Þjóðviljinn - 02.08.1980, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. ágúst 1980
Minnkar
mj ólkin
um 7 % í ár
Fyrstu 6 mánuði
þessa árs var innvegin
mjólk hjá mjólkursam-
lögunum 1,8% minni en
fyrstu 6 mánuðina árið
1979.
Ef ekki verður
breyting á og mjólkin
heldur áfram að minnka
má gera ráð fyrir að
mjólkurframleiðslan i
ár gæti orðið um 7%
minni en á sl. ári eða um
110 milj. ltr. sem er 10
milj. ltr. minna en árið
1978.
Fyrstu 6 mánuði ársins tóku
mjólkursamlögin á móti 54.06
milj. ltr. en það var tæplega 1
milj. ltr. minna en i fyrra. Hjá
Mjólkurbúi Flóamanna var litils-
háttar aukning eða um 0,7% og i
Borgarnesi varð aukningin 3,3%.
Hjá öðrum stærri mjólkursam-
lögum varð samdrátturinn veru-
legur. A Akureyri varð hann um
4,8%, á Sauðarkróki 10,7%, á
Blönduósi 5,0% og á Húsavik
5,4%.
t júni tóku mjólkursamlögin á
móti 11,8 milj. ltr. sem er 3,0%
minna en i júni i fyrra. Mjólkin
minnkaði mikið i júli. Fyrstu 10
daga mánaðarins var samdrátt-
urinn 14% hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna og um 12% hjá Mjólkur-
samlagi Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri.
—mhg
KRON
Starfsnefndir
Að undanförnu hafa
tvær nefndir starfað á
vegum stjórnar KRON:
Holtagarðanefnd og
íjármálanefnd. Hlut-
verk Holtagarðanefndar
er að taka þátt i viðræð-
um við SÍS og kaupfélög
i næstu byggðarlögum
um rekstur sameigin-
legs markaðar i Holta-
görðum, svo sem frá
hefur verið skýrt hér i
blaðinu.
Fjármálanefnd fjallar um fjár-
festingarmál og framtiðarverk-
efni félagsins. Báðar starta
þessar nefndir með kaupfélags-
stjóra og skila áliti til félags-
stjórnar.
I Holtagarðanelnd eiga sæti
Adda Bára Sigfúsdóttir, Ólafur
Jónsson og auk þeirra var Frið-
finnur heitinn Ölafsson i nei'nd-
inni.
1 fjármálanefnd eru Ólaíur
Jónsson, Björn Kristjánsson og
Jón Þór Jóhannesson.
Að þvi er félagstiðindi KRON
skýra frá hafa nú enn tvær starfs-
nefndir verið stofnaðar: lélags-
málanefnd og þróunarneínd. t fé-
lagsmálanefnd voru kosin þau
Adda Bára Sigfúsdóttir, Páll
Bergþórsson og Böðvar Péturs-
son en i þróunarnefnd Guðmund-
ur Ágústsson, Þórunn Klemens-
dóttir og Gylfi Kristinsson.
—mhg
Séðyfir hluta stórverslunarinnar að Miðvangi 41 f Hafnarfirði. Ljósm. eila.
Kaupfélag Hafnflröinga fœrir út kviarnar
Stórverslun aö Midvangi 41
Kaupfélag Hafnfirðinga
hef ur opnað verslunarmið-
stöðina Miðvang í Norður-
bænurh. Þetta er stórversl-
un með nútímasniði sem
kaupfélagið væntir sér
mikils af.
Miðvangur er eign sam-
eignarfélags Kaupfélags
Hafnf irðinga, Sambands-
ins og nokkurra annarra
samvinnufyrirtækja. Þessi
leið sem farin var er nokk-
ur nýjung hjá íslensku
samvinnuhreyfingunni en
samvinnumenn annars
staðar á Norðurlöndum
hafa farið svipaðar leiðir.
Þannig var t.d. Domus-
keðjan byggð upp í Sviþjóð
og áform eru uppi um slíka
samvinnu um stórmarkað í
Holtagörðum í Reykjavík.
Teiknistofa Sambandsins ann-
aðist teikningar hins nýja versl-
unarhúsnæðis. Skipulag á innrétt-
ingum og vöruröðun önnuðust
Birgir tsleifsson verslunarráðu-
nautur á vegum Skipulagsdeildar
Sambandsins og Villiy Petersen,
arkitekt, danskur verslunarráðu-
nautur hjá Fællesforeningen for
panmarks Brugsforeninger.
■Guðbjartur Vilhelmsson er
verslunarstjóri i nýju verslunar-
miðstöðinni. Kaupfélagsstjóri er
örn Ingólfsson. Stjórnarformað-
ur Kaupfélags Hafnfirðinga er
Hörður Zóphoniasson.
Stærð verslunarhúsnæöisins er
1415 fermetrar og rúmmál þess
7216 rúmmetrar. Innréttingar eru
frá Danmörku. Innréttingar og
skipulag eru i samræmi við það
sem best þekkist á Noröurlönd-
um. Sérstök aðstaða er fyrir
hreyfihamlaða og allir gangvegir
um verslunina þaö breiöir að þeir
eiga að hafa auðvelda leið þar
um. Hjólastóll verður i verslun-
inni og almenningssnyrting er
hönnuð meö tilliti til þarfa hreyfi-
hamlaðra.
t versluninni verða á boðstólum
nýlenduvörur, kjötvörur, mjólk,
búsáhöld, leikföng, ferðavörur,
fatnaður og heimilistæki. Kjara-
kaup verða boðin á sérstökum til-
boðstorgum. Þegar verslunin
var opnuð voru þar vörur aö verö-
mæti 150 milljónir króna.
Gamla kaupfélagsverslunin
flyst nú í nýja húsnæðið en þar
sem hún var áður munu koma
ýmis þjónustu- og verslunarfyrir-
tæki.
ekh.
Frá v. Guðbjartur Vilhelmsson verslunarstjóri, Hörður Zophoniasson
formaður stjórnar KH, og örn Ingólfsson kaupfélagsstjóri. Ljósm. ella.
Reykjavik 6.-8.
N orræn
ráðstefna
um
almanna-
tryggingar
Norræn ráöstefna um almanna-
tryggingar verður haldin i
Reykjavik i næstu viku, dagana
6.-8. ágúst. Ráöstefnuna sækja
um 240 manns frá öllum Noröur-
landanna og þar af veröa islensku
fulltrúarnir um 40.
Umræöurnar á ráöstefnunni
fara ýmist fram sameiginlega
fyrir alla þátttakendur eða
veröur skipt i deildir. Ein deildin
fjallar um efni sem þýöingu hafa
fyrir margar tryggingagreinar en
fjórar deildir, hver um sig, fjalla
um málefni, sem sérstaklega
varða fjórar höfuögreinar trygg-
inga sem eru lifeyristryggingar,
slysatryggingar, sjúkratrygg-
ingarog atvinnuleysistryggingar.
Ráðstefna þessi verður sett i
Háskólabiói kl. 9 árdegis hinn 6.
ágúst.
Starfsmenn Slysadeildar Volvo við nákvæma rannsókn á slysstað.
Slysadeild Volvo:
Rannsóknir á slysstað
Slysadeild Volvo hefur nú starf-
að I 10 ár. Hlutverk hennar er að
rannsaka nákvæmlega þau um-
ferðaróhöpp, sem Volvo-bifreiöar
eiga hlut aö. Hefur deildin rann-
sakað 11 þús. slik slys á þessu
timabili.
t Gautaborg reynir deildin að
rannsaka aðstæður á slysstaö og
aödraganda slyss. Er slysstaöur-
inn kortlagöur nákvæmlega, viö-
töl höfö viö lögregluþjóna, lækna
og vitni ef einhver eru. Bifreiöar
þær, sem hlut eiga að máli, eru
rannsakaöar, ef hugsanlegir gall-
ar kæmu i ljós. Slysadeildin kort-
leggur öll slys á fólki og flokkar
þau i mismunandi flokka eftir
tegund.
Rannsóknir á slysum annars-
staðar i Sviþjóð eru fyrst og
fremst byggðar á upplýsingum
frá sænska vegaöryggiseftirlit-
inu. Einnig gerir Slysadeild Volvo
samanburð á rannsóknum
ákveöinna timabila.
1 skýrslum vegaöryggiseftir-
litsins komu i ljós þau áhrif,
sem notkun bilbelta hefur hatt 1
þá átt, að lækka tölu látinna og
draga úr alvarlegum slysum á
fólki. Slysadeildin getur auöveld-
lega komist að þvi hvort eitthvert
smáatriði i farþegarýminu, t.d. i
innréttingu.geti valdið slysi. Ef
Framhald af bls. 17
Tveir
nýir stór-
riddarar
Forseti tslands hefir sæmt þá
Skúla Skúlason ritstjóra, Nesby-
en, Noregi stórriddarakrossi
fyrir störf að blaðamennsku og
Snorra Pál Snorrason lækni stór-
riddarakrossi fyrir læknisstörf.
Skúli Skúlasonvarð niræður um
siöustu helgi, en hann var elstur
manna i blaðamannastétt á ts-
landi, og heiðursfélagi Blaöa-
mannafélagsins.
Skúli hefur áður verið sæmdur
af Hákonisjöunda Noregskonungi
heiðursmerki fyrir „ágæta þjón-
ustu við málstað Noregs á striðs-
árunum”.
Snorri Páll Snorrason lauk
Cand. med. prófi frá Háskóla ts-
lands árið 1949 og stundaöi siöan
framhaldsnám i lyflækningum og
hjartasjúkdómum i Bandarikjun-
um og Bretlandi.
Hann hefur verið ritstjóri
Hjartaverndar frá upphafi, sinnt
kennslu við læknadeild Háskóla
tslands og starfar nú sem
yfirlæknir á lyflækningadeild
Landspitalans.
—lg-