Þjóðviljinn - 26.06.1980, Side 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júnl 1980.
Fimmtudagur 26. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Frá vfgslu
mjólkursamsölu KEA
Frágangur allur á byggingu og lóö nýja mjólkursamlagsins
er til sérstakrar fyrirmyndar.
Þann 19. júnl s.l. á 106.afmælis-
degi Kaupfélags Eyfirðinga
Akureyri var formlega tekiö I
notkun nýtt og glæsilegt mjólkur-
samiag kaupfélagsins eins og
skýrt hefur veriö frá i Þjóövilj-
anum.
Til vlgslu hinnar nýju mjólkur-
stöövar sem getur unniö úr
28.000.000. ltr. af mjólk á ári, var
boöiö forseta tslands hr. Krist-
jáni Eldjárn sem vigöi stööina,
landbúnaöarráöherra, öllum
mjólkurframleiöendum á sam-
lagssvæöinu, starfsfólki mjólkur-
samlagsins og ýmsum öörum
gestum.
Aöalræöuna viö vigsluathöfnina
flutti Stefán Halldórsson á
Hlööum formaöur samlagsráös
Forseti tslands dr. Kristján Eid-
járn fiytur ræöu viö vigslu
mjólkursatnlagsins.
Myndir-Erlingur S.
Mjólkursamlags KEA og rakti
hann i ræöu sinni sögu mjólkur-
iönaöarins á Islandi og einkum i
Eyjafiröi, en eyfirskir bændur fá
u.þ.b. 3/4 bútekna sinna frá
mjólkurframleiöslu og framleiöa
smjör og osta handa þriöjungi
þjóöarinnar.
Aörir sem fluttu ræöu viö þetta
tækifæri, voru Valur Arnþórsson
kaupfélagsstjóri KEA, Hjörtur E.
Þórarinsson á Tjörn form. kaup-
félagsstjórnar og Kristján Eld-
járn sem gat þess m.a. aö hann
heföi nú i hartnær hálfa öld veriö
félagsmaöur i KEA, þótt veltan á
viöskiptareikningnum væri ekki
mikil.
Mjólkursamlagi KEA bárust
margar gjafir og kveöjur viö
þetta tækifæri, m.a. frá Osta- og
smjörsölunni, Mjólkurfræöinga-
félagi íslands, starfsfólki
mjólkursamlagsins og frá full-
trúum danska og sænska
mjólkuriönaöarins. — ES/ — lg.
Or mötuneyti starfsfólks. Mynd Studio 28.
F ormaimaskipti
hjá ljósmædrum
formaöur Ljósmæörafélagsins
A aðalfundi Ljósmæörafélags
tslands nýlega iét Steinunn
Finnbogadóttir af störfum eftir
9 ára ötult starf og gaf ekki kost
á sér til endurkjörs. Nýkjörinn
formaður félagsins er Viiborg
Einarsdóttir.
Eitt stærsta verkefni félags-
ins nú er Utgáfan á stéttartalinu
„Ljósmæöur á Islandi” sem
unniö er aö af kappi og áætlaö
aö komi út á árinu. Stéttartaliö
spannaryfir árin 1761—1979, eöa
allt frá því, aö fyrsta læröa ljós-
móöirin settist aö I Reykjavlk
og hóf kennslu I ljósmóöur-
fræöum ásamt Bjama Pálssyni
landlækni. Útgáfu verksins
stjórnar Steinunn Finnboga-
dóttir, en ritstjóri þess er Björg
Einarsdóttir.
t tengslum viö aöalfundinn,
sem sóttur var af ljósmæörum
viösvegar aö af landinu var
haldinn fræöslufundur um
..Mæöravernd á tslandi” Rædd
voru á aöalfundinum mikilvæg
mál varöandi starfsréttindi og
kjaramál ljósmæöra og geröar
samþykktir þar sem ma. er
beint þeim tilmælum til
heilbrigöisráöherra, aö hann
beiti sér fyrir þvi aö lögin frá 20.
mai 1964 um Ljósmæöraskóla
tslands veröi sem fyrst endur-
skoöuö. Fundurinn taldi eölilegt
aö Ljósmæöraskóli lslands
heyri i framtlöinni undir
menntamálaráöuneytiö og gerir
kröfu um aö skólastjórastaöa
viö skólann veröi sjálfstætt
Framhald á bls. 13
Nú um stundir/ þegar
mikið er talað um flótta-
fólk — t.d. þá sem leita á
• bátum frá Vietnam eða
Haiti að betrá hlutskipti, er
undarlega lítið rætt um það
. land sem hefur sett heims-
I met í landflótta. Landið er
Uruguay. Um ein miljón
Uru'gáymanna hafa flúið
pólitiskar ofsóknir eða
örbirgð, flestir síðan her-
inn tók völdin í sínar
| hendur 1973 eftir hörð átök
við þá róttæku borgar-
skæruliðahreyfingu sem
1 nefndi sig Tupamaros.
I Eftir eru 2/8 miljónir: for-
eldrar, makar og börn
> þeirra ungu manna á
I aldrinum 25—40 ára, sem
hafa í gífurlegum mæli
leitað hælis i grannríkjun-
, um, í Mexíkó, Bandaríkj-
unum eða Vestur-Evrópu.
Ariö 1972—73 fór fram alls-
herjaruppgjör viö Tupamaros,
sem lauk meö þvi aö alræöi hers-
ins var komiö á. Þeir sem nú ráöa
iandi og eiga helstu fyrirtæki
* státa sig mjög af þvi, aö landiö
J hafi rétt viö efnahagslega aö
undanförnu (I fyrra varö 8%
framleiösluaukning), þar rlki nú
friöur og ró og sé landiö aftur
oröiö aölaöandi fyrir erlenda
I fjárfestingaraöila.
Hæpnar framfarir.
En friöurinn er gjarna kenndur
I viö friö kirkjugarösins. Fjárfest-
I ingar eru freistandi i Uruguay,
, vegna þess aö stjórnin þar er talin
standa traustari fótum en vald-
hafar Argentinu. Verkalýöurinn
I er enn múlbundnari en I Brasiliu.
Þær efnahagslegu framfarir sem
■ oröiö hafa meö nokkrum hrossa-
skammti af efnahagsstefnu Milt-
ons Friedmans, hafa komiö
, borgarstéttinni einni aö liöi — þær
hafa kostaö gifurlegar fórnir:
Mikiö atvinnuleysi, glfurlegan
landflótta, ekki sist menntaöra
, manna, minnkandi rauntekjur
hinna fátæku, meiri ungbarna-
dauöa. Sá visir aö velferöarþjóö-
félagi sem var til oröinn I
, Uruguay á sjöunda áratugnum er
■ I rústir lagöur af þeirri haröstjórn
herforingja og markaöslögmála,
sem sendir mikinn fjölda manna
, til aö snapa úrgang og afganga á
| torgum borga eftir aö mörkuöum
hefur veriö lokaö. Og friöurinn,
sem laöar aö fjármagniö, er
■ keyptur þvl dýra veröi, aö I land-
inu eru á milli 2.500—10.000 pðli-
tlskir fangar.
Efnahagsframfarirnar eru
■ heldur ekki allar þar sem þær eru
I séöar af hagvaxtarreikningi. Er-
lendar skuldir halda áfram aö
vaxa, og veröbólgan nam I fyrra
■ um 69%.
Þétt setin fangelsin
Stjórnarfariö er, eins og þegar
■ hefur veriö gefiö til kynna, eitt hiö
svíviröilegasta I Suöur-Ameriku,
I og væri þó synd aö segja aö
I sú álfa heföi upp á marga sól-
■ skinsbletti aö bjóöa I þeim efnum.
Aöur var þess getiö, aö pólitiskir
fangar væru nú einhversstaöar á
I milli 2500 og 10.000. En á þeim sjö
1 árum sem liöin eru siöan pólitisk
| réttindi voru afnumin I landinu
hafa miklu fleiri haft lengri eöa
skemmri viödvöl I fangelsum og
J pyntingarklefum stjórnarinnar.
Eöa aö minnsta kosti 50—60 þús-
undir manna. Hér er um margs-
konar fólk aö ræöa — þá sem
' taldir eru hafa haft samúö meö
tlunda hvern dag og ekki fara á
milli bæja án þess aö sækja um
sérstakt leyfi hjá lögreglunni.
Ofan á þetta bætast haröar at-
vinnuofsóknir, gifurlegur fjöldi
manna er fyrirfram svipur réttin-
um til aö vinna hjá hinu opinbera
og ofsóknir gegn raunverulegum
og Imynduöum vinstrisinnum eru
svo hatrammar I skólakerfinu, aö
menntun og kennslu hefur stór-
lega hrakaö I þessu landi, sem
áöur átti best menntuöu þegna
Suöur-Ameriku. Stúdentar sem
fá aögang aö háskólanum veröa
ekki aöeins aö heita þvl skriflega
aö fást ekki viö neitt annaö en þaö
sem beint varöar nám þeirra,
heldur veröa þeir aö sverja aö
þeir skuli segja frá hverjum sam-
stúdent sem bryddar upp á slíku.
Bönn á bönn ofan
Ritskoöunin er afar ströng og
stefnir eins og oft vill veröa þegar
ótti forréttindastétta fær byr
undir vængi, út I hreinan fárán-
leika. Meira aö segja ævintýri
H.C. Andersens hafa oröiö fyrir
baröinu á skærum ritskoöunar-
innar. Listinn yfir bannaöar
bækur, kvikmyndir, söngva og
er firnalangur. Allir
bestu rithöfundar landsins,
skáld og söngvarar eru I útlegö og
verk þeirra bönnuö I landinu
sjálfu. Meira aö segja sjö vinsælir
tangóar eftir Carlos Cardel,
tangókóng allra tima, mega ekki
lengur heyrast I landinu. Og þaö
minnir óneitanlega sterklega á
frægt rit Orwells, 1984, þegar
mabur les þaö, aö herstjórnin
hefur bannaö lestur á öllum blöö-
um, sem út komu næstu 25 árin á
undan valdaráni þeirra áriö 1973!
Og bandarísk flotastöð
Herforingjarnir segjast vera
meö timasetta áætlun um aukinn
sveigjanleika kerfisins, en þeir
eru sjálfum sér sundurþykkir um
þaö hve skammt á aö ganga og
hvenær. Hinsvegar eru þeir aö
semja viö Bandarlkin um flota-
stöö I Uruguay.
AB.
Betl — algeng sjón á aöalgötum Montevideo. Miljón manna á besta aldri hefur flúiö ástandiö.
tupamaroshreyfingunni, Komm-
únistaflokknum eöa haft einhver
áhrif I CNT, verkalýössam-
bandinu, sem tókst aö efna til
næstum þvl allsherjarverkfalls I
tvær vikur eftir valdatöku herfor-
ingjanna 1973. Ennfremur hafa
margir þeirra sem komu viö sögu
I varfærnu en vinstrisinnuöu
kosningabandalagi, Frente
Amplio, I forsetakosningunum
1971, fengiö aö kenna á ofbeldi
lögreglurlkisins.
Lögregluriki.
Gagnrýni erlendis frá hefur
oröiö til þess, ab pólitlskum föng-
um hefur fækkaö. En þeir sem
látnir eru lausir eru ekki frjálsir
menn; þeim er gert aö skyldu aö
gera vart viö sig hjá lögreglunni
Þegar markaöir loka koma þeir á vettvang sem búa viö mikiö atvinnu-
leysi og skertar tekjur og reyna aö tlna upp af götunni eitthvað þaö
sem drýgir rýran kost fjölskyldunnar.
Eitt versta lögregluríki heims:
Fj óröi hver Uruguay-
búi hefur flúið land
á dagskrá
„Fjöldi manna hafði þaö lika á tilfinningunni
aö enn væri ekki fram komið trúverdugt
forsetaefni er væri líklegt til aö auka spönn við
sjálfsskilning þjóðarinnar.
Sú var liklega meginástæðan fyrir þvi að
Vigdís Finnbogadóttir var kvödd til leiks.”
Loftur
Guttormsson
sagnfræðingur
Um hvað snúast
forsetakosningarnar?
Vlst eru forsetakosningar á Is-
landi kynlegt fyrirbæri. Þær snú-
ast um pólitlk undir yfirbragöi
pólitlsks hlutleysis, birtast á ytra
boröi sem keppni þar sem ein-
staklingar leggja persónu slna
undir þjóöaratkvæöi án þess ab
félagslegar hreyfingar og hags-
munir séu lögö aö veöi I leiöinni.
Þessar forskráöu leikreglur sem
forsetakosningar fylgja eru
vissulega ekki til þess fallnar aö
skerpa pólitlska vitund meöal
þegna lýöveldisins. Þaö er t.d.
hægur vandi fyrir talsmenn
stéttabaráttu aö skella skollaeyr-
um viö kosningunum sem ein-
skærri sviösetningu og leiöa þær
hjá sér á þeirri forsendu ab þær
séu óplum fólksins.
Hér er þó ekki allt sem sýnist.
Þaö er vitab mál aö I stjórnmál-
um beita menn gjarnan fyrir sig
táknum; þvl veröur oft aö ráöa
I þau til þess aö átta sig á
um hvaö baráttan snýst. I þeirri
umræöu sem átt hefur sér staö aö
undanförnu um ebli forsetaem-
bættisins hafa menn virst nokkuö
samdóma um aö forsetinn hafi
mjög takmörkuö stjórnmálavöld,
a.m.k. I reynd, en þeim mun
þyngri áhersla hefur verib lögö á
hina táknrænu hliö embættisins —
hlutverk forsetans sem „samein-
ingartákns þjóöarinnar”, „sátta-
semjara” o.s.frv.,
Skílaboðin frá 1968
Hinn tiltölulega mikli og al-
menni áhugi á forsetakosningum
hér á landi, bæöi fyrr og slöar, ber
vott um aö almenningur telur
skipta ekki litlu máli hver velst til
embættisins hverju sinni og þá
ekki slöur hvernig menn veljast
til framboös. Er þvi llkast sem al-
menningur finni meira til máttar
sins en I almennum þingkosning-
um meö þvl aö frambjóöendur
koma hér ekki fram sem fulltrúar
pólitiskra flokka, eru ekki „búnir
til” af dularfullum flokksvélum,
heldur er þeinv sumum hverjum,
teflt fram af óformlegum sam-
tökum manna sem telja sig finna I
frambjóöandanum Imynd ein-
hvers þess sem sæmir viröuleg-
asta embætti lýöveldisins. Aö
þessu leyti fara forsetakosningar
á Islandi fram I lýöræöislegri
anda en alþingiskosningar. Sllk
viröist a.m.k. hafa veriö reynslan
af forsetakosningunum 1968 þeg-
ar mikill meiri hluti þjóöarinnar
sætti sig ekki viö „sjálfskipaöan”
fulltrúa valdakerfisins og hóf til
vegs Kristján Eldjárn, er var
þekktur fyrir sem varögæslu-
maöur Islenskrar þjóömenning-
ar. Enginn getur efast um þaö
eftir á aö sá þjóöarúrskuröur var
afdrifarlk pólitisk athöfn, þótt
ekki væri nema vegna þess aö hún
áréttaöi þann skilning aö forseta-
embættiö skyldi skipa lýöhollur
maöur fremur en fulltrúi hins
pólitiska ættarsamfélags og
valdakerfis á Islandi.
Flest bendir til þess ab sá skiln-
ingur sem lýst er ab framan ráöi
enn viöhorfi meiri hluta lands-
manna til þeirra frambjóöenda
sem nú gefa kost á sér til forseta-
kjörs. Sá er þó munurinn, miöaö
viö siöustu forsetakosningar, aö
nú eigast viö fjórir I staö tveggja
þá; þessar aöstæöur valda þvl aö
viöhorfin kristallast ekki svo
mjög sem þá, drepast þvi meira á
dreif sem skautin eru fleiri.
Sölumennska og hirðsiðir
Ekki ætla ég mér þá dul ab ráöa
hiö pólitíska táknmál sem lýsir
sér I framboöi fjórmenninganna.
En ómaksins vert er aö athuga
uppistööurnar I þeirri forseta-
ímynd sem reynt hefur veriö aö
búa til úr frambjóöendum. Eins
og aö llkum lætur hefur þetta
reynst misjafnlega auövelt eöa
brösótt eftir hver bakgrunnur
þeirra er og persónuleiki.
Skv. framansögbu er vonlegt aö
heildsalinn og atvinnupólitlkus-
inn sem og aöstandendur hans
finni hjá sér þörf til aö lappa upp
á alþýöleikann meö vigoröinu:
„Albert er maöur fólksins”. Til
marks um þaö er sagt aö hann
hafi hafist til auös af eigin ramm-
leik og komist til pólitiskra met-
oröa meö gamalkunnum aöferö-
um rómverskra nýrikismanna,
þ.e. meö þvl aö bjóöa lýönum
brauö og leiki, panem et circens-
es. Aöspuröur hefur frambjóö-
andinn reyndar sagst mundu
halda uppteknum hætti, næöi
hann kjöri, ástunda enn sem fyrr
þaö sem heitir fyrirgreiöslupóli-
tik á nútíöarmáli.
Diplómatinn I hópnum, sem
hefur haft lengi aö atvinnu aö
blanda geöi viö stórmenni á er-
lendri grund, er naumast sam-
keppnisfær á markaöi alþýöleik-
ans. I staö þess aö sýnast „maöur
fólksins” kemur hann fram eins
og sá sem vitib hefur á millirlkja-
samskiptum og kunnáttu i hirö-
siöum; sem diplómat hafi hann
löngum setiö viö fótskör þjóöhöfö-
ingja og á þeim alvörutimum.sem
nú séu framundan, sé þaö allt ab
þvl ábyrgöarleysi aö færa viðvan-
ing I stjórnmálum á forsetastall.
Þaö er ekki laust viö aö embættis-
maöurinn Pétur vilji vanda um
viö þjóöina vegna grunsemda um
aö hún leggi helsti sveitamann-
legan skilning I forsetahlutverkið.
Bræðingur eða skýr þjóð-
arímynd
Eru þar meö upp taldir þeir
frambjóöendur sem gengu til
þessa leiks I krafti pólitlskra
valda, auös eöa embættis? Ekki
er gott aö segja. A.m.k. má
spyrja hvaö þeim mönnum gekk
til sem tefldu fram Guölaugi
Þorvaldssyni. Var þaö fyrst og
fremst sameiginlegur vilji manna
af óliku sauöarhúsi til aö gefa
þjóöinni annan valkost og trú-
veröugri en hinn knattfima
stjórnmálamann sem þá haföi
einn boöiö sig fram? Var sátta-
semjaranum ætlaö, aö breyttu
breytanda, aö gegna svipuöu
hlutverki gagnvart honum og
þjóöminjaveröi á sinum tima
andspænis Gunnari Thoroddsen?
Atti Guölaugur aö vera Imynd
hins alþýölega menntamanns
sem almenningur haföi úrskurö-
aö aö sómdi sér vel á Bessastöö-
um? Svo mikiö er vlst aö mál-
flutningur þessa frambjóöanda
og aöstandenda hans dregur dám
af þeirri blendnu fylkingu sem
hann var gerbur aö samnefnara
fyrir. Hinn umsvifamikli Grind-
vlkingur, sem hefur þjónaö jöfn-
um höndum háskólamönnum,
herrum stjórnsýslu og vinnu-
markaöar, mun hafa verib talinn
vænlegt sameiningartákn fyrir
annars dálitib sundurlynda þjób.
Er nú helst svo aö skilja sem hann
þurfi ekki annab en halda áfram á
æöra plani þvi sáttasemjarahiut-
verki milli „aöilja vinnumarkaö-
arins” sem hann haföi nýlega
tekist á hendur.
En viö hvab átti blessuð þjóöin
aö sættast eöa á hvaö var henni
ætlab aö sættast meö þvi aö veöja
á Guðlaug Þorvaldsson? Inntak
sáttargjöröarinnar var óljóst i
upphafi og þaö skýröist siöur en
svo meö tlmanum. Fjöldi manna
haföi lika á tilfinningunni aö enn
væri ekki fram komiö trúveröugt
forsetaefni er væri liklegt til aö
auka spönn viö sjálfskilning þjóö-
arinnar. Sú var liklega megin
ástæöan fyrir þvl aö Vigdls Finn-
bogadóttir var kvödd til leiks.
Frair.boöi leikhússtjórans var svo
vel fagnaö aö ótöldum þúsundum
manna þótti þá fyrst ástæöa til aö
taka virkan þátt I kosningabar-
áttunni; bæöi fyrir þá sök ab
frambjóöandinn er fjölhæfur
verkamaöur I Islenskum menn-
ingargaröi og eins vegna þess aö
hann er kona. Annaö er reyndar
ekki óskylt hinu: með framboöi
Vigdlsar var reist merki jafn-
réttishugsjónar sem er gildur
þáttur þessarar þjóömenningar.
Þegar til lengdar lætur má ætla
ab tildrög forsetakjörsins og
gangur kosningabaráttunnar
muni þykja fullt eins markverö
og sjálf úrslitin. A siöustu vikum
og mánuöum hefur ásannast,
reyndar ekki I fyrsta sinn, aö póli-
tlsk viNiorf I vlöustu merkingu —
þau sem lúta aö menningu og
samfélagsskilningi — fara litt
eftir markallnum stjórnmála-
flokka. Þannig hefur þaö sýnt sig
aö oddvitar alþýölegra félags-
hreyfinga geta veriö manna
glámskyggnastir á pólitisk tákn,
svo firrtir félagslegum rótum aö
þeir eru reibubúnir til aö fylgja
riddara sérgæöingslegrar privat-
mennsku upp aö bæjardyrum á
Bessastööum.
24.6. 1980.
Loftur Guttormsson.