Þjóðviljinn - 02.08.1980, Síða 17
Helgin 2.-3. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Niður með villu-
trú Þjóðviljans!
Jón rauöi skrifar
Bæöi gagnrýni og sjálfsgagn-
rýni eru nauðsynlegar eins og
Maósagðiáöur en kókakólaliðið
yfirtók i Kina og fyrir sjálfan
mig segi ég, að ég mætti
kannski vera duglegri að berj-
ast fyrir málstaðnum stundum,
þótt ágætur sé, og kannski hefi
ég ekki átt að drekka sherryið
frá ömmu minni. En þarna sjáið
þiö að ég er heiöarlegur maöur
og get þvi talaö um það sem
miöur fer í þjóðfélaginu, aö
maður tali nú ekki um flokkinn.
En mest langar mig til að
skamma Þjóðviljann af þvi að
mér þykir svo skelfing vænt um
elsku hjartanns andskotans
blaðið, sem getur ekki verið
þekkt fyrir að birta annað eins
og sumt og ýmislegt sem þar er
birt og ég kann alls ekki við þvl
aö ég hefi keypt þetta blað i
fjörutiu ár. Nú eru margir
gamlir siðir af lagðir og nýir
upp teknir og enginn veit til
hvers, eöa ekki ég, svo mikið er
vist.
Aður var Þjóðviljinn málsvari
Rússa, guðleysis, flugumferöar
og þjóðfrelsishreyfingar Viet-
nama, nú er hann helst mál
svari dönskukennslu, kaþólsku
kirkjunnar, strandferöasiglinga
og einhverra snaróöra múham
eðskra ólátamanna i Af-
ganistan, sem bragða ekki vin
hvaö þá meir!
Þetta er undarleg þróun og
eiginlega alveg óskiljanleg.
Nú koma aldrei I blaðinu okk-
ar myndir af isbrjótnum Lenin,
glæsilegu skipi sem er kjarn-
orkuknúið en mengar aldrei
neitt, eða þjóðdansastelpunum
frá Úkraniu, sem voru svo ansi
hupplegar. Þess i stað er haldið
uppi áróöri fyrir kennslu i ein-
hverjum félagslegum hálssjúk-
dómi sem þeir kalla dönsku og
heimta að þetta sé kennt alls-
staöar, liklega til að fyrrverandi
kommar eigi auðveldar með að
stauta sig fram úr krataspek-
inni úr Anker Jörgensen og Olof
Palme, og hvað þeir nú heita, og
svo fylgja með myndir af snar-
óðum dönskum jafnréttiskerl-
ingum sem aldrei skyldu verið
hafa nema siður sé. Ja, svei, þvi
segi ég það.
Aöur fyrr skutu góðir menn
pokaprestum ref fyrir rass I
viku hverri með þvi að vitna I
Litlu rauöa kverið hans Guðs,
en nú sitja ýmsir og sumir
ábyrgðarmenn þarna á blaöinu
á klikufundum meö prestum um
að lauma sálmum og ópiumi
fyrir fólkið inn i blaðiö innum
bakdyrnar með fláttskap svo
miklum aö enginn veit lengur
hvur er ekki hvað.
- Þetta er allt svona. Hér áður
fyrr var Þjóöviljinn mikið flug-
málablað og hélt upp á afmæli
Loftleiða á hverju ári rétt eins
og fyrsta mai: Alþýðuna upp i
loft!, það var kjöroröiö. Nú er
blaðið farið að hlusta eftir rugl-
inu úr Ólafi Ragnari Grimssyni,
sem er með allskonar svivirði
lega tortryggni i garð þessa
góöa félags og er lika uppalinn I
Framsóknarflokknum og kemst
hugur hans þvi ekki hærra en i
i bithagana þar sem sauðkindin
treður i vömb sina kvótalaust.
En I stað trúarinnar á flug-
málin hefur Þjóðviljinn nú tekið
aðra trú sem er miklu verri og
það er trúin á skákina! Stundum
finnst manni.á þessu hverfanda
hveli sem lif Þjóöviljans er, að
það sé eina rótfasta stefnumálið
sem hann á sér og þaö er að
vera flaðrandi upp um skák-
menn og taflmót.
Mikill er andskotinn.
Þetta er þó alveg sérstaklega
hættuleg stefna og miklu hættu-
legri en kjaramálapólitikin er
sem slik. Vandinn er nefnilega
sá, að skákin er einhver lævis-
legasta uppfinning sem gerö
hefur veriö til aö sætta menn við
arðrán og stéttaskiptingu. út-
smognari innrætingu borgara-
legra viðhorfa er ekki hægt að
finna.
Eins og þið vitiö eru hafðir i
skák allmargir alþýöumenn,
sem Danir kalla reyndar bænd-
ur, en viö köllum þvi litilsvirö-
andi nafni peð. Peðunum, þess-
um stéttarsystkinum okkar, er i
skákinni att miskunnarlaust
fram i opinn dauöann og þar eru
þau drepin eins og skot. Nema
eitt og eitt sem er leyft að kom-
ast með fulltingi höfðingja alla
leið upp viðringarstigann og er
þá viðkomandi kallaður drottn-
ing! Þetta er lymskuleg við-
leitni til aö fá arörænda alþýöu
til að sætta sig viö að vera rekin
áfram til allskonar skitverka i
von um öskubuskudrauminn,
að loksins fái hún prinsinn sinn,
komist á þing, verði forseti
Verkamannasambandsins eöa
fari á Bessastaði eða eitthvaö
svoleiðis. Svo eru hafðir meö i
taflinu allskonar höfðingjar og
biskupar, sem eru náttúrlega
hafðir miklu þyngri á metunum
en alþýðupeöin, rétt eins og
hrókurinn Davið Scheving, sem
fékk fyrstur manna bjór þótt
aðrir fengju hann ekki. Og til að
kóróna sviviröuna er haföur
kóngur yfir öllu saman, tákn og
imynd rangláts þjóðfélags, og
takið eftir þvl að kóngurinn er
sá eini sem ekki má með
nokkru móti drepa. Það er til aö
lauma þvi að alþýðunni að það
sé ekki hægt að gera byltingu,
nei, kóngur veröur að vera til að
sýna að allt sé fast I tilverunni
og Ihaldiö muni alltaf ráða land-
inu, og flokkur alþýðunnar geti
ekkert annað en reynt aö smúla
sér upp á drottningarlinuna til
að fá vald til aö drepa aðra. Það
er mikið á mig lagt.
Rauður
Skoda pardus árg. 1976 til sölu.
Ekinn 42.000 km. Vel með farinn bill.
Upplýsingar i sima 71891, laugardag og
sunnudag.
Tœknifrœðingur —
byggingarfulltrúi
Starf tæknifræðings hjá Hveragerðis-
hreppi er laust til umsóknar. Þarf að geta
hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hvera-
gerðishrepps,simi: 99-4150.
Nei takk ...
ég er ábílnum
ux
FERÐAR
Dansur í
Aratungu
Kaktus, þú og ég —
og allir hinir
I upptalningu okkar á dans-
leikjum verslunarmannahelgar-
innar I Þjóðviljanum i gær féll
niður samkomuhúsið Aratunga i
Biskupstunum. Þar leikur fyrir
dansiikvöld (laugardag) og ann-
aö kvöld hljómsveitin Kaktus og
auk hennar kemur fram söngdú-
ettinn Þú og ég bæöi kvöldin.
-lg-
Nýr skatt-
stjóri
Fjármálaráðherra hefur sett
Jón Guömundsson viöskiptafræö-
ing, skattstjóra Norðurlandsum-
dæmis vestra frá 1. ágúst n.k. til
og með 15. september.
Málefni
Framhald af bls. 2
verið notuð sem vettvangur fyrir
deilur, sem hafa dregið athyglina
frá raunverulegum tilgangi henn-
ar.
Við höfum til dæmis varla heyrt
minnst á oröin „konur” eöa
„jafnrétti” hér i dag. Við efum að
konum muni þykja þaö ómaksins
vert að sækja þriðju ráðstefnuna
af þessari tegund.
Enda þótt sendinefnd Islands
telji flest atriöin I framkvæmdaá-
ætluninni nauðsynleg fyrir á-
framhaldandi starf að jafnretti
kynjanna, einkum hvað snerti
markmiö einstakra þjóða og
einnig i alþjóölegu samhengi,
taldi Island af framangreindum
ástæðum sér ekki annaö fært en
að sitja hjá viö atvkæöagreiðsl-
una.”
Málefni kvenna biöu lægra
hlut
önnur riki sem hjá sátu tóku
yfirleitt fram aö þau myndu viröa
framkvæmdaáætlunina og vinna
eftir henni að langmestu leyti,
enda felur hún I sér fjölda mikil-
vægra ákvæða varðandi stöðu
kvenna og fjölskyldu, bæði fyrir
þróunarlönd og svokölluö þróuð
lönd. Fjölmargar aðrar ályktanir
um einstök mál og málefni voru
samþykktar og ættu þær aö létta
baráttuna gegn misrétti þvi sem
konur eru viða beittar, segir I
frétt islensku sendinefndarinnar.
„Það er einróma álit islensku
nefndarinnar að við afgreiðslu
framkvæmdaáætlunarinnar og i
miklum hluta umræðna á ráð-
stefnunni hafi málefni kvenna
beöið lægra hlut fyrir ofurkappi
þeirra þjóða, sem — eins og i
Mexiko 1975 — voru fyrirfram á-
kveðnar i að gera hana aö vett-
vangi ágreiningsmála, sem aðrir
telja að beri að leysa á allsherjar-
þingum S.Þ. og á fundum
öryggisráðsins. Það var áber-
andi, að siðustu daga ráöstefn-
unnar birtust I fulltrúastæum
fjölda sendinefnda, karlmenn,
sem ekki höföu sést þar áður og
aö á lokafundinum heyröust oftar
karla — en kvennaraddir, er
haldið var uppi málþófi og
samningaumleitunum hafnað. En
þrátt fyrir þau vonbrigöi skilaöi
ráöstefnan mikilvægum, já-
kvæðum árangri”, segir orðrétt i
frétt íslensku sendinefndarinnar.
Ráöstefnan I Kaupmannahöfn
stóð frá 14. til 30. júli og var hald-
in til þess að gera úttekt á þvi
hvernig réttindamálum kvenna
hefur miöað á þeim hálfa áratug,
sem liðinn er frá hinu alþjóölega
kvennaári 1975, og móta stefnu
næstu fimm ára. —ekh
Volvo
Framhald af bls. 4
svo reynist er gefm skýrsla til
verkfræðinga Volvo, sem endur-
bæta þá hönnunina.
Slysadeild Volvo hefur einnig
öðru hlutverki að gegna en að
rannsaka mörg þúsund umferöar
slys ár hvert. Hún svarar einnig
spurningum um öryggi barna,
sem feröast i barnasól eða sitj-
andi i Volvo með barnaöryggis-
hlif. Sá hluti deildarinnar, sem
sér um fólksbila, hefur náiö sam-
starf við Volvo-flutningabila, sem
einnig eiga 10 ára afmæli á þessu
ári. mhg
Fundir
Framhald af bls. 20
arins. 1 þeim „félagsmálapakka”
sem nú er rætt um er m.a. al-
mennt fæðingarorlof, bygging
dagvistunarheimila og ibúða fyr-
ir aldraöa.
Ef samningar takast milli Al-
þýðusambandsins og Vinnumála-
sambands samvinnufélaga i
næstu viku þá munu þeir samn-
ingar ná til rúmlega 20% af um-
bjóðendum Alþýðusambandsins.
Gerist svo rikið og sveitarfélög
eins og Reykjavikurborg aöilar
aðsamningunum þá munuþeir að
öllum likindum ná til nær helm-
ings félaga i Alþýöusambandinu.
Þorsteinn Pálsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins
hefur lýst þvi yfir að VSÍsé reiðu-
búiö að ganga til samninga við
ASl þegar viðræöum ASl og
Vinnumálasambandsins sé lokiö.
—þm.
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Margrét ólafsdóttir,
Melgerði 17, Kópavogi
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. á-
gúst kl. 13.30.
Aðstandendur.
Eiginmaöur minn
séra Sigurður Kristjánsson
Drápuhiið 8 Reykjavik
fyrrverandi sóknarprestur á ísafirði
sem lést 26. júli verður jarösunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Margrét llagalinsdóttir.