Þjóðviljinn - 31.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. mal 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Menningar dagar á Akureyri Eins og frá var skýrt í blaðinu fyrir skömmu voru dagarnir 8.-11. maf sér- stakir menningardagar á Akureyri. Þeir voru liður í samnorrænu starfi MFA- samtakanna á Norðurlönd- um. Tvo þessara daga, 9. og 10. maí, var haldin ráð- stefna sem bar heitið Vinnustaðurinn og heimilið og var hún þungamiðja menningardaganna. Stefán ögmundsson, formaður MFA, setur ráðstefnuna á Akureyri. hlaupa fram hjá lífinu” Merk og ýtarleg ályktun var samþykkt i lok ráðstefnunnar um vinnuumhverfi fólks, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, óeðlilega langan vinnutima al- mennings og lágt kaup, fáar og strjálar fristundir og litinn tima verkafólks til að sinna heimilum sinum og börnum. I ályktuninni segir m.a.: „Þaö hlýtur aö vera hræöilegt að upp- götva að leiðarlokum, að maður hafi hlaupið framhjá lifinu án þess að taka eftir þvi og of seint er að snúa til baka. Og standa þá frammi fyrir þeirri staðreynd, að til litils hafi verið barist.” Astæðan er vitaskuld sú, segir Þarf að afnema nætur- og helgidagavinnu ennfremur I ályktuninni, að vinnutimi langflestra er alltof langur, vinna verði tvöfaldan vinnutima eigi að fást tekjur til nauðsynlegrar framfærslu og af- leiðingar þessarar vinnu- þrælkunar bitna á börnunum. Timi til að sinna þeim verður allt- of naumur, hvað þá heldur að unnt sé að rækta áhugamál sin og hvilast. Til að bæta hér um verði að koma á 40 stunda vinnuviku og telur ráöstefnan að verkalýðs- hreyfingin eigi að freista þess að ná samstöðu um að nætur- og helgidagavinna verði afnumin og dagvinnukaup hækki að sama skapi. I lok ályktunarinnar er fjallaö um húsnæðismál og segir þar orð- rétt: „I framhaldi af þvi sem hér aö framan greinir um styttingu vinnutima og auknar fristundir, leggur ráöstefnan áherslu á, að húsnæöismálin eru hér mikil- vægur þáttur. Hér skal sérstak- lega bent á félagslegar fbúða- byggingar sem lausn, þar sem greiðslukjör eru viðráöanleg, hvort heldur um er aö ræða kaup á eigin húsnæði eða leiguhúsnæöi, sem einnig er brýn þörf á. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um verulegt átak i félags- legum ibúöabyggingum og treystir ráðstefnan þvi, aö frum- varp þetta verði samþykkt á þessu þingi og vonar aö nú verði við þessi fyrirheit staðiö og þar meö stigið árangursrlkt skref i húsnæðismálum okkar og jafn- framt lagt lóö á vogarskálina i baráttunni fyrir styttri vinnu- tima.” 27 nýir leiðsögu- menn Nýlega lauk leiðsögunámskeiði þvi, sem Ferðamálaráð tslands hélt sl. vetur fyrir verðandi leiö- sögumenn ferðamanna. Er þetta þriðja ieiðsögunámskeiðið, sem Ferðamálaráð heldur samkvæmt lögum um ferðamál frá 1976. Námskeiöin standa yfir allan veturinn, frá hausti til vors. Fyrir áramót voru fyrirlestrar haldnir um ýmsa almenna málaflokka s.s. jarðfræöi Islands, dýralif, gróður, náttúruvernd, sögu, at- vinnuvegi, listir og ýmsa þætti félagsmála. Voru fengnir til þess viðurkenndir fyrirlesarar, sem eru sérfræðingar, hver á slnu sviöi. Eftir áramót var haldiö námskeið i skyndihjálp I sam- ________Framhald á bls. 13 SAGNIR sagnfrædinema tJt er komið nýtt blað sagn- fræðinema viö Háskóla íslands, Sagnir.Það er 88 bls. að stærð og meöal efnis má nefna greinar eftir Helga Skúla Kjartansson: „Sagnfræði, af hverju og til hvers”, Loft Guttormsson: „Fóiksfjöldasaga og söguleg lýð- fræði”, Ólaf Friðriksson: „Smá- flokkaframboð á Islandi 1942- 1974” og Brodda Broddason: „Vigoröið var: „Verndum So- vétrikin”.” Einnig eru I blaöinu viötöl við Björn Th. Björnsson listfræðing^Vilmund Gylfason sagnfræðing og alþingismann og Inga Sigurðsson sagnfræðing. Þá eru fróðlegar hringborðsum- ræður um stöðu islenskrar sagn- fræði og ýmislegt fleira er i blaö - inu. Sagnir verða til sölu hjá Sögu- félaginu í Gárðastræti 13 B (opiö 2-6) og f Bóksölu stúdenta. Það kostar 1500 kr. snillingar Háskólabíó 3. júní ALICIA DE LARROCHA Frægasti pianóleikari Spánar leikur verk eftir Beethoven, Bach, De Falla og Ravel. I stórblaðinu New York Times 4. maí eru tónleikar Alicia de Larrocha, sunnudaginn á Listahátið i Reykjavík, taldir einn af f jórum helstu viðburðum ársins á sviði pianóleiks I Evrópu. Midasala í Gimli opin daglega kl. 14-19.30, sfmi 28088 Háskólabíó 1. júní RAFAELFRUBECK DE BURGOS frægasti hljómsveitarstjóri Spánar, stjórnar Sinfónluhljómsveit Islands á opnunartónleikum i Háskólablói. A ef nis- skránni eru „Ræða nautabanans" eftir Turina, „Concierto de Aranjuez" eftir Rodrio. Frægasti gltarkonsert veraldar f luttur I fyrsta sinn á Islandi. Einleikari er Göran Söllscher, sem vann siðustu heimskeppni gitarleikara i Parls og er nú jafnað við fremstu gltarsnillinga nú- tlmans. Eftir hlé leikur hljómsveitin sinfóniu Dvoráks „Úr nýja heiminum." I ■cyfrnli^'HA K&mBI*2p ICXUV Háskólabíó 5. júní GÖRAN SÖLLSCHER frá Sviþjóð, nýjasta stórstjarnan I gitar- leik, aðeins 24 ára gamall. Hann leikur verk eftir Dowland, Barrios, Yocoh og Ponce.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.