Þjóðviljinn - 26.06.1980, Page 16
DIOÐVUIINN
Fimmtudagur 26. júni 1980.
A&alstmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga.
1 tan þess tima er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiöslu blaösins 1 sfma 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663
Stórlækk-
un á
gúrkum
og
tómötum
1 tálefni af góöa veðrinu býður
Sölufélag garöyrkjumanna um
þessar mundir stórlækkað verð á
giirkum og tómötum. Kalla þeir
þaö kynningarverð. Að sögn Þor-
valds Þorsteinssonar hjá Sölu-
félaginu lækkaði kilóiö af tómöt-
um úr 1800 kr. i 1000 kr. i heildsölu
frá þeim og kilóið af gúrkum
lækkar úr 1300 kr. I 700 kr.
—GFr
Dauðsfall
í laug-
unum í
gærdag
1 gær varð dauðsfall i sundlaug-
inni i Laugardal. Það mun hafa
verið um 11-leyti árdegis að gest-
ur i sundlauginni tók eftir manni,
sem maraði ihálfú kafi i lauginni.
Kom i ljós að maðurinn var lát-
inn. Dánarorsök var óviss i gær-
kvöld . Hinn látni var Ólafur
Stephensen, barnalæknir.
Innitökumi Saltvikfyrir kvikmyndina um Snorra Sturluson er nú senn aö ljúka og er þá búiö að ná
nálægt helmingi myndarinnar á filmu. 1 ágústmánuði veröa sföan teknar útitökur. Þessimynd var tekin
Istúdióinu í Saitvik rétt áður en upptaka hófst, en hér eru þeir Skúli jarl (Gunnar Eyjólfsson) og Snorri
(Sigurður Hallmarsson) i höllu þess fyrrnefnda. ljósm.__gel___
Islendingur
syngur við
Scala-
óperuna
Kristján Jóhannsson
tenór komst i úrslit
söngvakeppninnar
Þau tlðindi hafa borist frá Itallu
að Kristján Jóhannsson tenór-
söngvari hafi komist i úrslit I
söngvakeppni þar syðra. Keppni
þessi er I tvennu Iagi,kennd við
Giuseppi Verdi og Marlu Callas
og var keppt I arlu- og ljoðasöng.
Kristján komst i úrslit, einn af
tiu og er nú framundan söngur I
Scalaóperunni.
Þjóðviliinnsló á þráðinn norður
I land og ræddi við Jóhann Kon-
ráðsson söngvara föður Kristjáns
um þetta afrek. Jóhann sagðist
ekki hafa fengið neinar
nákvæmar fréttir ennþá, en
þarna hefðu verið rúmlega 300
keppendur frá 32 löndum. Hann
taldi að þessi úrslit myndu opna
Kristjáni nýja möguleika, en
undanfarið hefur hann verið á
ferð um Italiu og sungið með at-
vinnufólki. Jóhann sagðist hafa
séð blaðadóma og hefði Kristjáns
veriö að góðu getið.
Islendingar hafa gert nokkrar
atrennur til að hasla sér völl á
sviði sönglistar i föðurlandi
flestra heimskunnra tenóra, og
enda þótt I fljótu bragöi mætti
þykja sem það væri að bera I
bakkafullan læk að sækja á þann
vettvang hafa Islenskir söngv-
arar fyrr og siðar náð merki-
legum árangri þar syðra.
—ká.
Sprengjuhótanir á Spáni
Islendingar ekki
1 rfe rrkffll Fólkhefurveriðflutt
1 11 {JC 1/ U frá fimm stöðum
tslendingar eru ekki I hættu á
Spáni,var samdóma álit þeirra
þriggja ferðaskrifstofa sem selja
feröir til Spánar.
Fréttír frá Spáni herma að
sjálfstæðishreyfing Baska þar í
landi hafi hótað sprengingum á
stærstu ferðamannastöðum
Spánar ef stjórnin verður ekki við
kröfum þeirra um að leysa 19
fanga úr haldi.
Stjórnin hefur hingað til neitað,
en I gær sprakk sprengja á bað-
staðnum Alicante og fleiri
sprengjur fundust. Spænsk yfir-
völd hafa gefið út fyrirskipun um
að flytja fólk frá fimm stöðum
vegna sprengjuhótana.
Þjóðviljinn hafði samband við
ferðaskrifstofurnar tltáýn, úrval
og Ferðamiðstöðina i gær, vegna
þessa máls, en alls staðar var
sama svarið^að ekkert hefði gerst
á þeim stöðum sem íslendingar
dveljast á og að ekkert hefði
heyrst um sprengjuhótanir þar.
Allar skrifstofurnar höfðu haft
samband við sitt fólk þar syðra og
hafði ekki dregið til neinna tið-
inda.
I samtali við Sigrúnu Gissurar-
dóttur sem dvelst á Torremolinos
kom fram að allt er með ró og
spekt á þeim slóðum og var gefin
út sú yfirlýsing að um plat hefði
verið að ræða i mörgum tilfellum
og að búið væri að gripa þann
seka. Ef að likum lætur eru ekki
öll kurl komin til grafar og senni-
legt að spænsk yfirvöld séu að
reyna að vernda ferðamanna-
iðnaðinn með slikum yfirlýsing-
um.
—ká
Stjórn SlNE:
Frakkinn Gervasoni
fái landvistarlevfi hér
Stjórn Sambands Islenskra
námsmanna erlendis hefur gert
ályktun þar sem Friðjón Þórðar-
son dómsmálaráðherra er ein-
dregiö hvattur til þess að beita
sér fyrir þvi að Frakkanum Pat-
rick Gervasoni verði veitt hæli
sem pólitiskur flóttamaður á
Islandi.
1 ályktun SINE segir m.a.:
„Stjórn SINE vill undirstrika
þær ómanneskjulegu valdbeit-
ingaraðferðir sem franska stjórn-
in vill beita gegn Patrick, fyrir
það eitt að vilja ekki gegna
herþjónustu i franska hernum,
sem oft er sendur til Afriku til að
styðja við bakið á fallvöltum
einræðisherrum, sem alþýða Af-
riku reynir að hrekja af höndum
sér. Við viljum einnig benda á, að
franski herinn hefur verið hvað
iðnastur við að brjóta alþjóða-
samþykktir með tilraunum á
kjarnorkuvopnum i Kyrrahafinu.
Islandi væri þvi mikill sómi i þvi
að geta tekið á móti þeim manni,
sem biöur þessum blóðugu striðs-
vélum fjórða stærsta hers verald-
ar birginn og er fyrir vikið hótað
með 3 ára fangelsi.”
Atvinnuástand á Siglufirði
Málið er í athugun
Félagsmálaráðuneytið kannar stöðuna
„Málið er i athugun” sagöi
Oskar Hallgrimsson Félagsmála-
ráðuneytinu þegar Þjóðviljinn
innti hann eftir viðbrögðum við
þvi alvarlega ástandi sem nú er
að skapast á Siglufirði.
Eins og sagt var frá i Þjóð-
viljanum I gær hefur fjölda
verkafólks verið sagt upp vinnu i
frystihúsunum og Siglósild. Þar
við bætist að næstu tvo mánuði
hafa togarar aöeins leyfi til
þorskveiða i 15 daga, svo að útlit-
ið er heldur svart.
Óskar Hallgrimsson sagði að
þeir I ráðuneytinu hefðu verið að
fá upplýsingar um þetta mál og
svo virtist sem atvinnurekendur
hefðu vanrækt tilkynningaskyldu
við uppsagnir og yrði að athuga
hvort löglega væri að farið.
„Það rfkir ágreiningur um það
hvaða lög gildi um þessi efni, en
málið verður skoðaö i ráðuneyt-
inu I samráði við verkalýðsfélag-
ið sem er annar aðili málsins. A
Siglufirði hefur verið gengið
lengra en annars staðar á landinu
og það verður að kanna þetta mál
á næstu dögum,” sagði Óskar.
—ká