Þjóðviljinn - 31.05.1980, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mal 1980.
Laugardagur 31. mal 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
f
é 1
fc44#l / f;
f' WWm ■
Þröstur og Karl eru hinir ánægöustu ab sjá I lélagsskap Súsönnu Jón-
mundsdóttur hjúkrunarkonu, þótt erfitt sé aö vera sjúklingur og ekki
nema eins árs aö aldri.
Myndir frá Barnadeild
Landspítalans: —gel—
Magnús Pálmi var aö jafna sig eftir uppskurö og amma hans, Kristjana Þóröardóttir, stytti honum
stundir meö aö iesa fyrir hann.
Lelkmeðferðín
er fyrir alla
fjölskylduna
Á síðari árum hefur þvi
verið æ meiri gaumur gef-
inn að umönnun fólks sem
liggur á sjúkrahúsum þurfi
að vera önnur og meiri en
venjan hefur verið, ekki
nægi að sinna svo til ein-
göngu hinum læknisfræði-
legu þörfum. Sérstaklega á
þetta við um börn þvi að
skilningur þeirra og til-
Finningalíf er með öðrum
hætti en hinna fullorðnu.
Til aö koma til móts viö þessar
þarfir barna hefur viöa um lönd
veriö komiö á skipulögöu starfi
sem á Islensku mun hafa hlotiö
nafniö leikmeöferö. Sigrlöur
Björnsdóttir myndlistarkennari
er einn aöalhvatamaöurinn hér á
landi aö sliku starfi meö börnum
og vann um árabil á Barnaspitala
Hringsins. Fleiri áhugamenn
vinna aö framgangi þessa máls
s.s. læknar, hjukrunarfræöingar
og aörir sem hafa meö veik börn
aö gera. A þriöjudaginn var var
haldin I Hjúkrunarskólanum viö
Eiriksgötu ráöstefna um þarfir
barna á sjúkrahúsum. Til hennar
var boöiö þremur erlendum fyrir-
lesurum sem mikiö hafa unniö aö
málinu i sinum heimalöndum.
Þjóöviljinn ræddi viö tvo þeirra
daginn áöur en þeir héldu af landi
brott, þau Ivonny Lindquist sem
er fóstra og sérkennari aö mennt
og nú deildarstjóri I heilbrigöis-
málaráöuneytinu sænska og John
Lind fyrrverandi prófessor í
barnalækningum viö Karolinska
sjúkrahúsiö I_Stokkhólmi. Hann
er nú hættur störfum sakir aldurs
en vinnur enn aö rannsóknum á
börnum en fyrir þær er hann
mjög þekktur.
Leikur og sköpun
er nauðsyn
Leikmeöferö er ekki mjög
þekkt hugtak hér á islandi. getiö
þiö útskýrt hvaö I þvi felst?
Ivonny: Leikur er öllum börn-
um nauösyn, börn tjá sig mikiö
meö leik og þegar um veik börn er
aö ræöa er nauösyn leiksins enn
meiri en endranær og aö fá tæki-
færi til sköpunar. Veik börn eru
oft hrædd og óröugg; þau eru allt i
einu komin I ókunnugt og aö þeim
finnst fjandsamlegt umhverfi. Oft
fást þessi börn ekki til eöa geta
ekki tjáö tilfinningar sinar meö
oröum, en i leik geta þau þaö
miklu frekar.
John: Leikmeöferö beinist ekki
bara aö barninu heldur allri fjöl-
skyldunni, hún er fjölskyldumeö-
ferö. Þegar sjúkrahús eru skipu-
lögö þarf ekki aöeins aö gera ráö
fyrir börnum þar heldur einnig
foreldrum. Þeir þurfa aö geta
komiö og heimsótt barniö hvenær
sem er og líka veriö hjá þvi um
nætur ef þörf krefur.
Ivonny: Viö sem vinnum viö
þetta þurfum lika aö hjálpa
starfsfólki sjúkrahúsanna. Margt
af þvi hefur ekkert lært sérstak-
lega um börn og þarfir þeirra.
Börn hugsa ekki eins og fullorönir
og þaö þýöir ekki aö ætlast til
sama skilnings af barni á sjúk-
dómi slnum og meöferö hans og
af fullorönum. Þaö er ekkert
gamanmál fyrir barn aö fara á
sjúkrahús. Þvi finnst þaö eitt og
yfirgefiö og telur gjarnan aö móö-
irin hafi brugöist þvl.
John: Ég held aö hæstum allir
fullorönir hafi vott af spitala-
hræöslu. Þetta stafar eflaust af
þvl aö viökomandi hefur reynt
eitthvaö óþægilegt I bernsku á
sjúkrahúsi eöa ótti annarra viö
þær stofnanir hefur yfirfærst á
hann.
Ivonny: Markmiöiö meö starfi
okkar er aö barniö skynji sjúkra-
John Lind.
hús sem eitthvaö skemmtilegt, aö
þaö vilji gjarnan koma þangaö
aftur — en þess þurfa börn mjög
oft — og aö þroski barnsins stööv-
ist ekki meöan á sjúkrahúsvist-
inni stendur.
Johm: Oft finnst llka börnum
þau auömýkt þegar þau eru á
sjúkrahúsi. Leikurinn getur þá
hjálpaö þeim tíl aö losna viö þá
tilfinningu.
Af hverju varð barnið
umskiptingur?
Hafiö þiö oröiö vör sýnilegs
árangurs af starfi ykkar meö
veikum börnum?
John: Já, ég sé alveg stórkost-
legan árangur. Aöur fyrr komu
foreldrar oft til min alveg niöur-
brotnir eftir aö barniö þeirra
haföi veriö til meöferöar á
spltala, barniö sem áöur var
spakt og rólegt var nú oröiö eins
og umskiptingur og foreldrarnir
sögöu viö okkur: „Hvaö hafiö þiö
eiginlega gert barninu mlnu?”
Þetta var eölilegt; áöur en leik-
meöferöin kom til sögunnar voru
langflest börn lengi aö ná sér and-
lega eftir spitalavist. Nú er þetta
gjörbreytt þar sem leikmeöferö
er beitt. Nú koma foreldrar glaöir
meö barniö til okkar aftur og tala
um hvaö þaö sé í góöu andlega
jafnvægi og hvaö því hafi liöiö vel
á spitalanum.
— Mörg börn þurfa aö koma
aftur og aftur til meöferöar og
rannsóknar á spltala og stundum
þurfa þau aö undirgangast sárs-
aukafullar aögeröir. Allt veröur
þetta léttara fyrir barniö núoröiö
þar sem umhverfiö er mannúö-
legra en áöur var, foreldrarnir fá
aö vera meö og hjálpa til og þaö
er útskýrt fyrir barninu hvaö eigi
aö gera og hvers vegna.
Þar sem hjartarúm er
En þarf ekki mikiö pláss á
spltölunum til aö geta haft for-
eldra og jafnvel systkini svona
mikiö meö börnunum?
Ivonny: Vissulega þarf talsvert
pláss en þaö sem mestu máli
skiptir er skilningurinn á þörfinni
og þá er oftast hægt aö leysa mál-
in. T.d. er ekkert auöveldara en
hafa inni I skáp samanbrotinn
bedda sem pabbinn eöa mamman
geta sofiö á inni hjá barninu á
spltalanum. Þaö þarf ekki endi-
lega aö vera allan timann,
kannski bara eina nótt. Þaö getur
nægt til aö barniö veröi rólegt og
öruggt allan tlmann sem þaö þarf
aö vera á spltalanum.
John: Mér finnst alveg sérstak-
lega mikilvægt aö feöur taki llka
þátt I starfinu meö börnum sinum
á spltalanum — og systkinin.
Stundum kemur I ljós aö feöur og
jafnvel mæöur llka kunna litiö aö
leika viö börnin, þau hafa kannski
aldrei gert mikiö af þvl heima og
læra fyrst aö meta gildi leiksins
þegar barniö þeirra veikist og
leggst á sjúkrahús.
Ivonny: Foreldrar veröa llka
stundum mjög uppteknir af veik-
indum barns slns, þeim finnst
þetta allt svo voöalegt og óttast aö
Árangur
alveg stór-
kostlegur,
segja John
Lind og
Ivonny
Lindquist
barniö blöi varanlegan skaöa.
Þaö gerir þaö llka stundum, en
viö aö sjá og kynnast öörum veik-
Ivonny Lindquist
um börnum, jafnvel dauövona
börnum, veröa viöhorfin önnur.
Þá geta foreldrarnir einbeitt sér
meira aö þvl hvaö barniö þeirra
getur og hætt aö hugsa eins mikiö
um þaö sem barniö þeirra getur
ekki.
Sálræn vandamál síðar
Er vitaö til þess aö börn hafi
beöiö sálarlegt tjón viö sjúkra-
húsdvöl?
John: Þaö er margt sem bendir
til aö svo sé. Ensk rannsókn sýnir
t.d. aö börn sem höföu I bernsku
legiö á spitala lengur en eina viku
áttu viö meiri erfiöleika aö etja á
unglingsárunum en hin sem
aldrei eöa I mjög stuttan tlma
höföu veriö á sjúkrahúsi. Annars
eru nú I gangi langtima kannanir
á þessu viöa m.a. I Svlþjóö, Bret-
landi og Bandarlkjunum.
Er leikmeöferö á sjúkrahúsum
fyrirskipuö meö lögum i Svlþjóö?
Ivonny: I reglugerö meö barna-
lögunum sænsku sem tóku gildi 1.
janúar 1977 segir m.a.: „Gert er
ráö fyrir aö á næstu árum þróist
leikmeöferö á sjúkrahúsum
þannig aö öll börn sem þurfi aö
leggjast á sjúkrahús fái þannig
meöferö.”
Hvaö er langt slöan þessi meö-
ferö varö algeng I Svlþjóö?
Ivonny: Allt frá árinu 1912 hef-
ur umræöan um leikþörf sjúkra
barna og gildi hennar komiö upp
af og til og hjúkrunarfólk áttaö
sig á henni aö vissu marki, en allt
þannig starf varö óskipulagt og
happa- og glappakennt þar til
1956.
John: Þá byrjaöi Ivonny aö
vinna mikiö brautryöjandastarf i
heimabæ slnum Umeð og siöan
hefur veriö byggt á reynslu henn-
ar alls staöar I Svlþjóö. Hún hefur
veriö gerö aö heiöursdoktor viö
háskólann I Ume& vegna sins
ágæta starfs.
Ráðuneytið á að
hafa forgöngu
Nú hafiö þiö litillega kynnst Is-
lenskum sjúkrahúsum og
heilbrigöisþjónustu, teljiö þiö aö
viö rikjandi aöstæöur hér, fjár-
kost og þrengsli, sé hægt aö bæta
aö einhverju marki aöstööu barna
sem dveljast á spltölum?
Ivonny: Ég þekki of lítiö til
mála hér til aö geta svaraö þess-
ari spurningu en ég held samt aö
hægt sé aö gera heilmikiö. Ég
myndi byrja á þvl aö koma á
samvinnu milli fðstra og sérkenn-
ara annars vegar og hjúkrunar-
fólks og lækna hins vegar og
byrja aö skipuleggja starf fyrir
allt landiö.
John: Ég tel mjög mikilvægt aö
heilbrigöisráöuneytiö taki máliö
upp á sina arma og hafi forgöngu
um aö koma þessu samstarfi á.
Múslk og
aftur múslk
Bæöi Ivonny og John lögöu
mikla áherslu á gildi tónlistar
fyrir veik börn, músikin hefur svo
mikiö tjáningargildi sögöu þau,
þar er ekki fyrir aö fara málerfiö-
leikum, og ekki er óalgengt aö
börn sem ógerlegt hefur reynst aö
komast I samband viö, komist út
úr skelinni og nái aö tjá sig meö
múslk og þá er lika Isinn broginn.
Þau sögöu mér llka aö stundum
uppgötvist þá fyrst múslkhæfi-
leikar barna þegar þau veikjast
og veröa aö leggjast á spltala. —
Þaö segir ekki svo lltiö um skóla-
kerfiö sagöi John. Ég segi llka
alltaf, bætti hann viö, meiri
múslk á dagheimilin, meiri músfk
I skólanan.
— Þiö hérna á Islandi hafiö llka
svo ágætan fagmann á þessu
sviöi, hélt John áfram, hana Sig -
rlöi. Ég sagöi þaö I fyrirlestri
mlnum I gær aö kennarar minir I
leikmeöferö væru þrjár konur:
Sigrlöur Björnsdóttir, Ivonny
Lindquist og Emma Plank.
(Emma Plank er bandarlskur
uppeldisfræöingur og prófessor
viö háskólann I Cleveland I
Bandarlkjunum og hún var þriöji
erlendifyrirlesarinn á ráöstefn-
unni) — Barnamálverkin sem
Sigrlöur hefur haldiö sýningar á
hafa vakiö athygli vlöa um lönd
og ég tel aö listasöfn á tslandi eigi
aö eignast sýnishorn af þessum
barnamyndum.
— Aö lokum tóku þau Ivonny og
John þaö fram a? dvölin hérna
heföi veriö mjög ánægjuleg, þau
væru hrifin af þvl hvaö margt fólk
væri áhugasamt um málefni
barna og sérstaklega fögnuöu þau
þvi aö hafa haft tækifæri til aö
kynnast Emmu Plank, sem þau
sögöu aö heföi skrifaö margar
bækur um þessi mál og væri frá-
bær vlsindamaöur. —hs
Ragnar llafsteinsson heitir þessi ungl maöur sem biöur eftir aö gips veröi fjarlægt
af fæti hans.
Hugaö aö ungum sjúkiingi á barnadeiidinni.
á dagskrá
Hvað dugir Trabant-ökumanninum
jafnrétti i kapp við Range-Roverinn,
hvort sem er á Rúntinum eða á
Stóra Hringnum, ég tala nú ekki um
ef saman lýstur fararskjótum þessum,
stáldrekanum og platdósinni?
Bréf úr sveitinni
Jafnrétti þykir gott. Ein af
meginreglum okkar réttarfars er
sú aö allir hafi jafnan rétt og
jafna ábyrgö. Lögspekingar kalla
þetta jafnræöisreglu.
Þessi jafnræöisregla er ekki
ýkja gömul á okkar menningar-
svæöi. t lénsþjóöfélögum miöalda
höföu menn misjafnan rétt eftir
þjóöfélagsstööu. Sumir máttu
meira en aörir, viöurlög voru
misjöfn eftir þvf hver I hlut átti.
Jafnræöisreglan komst á meö
þeim byltingum sem brutu niöur
lénsþjóöfélagiö og þótti geysileg
'framför almenningi til handa.
En jafnrétti er eitt, jöfnuöur
annaö. Menn eru svo skrambi
misjafnir. Sumir eru misjafnari
en aörir og aörir þvi jafnari en
sumir. Sumir viröast þvl þurfa
meira jafnrétti en aörir. Stundum
viröist ekkert duga nema mis-
rétti.
Undarlega farast sveitamann-
inum orö, nema síöur sé. Tökum
okkur fyrir hugskotssjónir ljúf-
linginn lýöa, bllinn bllöa. Þar er
um auöugan garö aö gresja, eins
og allir vita. Berum saman
Range Rover Superstar, 16-gata,
4-drifa, 25 lltra, annars vegar og
Trabant Mini, 7 lltra, hins vegar,
sem kunnugir efast um aö hafi
drif nema á einu hjóli. Eru ekki
ökumenn þessara bifreiöa ákaf-
lega misjafnir, hvaö sem mann-
kostum llöur? Ég hygg aö þaö sé
flestum augljóst. Hvaö dugir
Trabant-ökumanninum jafnrétti I
kapp viö Range-Roverinn, hvort
sem er á Rúntinum eöa á Stóra
Hringnum, ég tala nú ekki um ef
saman lýstur fararskjótum
þessum, stáldrekanum og plast-
dósinni? Ekki par, þvl aö öku-
mennirnir eru svo misjafnlega
varöir.
Nú er mælt fyrir um umferöar'
hegöan meö margvlslegum
fyrirmælum laga og reglugeröa.
Akveöinn hámarkshraöi ökutækis
er tilskilinn, kveöiö er á um
forgangsrétt á gatnamótum,
fyrirmæli eru nánast til um alla
umferöariiegöan. 011 þessi fyrir-
mæli eru svo grundvöllur þess
mats yfirvalda sem lagt er á um-
feröaróhöpp, á grundvelli þeirra
er metin og dæmd sú ábyrgö sem
sá vegfarandi veröur aö sæta sem
reglurnar brýtur og óhappi
veldur eöa slysi. Ef ekiö er á þann
sem I órétti er skv. gildandi
reglum, er sá sem á hann ók
laus undan ábyrgö og viöur-
lögum, þar eöhann „átti réttinn”,
eins og komist er aö oröi. t um-
feröarlögum (68. grein) er talaö
um aö tjón skiptist aö tiltölu viö
sök.
Nú velta menn þvl fyrir sér I
Olfusinu hvort mögulegt sé eöa
æskilegt aö breyta réttarfari um-
feröarmála I þá átt aö tekiö yröi
tillit til mismunandi aöstööu veg-
farenda. Meö mismunandi
aöstööu á ég viö þaö, eins og ég
var aö lýsa meö dæminu hér aö
ofan, aö ökumaöur á 300 hestafla
bll upp á mörg tonn stendur betur
aö vlgi, er óhultari, I minni llfs,
hættu, en ökumaöur litla bilsins
létta, svo aö ég tali nú ekki um
fótgengla. Eins og nú er háttaö er
óvitabamiö, sem hleypur á göt-
unni, jafnrétthár umferöaraöili
og ökumaöur Range Roversins.
Hversu langt dugar barninu sá
jafni réttur ef þessir tveir
„aöilar” rekast saman? Skyldi
ökumaöurinn vera I mikilli
meiöslahættu I sllkum árekstri?
Hví þá ekki aö miöa ábyrgö veg-
farenda viö þunga, afl,
eldsneytisneyslu og flatarmál
þeirra ökutækja, sem þeir fara
meö, en sleppa skirskotun til um-
feröarreglna?
Ég á ekki viö aö umferöar-
reglir yröu afnumdar, heldur
þaö, aö þær fælu eingöngu I sér
meömæli um hegöan en heföu
engin áhrif á mat ábyrgöar eöa
uppgjör tjóna. Viö sllkt uppgjör
þyrfti lögreglan ekkert aö mæla
eöa meta, aödragandi óhappsins
eöa slyssins skipti engu máli.
Einasta þyrfti aö ltta á skoöunar-
vottorö bifreiöanna til aö sjá hest-
aflatölu (svo aö ég einfaldi
dæmiö) og skipta sföan fjárhags-
ábyrgö I samræmi viö þaö. Sé
annar bilinn 300 hestafla en hinn
, 50 hestafla, skal sá sterkari
ábyrgur fyrir 6/7 heildartjóns, sá
•litli ábyrgur fyrir 1/7. Meta þyrfti
fótgengla til ákveöins hlutfalls af
hestafli. Reiöhestar hljóta aö
metast á eitt hestafl.
Þetta myndi þýöa aö enginn
væri nokkurs staöar öruggur um
rétt sinn, hvorki á aöalbraut né
nokkurs annarstaöar, þvl aö rétt-
urinnværi hvergi, aöeins ábyrgö-
in. Aö öllum llkindum myndu
menn aka hægar og llta betur I
kringum sig, og þaö myndi fækka
umferöarslysum. Til þess er leik-
urinn auövitaö geröur.
Vissulega koma upp fjölmargar
spurningar I þessu sambandi,
sem ég hvorki sé allar né get
svaraö, til dæmis hvort sérstakt
mat skuli lagt á almennings-
vagna, sjúkrablla, farartæki
fyrirmanna og margt fleira. En
ljóst sýnist mér aö þessi hug-
mynd, meö öllum slnum óteljandi
möguleikum á skipan mála, gæti
oröiö grundvöllur hins fjörugasta
löggjafarstarfs þegar um hægist.
Verkfrædingar funda
Verkfræðingafélag tsiands hélt
aðalfund sinn seint I mars og var
þá kosin ný stjórn eins og lög gera
ráö fyrir. Nýja stjórnin er þannig
skipuö:
Formaður er Ragnar S.
Halldórsson, varaformaður,
Sigurður Þórðarson og fram-
kvæmdastjóri Hinrik Guðmunds-
- son. Aðrir I stjórn eru: Dr. Oddur
B. Björnsson, Jónas Matthiasson,
Óskar Mariusson og Jón Birgir
Pétursson. Úr fyrri stjórn gengu
Egill Skúli Ingibergsson, Pétur K.
Maak og Páimi R. Pálmason.
I fréttatilkynningu frá Verk-
fræöingafélaginu er skýrt frá
starfi félagsins milli aöalfunda og
var þaö allblómlegt.
Sex félagsfundir voru haldnir
þar sem flutt voru fræösluerindi
margskonar og eins störfuöu hin-
ar fjórar fastaefndir félagsins svo
sem venja er til. Nefndir þessar
eru gjaldskrárnefnd, kynningar-
og ritnefnd, menntamálanefnd og
geröardómur VFI. Formaöur
geröardómsins er Gaukur
Jörundsson prófessor.
Verkfræöingafélag íslands á
aöild aö ýmsum alþjóölegum
samtökum og hefur auk þess fast
samstarf viö norrænu verkfræö-
ingafélögin.
Stjórn Verkfræðingafélags tslands. Talið frá vinstri: Dr. Oddur B.
Björnsson, Jónas Matthiasson, Sigurður Þórðarson, varaform., Ragn-
ar S. Halldórsson, form., Hinrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
Óskar Marlusson og Jón Birgir Jónsson.
Nýtt innrömmunarfyrirtæki
Nýlega hóf starfsemi sína aö
Njálsgötu 86 Reykjavlk fyrir-
tækiö Myndramminn.
Tilgangur fyrirtækisins er inn-
römmun og rammagerö og er
boöiö upp á úrval rammalista
bæöi innflútta og íslenska. Einnig
fást tilbúnir rammar af ýmsum
stæröum og geröum, m.a. Antik
rammar og hringlaga og spor-
öskjulaga rammar sem henta vel
fyrir t.d. ljósmyndir og útsaum.
Eigendur Myndrammans eru
Haflina Breiöfjörö og Olafur
ólafsson.