og leitað álits Kristjáns Ragnarsonar for- manns LttJ og Vals Valssonar framkvæmdastjóra Félags isl. iðnrekenda. Einnig munu ritstjórarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Olafsson skiptast á skoðunum um úrræði 1 at- vinnumálum. £Ji. Sjónvarp TT kl. 21.10 Stjórnandi Kastljóss I kvöld er Helgi E. Helgason frétta- maöur og honum til aðstoðar Sæmundur Guövinsson blaða- maöur. —ih Kastljósi verður beint að hús- næðismálunum i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.