Þjóðviljinn - 16.08.1980, Page 13

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Page 13
Helgin 16.—17. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Hér má sjá gömlu bókhlöðuna eins og hún nú er eftir aö forskallningin hefur veriö brotin af. Til hliöar viö húsiö liggur timburhlaöi þvi nú á aö fara að gera hana í upprunalegt horf. í sumar fengust fjárveitingar úr Þjóöhátiöarsjóöi og Húsafriöunarsjóöi og veröur húsiö sett f stand aö utan fyrir veturinn. Viö teikningar hefur veriö höfö hliösjón af Reykhólakirkju og eystri enda Félagshússins FLATEY FYRR OG NÚ Flatey fjölmenn og þar var mikiö um að vera. Sá bragur hélst fram á þessa öldog á þeim árum sem Guð- mundur Bergsteinsson útgerðar- maöur i Asgarði var sem umsvifa- mestur I Flatey bjuggu milli tvö og þrjúhundruö manns þar. Hann var siðasti plásskóngurinn i Flatey. Siöan tók að halla undan fæti, árið 1925 eru skráðir 156 manns heimil- isfastir i Flatey og fer sifellt fækk- andi eftir það. Fiskurinn hvarf og fólkið hlaut aö fara á eftir. Nýir verslunarstaðir f Stykkishólmi og á Patreksfirði tóku til viö að þénusta byggöarlögin kringum Breiðafjörð. Uppúr 1950 var reynt að snúa þess- ari þróun við og stórt frystihiis var reist úti á Tanga upp af bryggjunni en það var um seinan og hefur það staðið autt alla tlð. Búskapur var lika erfiður, landsetar margir og jarðirnar smáar. Þannig stóðu mál i Flatey þegar Jökull heitinn Jakobsson reit bók sina „Siðasta skip suður” árið 1963. Hann segir þar m.a.: „Fólkiö er á förum. Þessar fáu sálir sem eftir eru, þær eru i rauninni ferðbúnar. Þó það fari ekki suöur, þá fær það ekki umflúið annað ferðalag sem allir eiga í vændum.” Þá bjuggu 27 manns í Flatey. Jökull lýsir aökomunni i þorpiö, sem stendur upp af Eyjólfsbryggju og Grýluvogi á þennan veg: „Hús- ins standa auo og tóm og horfa hol- um gluggatóftum út í bláinn, sum- staðar bærist slitur úr gluggatjaldi og á einum stáð hefur gleymst að taka smádótið úr gluggakistunni. Kannski hefur einhver ætlað sér aö vitja um það seinna. Þau hallast hvert að öðru þessi hús, umkomu- laus oghnlpin eins og reiðingshest- ar sem allt I einu hefur verið sprett af og skildir eftir I reiðileysi.” GÖMLU HÚSIN 1 næst siðasta kafla bókarinnar segir Jökull frá þvl aö tveir menn heimsækja eyna til að mæla upp elstu húsin. Hann segir: „Kannski var ekki seinna vænna að bregöa máli á hin elstu hús I Flatey. Óöar en varir verður byggðin þar liðin saga ef svo fer sem nú horfir. Þá verður hætt að kveikja upp I þess- um fáu húsum sem enn þróast mannlif i, þaö verður ekki lengur dyttað aö feyskinni fjöl i gólfi né borin málning á gluggapóst. Þegar regn og vindar eru orönir einir eftir um hituna i plássinu i Flatey verð- ur þess ekki langt aö biöa að húsin hætti að vera hús. Þau drabbast niður og verða aö óhrjálegum skrokkumog þaö litla sem minnir á fyrra lif i þessum yfirgefnu og tómu húsum veröur enn ömurlegra enella. Þeir sem komu sunnan tíl að mæla, þeir voru töluvert alvöru- gefnir eins og likkistusmiöur sem bregður máli á likið áður en kistan er smiðuð.” Þannig leit framtið Flateyjar út I flestra augum uppúr 1960 en þó ibú- um hafi ekki fjölgaö þar siöan hef- ur þó öfugþróuninni veriö snúið við að hluta. Mest munar þar um að rikiö tók stærstan part eyjarinnar eignarnámi árið 1968 og siðan er eyjan tvísetin og bændur sæmilega haldnir. Hér er þaö þó ekki sauð- kindin sem stendur undir búskapn- um eins og viöast annars staðar heldur eru það hlunnindin,: selur, fugl og æðardúnn sem björgin byggist á. Auk bændanna tveggja eru I eynni simstöövarstjóri og kennari en fleiri eru atvinnutæki- færin ekkiá þessum fyrrum mann- marga staö. Verslun er þar engin og sjósókn af lögð nema hvað grá- sleppan og lúðan veiðast enn. SUMARLÍF OG VETRARDVALI Ef viö vfkjum aftur aö þorpinu sem Jökull lýsti eins og að framan er greint þá hefur þar ýmislegt breyst og þeir sem á undanfömum árum hafa heimsótt eyna hafa orð- ið vitni að þvi hvernig hinir „óhrjá- legu hússkrokkar” hafa smám saman lifnaö og fengið á sig lit og lögun. Fyrir flesta er þetta gleði- efni en þeir em lika til sem lita framkvæmdirnar hornauga og sakna liðinnar tiöar þegar allt var I niöurniöslu og annarlegur blær deyjandi byggðar hvildi yfir þorp- inu. Þar er nú aðeins búið i fjórum húsumáriðum kring, (býlin eru of- ar og vestar á eynni), en á sumrin eru öll hús þéttsetin. Þorpið er þvl að mestu oröið sumardvalarstaöur og veröur svo að vera meöan ekk- ert er aö gert I atvinnumálum hreppsins. En sumarfólkið situr ekki auðum höndum I Flatey og það er ekki aö- eins að menn séu aö dytta að eigin húsum heldur eru sameiginleg verkefni eins og viðgerð á sam- komuhúsinu og gömlu bókhlöðunni einnig á dagskrá. Þá var nýlega lögð vatnsveita I nokkur húsanna og sameiginlegt frárennsli er i bí- gerö. A sumrin er þvi mikiö lif I þorpinu sem flestir spáðu dauða fyrir um tuttugu árum, oftlega dveljast þar tugir manna og ferða- mönnum fer fjölgandi. Eftir stend- ur þó sú staöreynd aö meö haustinu leggst kyrröin yfir á ný. íbúum I hreppnum heldur áfram aö fækka enda eru samgöngumál, öryggis- mál og atvinnumál eyjaskeggja í megnasta ólestri og er þar ætið tal- að fyrir daufum eyrum stjórn- valda. Hversu lengi svo verður veit enginn. — AI t kirkjugaröinum ræður þögnin og hvönnin rikjum. Þar eru margir skrautlegir legsteinar frá fyrri öld en enginn veit hversu margar grafir hafa veriö teknar I garðinum. Hér má sjá Jóhannes Glslason, sókn- arnefndarformann og bónda I Skáleyjum, brýna Ijáinn. Ljósm.-AI Eystri endi Félagshússins sumarið 1977. Þá hafði ekki verið búið i húsinu i um 30 ár en siðast var þar iager frá verslun Jóninu Hermannsdóttur sem bjó i vestari endanum. Hér er veriö að byrja á endur- byggingunni eftir að húsið var friðlýst og ákveöiö að gera það I upprunalegt horf. Skúrinn hægra megin á myndinni og stóri kvisturinn vinstra megin eru siðari tlma viöbætur sem rifnar voru burt. Ljósm. IGG Sama hús sumariö 1980. Hér hafa mikil umskipti orðið eins og sjá má en cftir er þó að gera húsið i stand að innan. Eigendur hússins eru hjónin Valgeröur Bergsdóttir og Arnmundur Backman og bróðir Val- gerðar, Þorsteinn. Þau hafa sjálf unniö aö endurbyggingunni undir stjórn Halldórs Backman bygginga- meistara en að teikningum hefur Hjörleifur Stefánsson.arkitekt^inniö. Ljósm. AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.