Þjóðviljinn - 25.06.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 25. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Af frambjóðendum „ Við kjósum forseta” Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur á Austurlandi hafa gefið út blað sem heitir „Viðkjósum forseta”. í blaðinu eru frásagnir af fundum þeim sem Vigdis hélt i kjördæminu og nokkrir stuðningsmenn hennar rita greinar um kosningarnar. Vigdis hefur nú heimsótt alla þéttbýlisstaði austanlands nema Vopnafjörð og um 1300 manns hafa sótt kosningafund- ina. Pétur á Selfossi Stuðningsmenn Péturs Thor- steinssonar héldu fund á Sel- fossi 19. júni. i iþróttahúsinu. Pétur Thorsteinsson og Oddný Thorsteinsson mættu á fundinn og fluttu ávarp, en auk þeirra töluðu Guðmundur Danielsson, Magnús Karel Hannesson og Þuriður Pálsdóttir söngkona. Að ræðum loknum svaraði Pét- ur fyrirspurnum um forsetaem- bættið og starfsferil sinn. Þessi fundur var lok á annasömum degi, þvi þennan sama dag heimsóttu þau Pétur og Oddný Hrauneyjarfossvirkjun, Sigöldu og Búrfell. Um 400 manns hlýddu á mál hans á þessum þremur stöðum. Avarp úr Kópavogi Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur i Kópavogi hafa opnað skrifstofu að Auðbrekku 53þriðju hæð. Þar er opið frá kl. 15-21 alla daga. Þá hafa stuðn- ingsmenn hennar i Kópavogi sent frá sér ávarp Vigdlsi til stuðnings og er það undirritað af 68 manns. Skrifstofur Guðlaugs Stykkishólmur. Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar i Stykkishólmi hafa opnað skrifstofu i Lions- húsinu Stykkishólmi. Skrifstof- an hefur sima 93-8456. Á meðal þeirra sem skipa trúnaðarmannaráð Guðlaugs i Stykkishólmi eru: Halldór Grimsson, Hinrik Jóhannsson, Magnús Þrándur Þórisson, Maria Gisladóttir, Elin Sigurð- ardóttir, Gunnar Haraldsson og Steinar Ragnarsson. Ólafsf jörður. Stuðningsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar á Ólafsfirði hafa opnað skrifstofu að Kirkjuvegi 1. Skrifstofan er opin virka daga 20-22 en laugardaga 2-6. Simi skrifstofunnar er 62376. A meðal þeirra sem skipa trúnaðarmannaráð stuðnings- manna Guðlaugs á Óiafsfirði eru: Jón Þorvaldsson, Asgeir Ás- geirsson, Freyja Jóhannesson, Sveinn Jóhannesson, Jón Rúnar Kristjónsson, Sigvaldi Þorleifs- son og Birna Friðgeirsson. Skrifstofur Péturs Stuðningsmenn Péturs Thor- steinssonar i Borgarnesi hafa opnað skrifstofu að Þorsteins- götu 7,simi7460. Framkvæmda- nefnd fyrir kosningarnar skipa Bjarni Óskarsson, Jón Helgi Jónsson, Kristin Hallgrimsson, Ófeigur Gestsson, Pétur Odds- son, Svava Gunnlaugsdóttir, Björg Jónsdóttir, Steinunn Þor- steinsdóttir og Kristján P. Guð- mundsson. Skrifstofur Vigdísar Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur hafa opnað kosningaskrifstofur á eftirtöld- um stöðum: Breiðholt. Vesturberg 199, simi 76899. Skrifstofan er opin alla daga kl. 17-22. Forstöðu- maður er Aslaug Brynjólfsdótt- ir. Borgarnes. Snorrabúð Gunn- laugsgötu l,simi 93-7437. Opið kl. 15-18 og 20-22 virka daga og 14-17 um helgar. Forstöðumaður er Ósk Axelsdóttir. Egilsstaðir. Laugavellir 10, simi 97-1585. Opiö kl. 20.30-22 mánud. og föstud. og kl. 13-15 laugardaga. Opiö alla daga vik- una fyrir kosningar. Forstöðu- maður er Rafn Haraldsson. Seltjarnarnes. Vallarbraut 16 simi 13206. Opið öli kvöld. For- stöðumaður er Sveinbjörn Jóns- son. Lítill munur í Útvegsbanka Litill munur reyndist á fylgi for- setaframbjóðenda við skoðana- könnun meðal starfsfólks út- vegsbanka. Þar völdu 25 Vig- disi, 24 Guðlaug, 22 Pétur og 21 Albert. Einn seðill var ógildur. Karl Friðrik Kristjánsson afhendir Agnari G. Breiðfjörö heiðursverð- laun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Mynd: -gel. Heiöursverdlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins í gær voru Agnari G. Breið- fjörð, blikksmiðameistara, af- hent heiðursverðlaun úr Verð- launasjóði iönaðarins. Heiðurs- verðlaunin, að upphæð kr. 1200 þús., eru veitt Agnari G. Breið- fjörö fyrir ýmsar mikilvægar uppfinningar i þágu Islensks iön- aðar og áratuga farsæl störf i þágu þess atvinnuvegar. For- maður sjóöstjórnarinnar, Karl Friðrik Kristjánsson, afhenti Agnari Breiðfjörð verðlaunin, meö ávarpi. Uppfinningar þær, sem Agnar hefur fengiö leyfi fyrir I ýmsum löndum.eru: 1. Flotvarpa, hagnýtt 1952 og siðan bæði hér og erlendis. Hann varð fyrstur manna að nota dýpt- armæli við flotvörpuveiðar, sem hann smlðaði sjálfur og útfærði á sérstakan hátt. 2. Breiðfjörðspotturinn var full- geröur 1955. Hann hefur þann kost, að ekki sýður upp úr honum. 3. Breiðfjörðs tengimót, sem hagnýtt hafa verið I byggingar- iðnaðinum frá árinu 1958 og mikiö notuð hér á landi siðan. Verölaunasjóöur iðnaðarins er stofnaður að tilhlutan Kristjáns heitins Friðrikssonar iðnrekanda 3. mars 1976. Er tilgangur sjóös- ins ,,aö örva til dáða á sviði iðnað- armála og jafnframt að vekja at- hygliá þeim afrekum, sem unnin hafa veriö og unnin verða á þvl sviði. Þessum tilgangi skal leitast við að ná m.a. með þvi að veita verölaun, helst árlega, manni eða fyrirtæki, sem unnið hefur eitt- hvað I þágu Islensks iðnaðar er verölaunavert þykir, að dómi sjóðstjórnar.” Þetta er I 4. skiptiö, sem verö- laun eru veitt úr sjóðnum. Verö- launahafar, auk Agnars, eru: Sveinbjörn Jónsson, Fjólmundur Karlsson og Jón Þórðarson. Að verðlaunaafhendingunni lokinni tók Agnar Breiöfjörö til máls, og bað viðstadda votta að- standendum Kristjáns Friðriks- sonar samúð, meö þvi að risa úr sætum. Lýsti siðan nokkuö upp- finningum sinum og lauk máli sinu meö þessum orðum: ,,Ef það, sem maöur hefur verið að vinna að, kemur einhverjum til góöa, er markinu auðvitað náö.” Þá tók og til máls Siguröur Kristinsson. Stjórn Verðlaunasjóðs iönaöar- ins skipa: Karl Friðrik Kristjáns- son, formaður, Sigurður Kristins- son, Kristinn Guðjónsson og Davið Sch. Thorsteinsson. mhg VIÐ VILJUM PÉTUR Stórfundur i Háskóiabiói fimmtudagskvöld kl. 21.15 DAGSKRÁ: Ávarp: Fundarstjóri: • Hánnibal Valdimarsson • Pétur J. Thorsteinsson • Oddný Thorsteinsson • Matthías Bjarnason • Erna Ragnarsdóttir • Davíð Sch. Thorsteinsson • Karl Sigurbjörnsson Skemm tia triði: • Sigurður Björnsson • Sieglinde Kahmann • Baldvin Halldórsson • Hornaflokkur Kópavogs Stjórnandi Björn Guðjónsson leikur frá kl. 20.30 Baldvin Hallðórsson UNGIR KJÓSENDUR VIÐ VILJUM PÉTUR Hljómsveit Björns R. Einarssonar Hittumst í Sigtúni miðvikudagskvöld kl. 9.15 Pétur og Oddný koma f heimsókn STUÐNINGSFÓLK PÉTURS Gunnar liauksson Sveinn Guöjónsson kynnir: EgiH ólafsson Pétur Hafstein Lárusson Hermann Gunnarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.