Þjóðviljinn - 24.06.1980, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. júni 1980.
Elisabet
Bjarnadóttir
Katrin
Didriksen
Eirikur
Guójónsson
Hildur
Jónsdóttir
Kristln
Astgeirsdóttir
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Kristín
Ástgeirs-
dóttir
Getnaðarvarnarlyfið
DEPO PROVERA
Getnaðarvarnarlyfið Depo
Provera var i mars ’78 bannaö
af FDA (Food and Drug
Administration) I Bandarfkjun-
um. Astæðan var sií aö tiöni
krabbameins I brjóstum jókst
verulega hjá þeim konum sem
höfðu fengið lyfið og að alvar-
lega fósturskaða mátti tekja tií
notkunarþess.
Þrátt fyrir hættulegar auka-
verkanir Depo Provera, leggur
Alþjóöa heilbrigðismálastofnun
Sameinuðu þjóðanna (WHO)
blessunsfna yfirnotkun þess, en
lyfið er I notkun f 76 rfkjum
heims.
Hvað er Depo
Provera?
Depo Provera er getnaðar-
varnarlyf sem gefið er I spraut-
um. Hver sprauta dugar I 90
daga og inniheldur miklu meira
magn af tilbiínum hormónum en
nokkur getnaðarvarnarpilla.
Eins og P-pillan, kemur lyfið i
veg fyrir egglos.
Miklar aukaverkanir fylgja
notkun þess. Framleiðendur
lyfsins, Upjohn Ltd. hafa geng-
ist við þeim,en segja að á meðan
eftirspurn sé eftir lyfinu þá sé
sjálfsagt að halda framleiðslu
þess áfram. Nokkur dæmi um
aukaverkanir:
Ýmis konar tilfelli af óreglu-
legum blæöingum, allt frá nær
stöðugumblæðingum til þess að
þær hafi stöðvast með öllu þann
tfma sem lyfiö verkaði.
Þyngdaraukning, þunglyndi og
mfgreni eru sömuleiðis skráöar
aukaverkanir. Konur sem
fengiö hafa Depo Provera hafa
einnig sagt frá því að kynhvöt
þeirra hafi dofnað og jafnvel aö
geta þeirra til aö fá kynferðis-
lega fuUnægingu hafi horfiö með
öllu.
Langvarandi notkun lyfsins
getur leitt til varanlegrar ófrjó-
semi, krabbameins í brjóstum,
leghálsi og legi. Og eins og kom
fram I upphafi þessarar
greinar, þá hafa rannsóknir leitt
f ljós fósturskaða fái kona
sprautuna meðan hiln er með
barni.
Hvaða konur
fá Depo Provera
NU hljóta ýmsar spurningar
aö hafa'vaknað hjá lesandan-
um. T.d.: Fyrst lyfið er svona
stórhættulegt, hvers vegna er
það notaö? Og: Hvers vegna
hefur ekkert heyrst af þessu lyfi
áður?
Það eru varla nema tvö til
þrjU ár sfðan kvennahreyfingar
á Vesturlöndum, nánar tiltekið í
Bretlandi og Frakklandi, kom-
ust á snoðir um notkun þess og
hófu að spyrja sömu spurn-
ingar. Eftirgrennslan þeirra
hefur m.a. leitt eftirfarandi f
ljós.
Lyfiö var fundið upp og þróað
í Bandaríkjunum. Það var
prófað á ýmsum minnihluta-
hópum þar, s.s. blökkukonum,
geðveikum konum, konum frá
Puerto Rico o.s.frv. Það hefur
um nokkuð langan aldur verið
notað I þróunarlöndum á vegum
þróunaraðstoöar ýmisskonar.
Þau 76 lönd þar sem lyfið er
notað nó eru nær eingöngu rfki i
Asíu, Afrfku og Suður-Ameriku.
Notkun þess er bundin við heil-
brigðisþjónustu á vegum rikis-
ins annars vegar og hins vegar
viö þróunaraðstoð frá iðnvædd-
um vestrænum rikjum, og er þá
oftlega tengt áætlunum um
lækkun fæðinga.
Víða er lyfið eina getnaðar-
varnarlyfið sem fátækum,
fáfróðum konum býðst. Yfirleitt
fá þær ófullnægjandi upplýs-
ingar um aukaverkanir lyfsins
og það sem meira er, oft eru þær
alls ekki spurðar hvort þær vilji
lyfið.
Hinn augljósi tilgangur lyfs-
ins er að þjóna sem auðveld,
fljótvirk og ódýr lausn á fólks-
fjölgunarvandamálum þriðja
heimsins. Hversu oft höfum við
ekki heyrt yfirlýsingar um
nauðsyn „róttækra ráðstafana”
til að sporna við fólksfjölgun?
Depo Provera er ein af þessum
róttæku ráðstöfunum, ásamt
ófrjósemisaðgeröum sem eru
gerðar jafnvel án vitundar
kvennanna sjálfra.
Þegar framþróun er mæld i
tölum yfir fjölda fæöinga er ekki
spurt um heilsu kvenna, fjölda
Vopn
vanskapaöra barna, eöa verið
að flækja málið með spurning-
um um sjálfsákvörðunarrétt
yfir eigin likama.
í ofangreindu felst ástæða
þess að getnaðarvarnarlyf þetta
hefur hingað til litið þvælst inn f
tilveru hinnar hvitu, upplýstu
konu á vesturlöndum.
En konur á Vesturlöndum eru
ekki lengur bara hvítar og upp-
lýstar. í Bretlandi og Frakk-
landi (og vlðar) hafa stjórnvöld
þungar áhyggjur af innflytjenda.
málum og fólki af „óæskileg-
um” kynþáttum. Vinnuaflið
sem laðað var til landsins á
þensluti'mum tregðast við að
láta senda sig til baka. Sömu-
leiðis hafa margir þeirra sem
eru ekki allt of hressir með at-
vinnuleysið, hungriö, fátæktina,
kúgunina og skortinn á tækifær-
um til menntunar I heimalönd-
um sínum l þriðja heiminum,
haft rfka tilhneigingu til að leiía
betra lífs I hinum frjálsu lýð-
ræðisrfkjum f vestrinu, þar sem
mannréttindin eru virt að sögn
og alfir komast áfram nema let-
ingjar. Og vandamálið sem
stjórnvöld standa frammi fyrir
er- einmitt það aö þessi hópur
fjölgar sér og eignast börn.
félagsins. Hann segir: „Þær eru
að búa til vandræðabörn, sem
verða einstæðar mæður fram-
tiðarinnar, uppgjafafólk, börn
sem verða geymd á upptöku-
heimilum, lélegum betrunar-
búðum, fangelsum eða öðrum
stofnunum fyrir reköld fram-
tiðarinnar. En þessar mæður
sem I mörgum tilfellum eru
undir tvitugu, einstæð foreldri
og úr lægstu stéttum, fæða
þriðjung allra barna i dag.
Sumar eru undir meðal-
greind, flestar litt menntaðar.
Margar þessarar stúlkna eru
ógiftar eða þá að barnsfaðirinn
hefur yfirgefið þær eða mun
gera svo.”
Sir Keith á fjögur börn og er
nýlega skilinn við konu
sina — en áfellist hann ekki —
hann tilheyrir yfirstétt.
Þetta viðhorf er kvenfjand-
samlegt i hæst máta, nefnilega
það að nauðsynlegtsé að stjórna
konum og barneignum þeirra,
með gerræðislegum aðferðum
ef áróðurinn einn dugir ekki til.
.... í Frakklandi
í Frakklandi er sama uppi á
teningnum. Þeir hópar kvenna
sem fá Depo Provera eru litaðar
konur, oftast arabakonur. Af
trúarlegum og menningar-
legum ástæðum neita flestar
kynþáttahatara?
Notkun lyfsins
í Bretlandi
I Bretlandi er timabundin
notkun lyfsins heimil af tvenn-
um ástæðum. I fyrsta lagi má
gefa lyfiö konum sem eru ný-
búnar að fá ónæmissprautu
gegn rauðum hundum og f öðru
lagi má gefa lyfið konum ef
eiginmenn þeirra hafa nýlega
gengist undir ófrjósemisaðgerð.
En bresk kvennasamtök hafa
komist að þvi að lyfið er gefið
miklu fleiri konum.
Depo Provera er gefið á fjöl-
skylduráðgjafarstöðvum og
iOpinberum spitölum. A rlkis-
spltala einum I London voru 2/3
hlutar þeirra sem fengiö höfðu
lyfið frá Aslu; allar voru úr
verkalýðsstétt.
Konur sem eiga við geðræn
vandamál að strföa, konur sem
hafa fengið fóstureyðingu,
konur nýkomnar af sæng,
„lauslátar” unglingsstelpur,
konur I miklum efnahagsöröug-
leikum: þessar konur fá Depo
Provera.
Þetta fellur vel að opinberri
stefnu bresku stjórnarinnar i
fjölskyldu- og kvennamálum.
Kjami hennarer aðsnúa konum
inn á heimilin og draga saman
aðstoð og þjónustu við fjöl-
skyldur og heimili sem mest. A
sama tfma og félagsleg þjón-
usta er skorin niður þannig að
erfiöara er fyrir mæöur að
sækja vinnu utan heimilis, er
reynt að örva barneignir viss
hóps kvenna, og festa þær þann-
iginniá heimilunum. Þær konur
sem falla inn I þessa mynd eru
fyrst og fremst hvitar konur.
En það er alls ekki ætlunin að
leyfa „vandræðafjölskyldum”
að hlaða niður börnum. Stefna
stjórnvalda snýr á allt annan
hátt aö konum af „óæöri” kyn-
þáttum, innflytjendakonum og
konum úr öðrum minnihluta-
hópum.
Tvöfeldni stjórnvalda kemur
skýrt fram I afstööu Sir Keith
Joseph, eins nánasta ráðgjafa
Thatchers. Hann hefur verið ið-
inn viö að reka áróður fyrir fjöl-
skyldunni, gegn útivinnu
kvenna og fyrir hinu göfuga
móöurhlutverki. En hann hefur
lýst áhyggjum slnum fyrir
þeirri „uggvænlegu” þróun að
flestar fæðingar eigi sér stað hjá
konum úr lægstu stéttum þjóð-
araöakonur getnaöarvörnum,
svo stjórnvöld finna sig knúin til
að hafa vit fyrir þeim. Þessum
konum er gefiö Depo Provera
án vitundar þeirra.
Baráttan gegn Depo Provera
tengist alþjóölegri baráttu fyrir
sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin
likama,hvort sem er til aö eign-
ast börn eða ekki. Það innifelur
rétt til góöra og ódýrra getn-
aðarvama og fullkominna upp-.
lýsinga og til fóstureyöinga.
A Islandi
Depo Provera er ekki notað á
Norðurlöndum. Samkvæmt
upplýsingum Agústar Jóns-
sonar á fæðingardeild Lands-
spítalans er lyfið á skrá hér-
lendis. Hann sagði það koma
fyrir aö spurt sé um lyfið, en
konum sé ætlð gerð grein fyrir
hinum miklu aukaverkunum
þess sem í öllum tilfellum hafi
leitt til að þær kjósi betri getn-
aðarvarnir. Ingólfúr S. Sveins-
son, geðlæknir á Kleppsspítala,
hafði ekki heyrt þess getið að
lyfið væri notað þar.