Þjóðviljinn - 16.08.1980, Page 8

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓ0VILJINN i Helgin 16.—17. ágúst 1980 Það er svo leiðinlegt að lœra þessa dönsku Maður getur aldrei náð þessum and- skotans framburði Skandínavar skilja mann miklu betur á ensku Er ekki miklu betra að bœta við sig ensku? Lengi lifi danskan A norrænu málaári er ekki úr vegi aö spyrja sjálfan sig og aöra aö þvf hvernig danskri tungu á fslandi liöi. Þvi þótt margir tslendingar hafi persónulega reynslu af norsku og sænsku, þá er þaö augljóst mál, aö margar rammar sögu- legar ástæöur sjá til þess, aö danska veröur okkar skandi- navfska á meöan viö á annaö borö reynum aö byggja brú til Noröurlanda meö þvi aö gera noröurlandamál aö skyldufagi I skólum. Þegan danskan kom aft- ur Danskan var ansi lasin upp úr strlðinu. Vi6 sem þá vorum aö byrja i gaggó vorum afar lftið trúuö á þetta óframberanlega mál, sem tslendingar höföu ekki veriö i lifandi tengslum viö i fimm ár. Viö vorum amerikaniseraöasta kynslóö sem uppi hefur veriö á þessu landi. A því máli voru allar bió- myndir sem viö þá höföum séö. öll nýleg erlend blöö sem viö höföum augum litiö. Viö söfnuö- um dægurlagatextum á ensku i póesibækur. Samt náöi danskan sér aftur á strik og varö furöu sterk þrátt fyrir hina voldugu innrás ensk- unnar. Mæöur okkar fengu aftur vikublööin sin dönsku, sem náöu vist svipaöri útbreiðslu hér og i Danmörku sjálfri. Menntskælingar og fleiri not- uöu kennslubækur á dönsku i allmörgum fögum. Ef aö menn voru nógu forvitnir til aö hnýs- ast i verk höfunda úr rómönsk- um, slavneskum eöa þýskum heimi, var eins lfklegt aö þeir læsu danskar þýðingar (mér hefur lengi fundist aö danskar þýöingar úr frönsku og rúss- nesku séu miklu betri en enskar, en kannski eru þetta fordómar). Gleymum þvi heldur ekki, aö nú komu hingaö kvikmyndir frá fleiri löndum en áöur, og þá ein- att með dönskum textum. Ef menn lögöu land undir fót þá var eins liklegt aö þeir lentu i Kaupmannahöfn til náms eöa annarra erinda. Kaupmanna- höfn var eina erlenda stórborgin sem menn rötuöu um : þar haföi frændi stúderaö eöa frænka ver- iö I vist. Góðar forsendur? Þetta eru ekki slæmar for- sendur fyrir þvi aö íslendingar teldu dönskukunnáttu miklu varöa. Og svo efldust Norrænu félögin meö fundahöldum og heimsóknum ungkrata, presta, fótboltamanna og lögreglukóra. Og skólapólitikin tók miö af dönskuþörfinni og breytingar á grunnskólunum komu m.a. fram i verulegum umsvifum til aö efla dönskukennslu. Danskan færöist niöur i fjóröa og fimmta bekk, þaö var búiö til mikiö af nýjum námsgögnum, dönsku- kennarar hresstu upp á kunnáttu sina á námskeiðum. En þrátt fyrir allt þetta vita menn vel, aö danskan stendur um margt höllum fæti. Þaö er mjög undir hælinn lagt hvort tslendingur getur „bjargaö sér” nokkurnveginn i Danmörku eöa Dani á Islandi. Þaö er drjúg dönskuþekking á sveimi yfir Islandi, en hún er fyrst og fremst lestrarþekking, ekki þekking I aö nota máliö til aö tala og hlusta. Stendur höllum fæti Hér eru ekki bara á ferðum þeir gömlu fordómar, aö dansk- ur framburöur sé svo skelfiíega erfiöur aö hann sé ekki fyrir nokkurn mörlanda aö skilja. Þaö er undarleg blanda af bæöi jákvæöum og neikvæöum þáttum sem veldur þvi, aö danska hefur hopaö á hæli á íslandi. Þeir jákvæöu eru fyrst og fremst fólgnir I þvl, aö islenska er blátt áfram notuö meira en áöur. Danskar kennslubækur eru horfnar aö mestu úr menntaskólum og sér- skólum. Kvikmyndir eru meö' islenskum texta. Þeir sem leita sér aö vinnu eöa stunda nám erlendis fara miklu viöar en áö- ur og þar meö eru tiltölulega færri i Danmörku. Feröalög hafa þróast á þann veg, aö þaö sýnist miklu skynsamlegra aö taka sér kvöldnámskeið i spænsku en aö rifja upp sina skóladönsku. Hinir neikvæðu þættir þessar- ar þróunar eru svo tengdir framsókn enskunnar, og þá einkum og sérilagi ástandi i fjölmiölaheimi. Biómyndir eru meö islenskum texta — en h.u.b. 90% kvikmyndanna eru á ensku og þvi verður bióferö næstum þvi alltaf ensk-Islensk upplifun. Þessi þróun hefur náö svo langt, aö bióstjórar og fleiri hafa hald- iö þvi fram, aö áhorfendur eigi erfitt meö aö átta sig á öörum myndum en ensk-ameriskum : sem fjölmiölavera á Jón Jóns- son helst heima I Bandarikjun- um, þar kannast hann viö sig. Svipaö er uppi á tenlngnum i sjónvarpi : ætli 60—70% af erlendu efni sé ekki á ensku, en i mesta lagi 15% á Noröurlanda- málum, þar af 3—4% á dönsku. Menn heyra dönsku mjög sjald- an. Meira aö segja vikublööin dönsku eru á undanhaldi. Tinni og Asterix eru komnir á islensku. Þaö er bara Andrés önd sem heldur velli sem hiö sanna virki danskrar tungu á Islandi. Efasemdir Þaö er þvi ekki aö undra þótt kennarar veröi varir viö efa- semdir um dönsku hjá nemend- um. Þaö er ekkert undarlegt þótt skólabörn hafi takmarkaö- an áhuga á tungumáli sem oftast lendir utan viö þeirra reynslu. Þau hafa fæst veriö á feröalagi um Noröurlönd, hvaö þá þeim hafi dottið I hug aö starfa þar um tima. Allt tal um menningarsamstarf og skyld- leika þjóöa er og Iiklegt til aö fara fyrir ofan garö og neöan hjá þeim. Fullorönir hafa Iika sina fyrirvara. Jónas Kristjánsson á Dagblaöinu skrifaöi leiðara um þessi mál ekki alls fyrir löngu. Hann sagöi sem svo : þegar ég hefi komið á alþjóölega fundi hefur mér oft gramist, aö þeir sem eiga sér ensku aö móöur- máli eru miklu betur settir en við hinir. Viö hinir getum ekki veriö jafn frjálsir og skjótir I svörum og þeir. Þýöingar á tvær-þrjár aðrar stórþjóöatung- ur rétta ekki viö þann halla. 1 þessum tilfellum hefi ég saknaö hlutlauss hjálparmáls eins og esperantos sem gerir alla jafna i umræöum. A norrænum fund- um hefi ég reynt sama vanda. Þrihyrningurinn (Danir, Norö- menn og Sviar), sem geta notaö sitt móöurmál, ráöa feröinni, en viö Finnar erum fyrirfram mál- haltir. Þessvegna hefi ég stundum gert uppreisn á slikum samkomum og talað ensku, viö góöar undirtektir Finna. Þvi aö ensku má hafa aö einskonar esperanto á Noröurlöndum, húri er þaö mál sem er okkur öllum nokkurnveginn jafnframandi.... Jaf nvægiskúnst Þaö er ekkert eölilegra en aö sjónarmiö eins og þessi komi fram. En þaö er lfka mikil nauösyn aö andmæla þeim. Og ekki aö- eins af þvi aö þaö er skratti dapurlegt aö heyra Noröur- landamenn tala saman á ensku. Danska (sem af sögulegum ástæöum veröur okkar skandi- naviska) er afar mikilvæg blátt áfram vegna þess aö án dönsku- kunnáttu stöndum viö utan Noröurianda. An hennar er enska tJtlenskan meö stórum staf, án nokkurrar samkeppni og þaö mundi hafa ófyrirsjáan- legar afleiöingar fyrir menning- arsjálfstæöiö viökvæma. Sú brú til Noröurlanda sem viö byggj- um úr dönsku er þýðingarmikill hluti af þeirri jafnvægislist, sem lltið samfélag veröur aö kunna til aö geta lifaö af meö sérkenn- um sinum og sérvisku, haldiö áfram aö viöhalda margbreyti- leika heimsins. Nytsöm reynsla Og danska er ekki aöeins mót- vægi gegn ensku. Eins og Peter Rassmussen lektor minnir mjög rækilega á i ágætri grein („Hvorfor skal vi lære dansk?”, Um dönskukennslú, Skólarann- sóknadeild 1976), þá skiptir norræn reynsla Islendinga meira máli en önnur. Þeir geta blátt áfram lært meira af þeirri reynslu sem safnaö hefur veriö á Noröurlöndum en af enskri, bandariskri eöa franskri. Vegna þess aö Noröurlönd likjast islensku samfélagi meira en nokkur önnur mannleg félög. Hjá okkur koma mjög svipuö vandamál upp i flestum grein- um og hjá þeim — og þá yfirleitt aðeins seinna. Þaö er þvi hægt aö læra af þvi sem Sviar eöa Danir hafa gert — bæöi til aö flýta fyrir lausnum og til aö foröast vitleysur : til hvers aö brenna sig tvisvar á sama soö- inu? Annaö mál er, aö viö höfum kannski ekki alltaf fært okkur slika lærdóma I nyt en þaö er þá okkur sjálfum aö kenna. Sem- sagt : það er ekki reikul ósk- hyggja aö halda þvi fram, aö viö höfum þörf fyrir málakunnáttu sem gerir miklum fjölda Islend- inga kleift aö átta sig á þróun mála innan ýmissa starfsgreina og áhugasviöa sem og á þeirri virku samfélagsumræöu sem fer fram á Noröurlandamálum. Þvi er þaö ágætt, aö mikiö starf er unniö aö þvi aö hressa upp á dönskunám. Og þaö er lika góös viti, aö nú er hafiö samstarf viö Dani um gerö námsdagskráa I dönsku fyrir sjónvarp og útvarp, sem von- andi veröa mörgum landa til- efni til aö hressa upp á færni sina I þessari tungu, sem áöur fyrr gat, af eölilegum ástæöum, vakiö pólitiska gremju, en verö- ur okkur nú fyrst og fremst lyk- ill aö samskiptum sem miklu skipta. Arni Bergmann. *sunnudags pistill David Brierley: Blood Group O. Faber and Faber 1980. David Brierley er nýr hroll- vekjuhöfundur. Þetta er önnur hrollvekja hans, sú fyrri heitir „Cold War”. 1 kynningu forlagsins segir: „Spennan i sögunni er gifurleg, atburöarásin vel uppbyggö og persónurnar gæddar holdi og blóöi, og sagan er mjög vel skrifuö”. Þessi lýsing er alveg rétt. Sagan hefst 13. október 1977 meö ráni Lufthansa vélarinnar, sem siöast lenti I Mogadishu, þar sem þrir terroristanna voru skotnir og einn særöur, af liösveit úr þýska hernum, sérþjálfaöri I aö fast viö terrorista. A sama sólarhring frömdu þrlr terror- istar sjálfsmorö I fangelsinu i Stammheim, þeir, sem flugvéla- ræningjarnir ætluöu aö heimta lausa, Andreas Baader, Jan-Carl Raspe og Guörún Ensslin, en mottó sögunnar er eftir hana „Rökræöiö ekki, eyöiö”. 20. mars áriö eftir er sögusviöiö Paris. Aöalpersóna sögunnar og franskur leyniþjónustumaöur r.æöast viö, en þau hófu feril sinn i Cold War. Barnsrán og vafasöm viöbrögö fööur barnsins. Leikur- inn berst til Amsterdam og þar og I nágrenninu, kynnist aöalper- sónan terroristunum nánar. Lýsingin á þeim er lýsing tveggja vidda einstaklinga, sem réttlæta eigin drápsfýsn meö hugsjóna- blaöri. „Þaö hafa alltaf veriö til einstaklingar haldnir eyöilegg- ingarhvöt, drápsfýsn, og nú er réttlætingin auöveld, þaö er þetta fólk, sem hefur unun af þvi i barnæsku aö slita vængi af flug- um, trampa á eggjum mófugla og kvelja þá minnimáttar, hugsjón- irnar eru yfirskin...” Spennan eykst eftir þvi sem liöur á bókina. Fyrirlestrar Ulrike og Cathy eru á sinn hátt hliöstæðir réttlæt- ingu My Lai gangstéranna. Eyöileggingar og drápsfýsnin eru samkynja hjá báöum hópunum, réttlætingin skilgreind á öörum forsendum. Höfundurinn tengir atburöarásina atvikum, sem hafa átt sér staö og þaö eykur á raun- sæiskennd sögunnar. Ef menn leita sér spennandi hrollvekju, þá er þessi saga kjör- in til lestrar. Hún er eins og rétti- lega segir I kynningu, æsispenn- andi og vel uppbyggð og ákaflega vel skrifuö. Erich Maria Remarque: All Quiet on the Western Front. Translated from the German by A.W.Wheen. Putnam 1980. Þessi bók var lesin og lesin. Hún kom út i Þýskalandi 1929, i janúar, var þýdd á ensku og gefin út I Englandi i mars sama ár og endurprentuð þar i Iandi 28 sinn- um, alls i 413.000 eintökum. Hún var þýdd á islensku og mikiö lesin hér á landi á sinum tima. Remarque eöa Kramer eins og ættarnafniö var, var af frönsku ætterni, ættmenn hans höföu horfiö frá Frakklandi i frönsku stjórnar- byltingunni og sest aö I Rinar- löndum. Erich Maria var sendur I herinn af skólabekk 1914 og var óslitiö hermaöur til striösloka. A þeim árum dó móöir hans og allir æskuvinir hans féllu í styrjöld- inni. Hann reyndi aö gleyma og losna undan martröö minning- anna um styrjöldina, meö ýmsum ráöum. Þaö var ekki fyrr en hann tók aö skrifa um styrjaldar- reynslu sina og æskuvina sinna, sem martrööin tók aö fjara. Fyrri styrjöldin varö mörgum heims- endir, eöa lok þess heims, sem aldrei kemur aftur, biturleiki og einsemd var hlutskipti margra þeirra, sem eyddu bestu árum æsku sinnar I skotgröfunum, og þaö er inntak þessarar vel skrif- uöu sögu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.