Þjóðviljinn - 06.06.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 06.06.1980, Síða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júnl 1980. Föstudagur 6. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 100 ára afmæli íþöku: 144 ný- stúdentar frá MR Menntaskólanum í Reykjavík var slitið ? Há- skólabíói 29. maí sl. I ræðu sinni minntist rektor þess, að þetta væri í tiunda skipti, sem hann braut- skráði stúdenta og væru þeir orðnir 1887 á þessum árum, en til marks um f jölgun stúdenta væri það, að Pálmi Hannesson hefði brautskráð 1909 stúdenta á 27 árum, en hannvariengst allra rektora. Þá minntist rektor þess, a6 100 ár hefðu verið liöin á þessu sköla- ári frá stofnun lestrarfélagsins Iþöku, sem var stofnað á út- mánuöum 1880 vegna bókagjafar ameriska norrænufræðingsins Willards Fiskes. Gaf Fiske bækur til safnsins allt til ársins 1904, er hann lést. Nemendur skólans voru i upp- hafi skólaárs 782 talsins, 144 i 6. bekk og 638 i neðri bekkjum. Af' neðri bekkingum hurfu 8.5% frá námi á skólaárinu, en undir próf i vor gengu 584 nemendur. 520 nemendur stóðust próf. Hæstu einkunn remanenta hlaut Har- aldur Sigþórsson, 5.X, ág. 9,50. 144 nemendur gengu undir stúdentspróf og stóðust allir. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Guðrún Þórhallsdóttir, 6.D. ág. 9,54, og er hún jafnframt dux scholae, eins og hún hefur verið tvisvar áður. Næst hæst á stúdentsprófi varð Ragnhildur Hjartardóttir, 6.X, ág. 9,46, og þriðja varö Gyða Bjarnadóttir 6.M, ág. 9,20. Margir afmælisárgangar stúdenta áttu fulltrúa við skólaslit og færði rektor góðar þakkir skól- ans fyrir hlýhug þeirra og ræktarsemi I garð skólans. Fyrir hönd 50 ára stúdenta flutti ræðu dr. Sverrir Magnússon, lyfsali, og færði skólanum þrivlddarsmásjá frá árgangnum. Fyrir hönd 25 ára stúdenta flutti ræðu Kristján Baldvinsson læknir og færði skól- anum veglega upphæð I Sögusjóð og einnig frá 20 og 30 ára stúdent- um. Þá tilkynntu 10 ára stúdentar, að þeir mundu næstu daga færa skólanum gjöf I Sögu- sjóð. Vigdísarmenn í Eyjum: Nefnd og skrif- stofa Stuðningsmenn Vigdisar Finn- bogadóttur hafa opnað skrifstofu i Miðstræti 11 i Vestmannaeyjum. Er hún opin virka daga klukkan 17—21, en laugardaga og sunnu- daga klukkan 14—18. — 1 fram- kvæmdanefnd stuðningsmanna eru þessir menn: Eirikur Guðna- son, Hrafnhildur Ástþórsdóttir, Jóhanna Andersen, Sigriður Angantýsdóttir, Vilborg Gisla- dóttir og Olöf Bárðardóttir. Korpúlfsstaðir A sunnudaginn hefst skúlptúr- sýning á hlöðulofti aö Korpúlfs- stöðum og stendur hún I 3 vikur. Þar sýna 15 félagar I Mynd- höggvarafélaginu og 11 gestir. Sýningin er I tengslum viö lista- hátlð 1980. Félagsmennirnir sem þar sýna eru: Þorbjörg Pálsdóttir, Jón Gunnar Arnason, Ragnar Kjart- ansson, Bjarni H. Þórarinsson, Sigurður Steinsson, Sverrir Ólafsson, Ölafur Lárusson, Þór Vigfússon, Sigrún Guðmunds- dóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Magnús Pálsson, Ivar Valgarðs- son, Niels Hafstein, Rúri og Sigfús Thorarensen. Gestir eru Asta ólafsdóttir, Grimur M. Steindórsson, Ingi- björg Sigurðardóttir, Guðjón Ketilsson, Kristin Jónsdóttir, Grétar Reynisson, Solveig Aðal- steinsdóttir og nemendahópur úr Myndlistaskólanum i Reykjavik. t húsagaröinum að Korpúifsstöðum ætla myndhöggvarar aö hafa úti- veitingar þegar vel viðrar og mun Kvenfélag Arbæjarkirkjusóknar sjá um þær i sumar. (Ljósm.: gel). Skáld eftir Bjarna H. Þóarinsson Við opnunina mun Horna- flokkur Kópavogs leika undir stjórn Björns Guðjónssonar og Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, mun flytja ávarp. En hvað er Myndhöggvara- félagiö I Reykjavik? I fréttatil- kynningu frá félaginu segir svo um það og aöstöðuna á Korpúlfs- stöðum: „Myndhöggvarafélagið i Reykjavik er vaxið upp úr þeim hræringum sem útisýningarnar á Skólavörðuholti vöktu, mynd- höggvarar sáu fram á nauðsyn þess að efla samstöðu sina og tryggja félagsleg réttindi til jafns við aðra listamenn. Stuttu eftir stofnun félagsins, 1972, var I alvöru farið að ræða þann möguleika að fá sameigin- lega vinnustofu fyrir félagsmenn, þar sem, hægt væri aö útbúa full- komin verkstæöi, s.s. fyrir járn- vinnu, smiöar, leirbrennslu, plast, o.fl. 1 framhaldi af þessu ritaði stjórnin bréf til Borgaryfir- valda og fór þess á leit að þau veittu félaginu aðstöðu að Korpúlfsstööum, — var visað til sambærilegrar aðstöðu mynd- höggvara I Osló. Þá var reifuð sú hugmynd, að koma upp gestaibúö fyrir norræna myndhöggvara, er gætu dvalið hér og unnið að list sinni, en þar á móti færu islenskir myndhöggvarar til dvalar I menningarmiðstöðvum ytra. Borgarstjórn Reykjavikur brást vel við þessum óskum og útvegaöi félaginu aðstöðu i súrheysgryfj- um og tveim ibúöum á hlööulofti Korpúlfsstaða, hljóðaði samn- ingurinn upp á leigu til 20 ára. Þar sem fjárhagur Mynd- höggvarafélagsins var bágborinn og styrkir engir, þá liöu fáein ár við loftkastalasmiðar. Siðan gerðist það um haustið 1976 að leigusamningi var breytt, fengust skipti á gryfjunum og 230 fer- metra plássi á hlöðulofti við hlið Ibúðanna. A þeim árum sem liöin eru hafa félagsmenn unniö við framkvæmdir þar efra, og notið styrkja frá Reykjavikurborg, Menntamálaráðherrum og Al- þingi. Nú, þegar komin er sæmileg mynd á húsnæöi félagsins og það opnað til notkunar lita mynd- höggvarar björtum augum til framtiöarinnar, bætt aöstaöa þeirra gerir þeim kleyft að sinna hugmyndum sem aðstöðuleysið hamlaði áöur. En þrátt fyrir þennan árangur er margt ógert, mikil vinna er við lokafrágang, s.s. einangrun salarveggja og vinnustofa, og eru ókomnir hita- blásarar i vinnusalinn. Þá vantar marga félagsmenn vinnustofur. Borgarverkfræðingur hefur nú til athugunar hvort ekki sé unnt að auka við húsnæöi félagsins, og ef niöurstaða verður jákvæð mun stjórn félagsins rita Borgaryfir- völdum bréf um endurskoðun leigusamningsins. En hvaö sem öllum vangaveltum liöur, þá eru myndhöggvarar i sæluhimni yfir þeim áfanga sem nú er náð, og þakklátir öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn”. — GFr Ragnar Kjartansson, formaður sýningarnefndar. 1 baksýn er hiuti af verki hans, Vonin, en afsteypa af þvl var afhjúpuð I Grindavik á sunnudaginn var. Þess skal getið að hægt er að aka bilum inn I salinn þótt hann sé á hlöðulofti og flytja þangað og þaðan myndir sem eru mörg tonn aðþyngd. (Ljósm.: gel). Steinunn Þórarinsdóttir, ung listakona sem er nýkomin frá námi á Italfu, er einn af gestum á sýningunni. Hér er hún við eith verka sinna. (Ljósm.: gel) Stefán Jóhann Stefánsson# For-1 maður Stúdentaráðs Háskóla íslands. á dagskrá Hvers vegna rektor tekur svo gróflega fram fyrir hendur deildarráðs heim- spekideildar verður aðeins skilið út frá þeim opinberu (og leyndu) umræðum, sem átt hafa sér stað um deildina undanfarið Meðferð rektors og háskólaráös á beiöni heimspekideildan Adför ad lýörædislegu starfi 1 Morgunblaðinu þ. 28. mai s.l. og i Þjóðviljanum og Dagblaðinu þ. 29. mái s.l. er birt leiðrétting frá Háskóla tslands, undirrituð af Guðmundi Magnússyni rektor, vegna fréttaflutnings Þjóðviljans og Dagblaðsins varðandi dönsku- kennslu I skólanum. Auk þess sem rektor kemur þar með órök- studdar ásakanir á hendur mér, telur hann upp 7 ástæður fyrir auglýsingu umræddrar lektors- stöðu i dönsku. Seinna mun verða fjallað um þessar ástæður lið fyrir lið, en hér nægir að nefna að rektor tvitekur eina ástæðuna til þess eins að fjölga þeim að þvi er best verður séð. A hinn bóginn kýs hann að nefna ekki eina ástæðu sem hann nefndi á um- ræddum háskólaráðsfundi 23. april s.l. Hvers vegna hann slepp- ir henni er augljóst. Hún sýnir ljóslega hvaða pólitisku afstöðu rektor hefur i þessu máli. Astæðan sem hann sleppir er þessi: Málið er i hugum margra óneitanlega tengt umræðum um heimspekideild og dönsku- kennslu, þ.e. kærumálinu á hend- ur ákveðnum kennara. Auglýsa ber stöðuna til þess að hreinsa af skólanum þann orðróm að hann haldi hlífiskildí yfir kennurum sem sakaöir eru um að stunda innrætingu á nemendum.Með þvi aðgefa þetta upp sem ástæðu læt- ur rektor augljóslega undan þrýstingi ákveðinna afla, afla sem mest hafa haft sig frammi opinberlega á siðum Morgun- blaðsins. Þarna er verið að beita reglu sem ekki er til. Væri „regl- unni” almennt fylgt gæti hver sem er fengið stöðu kennara auglýsta lausa til umsóknar með þvi einu að koma með ásakanir á hendur viðkomandi kennara um að hann sé að troða einhverjum skoðunum inn i nemendur. Það ætti öllum að vera ljóst að slik „regla” er ekki eingöngu aðför að skoðana- og málfrelsi, heldur hefði hún i för með sér algjört öryggisleysi fyrir kennara i starfi. Þessi meðferð rektors og meirihluta háskólaráðs á málinu gefur alls kyns órökstuddum ásökunum og dylgjum á hendur kennurum byr undir báöa vængi Hver fer með rangfærsl- ur? Rektor sakar mig um að fara rangt með afgreiðslu háskólaráðs á beiðni heimspekideildar um framlengingu á setningu lektors i dönsku. Út frá „leiðréttingum” rektors er ekki auðvelt að sjá hvað hann á við með þessari ásökun. Hvergi segir hann að ég hafi haft rangt eftir honum. En séu ástæður rektors fyrir auglýs- ingu lektorsstöðunnar athugaðar nánar og það haft i huga hvaða ástæðu rektor sleppir, sést hvernig hann reynir að slá ryki i augu lesenda. Hann sleppir þeirri ástæðu sem undirstrikar pólitiska afstöðu hans og reynir þannig að fá lesendur til að trúa þvi að engin pólitik sé með i spilinu. Siðan klykkir hann út með þvi að segja að ég fari með staðlausa stafi I þeim viðtölum sem Dagblaðið og Þjóðviljinn áttu við mig. Þetta kalla ég óvandaðan málflutning. Skv. lögum eða reglugerðum þurfti ekki að auglýsa umrædda lektorsstööu. Leitað var til lög- fræðings Háskóla tslands gagn- gert til að fá úr þvi skorið. Niður- staða hans var sú að ekki væri nauðsynlegt að auglýsa stöðuna. Hefði mátt ætla að það dygði. Það virðist þvi sem rektor hafi verið það mikið kappsmál að fá stöðuna auglýsta. Háskólaráð — sérstaða stúdenta. Hvað þá skoðun rektors varðar að frásögn okkar i Stúdentablað - inu af háskólaráðsfundi sé trúnaðarbrot, þá er rétt að nefna að ekki tóku margir kennarar undir það með honum á fundi sem haldinn var i ráðinu gagngert til að fjalla um þetta „trúnaðar- brot’’. Sumir vildu meina að þetta hafi verið ofur eðlilegt af okkur. Háskólaráð er jú engin leynisam- kunda. Það er e.t.v. rétt á þessu stigi að skýra frá starfssviði og sam- setningu háskólaráðs. I 2. grein reglugerðar fyrir Háskóla Islands segir m.a.: „Háskólaráð hefur, svo sem lög mæla og nánar segir i reglugerðum, úrskurðarvald i málefnum háskólans og háskóla- stofnana og vinnur aö þróun og eflingu þeirra. (Undirstrikun min, SJS) Ekki geta vinnubrögð rektors beinlinis talist vinna að þróun og eflingu dönskukennslu i skólanum. Þvert á móti. Háskólaráð er æðsta stjórn innan skólans. I þvi eiga 17 sæti. Fjórir stúdentar eru kosnir i alls- herjar atkvæðagreiðslu meöal stúdenta. Tveir fulltrúar eru kosnir af Félagi háskólakennara. Atta deildarforsetar eru kosnir úr hópi prófessora i hverri deild. Rektor sem kosinn er meðal fastra kennara, starfsmanna og stúdenta, þannig aö atkvæði stúd- enta gilda sem einn þriöji hluti greiddra atkvæða en atkvæði fastra kennara og starfsmanna gilda sem tveir þriðju hlutar greiddra atkvæða. Þetta er ójöfn skipting þar sem stúdentar eru langstærsti hópurinn i skólanum. Þess má geta hér að rektor fékk minnihluta atkvæða stúdenta. 1 ráðinu sitja svo tveir til viðbótar án atkvæðisréttar. Það eru há- skólaritari og kennslustjóri. Aðgengilegasti og fljótvirkasti miðill fyrir fulltrúa stúdenta i há- skólaráði til að koma á framfæri upplýsingum til annarra stúdenta er einmitt Stúdentablaðið. Við, fulltrúar Félags vinstri manna i háskólaráði, kusum að skýra frá umræddu máli þar, þvi við töld- um alla stúdenta hafa skýlausan rétt á að fá vitneskju um meðferð þessa máls. Við höfum ennfremur lýst þvi yfir að við munum skýra frá umræöum i ráðinu hvenær sem við teljum að það þjóni heildarhagsmunum stúdenta og skólans. Málið á sér hliðstæðu anuars staðar. Ef litið er á þetta mál I heild sinni er auðséð að það er aðeins einn angi af aðför ákveðins hóps manna að lýðræðislegu starfi innan opinberra stofnana. Þessir menn vilja stifa miðstýringu og stjórnun ofan frá. Nægir að nefna dæmi eins og afskipti tiltekinna útvarpsráðsmanna af starfi fréttamanna Rikisútvarpsins. Þessir menn vilja færa völdin frá þeim sem verkin vinna i hendur fjarlægra stofnana, sem oftast hafa takmarkaða þekkingu á við- komandi málaflokkum. I þessu máli taldi rektor að ráðuneyti, eða öllu heldur ráð- herra, tæki aðra ákvörðun en deildarráö heimspekideildar. 1 stað þess að styðja afstöðu deildarráðs og nemenda i dönsku, brýtur rektor þær leikreglur sem gilt hafa i svona málum, þ.e. að visa málinu beint til ráðherra. Það þurfti engan að undra sem þekkti til verka hans, að hann skyldi ekki styðja afstöðu nem- enda. Hann er jú þekktur fyrir að vilja ekki auka áhrif nemenda frá þvi sem nú er. Nemendur i dönsku hafa veriö I fararbroddi hvað áhrif á val kennsluefnis snertir. 1 dönsku hefur upp- bygging kennslunnar verið hvað lýðræðislegust. Mætti ætla að rektor hafi fundist áhrif nemenda þar full mikil. Hvers vegna rektor tekur svo gróflega fram fyrir hendur deildarráðs heimspekideildar verður aðeins skilið út frá þeim opinberu (og leyndu) umræðum sem átt hafa sér stað um deildina undanfarið. Þær fordómafullu umræður hafa fengið rektor og meirihluta háskólaráðs til þessara vinnubragða. Til að mótmæla þessum vinnu- brögðum efndu Félag dönsku - nema og stjórnir Samtaka stundakennara, Félags stúdenta i heimspekideild, Samband is- lenskra námsmanna erlendis og Stúdentaráðs Háskóla Islands til fundar föstudaginn 23. mai i Félagsstofnun Stúdenta. Þetta var vel sóttur fundur, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að stúd- endar voru almennt I prófum. A þeim fundi rituðu 124 kennarar og nemendur nöfn sin undir mót- mælayfirlýsingu gegn vinnu- brögðum rektors og meirihluta háskólaráös, vinnubrögðum sem fela i sér augljósar pólitiskar of- sóknir á hendur einum kennara og sem fela i sér aðför að skoðanafrelsi og málfrelsi i skól- anum. Rektor sakar okkur úm trúnaðarbrot þegar við skýrum frá meðferð hans á málinu I Stúd- entablaðinu. Hann og hans menn vilja eðlilega ao málið sé ekki nefnt á opinberum vettvangi. Þeir hafa vafalaust óskað þess heitast að málið yrði þagað i hel. erlendar bækur Remains Of Elmet. A Pennine Sequence. Poems by Ted Hughes. Potographs by Fay Godwin. Faber and Faber 1979. Calder dalurinn nokkru fyrir vestan Halifax er svið kvæðanna. Þarna var eitt af siðustu vigum Breta, i baráttu þeirra við Engla á sinum tima. Þetta svæði var um aldir álitið lítt byggilegt og þarna var oft friðland brotamanna og strokumanna. Siðan urðu mikil umskipti upp úr aldamótunum 1800, það má segja að einmitt þarna hafi iðnbyltingin hafist, vefnaðariðjan blömstraði og við Calderána spruttu upp verk- smiðjur, þéttar en viöast hvar annars staðar. Ted Hughes segir i’ formála, að hann hafi sjálfur horft á þetta svæði fara i eyði. A siðustu fimmtán árum hefur vefnaðariðj- an lagst niður og fólkið sem bjó þarna hefur flutt sig burt. Fay Godwin fór þarna um til þess að festa svip hnignandi og eyddra byggða á filmu, og það voru myndir hennar „sem urðu mér kveikja til þessara kvæða”. 1 þessum kvæðum Hughes er sterkur seiður yfirgefinna og eyddra byggða þar sem hrörlegar mannvistarleyfar og rústir biöa i þrúgandi þögninni. Myndir og kvæði falla hvert að öðru, Fiction and the Reading Public. Q.D. Leavis. Penguin Books 1979. Q.D. Leavis var gift Dr. F.R. Leavis, hinum kunna bókmennta- fræðingi og gagnrýnanda. Þau hjónin gáfu út timaritiö Scrutiny ásamt fleirum, en það var mjög áhrifamikið um tima. 1 þessum skrifum er höfuð áherslan lögð á áhrif skáldsögunnar og bók- menntanna sem mótunarafl mennskrar vitundar á timaskeiði sem nær frá 17. öld og fram undir 1930. Bókin kom fyrst út 1932 og vakti þá mikla athygli og um- ræður. Bókin er fjörlega skrifuð og skemmtileg aflestrar. The Poems of Stanley Kunitz 1928-1978. Secker & Warburg 1979. Stanley Kunitz fæddist 1905, hlaut menntun sina i Harvaed, tók þátt I siðari heimsstyrjöldinni og gaf út fyrstu ljóð sin 1930. Það varð ekki fyrr en á siðari árum, að hann hlaut viöurkenningu sem eitt meðal merkustu skálda Bandarikjanna. Persónuleg reynsla, átök innra með skáldinu og milli manns og umhverfis eru inntak ljóða Kunitz. Bandariskir gagnrýnendur sáu snemma aö hér fór efnilegt skáld: Roethke sagði að imyndunarafl hans gæti unnið og séð tilgang i grá- móskulegasta umhverfi og Ric- hard Wilbur taldi að fyrri verk hans stæðu á þröskuldi hins stór- fenglega. 1 þessu safni eru prentuð 150 kvæði, raðað eftir öfugri timaröð frá 1928-1978. 1 safninu eru um tuttugu ný ljóð. Anthony Burgess: Shake- speare. Penguin Books 1972. Burgess segir í formála, að bókin sé ekki um leikrit og kvæði Shakespeares, heldur tilraun til þess að raða upp þeim staðreynd- um sem kunnar eru um samtið og kjör manna á timum Shake- speares, og lýsa þvi umhverfi sem leikritin og kvæðin eiga að uppsprettu. Mikill grúi bóka hef- ur komið út um Shakespeare; staðreyndirnar um hann sjálfan eru fábreyttar, sálnaregistur, eitt eða tvö skjöl, nokkrar arfsagnir og umgetningar í samtima heim- ildum öðrum. Þetta efni notar Burgess ásamt þekkingu sinni á samtimanum og þeim átökum og atburðum sem snertu menn þá og leitast siðan við að lýsa hvernig þessi áhrif samtimans gerjuðust I starfi Shakespeares sem leikrita- höfundar. Höfundurinn lýsir mönnum og atburðum af snilli og bókin er mjög skemmtileg af- lestrar. Litmyndir eru sérprent- aðar og fjöldi mynda prentaðar I texta.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.