Þjóðviljinn - 02.08.1980, Qupperneq 7
Helgin 2.-3. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
J---------------------
STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI
KJARTAN
ÓLAFSSON
SKRIFAR:
1
Viðskiptakjör nú eins og 1975 — en|
kaupmáttur heimilistekna 19% hæni j
Biður nokkur um Geir Hallgrimsson í stjórnarráðið?
Þegar þessar linur eru skrifað-
ar liggur enn ekki fyrir hvort
kjarasamningar takast nú þessa
daga milli Alþýðusambandsins og
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna annars vegar og svo
rikisins og Bandalags starfs-
manna rikis og bæja hins vegar.
Ný andlitslyfting hjá Sjálf-
stæðisf lokknum
Ljóst er, aö ekki vantar nema
herslumun til þess aö samningar
takist, þótt alltaf geti komiö upp á
lokastigi smáar eöa stærri
hindranir, sem töfum valda.
Leiftursóknarpostular Sjálf-
stæöisf lokksins i stjórn
Vinnuveitendasambands tslands
halda hins vegar aö sér höndum
og neita aö ræöa viö fulltrúa
verkalýösfélaganna, nema
gengiö veröi aö afarkostum um
hrikalega kaupskeröingu og rétt-
indamissi alls almennings.
Máske hin pólitisku gáfnaljós á
kontórum Vinnuveitendasam-
bandsins og á flokksskrifstofum
Sjálfstæöisflokksins telji þaö nú
vænlegast til andlitslyftingar
flokksins á eyöimerkurgöngu
hans, að skipa kapitalistunum i
Vinnuveitendasambandinu aö
borga þvi fólki, sem hjá þeim
vinnur, áfram lægri laun heldur
en opinberir aöilar. og þeir hjá
Vinnumálasambandi samvinnu-
félaganna eru tilbúnir að greiða.
Þaö er öllum kunnugt, aö und-
anfarna daga hafa samningamál-
in snúist um tiltölulega fá og af-
mörkuö málasviö.
5% fyrir þá lægstu
í fyrsta iagi hefur veriö á dag-
skrá krafan um þaö, aö kaup-
mætti lægst launaöa fólksins i
verkalýðshreyfingunni verði með
samningum iyft á nýjan leik upp
á það stig, sem samsvarar með-
alkaupmætti áranna 1974, 1978 og
1979, en til þess þarf t.d. kaup-
máttur timakaups verkamanna
að hækka um 5—6%. Astæða er til
að minna á það enn einu sinni að
einmitt þessi þrjú ár, sem hér eru
tekin til viðmiðunar, 1974, 1978 og
1979,hefur kaupmáttur dagvinnu-
timakaups verkamanna orðið
hæstur i allri sögunni. Sé kaup-
máttur timakaups verkamanna
talinn 100 stig árið 1971, þá var
hann samkvæmt upplýsingum
Kjararannsóknarnefndar 129 stig
áriö 1974, 128 stig áriö 1978 og
126,3 stig áriö 1979. Þaö er þessi
kaupmáttur sem lágt launaö
verkafólk getur náö nú meö 5—6%
raunhæfum kjarabótum, og um
þaö snúast samningamálin ekki
hvað sist.
Hvernig á að greiða verð-
bætur?
t öðru lagihefur viö samninga-
boröiö veriö fjallaö um kröfu
verkalýösfélaganna innan
Alþýöusambandsins um þaö, aö
visitölukerfinu veröi beitt til
launajöfnunar, þannig aö þeir
sem lægst hafa launin fái veru-
íega miklu hærri hlutfallslegar
veröbætur greiddar á sin laun
heldur en hinir sem ofar standa i
launastiganum. Þótt verkalýös-
félögin hafi lagt mikinn þunga á
þessa kröfu og auðvelt sé aö færa
fyrir henni sterk jafnréttisrök út
frá réttlætissjónarmiði, þá mætir
þessi krafa engu aö siður mjög
þungri andspyrnu bæöi frá Vinnu-
43 manna samninganefnd Alþýðusambandsins á fundi
veitendasambandinu og Vinnu-
málasambandinu. Auk þess eru
BSRB-menn sem kunnugt er and-
vigir þvi, að þessi leiö veröi farin
til launajöfnunar. Þeirra stefna
er að draga úr launamun með þvi
aö semja beint um meiri launa-
hækkanir til láglaunafólks held-
ur en til annarra, en láta svo visi-
tölukerfið mæla öllum sama hlut-
fall i veröbótum.
Réttindamál
1 þriðja Iagi hefur við samn-
ingaboröiö, bæöi hjá Alþýöusam-
bandinu og BSRB, veriö fjallaö
siöustu daga um margvisleg
réttindamái. Kröfur um skerö-
ingu réttinda verkafólks hafa þó
ekki verið á dagskrá siöan leiftur-
sóknarmenn Vinnuveitendasam-
bandsins úr innsta hring Sjálf-
stæöisflokksins hlupu á dyr.
Þvert á móti hefur veriö rætt um
leiöir tii aö auka félagsleg réttindi
af ýmsum toga sem miklu varöa
fyrir vinnandi fólk. Sem dæmi má
nefna eftirlauna- og lifeyrismál
aldraöra. Er hægt aö finna leiöir
til að auövelda fólki aö hverfa frá
erfiöum störfum þegar aldur fær-
istyfir og tryggja mönnum rétt til
eftirlauna fyrr en veriö hefur? —
Er hægt að treysta verulega stööu
atvinnuleysistryggingasjóösins,
sem nú hefur sáralitiö fé til ráö-
stöfunar i reynd, vegna þess aö
meö lögum er á undanförnum ár-
um búiö aö ráöstafa megninu af
fé þessa sjóös i ailt aörar þarfir
en þær sem sjóönum var upphaf-
lega ætlaö aö sinna og hann dreg-
ur nafn sitt af? — Er hægt aö
draga verulega úr misræmi i
launagreiöslum fyrir samskonar
störf, sem nú viðgengst, misræmi
sem fer aöeins eftir þvi hvort við-
komandi er I þessu verkalýös-
félagi eöa hinu, þótt störfin séu
nákvæmlega þau sömu? — Er
hægt aö bæta þann rétt sem nú er
fyrir hendi til fæðingarorlofs? —
Hvaö um átak i dagvistunarmál-
um? — Hvaö um hjúkrunar- og
dvalarheimili fyrir aldraða og
öryrkja og margvisleg réttinda-
mál þess fjölmenna hóps? —
Hvaö um farandverkafólkiö?
Sannleikurinn er sá aö þannig
mætti lengi telja og öll hafa þessi
mál meö einum eöa öörum hætti
komiö á borð samningamanna og
verið til umfjöllunar. Það er
nefnilega mikill misskilningur aö
kjarasamningar snúist aöeins um
krónur og aura
Ekki „allt fyrir alla"/
En geta þá ekki allir fengiö eitt-
hvaö? Nei, það geta ekki allir
fengiö eitthvaö. — Til eru þeir,
sem nú þegar búa viö þannig kjör,
aö ekkert réttlæti fælist i frekari
kjarabótum þeim til handa nú.
Slikir hópar eru jafnvel til meöal
þeirra sem kallast launamenn.
En hverjar eru aöstæöur nú til
að tryggja almennu launafólki, og
láglaunafólki sérstaklega, kjara-
bætur? Til þess eru ytri aöstæður
sannarlega mjög erfiðar.
Kjarabæturnar verður hins vegar
aö tryggja þvi fólki, sem viö
erfiöust kjör býr, þrátt fyrirstór
áföll i utanrikisviðskiptum
þjóöarbúsins. Það er skylda
hinnar faglegu verkalýöshreyf-
ingar, og það er skylda rikis-
stjórnar, sem eiga vill vinsamleg
samskipti við verkalýðshreyfing-
una og ganga fram undir
merkjum jafnaðarstefnu,eins og
Alþýöubandalagið gerir kröfu
um.
Viöskiptakjör eins og 1975.
En viö skulum skoöa öll þessi
mál á fullkomlega raunsæjan
máta, og ekki láta eins og ekkert
viöskiptakjaraáfalla hafi átt sér
staö. Hvaö hefur gerst i sambandi
viö viðskiptakjörin? — Þaö, aö nú
um mitt þetta ár haföi kaup-
máttur hverrar einingar i okkar
útflutningsvörum rýrnað að
jafnaði um 18.5% gagnvart inn-
fluttu vörunum sem við kaupum
erlendis. Sérhvert fyrirtæki, sér-
hvert heimili hlyti að sjálfsögðu
aö finna rækilega fyrir slikri
skeröingu á verðgildi aflafengs-
ins jafnvel þótt eitthvaö af skerö-
ingunni vinnist upp meö aukinni
vinnu, aukinni framleiöslu. Og
eins er þetta meö okkar þjóöarbú.
Þess vegna m.a. er ekki hægt aö
gera „allt fyrir alla” þótt þeir
sem minnst hafa boriö úr býtum
haldi samt sem áöur sinum fulla
: rétti til kjarabóta.
Litum á þróun viöskiptakjar-
anna undanfarin ár. Skoöum töflu
á blaösiöu 43 i nýútkominni
skýrslu Þjóöhagsstofnunar. Þar
eru viðskiptakjörin árið 1972
kölluð 100 og siöan hefur þróunin
oröiö sem hér greinir:
Visitala viðskiptakjara:
1972 100,0
1973 115.3
1974 104.0
1975 88.8
1976 100.1
1977 108.5
1978 108.5
1979 gy g
1. júní 1980 88.4
Hvaö sýna þessar tölur? Þær
sýna m.a., að viðskiptakjörin nú
um mitt þetta ár eru lakari en þau
voru að jafnaði árið 1975, þegar
þau fóru áöur lægst á síöasta ára-
tug. 88.8 stig árið 1975, en 88.4 stig
nú. Þetta er ákaflega alvarleg
staöreynd.
Lífskjör 1979.
I kosningabaráttunni á s.l. vetri
boðaði Sjálfstæöisflokkurinn
„leiftursókn” gegn lifskjörum
almennings á furðulega ódul-
búinn hátt, en jafnframt leyföu
taismenn Sjálfstæðisflokksins sér
að láta eins og allt væri að farast
vegna ógnvænlegrar kjaraskerð-
ingar sem „vinstri stjórnin” átti
aö hafa staöið fyrir á árinu 1979!
Nú liggur fyrir i skýrsiu Þjóö-
hagsstofnunar, aö á árinu 1979
hélst óbreyttur kaupmáttur
þeirra ráðstöfunartekna, sem
heimilin halda eftir, þegar búiö er
aö borga skatta og skyldur, og
kaupmáttur atvinnutekna
hækkaði meira að segja um 2% á
mann þaö ár, en kaupmáttur
kauptaxta launafólks lækkaöi um
1%.
Þessar upplýsingar Þjóðhags-
stofnunar eru ákaflega auöskild-
ar hverju barni, nema máske
áróöursstjórum og pólitiskum
ráögjöfum Geirs Hallgrimssonar,
sem hæst góluðu um skert kjör,
en boöuöu þó sjálfir margfalda
kjaraskeröingu.
Samanburður við sældar-
ár.
En hér er annaö ákaflega at-
hyglisvert. Samkvæmt upplýs-
ingum.'sem birtar eru á kápusiöu
aprilheftis Fréttabréfs Kjara-
rannsóknarnefndar, þá er kaup-
máttur ráöstöfunartekna heimil
anna, þegar skattar hafa veriö
greiddir, talinn vera 141 stig bæöi
1978 og 1979 og er þá miöaö viö aö
þessi kaupmáttur hafi veriö 100
stig árið 1971, — hafi sem sagt
vaxið um 41% siöan þá.
Nú spáir Þjóöhagsstofnun þvi,
að nú i ár muni kaupmáttur ráð-
stöfunartekna rýrna um 4% hjá
þeim, sem engar kjarabætur fá I
væntanlegum kjarasamningum.
Það þýðlr, að kaupmáttur
ráðstöfunartekna heimilanna
yrði þá 135.4 stig árið 1980, ef
kjarasamningar hafa þar engin
áhrif, og er þá kaupmáttur ársins
1971 enn kallaður 100 stig.
En eigum við að bera þetta
saman við árið 1975, sældarárið
hans Gcirs Hallgrimssonar og
þeirra hjá Vinnuveitendasam-
bandinu? — Jú, skal gert.
Viðskiptakjörin voru þá öriitið
skárri en nú, eins og áður sagöi,
það er 88,8 stig á móti 88,4 stigum
nú þann 1. júni s.I. En segjum
bara að þau hafi verið jöfn. En
voru þá lifskjörin hjá almenningi
þau hin sömu fyrir fimm árum og
nú, fyrst viðskiptakjör þjóöar-
búsins út á viö eru hin sömu? Nei,
ekki aldeilis.
Þjóðhagsstofnun segir, að
kaupmáttur ráöstöfunartekna >
verði á árinu 1980 135,4 stig
(miðað við 100 árið 1971), og það
þótt engar kjarabætur fáist í yfir-
standandi samningum. En
hvernig var þessi kaupmáttur
ráðstöfunarteknanna árið 1975,
þegar Geir Hallgrimsson
skammtaði kjörin af sinu réttlæti?
Þá var kaupmáttur ráðstöfunar-
teknanna á mann mældur á ná-
kvæmlega sarna kvarða ekki
135,4 stig heldur 113,8 stig. Flettið J
upp á kápusiðu i aprilhefti
Fréttabréfs Kjararannsóknar-
nefndar, þá sjáið þið þetta og
verður vist ekki véfengt.
En hvað þýða þessar
tölur? —Einfaldlega það, að þótt
viðskiptakjörin nú 1980 séu hin
sömu og 1975, þá er kaupmáttur,
ráðstöfunartekna heimilanna nú
hvorki meira né minna en 19%
hærri en áriö hans Geirs, áriö
1975, og þaö þótt kaupmátturinn,
hafi rýrnað litið eitt undanfarnal
mánuði meðan beðið er eftirl
kjarasamningum.
Það var von, aö Vinnuveitenda-.
sambandið væri ánægt meö rikis-1
stjórnina hans Geirs Hallgrims- J
sonar um miöjan áratuginn,|
rikisstjórn, sem skerti lífskjör ■
alls almennings langtum meira I
en áfall i viðskiptakjörum þá gaf |
tilefni til.
Ef einhver heyrir talsmenn ■
Sjálfstæðisflokksins — sem flestir I
iæöast nú reyndar meö veggjum, |
minnast á þaö nú, aö „kommar-|
nir” i núverandi rikisstjórn séu-
svo vondir viö verkalýöinn, — þá J
væri rétt aö spyrja þessa sömu j
talsmenn, hvernig á þvi standi, aö |
kaupmátturinn, raungildi tekn->
anna, skuli þó vera nær 20% hærri j
nú en meðan Sjálfstæöisflokkur-
inn réöi, þótt viöskiptakjörin séu I
nú sist betri' en þá? ■
Erient verö á innfluttuml
vörum hefur nú hækkaö4‘
sinnum örar en á árunum
1974-1978
Og mættum viö benda á
annað: — Samkvæmt töflu sem
birtist á blaösiðu 43 i hinni nýju
skýrslu Þjóöhagsstofnunar um
efnahagsmál, þá kemur fram að
á stjórnarárum Geirs Hailgrims-'
sonar, árunum 1974-1978, hækkaðij
erlent verö á okkar innfluttu vör-
um samtals um aðeins 20% á fjór-'
um árum, eða innan viö 5% á ári
aö jafnaöi. Nú telur Þjóöhags-j
stofnun hins vegar, aö erlent verð;
hækki á tveimur árum 1978-1980
um 38% alls, eöa 17.5% til jafnað-
ar á ári.
Með öðrum orðum;siðustu tvö!
ár hefur sú veröbólgualda, sem á
okkur skcllur utanlandsfrátveriö
nær fjórfalt öflugri en á árunum
1974-1978. Er nokkur svo fátækur i
anda, aö hann skilji ekki, aö slikt
hefur áhrfi.
Samt skilaði Geir Hallgrimsson
af sér verðbólgu upp á 40-50%,
þegar hann lét af stjórnartaum-
um 1978. Þarf þá nokkur að ærast,
þótt verðlag hér innanlands
hækki um 50-55% frá upphafi til
loka þessa árs, eins og Þjóöhags-
stofnun spáir nú?