Þjóðviljinn - 04.06.1980, Side 5
Miövikudagur 4. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
UMRÆÐURNAR UM STYRJALDARHÆTTUR:
Evrópa hefur ekki eM
á ad treysta risunum
Utanríkisráðherrar
Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna, Gromiko og
Muskie, hittust fyrir
skemmstu í Vinarborg til
að ræða alvörumálin
þungbæru. Það var ekki
mikill árangur af þeim
fundi, enda varla von.
Gromiko kom af
afmælisfundi Varsjár-
bandalagsins með hug-
myndir um fund æðstu
manna heimsins um
niðurskurð á vopna-
búnaði og um brottför
sovésks hers frá
Afganistan. Muskie og
vestrænir kollegar hans
létu sér fátt um finnast;
þetta væru ekki annað en
auglýsingabrel lur. í
mesta lagi gátu menn
viðurkennt, að þótt hug-
myndir austanmanna um
samninga vegna
Afganistan gengju mjög
skammt, þá væru Sovét-
menn samt með þeim að
viðurkenna að þetta mál
væri þeim mikill höfuð-
verkur og að þeir þyrftu
að reyna að smeygja sér
út úr því með einhverjum
hætti.
Síðan fór hver heim til sfn, og
bandariskir ráðamenn og
fjölmiölar héldu áfram að láta i
ljós óánægju með bandamenn
slna i Vestur-Evrópu, sem eru
tregir til að refsa Irönum fyrir
gislatökuna, ætla að senda
iþróttamenn i Moskvu eða ræða
við Sovétmenn upp á eigin
spýtur eins og Frakklands-
forseti gerði i Varsjá.
F réttask ýring
Fram fram fylking
Og á meðan heldur vigbún-
aðarkapphlaupið áfram af
miklum krafti. Allar hömlur á
vegi nýrra kjarnorkuvopna
virðast niður brotnar. Risaveld-
in bæði eru að koma sér upp
fleiri kjarnavopnum og í kalda-
striðsandrúmslofti þessara mán-
aða hunsa menn háskann af
útbreiðslu kjarnavopna til
nýrra rlkja.
Eitt af þvi fáa sem jákvætt
heyrist á þessum timum eru
raddir ýmissa evrópskra
áhrifamanna, ekki sist
sósialdemókrata, sem telja það
eina skynsamlega kostinn að
þjóðir Evrópu krefji risaveldin
um nýtt átak i þá veru að ná tök-
um á vigbúnaðarfjandanum.
Allir viðurkenna aö það er ekki
auðvelt I framkvæmd, en flest
sýnist betra en iðjuleysi i þess-
um efnum.
Einn af þeim sem tekur undir
þá hugmynd að Evrópa brjóti
isinn i samskiptum risa-
veldanna er Herbert Scoville.
Hann hefur þá reynslu að baki
orðum sinum, að hafa verið
varaforstjóri bandarisku leyni-
þjónustunnar CIA sem og
ACDA, bandariskrar stjórnar-
skrifstofu sem hefur eftirlit meö
vigbúnaði á sinni könnu.
Atburðarásin
Herbert Scoville telur (I grein
i Information 30. mal), að þegar
sovéskur her fór inn I
Afganistan hafi þegar verið svo
komið, að samkomulag risa-
veldanna um takmarkanir á
vigbúnaði, SALT-II, heföi i raun
ekki getað fengist staöfest.
Scoville rekur þetta til þess, að
til þess að friða andstæðinga
SALT-II heima fyrir hafi banda-
risk stjórnvöld lagt að banda-
mönnum sinum i Vestur-Evrópu
um að þeir leyfðu að Nato setti
upp allmikiö af Pershing-eld-
flaugum og stýriseldflaugum
meö kjarnaoddum — svo sem til
svars við sovéskum eldflaugum
af gerðinni SS-20.
Scoville telur að þessar eld-
flaugar hafi breytt miklu um
hernaðarlegt jafnvægi I Evrópu
og hefði mátt túlka samþykki
við þetta sem tilræði við ýmis
ákvæði SALT-samkomulags.
Hann telur aö þarna hafi hnútur
verið rekinn á atburöarás, sem
leiddi til þess að þaggaö var
niður I varfærnari mönnum i
Sovétrikjunum og þar með opn-
uð leið fyrir innrásina I
Afganistan. Scoville er m.ö.o. i
þeim hópi sem telur að sovéskir
leiðtogar hafi lagt út i þá
tvisýnu sem Afganistan-
ævintýrið var vegna þess, að
SALT-II væri liklega
dauðadæmt, nýtt eldflauga-
kapphlaup hafið i Evrópu og þvi
ekkert lendur upp úr slökunar-
stefnu að hafa.
Hæpinn munaður.
Greinarhöfundur rekur siðan
ýmisleg dæmi af vaxandi hörku
i samskiptum risaveldanna.
Hann telur að visu að enn megi
finna nokkra ljósa punkta á
þeim vettvangi; meöal annars
virðist risarnir báðir gæta sin á
að gera ekkert þaö sem eyði-
leggi það sem samiö var um 1
SALT-I eða útiloki ákvæði
SALT-II I framtiðinni. Engu að
siöur er höfuöniðurstaða hans
sú, að þjóðir heims geti ekki
lengur leyft sér þann munað aö
örlög þeirra verði ráðin af ris-
unum tveim. önnur riki veröa
að sýna frumkvæði ef að unnt á
að vera að stöðva kjarnorkuæö-
ið. bau verða að halda dyrum
opnum og skapa vettvang fyrir
umræður (Þetta þóttist Giscard
Frakkaforseti vera að gera
um daginn þegar hann fór að
hitta Brésjnéf, en fékk skömm i
hattinn fyrir hjá Amrikönum og
Morgunblaðinu).
Nánar tiltekiö finnst Scoville
að smærri riki i Nató, einkum
þau sem tregust voru til aö
samþykkja eldflaugaáætlanirn-
ar nýju að reka á eftir öllum
fyrirheitum sem gefin hafa
verið um viðræöur lútandi aö
eftirliti með vigbúnaði. Má
vera, segir hann aö enn sé hægt
að ná samkomulagi um eld-
flaugabúnað. Nató væri miklu
betur sett ef byrjað væri að
semja nú strax, áður en fleiri
SS-20eldflaugar sovéskar eru til
orðnar: það verði erfiðara að
semja um niðurskurö eftir að
þær eldflaugar eru orðnar
250—300.
Aðgát skalhöfð
Scoville segir að Evrópurlki
eigi að krefjast þess að ekkert
verði gert af hálfu Nato sem
geri ómögulegt aö stööva
kjarnorkuvopnakapphlaupið i
álfunni — enda eigi þessi riki
mest I húfi. En hann bætir við,
aö þau geti ekki miklu áorkað ef
að Bandarikin og Sovétrikin
neita aö taka sönsum. Ef aö
risarnir tveir halda áfram sem
“I
Fáir andmæla I Bandarikjunum
meðan hervæöing sálnanna
geysist áfram með auglýsingum
eins og þessari frá vopna-
framleiðandanum BIW: ,,Við
verðum að fylla i eyðuna.”
nú horfir getur svo farið aö »
jafnvel sá árangur sem á sinum I
tima náðist með SALT-I samn- |
ingnum glutrist niður. Einkum
ef aö haldiö veröur áfram meö
áætlanir um ný vopnakerfi.
Scoville nefnir sérstaklega MX-
eldflaugarnar bandarisku, sem
hægteraðfæra á milli skotpalla
og sovésku eldflaugarnar SS-18,
sem eiga að vera búnar 10
kjarnaoddum hver — gera þau
vopn mjög erfitt um vik að
semja i SALT-anda.
En sfðan geta menn spurt:
eru risarnir tveir liklegir til að
hlusta á gagnrýna Evrópu-
menn? Það er ekki gott aö vita.
Sovéskir ráöamenn þylja jafnan
almennan afvopnunarsöng, sem
er i reynd ósköp svipaður aö
orðalagi hvort sem heitt eöa
kalt er i samskiptum þjóða — og
ererfitt að draga af þeim mark-
tækar ályktanir. Colman
McCarthy, bandariskur dáika-
höfundur, segir i fyrri viku, að
hin nýja bylgja hernaðaranda i
Bandarikjunum sé einmitt
vegna þess uggvænleg, aö hún
mæti litilli andstöðu og
umræðum; vigamenn hafa orð-
ið. Hvað sem þvi liöur: Það
virðist liggja beint við að telja,
aö það minnsta sem áhrifamenn
I Evrópu geta gert sé að mæla
ekki upp i striðsmönnum
kergjuna. Enda reyna þeir, sem
betur fer, að halda samgöngu-
leiðum opnum — hvað sem
Morgunblöð heimsins geisa um
Rússadindilmennsku þeirra eða
sérgóða þjóðernishyggju.
— AB.tóksaman i
Hjartans mál Seðlabankans?
• Nokkrar spurningar til
Sigurgeirs Jónssonar
aðstoöarseölabankastjóra
The Morning-Blade, aðal
málgagn innlendra sem erlendra
einokunarhringa, með aðsetur á
Main Street, Reykjavlk, hefur nú
i meir en tvær vikur skirrst við að
birta eftirfarandi erindi, „vegna
plássleysis”, að þvi fulltrúi þess
segir. Undirritaður hefur þó
nægilega reynslu af meðferð mál-
gagnsins á aðsendu efni, til þess
að taka með fyrirvara slikar yfir-
lýsingar. Þjónkun þess við útlent
vald, hernaöarlegt, menningar-
legt og fjármálalegt, er orðin
allkunn, og viö þvi er ekkert aö
segja: Þannig eru lögmál
framboðs og eftirspurna. Hitt ber
þtí að kalla hræsni, að málgagn
sem segist aðhyllast
mannréttindi og frjálsa skoðana-
myndun, skuli veita valdamönn-
um algeran forgang við birtingu
skoðana sinna, mönnum, sem
stööu sinnar vegna hafa hvort eð
er betri möguleika til að ná fram
markmiðum sinum.
1 erindi sem þú fluttir á aðal-
fundi Vinnuveitendasambands
íslands 6. mal s.l. og birtist I
Morgunblaðinu I heild sinni (2
blaðaopnur) dagana 10. og 13.
mal, dregurðu upp „framtiöar-
mynd” af þvi, sem þú nefnir
framfarir I íslensku efnahagsllfi.
Að þinum dómi eru framfarir i
islensku efnahagslífi óhugsandi
nema á grundvelli stórfellds
áliönaöar og annarrar orkufrekr-
ar stóriðju. Þessi skoðun er ekki
ný. Aöur fyrr héldu menn aö
vegna tilkomu ódýrrar kjarnorku
yrðu tslendingar að flýta sér að
reisa orkufrekan iönað. Nú eiga
tslendingar að flýta sér að reisa
slikan iðnað vegna þess að
kjarnorkan er orðin alltof dýr.
Alltaf finnast gildar röksemdir til
aö sanna „nauösyn” stóriðjunn-
ar.
Það er þó ekki ætlun undirrit-
aðs að pexa um pólitiskar kenn-
ingar Vinnuveitendasambands-
ins, Verslunarráðsins og Sjálf-
stæðisflokksins, sem embættis-
menn Seölabankans hafa gert aö
sinu hjartans máli. Hér veröa
aðeins settar fram nokkrar
spumingar, sem hljóta að vakna
þegar þessi mál eru skoðuð I
viðara samhengi en hagfræöing-
um er tamt.
t grein þinni telur þú hæfilegt
að miða við 10-földun álfram-
leiðslunnar á tslandi á næsta
aldarfjórðungi. Hve mikið af
þessari framleiðslugetu telur þú
að Islendingar hefðu bolmagn til
að reisa og reka og hve mikiö yrði
I raun i höndum erlendra hringa
og banka? Telur þú að sjálfstæði
landsins yrði engin hætta búin
þegar erlent fjármálavald væri
oröið ráðandi hérlendis, með
tilheyrandi aðgangi að félaga-
samtökum, fjölmiölum og styrk-
veitingum til aö kaupa hollustu
manna i lykilstöðum?
Um lýðræði og vinnu-
gleði
t grein þinni segir þú: „Sem
betur fer eru tslendingar I þeirri
aðstöðu um þessar mundir að
þurfa ekki að fara smáiðnaðar-
leiðina”. Telur þú að stóriöju-
leiðin (sama hvort hún er að
formi til innlend eða erlend)
tryggi betur pólitisk markmið á
borö við lýðræði og valddreifingu
en smáiönaöur myndi gera? Tel-
ur þú vinnu I málmbræöslum
fjölbreyttari og ánægjulegri fyrir
afkomendur okkar en vinnu I
smærri einingum, eins og smá-
iðnaði?
Um arðsemi áliðnaðar
Forstjóri tslenska Alfélagsins
(tSAL), Ragnar S. Halldórsson,
heldur þvi fram að eigandi ISAL,
þ.e. ALUSUISSE, hafi „ekki farið
velútúr þessum rekstri” sinum á
tslandi, og að „reksturinn (hafi)
barist I bökkum, stundum verið
verulegt tap eöa I besta falli hefur
reksturinn staðiði járnum” (Mbl.
17.11. 79).
Hér verður ekki lagt mat á
s annleiksgildi þessara
fullyrðinga. Það hefur verið gert
á öðrum vettvangi. Hins vegar
hljóta þær að kalla á skýringar af
þinni hálfu. Hvers vegna telur þú
t.d. að Islendingar séu betur til
þess fallnir að þéna á sllkum
rekstri en ALUSUISSE, sem er þó
meðal sex stærstu álhringa I
heiminum?
Um óljósar hagrænar
forsendur
Þegar menn geisast fram og
benda á róttækar leiðir til „frarm
fara”, eins og þú gerir, skyldi
maður ætla, að vel igrundaðar
forsendur liggi aö baki tillögun-
um.
Undanfarið hefur undirritaöur
reynt að fá upp gefnar tölur um
rekstur ISAL og um nettó gjald-
eyristekjur Islendinga vegna
starfsemi fyrirtækisins hér. Það
kom I ljós að ekkert stjórnsýslu-
embætti hefur i sinum fórum
ábyggilegar og sundurliðaðar
upplýsingar um þennan stór-
rekstur. Þótt ýmsar stofnanir fái
einhverjar tölur frá ISAL, ber töl-
unum ekki einu sinni saman.
Mikil leynd er að öðru leyti yfir
rekstrartölum ISAL og annarra
álfyrirtækja.
Þvi er spurt hvort þú hefur
veriö „I náðinni” hvað varðar
upplýsingagjöf eða hvort óhlut-
dræg úttekt á þjóöhagslegum
áhrifum þessa reksturs sé
einhvers staðar til? Hvar þá?
Um þróun áliðnaðar i
heiminum.
Er þér ljóst, að helstu báxit-rik-
in hafa talsvert af ónotaðri orku
— annað hvort vatns- eða kola-
orku — og eru að hefja eða huga
að byggingu áliðnaðar I sinum
löndum? Einkum á sér staö g’fur-
leg uppbygging áliðnaðar i
Astraliu um þessar mundir, en
þaðan kemur mestallt súrál til
áiversins i Straumsvlk.
Er liklegt að litið !and, sem hef-
Framhald á bls. 13