Þjóðviljinn - 04.06.1980, Page 7
Miðvikudagur 4. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
hennar ekki af hinum pólitfska
heimi; sá áttaviti sem réð stefnu
hennar var i rauninni ekki
pólitiskur, að því er ég held.
Heimar hennar voru margir, og
áttaviti hennar var fólginn i
leyndardómi persónuleika henn-
ar. Enda var það oftast svo að þó
henni gæti stundum fundizt aö
sumir vinir hennar brygðust
henni „pólitiskt”, þá hirti hún
ekki að erfa þaö við þá, ef fleira
kom ekki til.
Rómantlk, sögðu sumir kunn-
ingjar hennar, og að sönnu hefur
Þóra I æsku sinni á tveim fyrstu
áratugum aldarinnar kynnzt dýrð
aldamótarómantikurinnar (þetta
orð má helst ekki nota, svo
mengaö er það orðið allskonar
fordómum). En að öðru leyti
verður aö gæta þess að rugla ekki
saman menntun tilfinninga og
greindar og flökti tizkunnar.
Vinátta, tryggð, höföingslund,
næmi — þá er nokkuö talið af gáf-
um hennar. Enn er ónefnd sú gáfa
sem var kóróna skapgerðar henn-
ar, ef svo mætti til orða taka —
gáfa gleðinnar.
Fyrir fáeinum mánuðum lét
hiín einhverju sinni talið berast
að fornu vinafólki slnu, og rifjaöi
upp fyrir sér minningar sinar um
þau vinatengsl. Hún lýsti þessu
fólki fyrir mér á sinn liflega hátt,
hermdi frá nokkrum löngu liðn-
um atvikum, og sagði að lokum
að hdn hefðialdrei misst sjónar á
þessu fólki, og ævinlega fagnaö
endurfundum, og talið kynnin af
þvi með dýrmætustu minningum
slnum, dýrmætustu gersemum
sinum, — af þvi aö það átti
gleðina.
Sigfús Daðason.
Þegar andlátsfregn Þóru Vig-
fúsdóttur barst mér, var sem
brysti strengur ómfagurrar
hörpu, sem lengi hafði hljómað.
En um leið fylltist hugurinn
óumræöilegu þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast henni og
eiga að vini um áratugi.
Þóra VigfUsdóttir var einstakur
og ógleymanlegur persónuleiki.
Hún var maður hins nýja tima.
óþreytandi I starfi fyrir þeim
hugsjónum, sem hún helgaði líf
sitt. Verksvið hennar og áhuga-
mál voru svo margþætt að eigi
eru tök á aö geta þeirra allra i
stuttri grein.
Þóra var kommúnisti. Hún sat I
miðstjórn Sameiningarflokks
alþýðu — Sósialistaflokksins og
mótaði þá kvenna mest stefnu
þess flokks I réttindamálum kynj-
anna. HUn var boðberi
humanisma og alþjóðahyggju.
Henni var tamt að lita á málin af
viðari sjónarhóli en almennt
gerðist og haföi brennandi áhuga
fyrir því að hvetja konur til
baráttu fyrir jafnrétti allra
manna og fyrir friði I heiminum.
Hún var eldsál, ótrúlega framsýn
og næm fyrir því, sem hinn nýi
timi hlaut að bera I skauti sér.
Þóra gerðist snemma virkur
félagi I Kvenréttindafélagi
Islands. Hún sat i stjórn þess, var
náinn samstarfsmaöur og vinur
Laufeyjar Valdimarsdóttur og
oftlega fulltrúi félagsins á
alþjóðaþingum.
Aö lokinni seinni heims-
styrjöldinni var stofnaö I Parls
Alþjóðasamband lýöræðissinn-
aðra kvenna. Þóra var
óþreytandi við að kynna þaö
samband fyrir Islenskum konum
og hvetja þær til þátttöku I starfi
þess. Fyrir forgöngu hennar var
stofnuð friðarnefnd kvenna 1949,
og stóðu að nefndinni, auk
einstaklinga, formenn sex
kvenfélega i Reykjavlk. Þessi
nefnd geröist strax aðili að
Alþjóðasambandi lýðræöissinn-
aðra kvenna og batt starf sitt
aðallega við stefnumál Alþjóða-
sambandsins, algjört jafnrétti
karla og kvenna, vináttu og
samvinnu kvenna I öllum löndum
og baráttu fyrir friði á jöröu, og
varð þar með hluti af hinni
alþjóðlegu kvennahreyfingu.
Friðarnefnd kvenna var stofn-
uð sama ár og tsland hvarf frá
hlutleysisstefnu sinni og gekk I
hernaðarbandalagið NATO.
Engum var betur ljós sú hætta
sem Islenskri þjóð stafaöi af
ásælni stórþjóðanna á landiö okk-
ar, en Þóru Vigfúsdóttur.
Skyggnum augum horfði hún til
framtlöarinnar og sá nauðsyn
þess að Islenskar konur snerust
gegn hinni erlendu ásælni jafnt I
ræðu sem riti, og aö þær hefðu
meö sér skipulagöan félagsskap I
þessu skyni. Hún varaði við hætt-
unni á einangrun og vænti mikils
af samstöðu við konur á alþjóða-
vettvangi.
Árið 1951 hinn 7. maí, gekk
ameriskur her hér á land i skjóli
NATO. Þegar svo var komið var
það knýjandi nauðsyn að fylkja
frjálslyndum konum gegn
hersetunni og þeim voða sem
sigla myndi I kjölfar hennar. I
júnl það ár gekkst Þóra Vigfús-
dóttir ásamt friðarnefnd Isl.
kvenna fyrir stofnun Menningar-
og friðarsamtaka islenskra
kvenna, en þau yfirtóku störf
nefndarinnar og gengu strax I
Alþjóöasamband lýðræðissinn-
aðra kvenna.
Þessum samtökum helgaði
Þóra krafta sína, var hollráð I
stjórn og starfi og vakandi fyrir
þvi, að rödd islenskra kvenna
heyrðist á hinum alþjóðlega vett-
vangi. Hún orðaði það svo: að Al-
þjóðasambandið ætti að vera
gluggi Islenskra kvenna út I
heiminn.
Auk starfa sinna I kvennahreyf-
ingunni fór Þóra Vigfúsdóttir I
fararbroddi i hinni flokkspólitísku
hreyfingu. Hún beitti sér, við hlið
eiginmanns slns, Kristins E.
Andréssonar, fyrir nýjum
straumum á hinum pólitlska og
menningarlega vettvangi, ávallt
sem sjálfstæöur einstaklingur
með slferskar hugmyndir.
Saman stóðu þau á hinum
pólitlska vettvangi, saman stóðu
þau I baráttu fyrir friði I heimin-
um, saman stóðu þau I lifsstarfi
beggja, ippbyggingu og rekstri
bókmenntafélagsins Máls og
menningar. Við hjónin Þóru
Vigfúsdóttur og Kristin E.
Andrésson áttu þessar ljóðlínur
eftir Einar Benediktsson:
„Maðurinn einn er ei nema
hálfur, með öörum er hann meiri
en hann sjálfur.”
Samllf þeirra var alveg
einstakt, ekki var unnt að nefna
annaö án þess aö minnast hins.
Bæði voru þau fagurkerar á
bókmenntir og hverskyns listir.
Þau virtust lifa I sérstaklega
náinni snertingu við náttúru
landsins og höfðu yndi af að
ferðast um þaö. Þau voru bæöi
alþjóðasinnar. ferðuöust viða um
erlendis og áttu vini um allan
heim. Heimili þeirra var opið öll-
uip vinum og kunningjum, sem
ávallt fóru rikari af þeirra fundi.
Hjá Þóru og Kristni rlkti
fegurö, viðsýni og umburöar-
lyndi. Allt þetta ber að þakka við
leiöarlok. Þegar Kristinn kvaddi
fyrir tæpum sjö árum, tók Þóra
þvi með sama jákvæða hugar-
farinu og einkenndi hana allt
hennar llf. Hún hélt fyrri reisn,
tók á móti vinum slnum, sótti þá
heim og veitti holl ráö og uppörv-
un sem fyrr, fylgdist öörum betur
með straumum samtimans og
hélt vöku sinni til hinstu stundar.
Ógleymanlegar eru samveru-
stundirnar með Þóru, jafnt I gleði
og sorg. Fyrst allra varð hún til
aö gleðjast þegar vel gekk og
fyrstallra til að hugga I sorg. Sér-
staklega minnisstæöar eru ferðir
I Heiðmörk þar sem legið var i
grasigrónum hvömmum, ilmur
jarðar teygaöur og farið með
eitthvaðgottfyrirsálina Asllkum
stundum varð hún eitt með
náttúrunni.
I huganum kveð ég Þóru, sé
hana ganga út I vorið á Sumar-
landinu til fundar við vininn sinn
góða, þvl
„Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldreigi
eilifð að skilið.”
(Jónas Hallgrimsson)
^ Ása Ottesen
Það var snemma á stríðs-
árunum, eða einhverntima á
árinu 1941, að ólafur Jóh.
Sigurðsson fór með mig I heim-
sókn til hjónanna Þóru Vigfús-
dótturog Kristins E. Andréssonar
sem þá bjuggu við Njálsgötu, rétt
fyrir innan Barónsstlg, en ég átti
þá heima innarlega við Grettis-
götu og ólafur við Barónsstlg, svo
ekki varlangt að fara. Hann hafði
komið á framfæri viö Kristin
smákvæði eftir mig og vildi nú
sýna þeim hjónum þennan unga
mann frá sjávarplássi sem ekki
hafði hingaðtil oröiö frægt fyrir
skáldmennt. Ég var þá kominn
hátt á tvítugsaldur, en hafði ekki
kynnst neinu bókmenntafólki
nema ungum höfundum á mlnu
reki sem flestir voru litt eða ekki
þekktir, og þar sem ég var mjög
óframfærinn að eölisfari, mun ég
ekki hafa verið laus við kviða
þegar við fórum að hitta ritstjóra
Timarits Máls og menningar og
konu hans á heimili þeirra. En
þegar við vorum sestir inn i nota-
lega stofu þeirra hjóna, þar sem
öllu var smekklega fyrir komið og
listaverk eftir nútltnamálara
prýddu veggi, þá hvarf mér fljót-
lega öll óframfærni aö mestu, og
það hygg ég hafi ekki slst verið
húsfreyju að þakka sem settist
hjá okkur að spjalla við okkur
ásamt manni sinum, glaðvær,
hlýleg og hispurslaus. Þannig var
það sem ég kynntist Þóru Vigfús-
dóttur. Og æ siðan þótti mér sem
hún væri mér einkar vinveitt, og
seinna hugleiddi ég aö ef til vill
ætti ég henni meira að þakka en
ég gerði mér i fyrstu grein fyrir.
Slðan átti ég oft eftir að koma á
heimili þeirra hjóna aö skrafa um
stjórnmálin, heimsástandið og
bókmenntirnar og njóta góðgerða
sem Þóra bar fram. Hún settist
þá jafnan til borös með eigin-
manni sinum og gestum og tók
þátt i samræðunum af miklu fjöri.
Þá geisaði heimsstríö og erlent
herlið hafði sest að á þessari f jar-
lægu eyju norðurhjarans, en
verkalýöurinn byrjaður að ná sér
á strik i vinnu fyrir erlenda her-
liðið, svo það var nóg um að tala.
En það sem gerði Þóru, þessa
lágvöxnu, fjörlegu konu, ef til vill
heillandi umfram flestar kyn-
systur hennar, var einstakur lifs-
áhugihennar, brosið, glaðværðin,
hlýleikinn, ákefö hennar sem likt-
ist ákefð ungrar stúlku aö ræða
um allt það sem efst var á baugi,
um byltinguna sem viö trúöum á i
þá daga, skáldskapinn og skáldin.
Þetta voru sannarlega timar
mikilia hugsjóna, og þótt heims-
styrjöld væri skollin á, höföu hug-
sjónirnar ekki dofnað. Það voru
hugsjónir aldamótanna um aukna
hagsæld þjóðarinnar og vaxandi
menningu og hugsjón verka-
lýösins um aukinn jöfnuö, hug-
sjón sósfalismans um réttlátari
skiptingu auðæfanna, hugsjón
alþjóðahyggjunnar um bræðralag
og rétt hins vinnandi manns til að
njóta arösins af vinnu sinni hvar
sem var á jörðinni. A þetta trúði
Þóra af bjartsýni og einlægni
þeirrar kynslóðar sem haföi lifað
það I æsku að sjá tsland fullvalda
riki 1918 og sungið um „gróandi
þjóðlíf með þverrandi tár” og
menningu sem vaxa skyldi i
„lundi nýrra skóga”. Og skáldin
voru vökumenn, einskonar ljós-
berar. Skáldin vöktu fólkið,
glöddu það með fegurðinni,
glæddu vonir þess, hvöttu til dáða
i baráttunni við kúgunaröflin sem
fyrr eða siðar hlytu að lúta 1 laegra
haldifyrir þeim sem kúgaöir voru
og hrjáðir. En um leiö og Þóra
trúði á veraldlegar kenningar
Karls Marx um hagfræöi og sögu-
skoðun, kenningar sem reistar
voru á efnishyggju, þá var hún
tæpast nein efnishyggjumann-
eskja i viðhorfum slnum til
lifsins, enda mótuð i æsku af anda
rómantisku skáldanna og bar
þess greinileg merki i framkomu
sinni oft og tlðum, ef þar var ekki
ei'nmitt fundinn lykillinn að
töfrum hennar.
Ég minnist eins atviks sem
gerðist eftir að þau hjónin voru
flutt á efstu hæöina i nýju stórhýsi
við Þingholtsstræti, þar sem þá
var aðsetur Máls og menningar
og Hólaprents sem prentaöi
bækur félagsins. Timar voru
breyttir, byltingin haföi ekki
verið eins skammt undan og við
höfðum haldið, en efnishyggja
hafði mjög færst I aukana ásamt
siharðnandi baráttu um peninga
og veraldleg gæði, jafnframt þvi
að bókmenntir höfðu oröiö að lúta
I iægra haldi ásamt öðrum list-
greinum fyrir reiknimeisturum
stjórnmálanna, einnig sósialist-
anna, skáldin voru undirorpin
hrossaprangi þeirra, atómskáld
sættu háösglósum og rómantik
var fyrirlitin. Þaö þótti þvi ekki
vel við hæfi i hópi sósialista á
þeim tima (fremur en ef til vill
nú) að láta brydda á rómantiskri
hneigð.
Þá var eitt sinn dálitill hópur
saman kominn hjá Þóru og
Kristni I fyrrgreindu húsi að gera
sér glaöan dag I boöi þeirra af
einhverju tilefni sem ég þori ekki
aö fullyrða um hvert var. Og
þegar flestir voru orönir örir af
víni og Þóra sjálf ef til vill svolitið
dreymandi, en samtalskliður
mikill I stofunni, þar sem gáfað
og menntað fólk ræddi um listir
og bókmenntir, stjórnmál og
visindi, þá var það aö Þóra kom
að máli við mig og bað mig að
leika nokkur létt lög á pianóið.
Ekki vissi ég hve vel slikt
mundi vera þegiö I þeim hópi
gáfnaljósa sem þarna var saman
kominn, settist þó við pianóiö og
tók að glamra eitthvað. En þegar
ég hafði leikiö nokkur lög við
góðar undirtektir, kom Þóra til
min og setti fyrir mig
sálmasöngsbók, fór aö tala um
það hve mjög hún saknaði þess að
heyra aldrei lengur sungið eins og
I gamla daga, þegar fólk gekk i
hjónaband og sungiö var: Hve
gott og fagurt og indælt er. Og hún
sagöi við mig: Jón minn, spilaöu
nú fyrir mig: Hve gott og fagurt
og indælt er. En ég þekkti ekki
lagið og haföi aldrei heyrt þaö
sungið, og hugur minn hvarflaði
að þvi hve einkennilegt væri að
Þóra skyldi biðja mig um þetta
lag innan um þá órómantisku og
efnishyggjulega þenkjandi marx-
ista sem þarna voru saman
komnir. Auðvitaö neitaöi ég henni
ekki um viðvikið. Ég lék fyrir
hana lagið sem hún bað um upp
úr Sálmasöngsbókinni eins vel og
ég gat framast áttað mig á þvi við
fyrstu sýn, og hún söng meö mér
af miklum innileik:
Hve gott og fagurt og indæit er
með ástvin kærum á samleið
vera!
Þá gleði tvöfalda lánið lér
og iéttbært veröur hvern
harm að bera.
Já, það, er kætir oss best
og bætir
hvert böl, sem mætir,
er einlæg ást.
Seinna á ævinni hugsaði ég oft
um þetta atvik, og mér hefur
einatt fundist, að það væri tákn-
rænt fyrir Þóru, hvernig hún var
innst inni og hversu eðlilegt henni
var að koma fram eins og hún
var, þó stundum gæti verið erfitt
að týna ekki sjálfum sér i svipti-
vindum stjórnmálanna og hug-
sjónanna á miklum örlagatimum
þessarar þjóðar.
Um æviatriöi Þóru Vigfús-
dóttur og ætterni ætla ég ekki aö
fjalla I þessum fáu minninga-
linum, þvi til þess eru aðrir færari
en ég. A minu færi er einungis að
minnasthennar af þakklæti, kalla
fram I hugann leifturbrot frá
liðnum tima, þegar hún setti svip
sinn á umhverfið, hún sem talaði
af meiri viröingu um skáld en ég
hef heyrt flesta aðra tala, en
kunni þó að sjá þau i skoplegu
ljósi, jafnvel eins og kenjótt börn.
Þessa finnst mér ævinlega gott aö
minnast, þvi þarna var á ferðinni
mikill lifsskilningur.
Ef ég ætti að lýsa Þóru fyrir
ungum höfundum nútimans, hlyti
ég að segja: Þaö er ekki hægt.
Sllkri konu kynnast ungir höf-
undar varla nema einu sinni á
öld, og henni verður ekki lýst.
Mér finnst að það væri hægt að
skrifa um hana langt mál, heila
skáldsögu, en ég kann það ekki og
þekki engan sem kynni það. Ég
verð að láta nægja þessi fábreyttu
orð.
Jón Óskar
Hún kvaddi I upphafi sumars á
þeim tima sem henni var
kærastur og sá fyrir sér það
Island sem hún þekkti af langri
viökynning. Þau Kristinn voru
náttúrudýrkendur og nutu þess
þegar færi gafst, þó ekki væri
nema stuttan spöl út fyrir bæinn.
Ég kynntist Þóru fyrst að marki i
sambandi viðútgáfuna á timariti
kvenna.Melkorku. Hún var I rit-
stjórn undir forsæti Rannveigar
Kristjánsdóttur fyrstu árin en
eftir þaö ritstjóri með öörum
meöan það tlmarit var við lýði
eða frá 1944-1962. Ritið kom út i
fyrsta sinn 1. mal 1944 á þvi bjart-
sýnisári og Þóra ritaöi slna
fyrstu grein i það, eldheita hvatn-
ing til íslenskra kvenna og karla i
tilefni lýðveldisstofnunar. Það
var nú þá. En setið var á svik-
ráðum við okkur. Hið vestur-
heimska stórveldi seildist til
áhrifa hér og i kjölfarið kom hinn
óhjákvæmilegi fylgifiskur þess:
ásælnin I auðlindir landsins. Þóru
fór sem mörgum góð-
um Islendingi, hún bjóst við hinu
versta. Það reyndist ekki ástæðu-
laust
Hér er hvorki staður né stund til
að fjalla um Melkorku nema
vikja aöeins að hlut Þóru og þó
aöeins almennt. Hún skrifaði
mikið I ritið um margvisleg efni,
en einkum skrifaöi hún um hin
alþjóðlegu tengsl kvenna og
nauðsyn Islenskra kvenna að taka
þátt I alþjóðlegu starfi, sótti og
sjálf nokkur slik þing.
Þjóðfrelsismálin voru auðvitað
hjartansmáliðog þó aö hún skrif-
aði sjálf minna um þau, var henni
kappsmál aö þau fengju umfjöll-
un, enda sifelld tilefni til þess.
Réttindamál kvenna skrifaði hún
um aö sjálfsögðu, enda margur
flöturinn á þeim vanda. Fjöldi
kvenna og nokkrir karlar skrif-
uðu I ritið fyrir hennar orð, henni
var lagiö að laöa fólk til sam-
starfs og hún var hugkvæm i
besta lagi. Einlægni og eðlileg
tigin framkoma greiddu henni
leiöina að öðrum.Annarsvar góð
þekking hennar á islenskum
bókmenntum og sögu og
norðurlandabókmenntum hin
trausta stoö. Eins og margir af
Framhald á bls. 8