Þjóðviljinn - 03.07.1980, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.07.1980, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. júll 1980. Efnahagsundrið svonefnt í Brasilíu hefur leikið miljónir Börnln sem engfnn vlll gangast við Jóhannes Páll páfi er í heimsókn í Brasilíu,og þótt Þau sofa á ströndinni, t.d. á hinni frægu baöströnd, Copacabana. talsmenn Vatikansins leggi áherslu á að þar sé fyrst og fremst um „kirkjulega" heimsókn að ræða, fer ekki barna í hinum nýju stórborgum afar grátt. Þau hafa hafnað í vítahring neyðar og glæpa hjá því, að heimsóknin beini í nokkrum mæli athygli manna að hrikaleg- um vandamálum þessa stærsta og fjölmennasta ríkis hins kaþólska heims. Meðal annars að fátækra- hverfum ört vaxandi stór- borga, þar sem hundruð þúsunda barna alast upp á vergangi — með þeim afleiðingum meðal annars, að mikill fjöldi þeirra reynir að lif a af glæpum — ránumog jafnvel morðum. Dæmi er tekiö af 15 ára dreng i Rio de Janeiro, hann heitir Luis Sergio. Hann hefur frá þvi hann var 12 ára gamall haft ofan af fyrir sér meö ránum. Hann er vopnaöur hníf eöa skammbyssu og rænir úrum, peningaveskjum og kvenskarti. Þaö er ekki erfitt aö eiga viö þetta fólk, segir Luis viö yfirheyrslu — þegar þaö sér vopn veit þaö aö alvara er á feröum og reiöir þaö fram sem ég biö um. Luis viöurkennir aö hafa ráöiö tvo menn af dögum. En þaö voru eldri glæpamenn sem ætluöu aö ræna hann ránsfeng. Þegar þú mætirslikum náunga, segir hann, veist þú, aö annaöhvort er aö duga eöa drepast, annaöhvort drepst þú eöa hann. Risavaxinn vandi Luis er ekkert einsdæmi. Glæpafaraldurinn er svo magnaöur t.d. i Sao Paulo, aö á aöeins tiu dögum voru 40 gestir nokkurra lúxúshótela i miöborginni rændir af vopnuöum táningum — og þaö rétt hjá hótel- um þessum sjálfum. Af þessum sökum hefur hótelgestum á þessu svæöi fækkaö um fimmtung á skömmum tima. Kaupmenn þar I borg hafa gripiö til þess ráös ööru hvoru aö loka verslunum sínum til aö mótmæla siendurteknum ránum unglinga, sem fara um i flokkum, skjótandi og stingandi ef þeir mæta andstööu. Vikublaöiö Istoe hefur reynt aö gera yfirlit yfir þessi vandamál. Sao Paulo er risavaxin borg, sem hefur vaxiö mjög ört, þar eru nú um tiu miljónir Ibúa og þar eru hæstu meöaltekjur á mann i land- inu. En meöaltekjur segja ekki margt um þaö hvernig gæöum er I raun og veru skipt. Lögregluyfir- völdum telst svo til, aö I þessari borg séu hvorki meira né minna en um þaö bil tvær miljónir barna og unglinga, sem lifa aö meira eöa minna leyti á vergangi, eru vannærö og hafa litt eöa ekki sótt skóla. Um 400þúsundir þeirra lifa viö „algjöra eymd” segir blaöiö. Atján þúsundir þessara barna eru komin á skrá fyrir glæpaverk. Lögreglan telur aö i þessari risaborg séu um 1200 glæpaflokk- ar barna, sem ráöi yfir alls um tiu þúsund skotvopnum af ýmsum geröum. Fátækt, spilling, ofbeldi og glæpir hafa mótaö þessi börn, segir eitt af dagblööunum i Sao Paulo. Þessi börn tala sitt eigiö tungumál og viröa aöeins þaö banditasiögæöi sem viö þessar aöstæöur skapast. Þau frömdu um 80% af öllum vopnuöum rán- um i borginni I fyrra og fimmta hvert morö. Langar sakaskrár Sakaskrá ýmissa foringja þessara glæpaflokka barna er oröin býsna iöng. Wilsinho Galilea er t.d. skráöur fyrir 100 ránum og 15 moröum. Wanderley Cirilo, sautján ára gamall, kom i fréttir meö mjög sérstæöum hætti á dögunum. Hluti af flokki hans var handtekinn og settur á uppeldisheimili rikisins. Nótt eina kom Cirilo ásamt nokkrum alvopnuöum félögum sinum á vettvang, náöu varöstofu hælisins á sitt vald og hleyptu ekki aöeins út félögum sinum heldur 90 börn- um öörum. Þaö sem er aö gerast i Sao Paulo endurtekur sig meö ýmsum hætti um allt land. Miljónir barna alast upp á útigangi, sofa á ströndinni, undir brúm eöa á bekkjum, ráfa um daga um borgir og úthverfi I leit aö einhverju ætilegu, reyna aö betla sér nokkra cruzeira, eö krækja sér I eitthvaö sem hægt er aö selja eöa skipta á. Sumir gerast skó- burstarar eöa götusalar, barn- ungar taka stúlkurnar aö stunda vændi, þau sem þykkastan fá skrápinn ganga I glæpaflokkana. öll hafa þau lært þá einu lexiu af lifinu, aö hver sá sem vill lifa af skuli veröa fyrstur til aö ráöast á náungann. Vítahringir Þessi miljónaher útigangs- barna er afurö svonefnds efna- hagsundurs I Brasiliu. A undan- förnum fimmtán árum hefur Brasilia veriö aö breytast úr iandbúnaöarriki I iönriki. En um þaö bil helmingur 110 miljóna ibúa landsins hefur haft fátt gott af undrinu aö segja. Þróun stórbúskapar I sveitum hefur fengiö mikinn fjölda fólks til aö freista gæfunnar i slömmum ört vaxandi stórborga, en þar er fariö úr öskunni I eldinn. Iönaöur Brasiliu spyr eftir faglæröum verkamönnum og sérfræöingum, en ekki handafli. Olæsir og um margt ráövilltir sveitamenn lenda I hörmulegum vitahring hungurs og skorts og félagslegs úrræöaleysis. Þessu fólki eru flestar bjargir bannaöar — börn- um þess enn fremur. Eins og alltaf eru fátækustu f jölskyldurn- ar barnmargastar — og þaö mundi ekki einu sinni breyta neinu sem héti þótt kaþólska kirkjan breytti um stefnu i getn- aöarvarnamálum; fólk sem á ekki fyrir mat fer ekki aö kaupa getnaöarvarnir. Glötuð upp f rá því Þaö mundi gera illt verra ef aö reynt væri aö safna á uppeldis stofnanir öllum þessum herskara hálfgeröra og algjörra munaöar- leysingja. Enda þótt fjölskyldu- bönd séu i losaralegasta lagi i fátækrahverfunum, þá hjálpar meirihluti þessara barna mæör- um sinum og systkinum meö ein- um eöa öörum hætti, léttir undir meö þeim. A hinn bóginn er þaö mikill þáttur harmleiks hinna brasilisku barna, aö fangelsi og uppeldisheimili eru oftast nær trygging fyrir þvi, aö sá sem þar dvelur um nokkra hriö ,,er sam- félaginu glataöur” eins og rit- höfundurinn José Louzeiro hefur komist aö oröi. Börnin sæta oft mjög illri meöferö, barsmiöum og pyntingum — og hinum seku er ekki refsaö. Auk þess eru mörg dæmi þekkt um aö svonefndir uppalarar eöa lögreglumenn reka vændishringi meö þeim sem eiga aö heita skjólstæöingar þeirra, eöa sjái glæpaflokkum barna fyrir vopnum og komi þýfi fyrir þá I verö. Börn Brasiliu sæta þvi einatt sömu meöferö og frumbyggjar landsins, Indjánarnir — en sú opinber stofnun sem átti aö heita verndari Indjána reyndist, eins og ýmsa rekur minni til, sviviröi- legur glæpahringur, þar sem skipulega var unniö aö þvl aö útrýma Indjánum til þess aö sölsa undir hringinn eigur þeirra og lendur. áb byggöi á Stern. Fimmtudagur 3. júlf 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Þau sem lokuö eru inni á hælum og I fangelsum eru aö ööru jöfnu komin inn f vltahring sem þau ekki sleppa út úr siöan. Tvö börn I Rio, handtekin af lögreglunni, og vopnasafn þeirra: byssa, sveöja, hamar, svipa. á dagskrá „Því enn getum við skiptst i flokka og deilt lengi og hatrammlega um atriði sem munu koma við pyngju okkar eða lífskjör” Rikharö Brynjólfsson, kennari, Hvanneyri — Islensk umræða Ef taka má mark af helsta um- ræöuefni almennings undan- farnar vikur er heldur fátt vanda- mála uppi meö okkur Islending- um. Aö visu hefur veriö otað að okkur ýmislegu smáræði i fjöl- miölum, eins og t.d. aö allir kjarasamningar að kalla eru lausir og hafa lengi verið. Samn- ingaviðræður á svokölluöum al- mennum vinnumarkaöi hafa verið i hálfgeröu skötuliki og út- hlaup atvinnukaupenda verið með ólikindum og bersýnilega til þess eins að tefja samningana. Viðræöur RSRB og fjármála- ráðuneytisins hafa sömuleiðis staðið i stað i marga mánuði þó aöeins hafi kannski þokast sið- ustu daga. Einhverntima hefði nú svona ástand þótt umræðuefni. Einhverntima hefði lika þótt I frásögur færandi gjörbreytt að- staöa fyrir verkafólk að krefjast mannsæmandi vinnuaðstöðu, eða þá gjörbylting húsnæðismála- kerfisins svo nefnd séu tvö mikil- væg mál sem náðst hafa i félags- og réttindamálum láunafólks fyrir samvinnu verkalýðshreyf- ingar og rikisstjórnar. Fjölmiðlar hafa lika sagt okkur frá sölutregðu og birgðasöfnun á freðfiski og öngþveitiástandi i frystiiðnaði með yfirvofandi fjöldaatvinnuleysi. Mér þykir óliklegt að þessar fréttir skelfi svo starfsmenn á skrifstofum, bönkum, tiskuvöruverslunum og þjónustugreinum öðrum, að um- ræður nái lengra en til alvarlegra augna. Og aö jafnvel þeir sem máliö brennur beint á kryfja ástandið dýpra en norðanvindinn. Þaö er kannski ekki ný bóla, að við látum okkur i léttu rúmi liggja afdrif einstakra mála sem skipta okkur þó miklu, og hefur verið taliö dæmi um tilfinningarkulda okkar og ólystar til að sýna um- hverfinu geöhrif. Ég held aö þessi skýring standist ekki, heldur inn- gróin vantrú á að við getum á nokkurn hátt haft áhrif á kjör okkar og lifsgæði gegnum samtök eða stofnanir þjóðfélagsins. Við höfum, flestöll, löngu misst sjónar i frumskógi löggjafar og samninga sem móta efnaiegt og félagslegt umhverfi og treystum þvi á einkanot. Þvi enn getum viö skipst i flokka og deilt lengi og hatrammlega um atriði sem seint munu koma við pyngju okkar eða lifskjör. Að sjálfsögðu á ég viö forsetakosningar. I þeim umræö- um opnast hjörtun, hver reynir að hafa áhrif á annan meö loforöum um sinn mann, en spýr galli á hina. Menn vitna upphátt i fjöl- menni ókunnugra um skoðanir sinar á frambjóðendum málflutn- ingi þeirra og fylgismönnum. Þessi skyndilegi tilfinningahiti og opna umræða getur stjórnast af tvennu. Annaðhvort er skýr- ingin sú sem nefnd er aö framan, nefnilega að þvi aðeins sé von al- mennra umræöna um þjóöfélags- leg efni að spurt sé þröngra spurninga, helst einangraöa frá öörum sviðum þjóöfélagsins, og um þær megi fjalla undir for- merkjunum hvitt-svart, já- kvætt-neikvætt. Að okkur al- mennt skorti þekkingu og viðsýni til að deila um vandamál dagsins, en flýjum á andlegt fylleri þegar tækifæri gefst. Slikt er illt, eink- um fyrir sósialista sem minnast orða Lenins um þvottakonur og stjórn rikisins. Hin skýringin er jafn gleðileg og sú fyrri er dapurleg. Nefnilega að þrátt fyrir allt og allt sé okkur sem íslendingum, einstaklingum og þjóð ekki sama hver er sá odd- viti sem fram kemur fyrir okkar hönd jafnt fram fyrir okkur sjálf og aðrar þjóðir. Meðan svo er, eigum við tilverurétt sem þjóð, þvi við eigum eitthvað innra með okkur sem hefur gildi og ekki verður mælt, vegið eða talið. Þegar þessi orð eru skrifuð er kosning ekki hafin og úrslit þvl siöur ljós. Hver sem sigurvegar- inn verður skulu honum hér færöar árnaðaróskir. Hann hefur veriö metinn fremstur meðal jafningja. Til sigurvegarans eru gerðar miklar kröfur. Hann hefur verið kjörinn til að standa vörð um fjöregg þjóðarinnar. Megi sú varöstaða bera svip af rótum þess bjargs sem þjóðmenning okkar stendur á, en jafnframt þeim kattardyn sem blundar i brjósti okkar hvers og eins, sem er sú kennd að þrátt fyrir allt erum við ein þjóð. Rikharð Brynjólfsson. Lengst til vinstri er ungverski geimfarinn Farkas og kona hans, Aniko; þá koma Kúbasof hjónin og sonur þeirra.en I kerrunni er barn ung versku geimfarahjónanna. Fyrsti ungverski geimfarinn á loft Bertalan Farkas er fyrsti ung- verski geimfarinn sem fer á loft. Hann fór f ieiöangur ásamt sovéska geimfaranum Valerf Kubasof nú i mánuöinum. Riki Austur-Evrópu hafa sam- starf viö Sovétrikin um áætlun sem kölluö er Interkosmos. Einn liöur i henni er bersýnilega aö gefa hverju riki tækifæri til aö eiga sinn geimfara. Þannig varö Tékki fyrsti geimfarinn sem ekki var annaöhvort Sovétmaöur eöa Bandarikjamaöur. Siöan hafa bæst I hópinn pólskur geimfari og einnfrá Þýska alþýöulýöveldinu. Interkosmos fæst viö ýmisleg hagnýt vandamál. Til dæmis aö taka héldu þeir Farkas og Kúbasof áfram ljósmyndatökum sem varöa leit aö dýrmætum jaröefnum; einnig geröu þeir til- raunir sem lúta aö betri tækni viö gerö efna og tækja sem nota á i þyngdarleysi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.