Þjóðviljinn - 02.08.1980, Side 20
MÓÐVUHNN
Helgin 2.-3. ágúst 198«
Eignaskattar hækka mest í Reykjavík
Heildarálagning
49,6 miljarðar
4,7 miljarðar fara í barnabœtur
Verðlækkun
á búvörum
Frá 2,9%
til 37%
Þar sem rikisstjórnin hefur
ákveðið aö auka niðurgreiöslur á
landbúnaöarafuröum lækkar
verö tilneytenda nokkuö á kinda-
kjöti, nautgripakjöti, kartöflum,
mjólk og mjólkurvörum. Fer hér
á eftir samanburður á veröi
einstakra vörutegunda fyrir og
eftir 5. ágúst n.k.:
Mjólk, i ltr. pökkum kostar nú
359 kr. fer i 329 kr., lækkun 8.3%.
Rjómi i 1/2 ltr. fernum kostar
nú 1164 kr., fer i 1130 kr., lækkar
um 2.9%.
Skyr, 1. kg. kostar nú 685 kr. fer
i 600 kr., lækkar um 8.4%.
SMJÖR 1. kg. kostar nú 3666 kr.,
fer i 3266 kr., lækkun 10.9%.
Verö á ostum og undanrennu
veröur óbreytt.
Dilkakjöt, 1. veröfl., heilir
skrokkar, sundurteknir sam-
kvæmt óskum kaupenda^nú 2197
kr. kg., veröur 1947 kr., lækkun
11.3%. Mjög litiö er nú til oröiö af
1. flokks dilkakjöti.
Súpukjöt, 2. veröfl., nú kr. 2026
kg., fer i 1776 kr., lækkun 12.3%.
Niöurgreiöslur á dilkakjöti
hækka úr 669 kr. kg., i 919 kr.
Nautgripakjöt, 2. veröfl. lækkar
um 6.2% i heilum og hálfum
skrokkum.
Verb á erlendum kartöflum i 5
kg. pokum er nú 261 kr. kg., fer i
164 kr., lækkun 37%. Niöur-
greiöslur verða 121 kr. á kg., en
voru engar áöur. Sennilega verða
sömu niöurgreiðslur á innlendum
kartöflum eftir 1. sept, nk. Sum-
arverð á innlendum kartöflum er
ekki niöurgreitt. —mhg
r
Viðrœður ASI og
VMSS:
Fundir
alla
helgina
,,Ég held nú ekki aö viö ljúkum
þessum viöræöum yfir helgina
enda er þetta þaö flókiö mál”
sagöi Snorri Jónsson forseti ASl f
samtali viö Þjóöviljan i gær.
Samninganefndir Alþýöusam-
bandsins og Vinnumálasam-
bandsins koma saman til fundar
fyrir hádegi I dag, laugardag og
munu aö öllum likindum vera á
fundum yfir verslunarmanna-
helgina.
A tveimur slöustu fundum
rikisstjórnarinnar hefur nokkuö
veriö fjallaö um samningamálin
og þá á hvern hátt rikisstjórnin
gæti greitt fyrir kjarasamning-
um. Sérstök ráöherranefnd, skip-
uö Gunnari Thoroddsen, Svavari
Gestsyni og Steingrimi Her-
mannssyni annast viðræöur um
þessi mál viö aöila vinnumarkaö-
Framhald á bls. 17.
Heildarálagning á ein-
staklinga i Reykjavik
þetta gjaldaár nemur
nær 56 miljörðum króna,
en i reynd er þessi tala
þó lægri þvi frá henni
dragast barnabætur
sem og persónuafsláttur
til greiðslu útsvars og
sjúkratryggingagjalds
aðupphæð6.4 miljarðar,
þannig að einstaklingar
i Reykjavik greiða um
49.6 miljarða i skatta og
er það 63.85% hækkun i
krónutölu frá fyrra ári.
Stærstu álagningalibirnir eru
tekjuskatturinn er nemur nær 26
miljörðum og útsvariö er nemur
rúmlega 21 miljaröi. Heildar-
tekjuskattur og útsvar veröur þó
lægra þvi áðurgreindur 6.4
miljaröa frádráttur dregst eink-
um frá þessum liöum. Miðaö viö
siöasta ár, hækkar eignaskattur-
inn mest eða um 92.5% og nemur
hann um 2.1 miljarði. Að sögn
Gests Steinþórssonar skattstjóra
i Reykjavik er þessi hækkun á
eignaskatti þó minni en milli ára i
fyrra.
Barnabætur er virka til lækk-
unar á skatti nema í ár nær 4.7
miljörðum og er þaö nær 80%
hækkun frá fyrra ári. Persónu-
afsláttur hækkar þó mun meira.
Persónuafsláttur til greiðslu á út-
svari hækkar um nær 180%, og
persónuafsláttur til greiöslu á
sjúkratryggingagjaldi hækkar
umnær 135%.
Fjöldi skattgreiöenda á skrá i
Reykjavik er nú 62.036 og þar af
greiða 32.399 tekjuskatt, 49.984 út-
svar og 14.363 eignaskatt.
Rétt er aö minnaá aö álagningu
á fyrirtæki er enn ekki lokiö.
—þm
^•i ■
Hampiðjan framleiðir nú drenrör fyrir
jarðvatnslagnir, auk röra fyrir regnvatnslagnir
og skolp.
Þar með geta menn nú lagt flestar tegundir
frárennslis með plaströrum frá Hampiðjunni.
Efnisþykkt og mál drenröranna eru þau sömu
og á 110 mm skolprörum, tengi- og
breytistykki fyrir allar tegundirnar eru hin
sömu.
Því er vandalaust að ná endum saman, beygja
upp, beygja niður, út og suður að vild.
Drenrörin eru úr hörðu Polyvinylchlorid (PVC)
án mýki- og fylliefna og götuð (sbr. mynd).
Þessi rör má jafnframt nota í sameiginlega
Dren- og regnvatnslögn, þar sem
jarðvatnslögnin er eingöngu notuð til að ræsa
fram og þurrka lóð.
Drenrörin frá Hampiðjunni eru framleidd í 1
m, 2 m, og 5 metra lengdum. Þau eru
endingargóð og auðvelt er að leggja þau.
Drenrörin frá Hampiðjunni eru íslensk
gæðavara sem fæst í byggingavöruverslunum
víða um land. Á sölustöðunum liggja frammi
upplýsingabæklingar, sem segja nákvæmlega
til um eiginleika röranna og hvernig beri að
ganga frá þeim í jörð.
HAMPIÐJAN HF