Þjóðviljinn - 03.07.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 03.07.1980, Side 16
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 3. júll 1980. Hatturinn hans Sigurjóns Þeir sem eru i þættinum 1 viku- lokin i rikisútvarpinu gera sér margt til gamans og á laugardag- inn fengu þeir Sigurjón Péturs- son, forseta borgarstjórnar, til liös viö sig. Var hann fenginn til aö vera á Lækjartorgi meö Sher- lock Holmes hatt og siöan var auglýst I útvarpinu aö sá sem yröi fyrstur til aö taka hattinn af Sigurjóni og koma meö hann i út- varpiö fengi verölaun. Ekki stóö á viöbrögöum. Nokkrir bilar, sem voru meö útvarpiö i gangi hjá sér, snarstoppuöu i Lækjargötu og gangandi vegfarendum til undr- unar vippuöu sér út úr þeim menn sem hlupu allir i átt til Sigurjóns. Fyrstur varö bflstjórinn sem sést hér á myndinni taka pottlokiö af forseta borgarstjórnar — i senn kiminn og hátiölegur á svipinn. Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. t'tan þess tima er hægt að ná f blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins f þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9*12 og 17*19 er hægt aö ná I afgreiðslu blaösins Islma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 „Heyröu góöi, má ég fá hattinn þinn?” (ljósm.: gel) ,,Þaö tókst” (ljósm.: gel) / Astandið verst í húsum SH Aldrei áður svo mikil brögð að lokunum vegna sumarleyfa Uppsagnir á Vestfjörðum: „Siðlausar aðgerðir” — sagöi Pétur Sigurðsson form. ASV Eitthvað á annaö þúsund manns hefur veriö sagt upp, og álika hópur fer i sumarleyfi i frystihúsum viöa um land á næstu vikum. Alvarlegast mun ástandiö vera i Vestmannaeyjum þar sem 700 manns var sagt upp fyrr I vik- unni. Aö sögn óskars Hallgrimssonar deildarstjóra i vinnumáladeild félagsmálaráöuneytisins hefur þaö reyndar tiökast áöur aö frystihúsin lokuöu hluta úr sumri m.a. til aö dytta aö ýmsu og standsetja. Þessar sumarleyfis- lokanir væru hins vegar i miklu stærri stfl núna en nokkurn tima áöur. Þá sagöi Óskar aö svo virt- ist sem þau frsytihús sem eru innan Sölumiöstöövar hraöfrysti- húsanna væruu miklu verr á vegi stödd en Sambandshúsin og kunni hann engar skýringar á þvi. Þá kvaö hann vandann vera iskyggi- legastan i Eyjum, á Noröurlandi vestra og á Vestfjörðum. A Austurlandi væri aftur á móti ekki i ráöi svo vitað væri aö loka eða segja upp fólki. A Akranesihefur veriö ákveöiö að loka þann 15. júli vegna sumarleyfa og lika á ólafsfiröi. Þar verður lokað frá 7. júli til 5. ágúst. 1 Keflavik, Garöinum og Kvöld- ganga ABR á morgun Kvöldganga Alþýöubandalags- ins i Reykjavik veröur farin annaö kvöld og veröur meö llku sniöi og Jónsmessugangan um daginn. Ætlunin er aö hittast viö Strauma sunnan Alversins kl. 9 um kvöldið, ganga þaöan niöur aö óttarsstöðum og slöan suöur f jör- una aö Lónakoti þar sem brugöiö verður á leik. Þeir sem vilja fá far meö öörum og hinir sem hafa laus sæti i bllum sinum eru beönir aö hafa samband viö skrifstofu ABR i sfma 17500. Munið aö hafa spýturnar meö eins og seinast! Sandgeröi verður einnig lokað vegna sumarleyfa frá 11. júli i Keflavik og 19. júli á hinum stöðunum. Þá verður Bæjarút- gerö Hafnarfjaröar einnig lokaö af sömu ástæðum 27. júli en þar hefur skólafólki þegar verið sagt upp.A Fiateyri, tsafirði, Hnlfsdal og Súöavik eru húsin undir þaö búin að loka um og eftir miðjan mánuðinn. Eins og áöur segir er ástandiö alvarlegt i Eyjum en einnig hefur fólki veriö sagt upp á Raufarhöfn og Siglufiröi. A þessum þremur stööum er um aö ræða uppsagnir á kauptryggingasamningum en uppsagnarfrestur er mislangur, frá einni viku og upp i þrjá mánuði. —hs Pétur Sigurösson ,,Þaö er ekkert viö þessu aö gera”. Þessar aögeröir frysti- húsaeigenda eru löglegar” sagöi Pétur Sigurösson formaöur ASV þegar Þjóöviljinn innti hann cftir uppsagnarm áiunum á Vest- fjöröum. „Fólk var sent i sumarfri meö mánaöarfyrirvara, lögum samkvæmt, en þetta eru einhliða ákvaröanir frystihúsaeigenda. Það er ekkert tillit tekið til þess hvort fólk er búið að fara i fri eða þarf að fá sitt fri á einhverjum öðrum tima. T.d. þeir sem ætla aö komast i orlofshús seinna i sumar. Þetta eru siðlausar aðgeröir eins og maöurinn sagöi. Þetta kemur auövitað illa niður á skólafólki og foreldrum þeirra sem verða þá að hlaupa undir bagga næsta vetur, en það er ekkert hægt að gera, sagði Petur. — Hvaöheldurþú aö atvinnu- rekendur ætli sér meö þessum aö- geröum Pétur? ,,Þaö er aöallega tvennt. I fyrsta lagi ætla þeir aö pressa á rikisstjórnina til aö fá gengið fellt og til aö fá auknar fyrirgreiöslur og niöurfellingu skatta. I ööru lagi eru þeir aö reyna að veikja verkalýðshreyfinguna, þvi eins og vib vitum hlýtur aö fara aö draga til tiðinda i samninga- málunum. Ég viöurkenni aö frystiiön- aöurinn á við vanda að striða, en hvar veröum viö stödd ef viö getum ekki selt okkar fisk? — Þarf ekki aö þjóönýta frysti- iönaöinn? Viö höfum nú oft bent á þaö að verkafólk á engan hlut i frysti- húsunum og ræöur engu um stjórnun þeirra. Þessar aðgeröir sýna okkur hvaö þessi fámenni hópur i S.H. hefur mikil völd i þessu þjóöfélagi. —ká Flugmenn og stjórn Flugleiða: Gagnkvæmar ásakanir 1 fyrrakvöld um kl. 23 fóru samningaviöræður milli flug- manna og Flugleiöa út um þúfur og blasir þvl verkfall flugmanna viö á laugardag. Kristján Egils- son, formaður FtA, sagöi I sam- tali viöÞjóöviijann I gær aö stjórn Fiugleiöa heföi hafnaö þvl aö halda álram viöræöum eftir aö hafa lagt fram óskiijanlegt tilboö, en I fréttatilkynningu frá Flug- leiöum segir aö flugmenn hafi neitaö aö fresta verkfalli meöan frekari viöræöur færu fram og þá hafi samningafundi veriö slitiö. Kristján Egilsson sagöi aö flug- mönnum væri þaö manna best ljóst hversu mikil vandkvæöi verkfalliö skapaöi og hversu mikiö fé þaö kostaði en á þaö bæri aö lita aö stjórn Flugleiöa heföi I þessu deilumáli, sem snýst um aö flugmenn fái þau flugverkefni sem Flugleiöir hafa yfir aö ráöa, sýnt furöulegt skilningsieysi. Hér væri ekki um nýtt mál aö ræöa heldur margra ára gamalt mál. Eftir þvi sem segir i fréttatil- kynningu Flugleiöa er inntakiö I tilboöi þeirra til flugmanna aö þeim er heitiö forgangi aö flug- verkefnum hjá félaginu og dótturfyrirtækjumsem Flugleiöir hafa fullteignarhaldá. Verði sam- dráttur I rekstri Flugleiöa vegna verkefnaskorts á næstkomandi hausti þannig aö fækka veröi flugmönnum I áætlunarflugi sé félagiö reiöubúiö til þess aö beita sér fyrir ráöningum flugstjóra og flugmanna til starfa hjá Air Bahama frá 1. október 1980 aö óbreyttum verkefnum hjá þvi félagi. Ennfremur aö flugmenn Flugleiöa yröu ráönir I viöbótar- fraktflug sem flogin eru á vegum Air Bahama og I þriöja lagi eru forráöamenn Flugleiöa reiöu- búnir til þess aö stuðla aö viöræö- um viö forsvarsmenn Arnarflugs I þvi skyni aö viö nýráöningar til þess félags eigi flugmenn á sam- eiginlegum starfsaldurlista flug- manna Flugleiöa aö ööru jöfnu forgang til nýrra starfa þar. Kristján Egilsson formaöur FIA sagöi I samtalinu viö Þjóö- viljann I gær aö ekkert nýtt heföi komiö fram á umræddum sátta- fundi.en til þess að félögin tvö gætu sameinast um starfsaldurs- lista veröi Flugleiðir aö tryggja flugmönnum þau verkefni sem félagiö ræöur yfir. Kvaöst hann vonast til þess aö stjórn Flugleiöa sæi aö sér og mætti á nýjan leik til samninga. —GFr Fulltrúar ferðaiðnaðarins vegna laugardagsverkfalla flugmanna: ■J. 1 .... ■■■■—■—■. i Tugir ferðaáætlana riðlast Fulltrúar nokkurra greina feröaiðnaöarins hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi laugardagsverkfalla flugmanna og segja aö þau muni hafa I för meö sér ómælt fjárhagslegt tjón. I yfirlýsingunni stendur m.a.: Þaö er ljósara, en frá þarf að skýra aö sú truflun, sem átt hefur sér staö á flugi undanfarin ár hefur i auknu mæli skapaö erfiö- leika og hræöslu helstu viöskipta- vina okkar auk þess, sem sumir feröaheiidsalar hafa, nú þegar hætt sölu á feröum til Islands. Nú þegar hafa okkur borist afpantanir jafnvel viötækari, en hvaö varöar þessa tvo laugar- daga, auk þess sem tugir ferða- áætlana riölastog munu hafa i för með sér ómælt fjárhagslegt tjón. Þaö er ósk okkar þótt stuttur timi sé til stefnu aö unnt verði aö sætta ágréiriing og meö samstööu allra megi halda hlut okkar i feröaiðnaði, sem nú þegar hefur fengið á sig ómæld áföll undan- farin ár.” Undir yfirlýsinguna rita Skúli Þorvaldsson f.h. Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda, Birna Bjarnleifsdóttir f.h. Félags leið- sögumanna, Skarphérðinn Eyþórsson f.h. Félags Hópferða- leyfishafa, Gunnar Sveinsson f.h. Féiags sérleyfishafa, Diljá Gunn- arsdóttir f.h. Ferðaskrifstofu rikisins og Steinn Lárusson f.h. Félags Isl. ferðaskrifstofa. -GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.