Þjóðviljinn - 04.06.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.06.1980, Blaðsíða 2
V VI . I .' ' 4 » 4 .*'-f ri 4 ...I *. ‘r 4, J ji*4 .1 4 4r. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. júni 1980. Pétur J. Thorsteinsson var á Akranesi (og Grundartanga) á þriðjudag og miðvikudag, og þar kom hann viða við. Hann heimsótti þar fjölmarga vinnustaði og ræddi við fjölda fólks. Það var einkennandi fyrir þessar heimsóknir Péturs, að alls staðar var honum mjög vel tekið og alls staðar var mikill áhugi starfsfólksins fyrir heimsókninni, og vildu menn gjarnan hlýða á mál frambjóðandans. Pétur var spurður margra spurninga um forsetaem- bættið, og sjálfan sig og sinn feril o.fl. Hann rakti i stórum dráttum i ræðum sinum starfsvettvang og starfssvið forseta, og sagði frá sinum eigin starfsferli. Oft var spurt um valdsvið forseta. Spurt var um hlutverk forseta i sambandi við stjórnarmynd- andir og ýmsar aðrar stjórnarathafnir, og gerði Pétur grein fyrir þeim þáttum starfsins, og jafnframt sinum eigin skoðunum i þessu sam- bandi. Innan fárra daga tekur til starfa sérstök framkvæmda- nefnd á Akranesi, og þar verður einnig opnuð skrifstofa stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar. Fundir Péturs jyrir norðan Pétur Thorsteinsson var með framboðsfundi á Akur- eyri og Húsavik á fimmtudag og föstudag. í fréttatilkynn- ingu frá stuðningsmönnum Péturs segir að báðir hafi verið fjölsóttir. Á Akureyri fluttu Pétur og Oddný kona hans ávörp. Ingi- mar Eydal lék létt lög á pianó, Herdis Elin Steingrimsdóttir hélt ræðu, Halldóra Ingimars- dóttir og Heiðdis Norðfjörð fluttu ljóðaþátt um vorið og Orn Gústafsson flutti ávarp. Fundirinn var haldinn á Hótel KEA og var Vilhelm Þor- steinsson fundarstjóri. A Húsavik fluttu auk Péturs og Oddnýjar Katrin Ey- mundsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, og Hákon Aðal- steinsson ávörp. Fundarstjóri var Arnar Björnsson ritstjóri. Keflavikurskrifstofa Alberts Nýskipaður sendiherra Grikk- lands, hr. Eustace P. Lagacos sést hér á milli forseta Islands sem hann afhenti trúnaðar- bréf sl. mánudag og ólafs Jó- hannessonar utanrikisráð- herra við athöfnina á Bessa- stöðum. Kynning á búvörum og ullartisku t sumar mun verða efnt til kynningar á landbúnaöar- afurðum og tiskufatnaði úr is- lenskri ull ásamt ýmsum skartgripum á Hótel Sögu. Þessi kynningarkvöld verða á hverjum föstudegi og fyrsta kynningin verður 12. júni og endar svo 26. september. Boðiö veröur upp á stórt borö, hlaöið ýmsum gómsæt- um réttum, heitum og köldum úr lambakjöti, þá verða mjólkurréttir á boöstólunum og mikið úrval af ostum, ásamt fjölda annarra rétta. Hljómsveit hússins leikur létt, vinsæl lög, meðan gestir sitja að snæðingi, en siðan mun verða stiginn dans. Sér- stakur kynnir mun útskýra fyrir gestum, innlendum sem erlendum, það sem þarna verður að sjá og neyta. Asamt Hótel Sögu standa að kynning- unni: Álafoss, Samband isl. Samvinnufélaga, Mjólkur- samsalan, Osta- og smjör- salan, Sláturfélag Suðurlands og Stéttarsamband bænda. Pétur hélt 14 ræður Nýr sendiherra Grikklands Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar hafa opnað kosningaskrifstofu i Keflavfk að Hafnargötu 26, simi 92—3000. Verður skrifstofan opin daglega frá 8—10 virka daga, eða 2—6 á laugardögum og sunnudögum, en þegar nær dregur kosningum veröur nýr afgreiðsiutimi auglýstur. Eftirtaidir menn eiga sæti i baráttu og kosninganefnd:Arni Samúelsson, Bjarni Alberts- son. Ólafur Júliusson, Helgi Hólm, Huxley ólafsson, Sesselja Magnúsdóttir, Erika Árnadóttir, Svana Jónsdóttir, Guðný Asberg, Helga Guð- mundsdóttir, Hafsteinn Guð- mundsson, Guðlaugur ólafs- son, Björgvin Lútersson, Ingi- björg Gisladóttir, Vilborg Amundadóttir, Zakarias Hjartarson, Ólafur B. Ólafs- son Sandgerði, Ólafur Thordarson, öll i Keflavik og Njarðvik, og Jósep Borgars- son, Höfnum. Þessir hnakkar eru meðai sýningarmuna á sögusýningu Arbæjarsafns sem opnuö var i gær. Báðir eru söðlarnir fornir og i brúkun fyrir tilkomu hinna „nýmóðins sööla” sem komust I tfsku uppúr 1830. Eru það söðlar með ensku lagi og hefur söðlatiska á tslandi litt eða ekki breyst siðan. r Sögusýning i Arbœjarsafiii Kvensöðull með öllum búnaði i gær, þriðjudaginn 3. júni, hófst starfsemi Arbæjarsafns með opn- un sögusýningar sem nefnist Kvensöðuli með öllum búnaði. Þar verða sýnd gömul reiðtygi alis konar, en meginuppistaða sýningarinnar eru söðuiáklæði og söðlar sem eru i eigu safnsins. i sumar verður safnið opið frá kl. 13.30-18.00 alla daga nema Fundir i Sameinuðu Alþingi og deiidum á þvi þingi sem nú var að ljúka störfum (1979—1980) stóðu samtals i 330 klukkustundir og 25 minútur. Þar af stóðu fundir i Sameinuðu Alþingi og neðri deild (eru haldnir í sama sal) I 257 klukkustundir, en fundir I efri deild i 73 klukkustundir og 25 minútur. Rétt er að taka fram að ekki er innifalinn i þessum tölum sá timi sem farið hefur i fundi nefnda i báðum deildum og Sameinuðu Alþingi. Borið saman við þingið þar á undan, 1978—79, þá hefur mál- Minkur viröist hafa aukist mik- ið sl. ár og er nú talinn kominn i aiia landshluta. Aðalfundur Fuglaverndarfélags tslands, sem haldinn var nýlega, benti á, að með slikri þróun gæti orðið auðn i héruðuin sem áður voru auðug af fuglaiifi. Fugiaverndarmenn telja ástandið mjög alvarlegt og að nauðynlegt sé að gera róttækar ráðstafanir til útrýmingar minka i landinu. A fundinum kom fram, að um sl. áramót voru um 100 ernir á landinu, þaraf 74 fullorðnir fuglar, 20 ungir og 6 ungar. 13 arnarhjón gerðu tilraun til varps i fyrra, en misfórst af ýmsum or- sökum. mánudaga og að venju verða seldar veitingar i Dillonshúsi. Undanfarna vetur hefur verið unnið á vegum Arbæjarsafns að könnun á sögu gömlu borgar- hverfanna og verður þvi haldið á áfram á vetri komanda. Þá var i vetur unnið við gerð saman- burðarskrár yfir byggðar lóðir i Reykjavik og einnig haldið áfram gleði þingmanna verið með minna móti s.l. vetur, en þingið 1978—1979 var algjört metár, þvi þá stóðu fundir samtals i 516 klukkustundir og 3 minútur. Sið- ustu ár hafa fundir Sameinaðs Alþingis og deilda yfirleitt staðið á hverju ári i um 400 klukku- stundir, t.d. stóð þingið 1977—78 i 445 klukkustundir og 45 minútur. Skýringuna á þvi hvers vegna minna hefur verið talað á Alþingi I vetur má m.a. rekja til þess að þetta þing stóð styttra en þingin undanfarin ár vegna haustkosn- inganna. — þm Þá var rætt um fækkun veiði- bjöllu og var álit fundarmanna að eina leiðin væri að hætta að henda slori og úrgangi i sjó. Ef skip henda úrgangi ætti hann að vera settur i umbúðir, sem sökkva en fljóta ekki sem æti. Útrýming með skotvopnum töldu þeir gagnslausa til minnkunar stofns- ins, slikt gæti jafnvel óbeint stuðlað að aukinni stofnstærð. Fuglaverndunarfélagið hefur nú gefið út endurprentun af rit- gerð dr. Finns Guðmundssonar, um haförninn sem prentuð var i bók Birgis Kjaran. Formaður félagsins er Magnús Magnússon prófessor, ritari Reynir Armannsson póstfulltrúi. vinnu við viðgerð á Prófessors bústaðnum á Klepplen húsið var flutt i safnið I hitteðfyrra. Hingð til hefur takmarkað geymslurými háð mjög starfsemi safnsinsen nú stendur það til bóta þvi að nýlokið er við aó reisa nýjar geymslur á safnsvæöinu og verða munir fluttir þangað eftir hentugleikum. — hs Erró fékk orðu Svíakonungs Erró sæmdur Prins Eugen orðunni Sviakonungur hefur sæmt myndlistarmanninn Guð- mund Guðmundsson, Erro, Prins Eugen-orðunni. Var honum afhent heiðursmerkið af sendiherra Svia i Paris 12. mai s.l. Heiðursmerki þetta er ætlað sænskum eða öðrum norrænum myndlistarmönn- um, sem fram úr skara á Norðurlöndum eða i heimin- um og er talið fágæt viður- kenning. Það hefur áður verið veitt tveim Islending- um, þeim Einari Jónssyni og Jóhannesi Kjarval. Talað í 330 klukkutíma Minkurinn kominn í alla landshluta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.