Þjóðviljinn - 25.06.1980, Side 12

Þjóðviljinn - 25.06.1980, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. jlini 1980. Stuðningsmenn Péturs J. Thorsteinssonar hafa opnað kosningaskrifstofur á eftirtöldum stöðum: Akranes: Heiðarbraut 20, (93) 2245 Opin kl. 17-19.00 Isafjörður: Hafnarstræti 12, (94) 4232 Opin kl. 14.00-22.00 Sauöárkrókur: Sjáltsbjargarhúsið v/Sæmundargötu (95) 5700 Opin kl. 17.00-19.00 og 20.30-22.00 Sigluf jöröur: Aðálgötu 25, (96) 71711 Opin kl. 17.00-22.00 Akureyri: Hafnarstræti 99—101. — (Amarohúsið) Símar (96) 25300 og 25301 Opin kl. 14.00-22.00 Húsavik: Garðarsbraut 15, (96) 41738 Opin kl. 17.00-22.00 Egilsstaöir: Bláskógar 2, (97) 1587 Opin kl. 13.00-19.00 Selfoss: Austurveg 40, (99) 2133 Opin 17.00-19.00 og 20.00-22.00 nema laugard. og sunnud. kl. 14.00-18.00 Vestmannaeyjar: Skólavegi 2, (98) 1013 Opin kl. 14.00-21.00 Hafnarf jöröur: Sjónarhóll v/ Reykjavikurveg 22 Opin kl. 14.00-21.00 ( 91) 52311 Keflavik: (jafnframt fyrir Njarðvík, Sandgerði, Gerðar, Vogar, Vatnsleysuströnd, Hafnir og Grindavík) Grundarvegi 23, Njarðvík (92) 2144 Opin kl. 14.00-22.00 nema laugard. og sunnud. kl 14.00-18.00 Eftlrfarandi umboðsmenn annast alla fyrirgreiðslu vegna forsetaframboðs Péturs J. Thorsteinssonar: Hellissandur: Hafsteinn Jónsson, (95 ) 6631 Grundarfjöröur: Dóra Haraldsdóttir, (93) 8655 Ólafsvik: Guðmundur Björnsson, forstjóri, (93) 6113 Stykkishólmur: Gréta Sigurðardóttir, hárgr.k., (93) 8347 Búðardalur: Rögnvaldur Ingólfsson, (93) 4122 Patreksfjöröur Ölafur Guðbjartsson, (94) 1129 Tálknafjöröur: Jón Bjarnason, (94) 2541 Bíldudalur: Sigurður Guðmundsson, simstj. (94) 2148 Þingeyri: Gunnar Proppé, (94) 8125 Flateyri: Erla Hauksdóttir og Þórður Júliusson, (94) 7760 Suðureyri: Páll Friðbertsson, (94) 6187 Bolungarvik: Kristján S. Pálsson, (94) 7209 Súðavik: Hálfdán Kristjánsson, (94) 6969 og 6970 Hólmavik: Þorsteinn Þorsteinsson, (95) 3185 Skagaströnd: Pétur ingjaldsson, (95 ) 4695 Guðm. Rúnar Kristjánsson (95) 4798 Ölafsfjöröur Guðmundur Þ. Benediktsson, (96) 62266 Dalvik: Kristinn Guðlaugsson, (96) 61192 Hrisey: Björgvin Pálsson (96) 61704 Þórshöfn: Gyða Þórðardóttir, (96) 81114 Kópasker: ölafur Friðriksson, (96) 52132 og 52156 Vopnafjörður: Steingrimur Sæmundsson, (97) 3168 Seyðisfjörður: ölafur M. Olafsson, (97) 2235 og 2440 Neskaupstaöur: Hrólfur Hraundal, (97) 7535 Eskifjöröur: Helgi Hálfdánarson, (97) 6272 Reyðarf jöröur: Gisli Sigurjónsson, (97) 4113 Fáskrúösfjöröur: Hans Aðalsteinsson, (97) 5167 Breiðdalsvik: Rafn Svan Svansson, (97) 5640 Djúpivogur: Asbjörn Karlsson (97) 8825 Höfn.Hornafiröi: Guðmundur Jónsson, Bogaslóð 12, (97) 8134 og Unn- steinn Guðmundsson Fiskhóli 9, (97) 8227 Hella: Svava Arnadóttir, (99) 5851 Sandgerði: Nina Sveinsdóttir, (92 ) 7461 Garðabær: Guðlaug Pálsdóttir, (91) 54084 Kópavogur: Bjarni Sigurðsson, (91) 45644 og 43829 Seltjarnarnes: Kristinn P. Michelsen, (91) 14499. ® ÚTBOÐf Tilboð óskast i sölu á ýmsum hjúkrunarvörum fyrir Heilsuverndarstöð Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. júli kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Fóstrur Starf fóstru við leikskólann á Höfn i Hornafirði er laus til umsóknar frá 1. sept. 1980. Upplýsingar i sima 97-8315 og 97-8222. Aðalbygging Iceland Seafood Corporation i USA. Aöalfundur Iceland Seafood Corporation — Anægjuleg söluþróun Aðalfundur Iceland Seafood Corporation var haldinn i Reykjavik 22. mai. A fundinum flutti Erlendur Einarsson stjórnarformaður skýrslu stjórnar um starfsemina árið 1979 og Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastj. skýrði frá yfirstandandi framkvæmdum á vegum fyrirtækisins og gaf skvrslu um reksturinn. 1 skýrslum þeirra kom ma. fram aö velta fyrirtækisins árið 1979 varö 84,1 milj. dollara á móti 72,2 milj. dollara 1978, sem er aukning um 16,5%. 1 magni var heildarsala fyrirtækisins 70,4 milj. lbs., sem er 10,2 meira en árið 1978. Þar af jókst sala fiskrétta um i4,4%og er það talin sérstaklega ánægjuleg þróun þegar tekiö er tillit til þess, að sala fiskrétta á Bandarikja- markaði I heild jókst ekki i magni á milli áranna 1978 og 1979. Hið sama er einnig að segja um flakasöluna, sem jókst um 12,4% milli áranna hjá Ice- land Seafood, á sama tima og innflutningur og neysla á fryst- um botnfiskflökum jókst aðeins um 1—2% I magni i Bandarikj- unum. Er þvi , ljóst, að fyrir- tækið hefur aukiö markaöshlut- deild sina verulega. Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum standa nú yfir miklar byggingaframkvæmdir hjá Ice- land Seafood Corporation. Er þar um að ræða mjög verulega Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi: V estmannaeyjapistill Frá okkar ötula fréttaritara i Vestmannaeyjum, Magnúsi Jóhannssyni frá Hafnarnesi, höfum við fengið eftirfarandi pistla: Malbikun Nú er malbikun hafin á götum I Vestmannaeyjum, jafnframt uppfyllingu á holum, sem regnið og annað hefur grafið. Gert er ráð fyrir umfangsmiklum mal- bikunarframkvæmdum i sumar og er þar viðamest malbikun á flugvallarplaninu sunnan flug- stöðvarinnar. Þá er áætlað að malbika Hliöarveg, Heiðarveg, Strembugötu, Birkihlið og Hóla- götu. Gjafir til Landakirkju Nýlega var minnst 200 ára af- mælis Landakirkju og viö há- tiðarmessu á hvitasunnudag prédikaði biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson og sr. Kjartan örn Sigurbjörnsson þjónaði fyrir altari. Bar hann við það tækifæri nýjan hátiðar- hökul, sem Kvenfélag Landa- kirkju gaf, ásamt nýju altaris- klæði. Hvorutveggja er unniö af Unni ólafsdóttur. Þá gáfu hjón- in Jensina Guðjónsdóttir og Agúst Karlsson gullfallegt ræðupúlt, sem unnið er af feðg- unum Halldóri Sigurðssyni og Hlyni Halldórssyni frá Mið- húsum á Héraði. Endurnýjun á Herjólfi Samkvæmt fréttum mun nú standa yfir skipulagsbreyting á einum rekstrarþátta Herjólfs. Er hér um að ræöa veitinga- og greiðasölu, auk ræstingar. Mun öllum, sem unnið hafa við þessi störf, hafa veriö sagt upp og gert ráð fyrir að Ferðaskrif- stofa rikisins taki við rekstr- inum til áramóta, til að byrja með. Er stefnt að því með þess- um breytingum að lækka allan tilkostnað, en auka samt og bæta þjónustuna. Ég vil nú Isegja fyrir mitt leyti persónu- lega, að þjónustan hafi verið I besta lagi. En það er gamla sag- an, sem gengur eins og rauöur | þráður gegnum kerfið, að ef ráðamenn þykjast þurfa að spara, þá er alltaf ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur, sem sagt fólkið. Ar trésins i Vestmannaeyjum Vestmannaeyjadeild Garð- yrkjuíélags Islands gaf og gróöursetti á annan i hvita- sunnu 300 trjáplöntur við dvalarheimilið Hraunbúðir. Er hér um að ræða hluta af fram- lagi félagsins til Ars trésins, en félagið hefur ákveðið að verja til þessa árs 400 þús. kr. og er m.a. á áætlun plöntun sumarblóma viö Hraunbúðir, en það hefur verið árviss athöfn hjá deildinni til þessa. Bæjar- sjóöur hefur séð um kostnað og uppsetningu skjólgirðingar og Flugleiðir gáfu flutning hingað á trjáplöntunum. Flutningar Herjóifs Frá þvi 1. mai til 29. mai flutti Herjólfur 4761 farþega og 888 bifreiðar. A þessum tölum sést, að miklar annir hafa verið hjá Herjólfi í flutningi og að sögn Ólafs Runólfssonar framkv.stj. er ekkert lát á, ef marka má pantanir fram i timann. Eru dæmi þess að fyrirhyggjusamt fólk hafi pantað sér far allt fram i miðjan sept. Humar Þeir bátar, sem ætla sér á humar, hafa nú verið að búa sig á hann og sumir eru byrjaðir veiðar. Afli er góður og humar- inn stærri en áöur. M.Jóh. stækkun á frystigeymslum fyrirtækisins, og verða þær til- búnar um miðjan næsta mánuð. Þessar framkvæmdir hófust siðsumars 1979. Þá eru nú að hefjast fram- kvæmdir við frekari byggingar, sem verða viðbótarhúsnæði fyrir sjálfa fiskréttarverk- smiðjuna og munu stækka hana verulega frá þvi, sem nú er. Er að þvi stefnt að nýja verk- smiðjan veröi tilbúin til notk- unar snemma á árinu 1981. I stjórn Iceland Seafood Corpoation sitja nú þessir menn: Erlendur Einarsson for- stjóri, formaður, Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastj. varaformaður, William D. Boswell, lögfræðingur I Banda- rikjunum, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri, Marteinn Friöriksson, framkvæmdastjóri og Þorsteinn Sveinsson, kaup- félagsstjóri. — mhg Eidfaxi Fjóröa tbl. Eiðfaxa þ.á. er komið út. Meðal efnis þess er: „Þörf er á samræmdu kennslukerfi” forystugrein eftir I Gisla B. Björnsson. Sigurborg A. Jónsdóttir segir okkur frá þvi, að hestamennska stórauk- ist I Borgarfirði. Greint er frá þvl að yfir 5 þús. hross hafi verið á fóðrum I Reykjavlk og ná- grenni I vetur. Óli Arni sendir bréf frá Noregi og segir þar m.a. að Norðmenn óttist að Is- lenski hesturinn muni andast þar úr kulda. Sigurður Sæ- mundsson, járningameistari, leiðbeinir um járningar og segir m.a.: „Liklega eru algengustu mistökin að tálga of mikið af hælun, það eykur álag á sinar og getur valdið sinaskeiðabólgu”. Sagt er frá heimsókn til tamn- ingamanna I Eyjafirði, ískapp- leikum á Akureyri, sem háðir voru 22. mars sl. og ráöstefnu um hestaþing, sem haldin var I Reykjavlk 29. mars. Reynir Aöalsteinsson ritar um „tungu- basil” þ.e. aö hesturinn spilar með tungunni ýmist undir eða yfir beislismélum (aðallega yfir) og segir þaö „talsvert vandamál, einkum I seinni tið, að talið er”, og gefur ráð við þvi. Pétur Behrens ræðir um vlðavangshlaup en þau „eigi aö vera einskonar þverskurður af þeim eðlilegu hindrunum, sem menn verða fyrir á ferðalagi um hálendiö”. Þáttur er i ritinu um hestamenn og umferð. Gísli B. Björnsson skýrir frá skipun vinnuhópa á vegum L.H., til þess að fjalla um ákveðin við- fangsefni. Hann ritar og grein um útflutning hesta og sölumál I Þýskalandi. Birna Hauksdóttir skrifar um hestamannafélagið Htirð I Mosfellssveit 30 ára. Sig- urður Haraldsson segir frá þvi, aö hestamannafélagiö Geysir sé aö reisa stórhýsi á Rangárbökk- um. Enn eru I þessu Eiðfaxa- hefti fréttir af störfum ýmissa hestamannafélaga vitt og breitt um landið og aragrúi góðra mynda, sem ætið fyrr. — mhgj

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.