Þjóðviljinn - 03.07.1980, Síða 15
Fimmtudagur 3.' júll 1980. ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA 15
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
tfrá
lesendum
Hrafni svarað
Ansans. Núna eru allir fundir búnir i bili. — Ljosm.: — gel.
„Vigdís
mín”
Þöra hringdi og baö okkur aö
koma á framfæri heillaóskum
til nýkjörins forseta okkar, Vig-
dfsar Finnbogadóttur. Heilla-
óskin er rimuö og er svona:
Til Vigdísar
Þú ert okkar þjóöarsómi
þakkir ótal klingja.
„Vigdls mln", meö
voldugum rómi
vilja nú allir syngja.
Hrafn Gunniaugsson skrifar
um Óöal feöranna á lesendasiöu
Þjóðviljans I fyrradag og er þar
aö svara tveimur konum sem
látiö hafa I ljós álit sitt á mynd-
inni hér I blaðinu. Þaö vill svo til
aö ég er þessi „manneskja sem
skrifar undir nafninu Ingibjörg
Haraldsdóttir sem gagnrýn-
andi” einsog Hrafn oröar þaö
svo skemmtilega, og tel mér þvi
skylt aö svara honum litiliega.
Hinsvegar get ég ekki svaraö
fyrir hönd Stinu, þaö veröur hún
aö gera sjálf ef henni finnst
ástæöa til.
Hrafn segir aö ég hafi haft þá
fyrirhöfn sföustu ár aö „skvetta
úr koppum geövonsku” minnar
yfir hann og hans verk og hafi
þaö oröiö honum til fram-
dráttar. Hann gefur llka I skyn
aö ég sjái eitthvaö út úr hans
verkum sem sé þar alls ekki, og
loks segir hann aö ég ákveöi lík-
lega fyrirfram hvaö ég ætla aö
sjá, áöur en ég horfi.
Eg get nú ekki aö þvi gert, aö
mér þykir ekki skemmtilegt aö
sitja undir þessu, og finnst þaö
reyndar jaöra viö atvinnuróg.
Ég fór aö sjá ööal feöranna meö
afskaplega opnu hugarfari, og
fann reyndar margt gott i
myndinni og óskaöi Hrafni til
hamingju meö hana. Ég er
þeirrar skoöunar, og þaö kom
fram i grein minni, aö Hrafni
hafi fariö heilmikiö fram sem
leikstjóra og aö myndin sé stórt
spor fram á viö á hans ferli.
Eg hef aö sjálfsögöu ekki fariö
dult meö þaö I fyrri skrifum um
verk Hrafns aö ég tilheyri ekki
aödáendaklúbbi hans, og má vel
vera aö þaö flokkist undir geö-
vonsku. Hinsvegar finnst mér
ég hafa reynt aö skrifa um verk
hans af sanngirni, alveg einsog
verk annarra islenskra kvik-
myndastjóra. Ég hef heldur
enga meövitaöa tilhneigingu til
aö gerast „stóriöjurekandi i þvi
aö afvegaleiöa aöra” einsog
Hrafn oröar þaö á sinn skáld-
lega hátt.
Ég held aö þaö segi sig sjálft
aö viö Hrafn veröum aldrei
sammála um þaö, hvaö er kven-
fyrirlitning og hvaö ekki. Mér
hefur fundist þetta vera talsvert
rikur þáttur I höfundarverki
hans, hvort heidur er I bókum
hans eöa kvikmyndum. Og mér
fannst þetta hvimleiöa fyrirbæri
einkenna Óöal feöranna. Ekki af
þvi aö þar eru sýndar „fátæk
einstæö móöir” og „varnarlaus
ekkja” heldur af þvi hvernig
þær eru sýndar. Auk þessara
kvenna eru sýndar I myndinni
nokkara aörar konur: ein er
þroskaheft, önnur spillt af
dekri, sú þriöja köld og til-
finningalaus... Þaö getur vel
veriö aö karlmennirnir i mynd-
inni séu svo sem ekki miklu
skárri, þegar grannt er skoöaö.
Ég heföi kannski átt aö tala um
mannfyrirlitningu?
Ég dró ekki þá ályktun aö ein-
stæöa móöirin I óöali feöranna
væri óheiöarleg drusla af þeirri
staöreynd aö hún býr i kjallara
og fær sér i glas meö vinkonu
sinni á laugardagskvöldi,
heldur af þvi hvernig hún kom
fram, talaöi og hegöaöi sér, og
af þeirri mynd sem maöur fær
af henni. Hún tekur stóra ávisun
af Stefáni og skila ekki af-
ganginum einsog hún haföi
lofaö — er þaö ekki óheiöar-
legt?
Þaö er auövitaö engin kven-
fyrirlitning aö sýna hvernig
harösviraöir peningaspekúl-
antar notfæra sér varnarleysi
ekkjunnar. Reyndar fannst mér
ekkjan komast næst þvl aö vera
„venjuleg kona”, þ.e. sannfær-
andi persóna, af þeim konum
sem viö sögu koma I myndinni.
En ég sá hvergi þessa „fórn-
fýsi” f fari hennar, sem Hrafn
talar um, og saknaöi hennar
reyndar ekki mikiö.
Svona rétt I lokin get ég ekki
stillt mig um aö skjóta þvi aö
Hrafni aö honum hafi greinilegc
oröiö fleira til framdráttar um
dagana en mln geövonska.
Varla var þaö henni aö þakka
t.d. aö sjónvarpiö skyldi sýna
tvær auglýsingamyndir frá
Hrafni Gunnlaugssyni á sjálfa
kosninganóttina — og þaö ekki I
þartilgeröum auglýsinga-
þáttum, heldur sem liö i
skemmtiefninu sem skotiö var
inn á milli kosningafrétta.
Ingibjörg Haraldsdottir
k
Vilhelm Moberg, höfundur fimmtudagsleikritsins.
Nafnlausa bréfid
Útvarp
kl. 21.00
t kvöld veröur flutt I út-
varpinu leikritiö „Nafnlausa
bréfiö” en leikstjóri er Klem-
enz Jónsson. t hlutverkum
eru: Þorsteinn Gunnarsson,
Ana Kristln Arngrimsdóttir og
Bessi Bjarnason. Flutningur
leiksins tekur 25 minútur.
Tæknimenn: Friörik Stefáns-
son og Astvaldur Kristinsson.
Larsson deildarstjóri og
kona hans Eva sitja aö miö-
degisveröi. Andrúmsloftiö er
þvingaö, og I ljós kemur aö
Eva hefur fengiö nafnlaust
bréf þar sem skýrt er frá þvl
berum oröum, aö maöurinn
hennar haldi framhjá henni.
Vilhelm Moberg fæddist i
Algutsboda I Kronobergsléni I
Sviþjóö áriö 1898 og var her-
mannssonur. Hann vann lengi
viö landbúnaöarstörf, en gerö-
istslöar blaöamaöur og rithöf-
undur. Fór náms- og kynnis-
feröir til Bandarlkjanna.
Sögur hans eru á þróttmiklu
máli, oft blandnar gaman-
semi, og fjalla margar
hverjar um þjóöfélagsbreyt-
ingarnar i heimabyggö hans.
Sagnabálkur hans, „Vestur-
fararnir”, um sænska inn-
flytjendur I Bandarikjunum á
siöustu öld, varö mjög vinsælt
verk. Þaö hefur m.a. veriö
sýnt I Islenska sjónvarpinu,
ásamt annarri þekktri sögu,
„Röskum sveinum”, þar sem
taliö er aö afi skáldsins sé
fyrirmynd aöalpersónunnar.
Flest leikrit Mobergs eru
samin upp úr sögum hans, I
sumum þeirra ber talsvert á
þjóöfélagsádeilu.
Þau verk Mobergs, sem
áöur hafa heyrst I útvarpinu,
eru „A vergangi” 1947,
„Laugardagskvöld” 1949,
„Dómarinn” 1959 (einnig sýnt
I Þjóöleikhúsinu), „Hundraö
sinnum gift” 1969 og „Kvöldiö
fyrir haustmarkaö” 1978. Mo-
berg lést áriö 1973.
Guöni Rúnar og Asmundur standa fyrir slnu I kvöld.
Breska rokkið
Útvarp
kl. 23.00
— Þátturinn er ekki alveg
fastmótaöur ennþá — sagöi
Asmundur Jónsson, annar
stjórnenda Afanga, þegar viö
spuröum hann um efni þáttar-
ins I kvöld.
— Ég geri samt ráö fyrir aö
viö höldum áfram aö kynna
þaö sem er aö gerast I breska
rokkinu, þar eru svo mikil um-
brot á feröinni aö þaö er nóg
efni I marga þætti. I Bretlandi
er ótrúlegur fjöldi rokkhljóm-
sveita og alltaf eitthvaö nýtt
aö gerast.
Viö högum þessu yfirleitt
þannig, aö viö byrjum á þvl aö
kynna nýja eöa nýlega plötu
og förum slöan aftur I tlmann,
til aö gefa mynd af þróun viö-
komandi hljómsveitar. I kvöld
býst ég viö aö á dagskrá veröi
aöallega tvær hljómsveitir,
sem hafa vakiö mikla athygli
og fengiö jákvæöa dóma, en
geng'ö heldur illa aö selja
plötur sinar. Mörg hljóm-
plötufyrirtæki eru farin aö
reyna aö knýja þessar hljóm-
sveitir og aörar á sömu linu til
aö flytja tónlist sem llklegri sé
til vinsælda.
En þessar tvær hljómsveitir
sem viö ætlum aö kynna i
kvöld heita„The Only Ones”
og „Simple Minds”. Þær eru
ekki mjög þekktar hér heima
enn sem komiö er, — sagöi As-
mundur aö lokum. Og þá er
bara aö sperra eyrun i kvöld
og hlusta á þennan sivinsæla
þátt þeirra Guöna Rúnars
Agnarssonar. _ih.
Leiðrétting
í þessum dálki var I fyrra-
dag sagt frá útvarpsþætti um
barnavininn Janus? Korczak.
Þar var ranglega sagt aö Jón
Björgvinsson heföi tekiö sam-
am þáttinn.
Þaö rétta i málinu er, aö
þáttur þessi var fenginn frá
UNESCO, einsog fleiri þættir
sem fluttir hafa veriö i útvarp
hér. Þýöinguna annaöist Guö-
mundur Arnfinnsson. Jón
Björgvinsson stjórnaöi hins-
vegar flutningi þáttarins.
Viö biöjum hlutaöeigendur
velviröingar á þessum mis-
tökum.
—ih