Þjóðviljinn - 04.06.1980, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. júni 1980.
Miðvikudagur 4. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Þóra Vigfúsdóttir
Framhald af 7 . síðu.
hennarkynslóð var húnljóðelsk og
hafði hina eldri hófunaa á
hraöbergi, náttúruljóð, ástaljóð,
ættjarðarljóð og fylgdist vel með
því sem Ut kom til siðustu stundar
að heita mátti. Aldrei brást henni
smekkvisin. Stundum var maður
seinn að átta sig en það var Þóra
aldrei. I sllku mati sem á öðrum
fyrirbærum var engin málamiöl-
un. Samt var hún ekki
einstrengingsleg og var ekki að
þrengja skoöunum sinum á einu
eöa öðru upp á aöra.
Glöggskyggni hennar á tilveruna
var furöuleg og viö vinimir köll-
uðum það hennar næma nef til
þess að gefa fyrirbærinu eitthvert
nafn. En þetta var miklu sér-
stæðari dómgreind en maður á
venjulega við. Jóhannes úr Kötl-
um sagði mér eitt sinn að þegar
atburðir einkum á alþjóðlegum
stjórnmálahimni vildu vefjast
fyrir sér færi hann til Þóru.
Heimili þeirra Þóru og Kristins
E. Andréssonar var að sjálfsögðu
spegill húsráðenda, allt fullt af
bókum, innlendum og erlendum,
og önnur smekkvisi eftir þvi.
Vegna umsvifa eiginmannsins
kom margt starfið á herðar Þóru
ekki sist móttaka gesta,
innlendra og erlendra, og til eru
vottorð um þaö að aldrei aö kalla
hefur það farið fram hjá neinum
hver þáttur húsmóðirin var I
þessu sérstæöa heimili. Fyrir
mart löngu var ég sem oftar stödd
þar ásamt nokkrum gestum og
féll fyrir þeirri freistingu að segja
það sem ég endurtek nú-. Þaö var
meiri heppnin að þau skyldu
veröa hjón, Þóra og Kristinn, ekki
aðeins fyrir þau sjálf, heldur
einnig fyrir okkur mörg, mörg,
sem erum samfélagslega
hugsandi, teljum sósialismann
næstu framtiö þó að eitthvert enn
betra skipulag mannheima komi
þar á eftir(þvi ekkert er endanlegt
i þeim efnum. Við erum einkum
þakklát þessum bardagamönnum
fyrir sjálfstæði Islands. Þau voru
svo frábærir samherjar I öllu sem
máli skipti.
Þóra min trúði á framhald lifs-
ins. Gleðin yfir jörðinni okkar var
þó með þvi siöasta sem hún lét i
ljós, horfandi mót sumri og
gróandi, vonandi lengi vel að hún
ætti eftir aö komast út á grasið
græna áður en yfir lyki. Veri hún
kærst kvödd.
Nanna ólafsdóttir.
Þóra var fædd á Vatnsenda i
Seltjamarneshreppi 26. nóv. 1894.
Foreldrar hennar voru Vigfús
Olafsson og Sólborg Hansdóttir.
Henni var komiði fóstur til hjón-
anna Jóns Guðmundssonar og
seinni konu hans, Sigriðar
Þóröardóttur I Hausthúsum
(Bakkastig 8) i Reykjavik. Hjá
þeim ólst hún upp. Þóra lauk prófi
frá Verslunarskólanum árið 1912.
Þóra giftist fyrri manni sinum,
Jóhanni Hafstein á Akureyri 19Í7.
Þau skildu. Seinni maður hennar
var Kristinn E. Andrésson
magister m.m. Þau giftust 1934.
Þóra Vigfúsdóttir er öll.
Annasömum lifsferli þessarar
mikilhæfu og göfugu gáfukonu er
lokið. Litir vorsins hafa fölnað,
Island er fátækara.
Ef saga sósialiskrar hreyfingar
á Islandi eða islensk menningar-
sagaá 20.öldinni verður rituð, eru
tvö nöfn sem ber þar hátt, það eru
nöfn þeirra hjóna, Kristins
Andréssonar og Þóru Vigfús-
dóttur, en varla held ég að
fundin verði samhentari hjón en
þau voru. Þessi saga verður sögö
betur og greinilegar af öðrum en
mér, en ég vil aðeins minnast
bókaforlagsins, Máls og menn-
ingar, sem var stofnað að þeirra*
frumkvæði og sýndi stórhug
þeirra á kreppuárunum, og MIR,
menningartengsla Islands og
Ráðstjórnarríkjanna, en bæði
þessi félög voru hjartfólgin
áhugamál Þóru til hinstu stundar.
Eitt af hjartfólgnum áhuga-
málum þeirra Þóru og Kristins
voru friðarmálin. A siðari hluta
fimmta áratugsins dvaldist Þóra
I Kaupmannahöfn. Þar kynntist
hún nokkrum forvigiskonum Al-
þjóðasambands lýðræðissinnaðra
kvenna og var boðið að sitja fund
sambandsins sem haldinn var i
Stokkhólmi. Það mun hafa orðið
kveikjan að þvi að Þóra fór að
láta friðarmálin til sin taka, og
voru þau eitt af hennar hjart-
fólgnustu áhugamálum allt til
dauðadags.
Þegar Þóra kom heim árið 194'J
stofnaði hún Friðarnefnd kvenna,
meö tólf áhugakonum. Þóra var
formaður nefndarinnar, en með
henni i stjórn voru Drifa Viðar og
Erla Egilson. Þessi nefnd stóö i
bréfasambandi við Alþjóðasam-
band lýðræðissinnaöra kvenna og
miðlaði islenskum konum
fregnum frá sambandinu. Á þeim
árum gaf Þóra, ásamt nokkrum
öörum áhugakonum um friðar- og
menningarmál, út timaritið Mel
korku, sem flutti fjölmargar
merkar greinar, bæði af erlend
um og innlendum vettvangi. Árif
1951 voru Menningar- og friðar-
samtök islenskra kvenna stofnuf
upp úr Friðarnefndinni, sem þá
lét jafnframt af störfum. Vai
Þóra Vigfúsdóttir sem að likuro
lætur aðal hvatamaður að stofnur
samtakanna.
Þóra átti sæti i stjórn Menn-
ingar-og friðarsamtaka islenskra
kvenna og var heiöursfélagi þar
og heiðursfulltrúi i stjórn þeirra.
Það má segja, að jafnframtþvi
að vera móðir samtakanna, hafi
hún til hinstu stundar verið hinr
heilskyggni ráðgjafi okkar sem
þar störfuðum með henni, al
þjóðahyggja hennar og óbrigðul
dómgreind i hverju máli brugðust
aldrei. Það var okkur mikið lán
að fá að starfa með henni.
Ég hef hér fariö fáeinum,
fátæklegum orðum um baráttu-
konuna fyrir friði og sósialisma,
en það voru lika fleiri hliðar á
Þóru Vigfúsdóttur. Hún var
tryggur og einlægur vinur og á
heimili hennar rikti lifsgleði og
bjartsýni. Heimsóknir til hennar
voru bæði ungum og öldnum lær-
dómsrikar gleðistundir, þar
þekktist ekkert kynslóðabil. Hún
skildi unglinga einkar vel og
sonardóttir min, tæplega tvitug,
segir að sér séu ógleymanlegar
allar heimsóknirnar til hennar
Þóru, en við hana ræddi hún
gjarnan gleði sina og sorgir allt
frá barnæsku sinni. Viö þökkum
henni allar gleðistundirnar, alla
hjartahlýjuna, við erum rikari af
að hafa þekkt hana. Blessuð sé
minning hennar.
Maria Þorsteinsdóttir
Margir minnast Þóru Vigfús-
dóttur i dag þegar hún er kvödd
hinstu kveðju. Menningar- og
friöarsamtök íslenskra kvenna
minnast hennar með sérstökum
þakkarhug. Nafn Þóru Vigfús-
dóttur veröur skráð stórum
stöfum i sögu islenskra kvenna á
20. öldinni, svo mikið vann hún að
menningar og réttindamálum
kvenna á langri starfsævi, fyrst
innan Kvenréttindafélags Islands
og siðan Menningar- og friðar-
samtaka islenskra kvenna, en
hún var einn aðalhvatamaður að
stofnun þeirra.
Þóru Vigfúsdóttur var menn-
ingaráhugi, bjartsýni og viösýni
i blóð borin. - - Friðarnefnd
kvenna var stofnuð hér árið 1949
að hennar frumkvæði og tveim
árum siöar Menningar-og friðar-
samtök Islenskra kvenna. Þó að
Þóra væri ekki i formannssæti
þar, voru störf hennar i þágu
samtakanna ómetanleg og oft
unnin i kyrrþey, *nema hvað hún
með penna sínum i Melkorku,
timariti kvenna sem hún stofnaöi
ásamt þrem öörum konum, vann
friðarhugsjóninniallt það gagn er
hún mátti. Meö greinum sinum i
Melkorku vakti hún marga
konuna til umhugsunar um þau
mál sem samtök okkar berjast
fyrir, jafnrétti og frelsi allra
jarðarbúa, hvort sem hvitir eru
eða dökkir, og fyrir friði milli
allra þjóða heims.
Menningar- og friðarsamtök
islenskra kvenna kveðja Þóru
Vigfúsdóttur með innilegri þökk.
Stjórn M.F.l.K.
Lesið í málgagni viðskiptafræðinema:
Negrar og Asíubúar eru
„ófögnuður” á íslandi
I Magusarfréttum, blaöi Félags
viðskiptafræöinema, má lesa, að
einn sé sá „ófögnuður” sem yfir
íslendinga dynji nú um stundir og
sé hann sá „aö negrum og öörum
lituðum útlendingum fjölgar sf-
fellt hér á landi”.
Greinarkorn þetta er I eins-
konar syrpu þar sem öðru hvor er
reynt aö bregða á glens, en klaus-
an er hinsvegar skrifuð af
rammri alvöru, eins og lesendur
geta sannfærst um. Klausan er á
þessa leið:
„Einn er sá ófögnuður sem
dynur yfir okkur tslendinga um
þessar mundir. Hann er sá að
negrum og öðrum lituðum útlend-
ingum fjölgar slfellt hér á landi.
Bæöi er um að ræða aðkeypta
körfuknattleiksmenn og þeirra
ættingja og svo fólk, sem fær at-
vinnuleyfihérá landi. Við þennan
hóp bætast svo flóttamenn frá
Austur-Asiu.
Það er alkunn staöreynd aö
hvergi i heiminum hefur fólki af
mismunandi litarhætti eöa kyn-
þáttum tekist aö búa saman i sátt
og samlyndi.
Vissulega eru þeir lituðu út-
lendingar sem hér á landi dvelj-
ast, ekki margir og á meðan enn
gefst tóm til þá skulum viö láta
vfti annarra verða okkur til varn-
aðar i þessum efnum.
Þvi fer fjarri að með þessari
grein sé verið aö mótmæla þvl aö
erlendir körfuknattleiksmenn
komi hingaö til lands, heldur er
þvi harölega mótmælt aö þeir séu
svartir og um leið bennt á aö nóg
er til af hvitum erlendum körfu-
boltamönnum.
Er þetta kynþáttahatur kunna
nú margir aöspyrja? Svariðer að
sjálfsögðu: „Nei.”.Hætt er viðaö
frjálslyndisgrlman falli meö
braki og brestum af Islenskum
einstaklingum þegar þeir vakna
upp við þann vonda draum aö
litað fólk sé aö tengjast fjöll-
skyldu þeirra.
Það er ekkert nema sjálfsagt og
eðlilegt að öllu fólki, lituðu og ólit-
uðu sé fullkomlega heimilt aö
ferðast til Islands og frá þvi. Hér
er þvi hinsvegar mótmælt harð-
lega að svertingjum og ööru lit-
uöu fólki sé veitt dvaiarleyfi á Is-
landi til frambúðar. Ég tala nú
ekki um þann barnaskap að láta
sér detta i hug aö veita þessu fólki
rikisborgararétt „það er
hneysa”.”
Einna merkilegast við þessa
klausu er það aö höfundur hennar
er viss um að hann fari ekki meö
kynþáttahatur.
Hann er barsta að boða það sem
kynþáttum er fyrir bestu að hans
dómi: Aö vera aöskildir.
Það heitir i Suður-Afriku
Apartheid,
m«5
Gullfoss 1923 eftir Kristinu
Veggskúlptúr úr bronsi eftir Gerði
Á fyrsta degi Lista-
hátíðar var opnuð merk
myndlistarsýning á Kjar-
valsstöðum og er hún
gleðilegur vottur um aukið
líf og þrótt sem undanfarin
misseri hef ur verið að fær-
tveggja fyrrnefndu, en
myndröð eftir Ragnheiði
sem sérstaklega er gerð
fyrir Listahátíð 1980.
myndlist hver á sinni tíð.
Þær eru Kristín Jónsdóttir
(1888—1959), Gerður
Helgadóttir (1928—1975) og
Ragnheiður Jónsdóttir.
Þetta eru stórar yfirlits-
sýningar á verkum hinna
ast í þessa listamiðstöð
borgarinnar. Hér er um að
ræða sýningu á verkum
þriggja kvenna sem til-
heyra hver sinni kynslóð og
geta allar talist fulltrúar
hins besta í íslenskri
Kristín,
Gerður og
Ragnheiður
Gerður
Kristin
Ragnheiður
F"iskverkun við Eyjafjörð 1914 eftir Kristinu. Verkstjórinn með hendur í vösum meðan konurnar
hamast.
Kristín
Kristin Jónsdóttir útskrifaðist
frá Konunglega listaháskólanum
i Kaupmannahöfn áriö 1916 og
hélt um sina daga fjölmargar
sýningar heima og erlendis
Þorvaldur Skúlason skrifar
m.a. um hana i sýningarskrá:
,,Á siöari árum hefur lands-
iagslistinni hrakaö verulega og
þolir illa samanburð við verk
fyrirrennaranna, skapandi
grósku verður sjaldan vart
lengur, en andlausum eftirliking-
um fer stöðugt fjölgandi. Það er
þvi i hæsta máta timabært að
koma upp yfirlitssýningum á
verkum frumherja Islenskrar
myndlistar eins og Kristinar
Jónsdóttur, sem er ekki aðeins
meöal bestu landslagsmálara
okkar, heldur málaöi einnig
myndir þar sem fólkið og um-
hverfi þess er meginuppistaðan,
að ógleymdum kyrralifsmynd-
um, máluöum af óvenjulegu
öryggi og leikni.
Nokkrum árum fyrir dauöa
sinn skrifaöi hún grein um
málaralist og þar stóðu meðal
annars þessi orð: „Málverk á
ekki sitt listræna gildi 1 sögulegu
fjalli, jafnvel þó aö það hafi gosiö
hundrað sinnum, heldur i þvi sem
listamaðurinn skynjaöi I
mótivinu, hvaöa kenndir þaö
snart i sál hans, ljóöræna hrifn-
ingu eöa dramatiska, allt eftir
skapgerö hans”.
Þessi orð Kristinar varpa ljósi
á þá listrænu hugsun sem verk
hennar eru sprottin úr — málverk
er i eöli sinu sköpun fremur en
eftirliking fyrirmyndarinnar sem
hratt þvi af staö, — náttúran og
máluð mynd er nefnilega tvennt
ólikt, og sá sem ekki gerir sér
þess grein mun aldrei skapa lista-
verk sem lifir vegna lita sinna og
forma, — getur ekki orðið málari.
Kristin var fæddur málari og
þvi er i myndum hennar auðlegð
lita, ýmist dökkra, djúpra og
þróttmikilla eöa mildra, bjartra
og lýriskra. Þessum málverkum
verður ekki lýst með orðum, þau
veröa að sjást og munu verða
glitrandi þáttur islensku menn-
ingarsögunnar um langan aldur”.
Alls eru sýnd 138 verk eftir
Kristinu á sýningunni.
Gerður.
Gerður Helgadóttir stundaöi
nám I Handiöa- og myndlistaskól-
anum i Reykjavik 1946—48, i
Listaakademiunni i Flórens
1948—49 og siðan hjá Zadkin
myndhöggvara i Paris. Bjó hún
eftir það i Frakklandi og Hol-
landi. Við lát hennar skrifaði
Barbara Arnason:
„Ég efast um að þjóðin muni
nokkurn tima gera sér grein fyrir
hve mikið hún hefur misst. Sjálf
hefi ég alltaf sett hana ofar öðrum
islenzkum myndhöggvurum —
jafnvel miklu ofar. En hún þurfti
meiri tima til að opna augu fólks
fyrir þeirri staöreynd”.
Skúlptúrar Geröar, mósaik-
myndir, steindir gluggar og
kirkjumunir prýða nú kirkjur og
opinberar stofnanir viða um
Evrópu, aöallega I Þýskalandi,
Frakklandi og á Islandi. Af verk-
um hennar hérlendis má minna á
steinda glugga I Skálholtskirkju,
'■iZ&X&BGZ
Liggjandi kona, terra cotta, Florens 1948 eftir Gerði
Viö Þvottalaugarnar 1931 eftir Kristinu
Ólafsvikurkirkju, Saurbæjar-
kirkju, Kapellu Elliheimilisins,
Kópavogskirkju og Neskirkju,
mósalkmyndir á Tollstöðinni i
Reykjavik og Samvinnubankan-
um og veggskúlptúra I Mennta-
skólanum viö Hamrahlið.
A yfirlitssýningu á verkum
Gerðar að Kjarvalsstöðum eru
alls 159 númer. Þar eru
skúlptúrar allt frá árinu 1946, lág-
myndir, mósaik, steyptir gluggar
og steindir gluggar, skart og
smáhlutir, frumdrög og skissur.
— GFr
Trúðurinn Frank (t.v.) og Geir Kristjánsson rithöfundur (t.h.). Tvær myndir
eftir Geröi.
Wflllfel/Í/)*:
u/ÆIIM
Æ j M jjt; •