Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 16.08.1980, Blaðsíða 31
Helgin 16.—17. águst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 DÍLLINN Skemmti- leg tilviljun OG Bragðlaukurinn Fiskflök með sveppum 500 gr. ýsu- eða þorskflök, 250 gr. tómatar, 200 gr. beykon. 200 gr. sveppir 1 msk. smjör 1 msk. tómatpúrré 1 bolli hvítvín 1 stk. laukur 1 msk. sítrónusafi, salt og pipar. Notiö eldfast fat meö loki, eöa loklaust fat meö álpappir yfir. Setjiö lag af fiski i botninn. Siö- an til skiptis lag af beykoni, sneiddum sveppum og sneiddum tómötum. Saxiö laukinn, stráiö honum yfir, og aö siöustu eitt lag af fiski. Hræriö saman sitrónusafa, salt og pipar, tómatpúrré og hvit- vininu, og helliö þessu yfir fisk- inn. Lokiö fatinu og bakiö i ofni viö 200 gráöur I ca. 40 min. Þessi réttur er mjög góöur fyrir þá er vilja hafa gát á linunum, gott er þá aö hafa eingöngu grænmetis- salat meö. Kvœði „Miklum vandkvæöum reyndist bundiö aö ákveöa hverjum skyldi verölaun veita fyrir þýöingu á ljóöi þýska skáldsins, Rilkes, sem birtist í siöasta blaöi. Var leitaö álits ýmissa dómbærra manna, sem voru þó eigi á eitt sáttir, enda mun kvæöiö hafa veriö helst til erfitt viöureignar. Var þá horfiö aö þvf ráöi aö veita verölaunin þeim tveim er mest lof hlutu, Guömundi Sigvaldasyni 6.Y. og Þorgeiri Þorgeirssyni 5.X. Aö vísu má segja aö upphæö sú sé nær ódeili, en sæmdin er söm, þótt henni fylgi ekki mikil auö- ævi. Auk þessara tveggja var einkum lokiö lofsyröi á þýöingu Hannesar Péturssonar 6.B. Hér birtast þýöingarnar: Ándvaka Nú fölvir akrar falla i blund, ei fær mitt hjarta ró, er kvöldiö rifar rauöa voö á rökkurdimmum sjó. Ó, vökudraumsins fjarlægt flug, nú fölnar dagsins ljós. I nætur húmi blómstrar blltt hin bjarta tunglskinsrós. Guömundur Sigvaldason Næturvaka. Alein er svefnstygg min sála, svefnhöfgir fölbleikir véllir, sjávarins sólroöa- voöir siökvöldiö rifar og fellir. Ó, hugljúfa hálfdrauma-vaka, nú hauöur vefst óttunnar böndum og tungliö sem töfrahvit lilja tindrar i lágnættis höndum. Þorgeir Þorgeirsson.” (Skólablaö Menntaskólans I Reykjavik janúar-febrúar 1952). HÉR Páll Ólafsson skrifar um útvarp og sjónvarp „Sástu Tomma?” „Fjölmiölunarstefna Islenska sjónvarpsins er sérstaklega hættuleg börnum, þvi svo viröist sem stjórnendur stofnunarinnar átti sig ekki á aö sjónvarpiö er þegar oröiö kennslutæki I gangsterisma og skril- mennsku....” Tilvitnun þessi er sótt i grein Siglaugs Bryn- leifssonar sem birtist I Þjóö- viljanum 7. þ.m. S.l. vetur las ég grein eftir Helga Hálfdanarson sem birtist i blaöi allra lands- manna. Þar lætur Helgi i ljós álit sitt á sjónvarpinu, en hann kallar þaö „glæpaskóla rikis- ins”. Þetta eru stór orö.en fá þau staöist? Hvers vegna birtast þeir menn, sem móta dagskrá is- lenska sjónvarpsins, aldrei á skjánum og gera grein fyrir þvi hvaö ráöi vali efnis og hver sé stefna sjónvarpsins i menning- armálum. Aö visu kemur þaö fram i grein Siglaugs aö„... tækiö geti engan veginn veriö menningarmiöill...” en þaö þarf ekki endilega aö vera rétt. Þegar litiö er yfir dagskrá sjónvarpsins fyrir vikuna kem- ur i ljós aö heilum 15 minútum er variö I Islenskt efni, þ.e. I dagsins önn (aö ógleymdri sunnudagshugvekjunni, 10 min). Hvernig má þetta vera? Er fjárhagur stofnunarinnar svo þröngur aö ekki reynist unnt aö gera út á islenskt efni þó ekki væri nema hluta dagskrárinn- ar? Sannarlega væri ég fús til aö hafa tvö sjónvarpslaus kvöld ef það mætti veröa til þess aö auka Islenskt efni. Mér viröast óteljandi mögu- leikar á efnisvali. Framhalds- flokk mætti gera um sjávar- plássið og hjá sjálfri bókaþjóö- inni mætti gera spurningaþátt um bókmenntir, koma t.d. keppni milli kaupstaöa eöa sýslna. Fréttatimar sjónvarpsins eru efni I annan pistil, en þó get ég varla duliö reiöi mina yfir hversu fréttamennirnir eru þægilegir I spurningum sinum og hversu grunnt er kafaö i ein- staka atburöi. Sem dæmi mætti nefna þegar bæjarstjóri Kefla- vikur svaraöi þvi til aö 45 miljaröa króna framkvæmdir i Helguvik á vegum kanans myndu engin áhrif hafa á lif fólks I Keflavik. Fréttamaöur- inn hefur e.t.v. oröiö orölaus af undrun eöa sætt sig viö svarið. tJtvarpsmenn standa sig mun betur I þessum efnum. Aöur en ég slæ botn I þennan pistil verö ég aö geta þeirra félaga^Tomma og Jenna. Þeir eru mikiö á milli tanna fólks þessa dagana og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Viö skulum láta hjúkrunarkonu eina á slysadeild Borgarspitalans hafa siöasta oröiö þar sem hún var aö hugga litla dóttur mina meö brotinn handlegg: „Sástu Tomma og Jenna i gær? Fannst þér ekki gott á Tomma þegar Jenni kýldi hann i augaö!” Satans svik og vélar Kona I Grimsnesi austur hét Oddný Jónsdóttir, bjó á Efri-Brú, gift fyrir hálfum mánuði, stakk sig i kviöinn á hnif, er hún haföi týnt I rúminu um kvöldið, fór svo á fætur og skar sig á háls strax þar eftir meö ryöguöum bjúghnif, sem hún fundiö haföi i ruslakistu. Guö varðveiti oss fyrir öllum óvinarins freistingum og illum áeggjunum. (Setbergsannáll 1671) 1 Laugardal vestra skar kona sig á háls, meötók sacramentum áöur en dó, sofnaöi svo innan litils tima. Þaö var móöir þess manns, sem átti þá konu, er skar sig á háls á Efri-Brú i Grimsnesi. Varöveiti oss guö frá satans svik- um og vélum. (Setbergsannáll 1673) Ur skúffunni hennar ömmu Brúökaupsmynd: F.v.: Steinþór Þorvaldsson stýrimaöur, Grindavik, Jóhanna Pétursdóttir, Disa Pétursdóttir og Guöjón Jónsson, formaöur Sjómannafélags Eyjafjaröar. ÞAR Eftirfarandi frásögn rákumst viö á i sjómannablaöinu Vikingi, siöasta hefti, og var þaö Jó- hanna Pétursdóttir, Staöarvör 2 i Grindavik sem sendi frásögn- ina og meöfylgjandi myndir: „Viö systurnar réöum okkur sem kokka á togarann Jón Bald- vinsson RE 208 i júli eöa ágúst 1954. Viö hættum rétt áöur en hann strandaöi 1955. Um borö i Jóni Bald.kynntumst viö eigin- mönnunum okkar. Núna, 24. júni 1980, sem _ er silfurbrúðkaupsdagur okkar, kemur nýr Jón Baldvinsson til Reykjavikur. Skemmtileg til- viljun!”. Þeir segja aö bandariska sendi- ráðiö sé búiö aö setja upp vegvisi viö höfnina — á honum stendur „This way to USA” Eftir aö ég fafin kortin meö djörfu myndunum i gamla koffortinu hans afa datt mér i hug aö forvitnast I skúffuna hennar ömmu og aö sjálfsögöu fann ég þar ýmislegt sem gaman er aö, m.a. þetta rómantiska kort sem afi sendi ömmu I tilhugalifinu 1931. Þaö er bleikrautt á litinn ' sem þvi miöur kemur ekki fram hér i blaöinu. Af tillitssemi viö gömlu hjónin segi ég ekki hvaö stendur aftan á þvi. Kokkarnir á Jóni Bald þegar þeir voru aö leggja af staö i fyrsta túrinn, sumarið 1954. Jóhanna og Disa Pétursdætur. Myndin birtist i Þjóövilj- anum á sinum tima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.