Þjóðviljinn - 04.06.1980, Blaðsíða 16
Xóalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. 1 tan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum : Ritstjórn 81382. 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiöslu blaösins islma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663
Rangárvallasýsla
í sumar:
35 Arnarflugsmenn
til Mið-Austurlands
Há verölaun á mótum Skákar og sveitarfélaganna:
Fimm helgarskákmót í sumar
Flestir bestu skákmennirnir tefla
í Keflavík um helgina
Tímaritið Skák hefur
ákveðið að gangast fyrir
a.m.k. 5 helgarskákmót-
um víðsvegar um landið í
sumar í samvinnu við
bæjar- og sveitarfélögin
um landið. Fyrsta mótið
fer fram í Fjölbrautar-
skóla Suðurnesja um
næstu helgi og verða
flestir bestu skákmenn
landsins meðal þátttak-
enda, svo sem Friðrik,
Guðmundur, Jón L.,
Helgi öl., Margeir, Ingi
R., fslandsmeistarinn
Jóh. Hjartarson og gamla
kempan Benóný.
Tefldar verða sjö umferöir
eftir Monrad-kerfi, ein og hálf
kiukkustund á fyrstu þrjátiu
leikina og hálftimi til að ljúka
skákinni. Mótiö er opið öllum en
þátttökugjald er 10 þúsund kr.
Há verðlaun eru i boði. Fyrstu
verðlaun eru 300 þús., 3. verð.
200 þús., 3. veröl. 100 þús. Ef 3
konur eða fleiri verða meö mun
veröa keppt um sérstök 50
þúsund kr. kvennaverklaun, 3g
sá unglingur sem hlýtur besta
útkomu fær ókeypis dvöl i skák-
skólanum að Kirkjubæjar-
klaustri næsta sumar. Bóka-
verðlaun verða veitt fyrir
óvæntustu úrslit, besta útkomu
miðaö við stig og jafntefliskóng-
ur mótsins fær einnig bókaverö-
laun.
Mótiö i Keflavik er haldið I
samvinnu viö samtök sveitar-
félaga á Suðurnesjum sem
leggja til þrenn efstu verölaun-
in. Fyrsta umferðin hefst kl. 14
föstudaginn 6. júni. Þann dag
verða tefldar tvær umferðir,
laugardag 7. júni hefst keppni.
kl. 9 f.h. og verða tefldar þrjár
umferðir. Á sunnudag verða
tefldar tvær siðustu umferðirn-
ar og hefst sú fyrri kl. 9 f.h. I
ráöi er aö ljúka mótinu meö
hraðskákkeppni um kvöldiö.
Tiu efstu skákmennirnir á
mótunum fimm sem ráögerð
eru I sumar fá stig til aukaverð-
launa. Sá sem flest hefur stigin
eftir sumarið hreppir eina
miljón króna.
Skákstjóri á mótunum veröur
Jóhann Þórir Jónsson.
— ekh.
Jórdaníu-
flugiö á
þotu frá
Western
Arnarflug mun hefja
flug fyrir Jórdanska flug-
félagið Alia, eða öðru naf ni
The Royal Jordan Airlines
þann 6. júní nk. samkvæmt
samningi sem gerður var
milli félaganna nú fyrir
stuttu. Aðallega verður
f logið frá Amman til staða
innan Miá-austurlanda og
verða að jafnaði um 35
starfsmenn Arnarflugs
með aðsetur sitt þar meðan
á leigutímanum stendur.
Til þess að sinna þessu verkefni
hefur Arnarflug tekið i notkun
þotu af gerðinni Boeing 707-320C
með 187 sætum og er hún fengin
frá bandariska flugfélaginu
Western Airlines svo sem fyrri
þotur félagsins. Þessi flugvél hef-
ur þegar fengið Islenska skrán-
ingu með einkennisstöfunum TF-
VLG, sem vélin heldur svo lengi
sem hún verður I vörslu Arnar-
flugs.
Undanfarnar vikur hafa
áhafnir Arnarflugs verið i undir-
búningsþjálfun hér heima og I
Bandarikjunum fyrir þennan
nýja farkost félagsins og er nú
áhöfn i Los Angeles, tilbúin til aö
fljúga vélinni til Keflavikur á
næstu dögum.
Enn
engin
ákVörð-
un um
fiskverð
Fundur var haldinn i gær annan
daginn i röð i verðlagsráöi
sjávarútvegsins vegna ákvörð-
unar umnýtt fiskverð sem átti að
liggja fyrir um mánaðamótin.
Engin niöurstaöa fékkst á
fundinum, og hefur fiskverös-
nefndin verið boöuð á ný til fund-
ar kl. 15 i dag.
— lg
VOÐVIUINN
Miðvikudagur 4. júni L980.
Fílar
og
ljón
á
beit
Heyrst hefur aö samninga-
umræður hafi staðið yfir
undanfarið við bændur austur i
Rangárvallasýslu um að þeir
leyfi Ijónum og filum afnot af
bithafa hjá sér vegna töku
fornaldarkvikmyndar sem á að
fara fram eystra I sumar.
Páll A. Pálsson yfirdýralæknir
sagöi i samtali við Þjóðviljann i
gær að sótt hefði verið um að
flytja inn nokkur sirkusljón og
fila en leyfi hefði ekki enn verið
veitt. Kröfur eru gerðar um full-
komiö heilbrigðisvottorö frá
Bretlandi og öfluga gæslu um
dýrin áöur en svo verður.
Kvikmynda á dýrin i forgrunni
skriðjökultungu og á að færa
filana i loðfeldi og láta þá leika
mammúta. Páll sagöist hafa
heyrt að tilraunir hefðu verið
gerðar á Bretlandi með aö færa
einn filinn I sllkan loðfeld en þá
brá svo við að hin dýrin trylltust
af hræöslu en nánari fréttir hafa
ekki borist.
Hætt er við að einhverjum
bóndanum eystra þyki undarlegt
að sjá fila og ljón á beit i haga sin-
um og liklega er vissara aö hafa
blessuð lömbin viðs fjarri.
— GFr.
Kindakjötið skattlagt
Króna á
kílóið til
kynningar-
starfsemi
Framleiðsluráð landbúnaöar-
arins hefur ákveðið að innheimta
1 krónu af hverju kg. af kindakjöti
i haust til að standa undir kostn-
aði af auglýsingum á þvi.
Hugmyndin er að hefja
hliðstætt samstarf innan kjötiðn-
aðarins og veriö hefur I nokkur ár
innan mjólkuriðnaðarins, þ.e.
koma á fót samstarfsnefnd hags-
munaaðila sem skipuleggur j
kynningar og auglýsingarstarf- i
semi á kindakjöti.
Nú þegar mun hefjast kynning I
á réttum úr kindakjöti i verslun-
um á höfuðborgarsvæðinu. Matar
kynningin fer fram I 4 verslunum
samtimis, á fimmtudögum og
föstudögum og stendur út allan
júnimánuð. Kynntir verða tveir
pottréttir og tveir griilréttir. j
Ahugasamir neytendur fá bragö- j
prufur á staðnum, og uppskriftir j
með sér heim.
Arbæjarsafnið var opnað i gær með sögusýningu er nefnist „Kvensöðull með öllum búnaði” og eru þar
sýnd alls konar gömu! reiötygi. Um starfsemi Arbæjarsafns og sögusýninguna er fjallað á bls. 2 I dag. —
Mynd: — gel.
Finska socker óskar eftir eignaraöild
Sykurverksmiðja
í Hveragerði
Starfshópur kannar áttektarskýrslu Finnana
Ahugafélag um sykuriönað h/f
sem stofnað var I fyrrahaust, I
beinu framhaldi af hugmyndum
um stofnun sykurverksmiðju I
Hveragerði, hefur nýlega fengið I
hendur úttekt á rekstri slikrar
verksmiðju. Það er finnska fyrir-
tækið Finska socker a/b sem
vann úttektina en þaö fyrirtæki
rekur stórar sykurverksmiðjur i
Finnlandi, og hefur mikinn áhuga
á eignaaðild að sykurverksmiöju
i Hveragerði, ef að framkvæmd-
um veröur.
Skýrsla finnska fyrirtækisins
hefur verið lögð fyrir iðnaöarráö-
herVa sem skipaði fyrir skömmu
þriggja manna starfshóp til að
kanna betur innihald skýrslunnar
en i hópnum eru þeir Hörður
Jónsson efnaverkfræðingur,
Ragnar önundarson viðskipta-
fræðingur og Sigurður Sigfússon
verkfræðingur.
I úttekt Finnana er gert ráö
fyrir að flutt verði hingað til lands
með tankskipum 30 þús. tonn af
melassa, sem er úrgangsefni frá
sykurverksmiðjum, en unnt er aö
vinna allt aö 10 þús. tonn af hrein-
um sykri úr þeim farmi. Til þess
þarf þó mikla orku og hita, og er
Hveragerði þvi mjög heppilegur
staður fyrir slika orkufreka
vinnslu.
Stofnkostnaður við verksmiðj-
una er áætlaður 12 miljarðar isl.
kr., en norræni fjárfestinga-
sjóöurinn leggur til 50% af stofn-
kostnaöi ef samkomulag næst um
þátttöku Finna eða annara
Noröurlandaþjóða I verksmiðju-
rekstrinum. Slik verksmiðja sem
Finska socker mælir meö, myndi
veita um 70 manns atvinnu.
Fyrir utan þau 10 þús. tonn af
sykri sem verksmiöjan næði að
framleiða úr 30 þús. tonnum af
melassa, myndast við vinnsluna
um 12 þús. tonn af svokölluöum
lokamelassa sem er úrgangsefni,
sem hægt er að þurrka, og blanda
i fóöurbæti.
Engar frekari ákvarðanir um
sykurverksmiðju i Hveragerði
verða teknar fyrr en niðurstaða
starfshóps iðnaöarráðherra um
hagkvæmni slikrar verksmiðju
liggur fyrir, sem mun ekki verða
fyrr en i haust. —Ig.