Þjóðviljinn - 29.08.1980, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1980
FÍM
HAUSTSÝNING
Félags isknskra myndlistarmanna
Haustsýning F.l.M. verður opnuð að Kjar-
valsstöðum 27. sept. n.k.
Tekið verður á móti myndverkum á Kjar-
valsstöðum föstudag 19. sept. kl. 17-20 e.h.
öllum er heimilt að senda myndverk til
dómnefndar.
Stjórnin.
ro Skrifstofur
Kópavogskaupstaðar
verða lokaðar frá kl. 12 á hádegi föstudag-
inn29. ágúst vegna jarðarfarar Björgvins
Sæmundssonar, bæjarstjóra.
Bæjarritari.
Frá Öskjuhlíðarskóla
Skólastarf hefst mánudaginn 1. sept. með
fundi starfsmanna kl. 9 f.h.
Allir neméndur skólans mæti þriðjudag-
inn 2. sept. kl. 13.00.
Kennsla hefst fimmtudaginn 4. sept.
Fræðslu-og kynningarfundir F.K.Ö. verða
á þriðjudags- og miðvikudagskvöld.
Skólastjóri.
Frá Gagnlræðaskól-
anum á Selfossi
Starf skólans hefst með kennarafundi
þriðjudaginn 2. sept. kl. 10.
Nemendur 7. bekkjar mæti föstudaginn 5.
sept. kl. 10.
Nemendur 8. og9. bekkjar mæti sama dag
kl. 13.
Nemendur framhaldsdeilda mæti mánu-
daginn 8. sept. kl. 14.
Skólastjóri.
Líflegt skrifstofustarf
Laust er til umsóknar starf á skrifstofu
stúdentaráðs Háskóla Islands.
Um er að ræða heils dags starf. Umsóknir
er greini menntun og fyrri störf sendist til
skrifstofu S.H.Í., Stúdentaheimilinu í
v/Hringbraut,101 Reykjavik, i siðasta lagi
8. sept. 1980. Nánari uppl. á skrifstofu
S.H.l.
jq
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
Símiim er 81333
Djtmúm Síðumúla 6 S. 81333.;
Fráleit skattheimta,
segir Sigurður á Grænavatni
— Ég hefði gjarnan viljað tala
við þig I góöu tómi um helvitis
skattalögin. Það felst slíkt
óréttlæti i þeim, aö það er óger-
legt við þau að búa. En það
verður liklega að biða þangað til
viö hittumst. Kemurðu ekki á
Fjórðungsþing Norðlendinga?
Sá, sem gaf skattalögunum
þessa einkunn, — ég sé ekki
beturenhúnsé laklega minus ef
húnhangir þá einu sinni I þvi, —
er Siguröur Þórisson, bóndi á
Grænavatni i Mývatnssveit.
— Þessi áætluðu laun
koma alveg sérstaklega illa við
okkur bændur hér á Norð-
Austurlandi vegna harðind-
anna, sem hér gengu yfir i fyrra.
Hér var algjört hallæri sl. ár og
ætti ekki að þurfa að segja það
neinum, — og enginn möguleiki
á að hafa það Ut úr búunum,
sem áætlað er að þau gefi i
tekjur. Það eru bara búnar til
tekjur þó að greiðslugetan sé
engin. Og svo kemur þetta svo
misjafnt niður eftir þvi hvort
menn eru kvæntir eða ekki. Það
eykur enn á óréttlætiö.
Það er enginn möguleiki fyrir
marga aögreiða þessa skatta þó
að þeir séu kannski ekki háir.
Sérstaklega kemur þetta Ula viö
sveitarfélögin. Þar er útsvarið
lagt á falskar tekjur. Bændur,
margir hverjir, hafa engin tök á
að greiöa þaö af þvi að tekjur
þeirra voru engar. Siðan fá
sveitarfélögin ekkert úr
jöfnunarsjóöi af þvi að álags-
tekjurnar eru þetta háar á
pappfrunum. Fyrir vikið
komast mörg þeirra í vandræði.
Það hefur nú verið skipuð ein-
hver nefnd til þess að fjalla um
þessi mál og vonandi kemur
eitthvað gagnlegt frá henni. En
þessum fáránlegheitum verður
aö breyta og þaö sem allra
fyrst, sagöi Sigurður á Græna-
vatni.
sþ/mhg
Frá Siglufirði.
er frystihúsin opnuöu
Nýlega náði Landpóstur tali
af tveimur Siglfirðingum, þeim
Gunnari Rafni Sigurbjörnssyni,
skólastjóra, og Guðmundi Páls-
syni, bæjarritara. Að sjálfsögðu
var einkum rabbað um Siglu-
fjörð og athafna- og mannlffið
þar á þessu sumri, sem nú er að
renna sitt skeið á enda. Frásögn
þeirra Gunnars og Guðmundar
fer að nokkru hér á eftir en birt-
ist að öðru leyti eftir helgina.
Lokað i sex og sjö vikur
— Atvinnuástandið hér á
Siglufirði hefur, eins og I ýms-
um öörum sjávarplássum, verið
erfittf sumar. Hér eru starfandi
tvö frystihús, hús Þormóðs
ramma og hús ísafoldar. Hið
fyrra var lokað I 6 vikur, hitt i 7
vikur. Þau eru nú bæöi tekin til
starfa.
Þessi lokun hefur auðvitaö
sett svip sinn á bæjarlifið og at-
vinnuástandið. Hefur atvinnu-
tapið m.a. bitnað á unglingun-
um og gerir mörgum þeirra án
efa erfitt fyrir um framhalds-
skólanám f vetur.
Vaðandi þroskur
Þormóður rammi gerir út tvo
togara, Stálvik og Sigluvik.
Þann tfma sem frystihúsin voru
lokuð, sigldu skipin meö aflann,
þó einkum Stálvikin. Sigluvik
fór aöeins einn túr út en siðan i
viögerð og var m.a. tekiö upp
spiliö.
Þann tima, sem skipin sigldu,
var mjög góður þorskafli. Sem
dæmi má nefna að Stálvikin
fékk 170 tonn af góðum þorski á
4 dögum og i annað skipti 160
tonn á svipuðum tima, en hún
átti inni daga frá þorskveiöi-
banninu. Þetta urðu sem sagt
330 tonn á 10 dögum i tveimur
túrum. Það er eins og fram-
kvæmdastjórinn sagði við mig,
mælti Gunnar, — að við hverju
má búast i framtiöinni ef þessar
friöunaraðgeröir takast og
stofninn réttir sig við? Menn
ættu að geta litiö björtum aug-
um til framtíðarinnar ef svona
dæmi eru höfð i huga.
Skuttogarinn Siglfirðingur,
(gamli Fontur), sem einnig er
geröur út héðan, var f siglingum
á lokunartimabilinu og var afli
hans góöur.
En nú eru húsin tekin til
starfa og lifnar þá yfir lifinu á
ný og svo kemur loðnan vonandi
áður en langt um liður og við er-
um tilbúnir hér aö taka á móti
henni.
Siglóverksmiðjan
Siglóverksmiðjunni var lokað
i byrjun þessarar viku. Þá var
búið að vinna upp i samninginn
um sölu á gaffalbitum til Rúss-
lands. Það fólk, sem vann i
verksmiðjunni, er nú flest at-
vinnulaust.
Rekstur fyrirtækisins er mjög
erfiöur og megin ástæðan fyrir
þvi er sú, að það verö, sem
Rússarnirvilja borga fyrirgaff-
albitana, nær ekki framleiðslu-
kostnaöarverði. Má segja að
mikil óvissa riki um framtið
fyrirtækisins.
Þar er nú komin ný stjórn. Er
hún nú að vinna að úttekt á
stöðu fyrirtækisins og kanna
hugsanlegar leiðir til áfram-
haldandi reksturs. Þar á meðal
hefur verið rætt um aö vinna
Umsjón: Magnús H. Gislason
nokkurt magn fyrir Bjelland-
fyrirtækið I Noregi, undir þess
merki. Allt er þaö mál þó á
könnunarstigi ennþá.
Eitt af vandamálum Sigló-
sildar er hráefnisöflunin. Þvi er
þessa dagana verið aö athuga
möguleika á þvi aö salta sild á
Siglufiröi nú i haust. Tilgangur-
inn með þvi er bæði sá, að út-
vega Siglóverksmiðjunni hrá-
efni og að auka atvinnu i bæjar-
félaginu. Þessi könnun er gerð
að frumkvæði stjórnar Sigló-
verksmiðjunnar og stendur yfir
þessa dagana. Allt er þó máliö i
óvissu ennþá og þaö er nú svo, i
þessum gamla sildarbæ, að
hægara er sagt en gert að hefja
hér söltun að nýju. Við getum
sagt, að það sé vegna aöstöðu-
leysis. Gömlu sildarsöltunar-
stöðvarnar eru úr sögunni en
þekkingin hjá mannskapnum er
enn fyrir hendi.
Gatnagerð
Eitt af aðalverkefnum okkar I
sumar hefur verið að leggja
lagnir i' nýtt ibúðahverfi I suður-
hluta bæjarins. Varanlegt slit-
lag er ekki lagt á götur hér i
sumar. Aftur á móti er verið að
skipta um jarðveg f Laugarveg-
inum og leggja þar lagnir. Er
það i raun og veru stærsta verk-
efnið, sem bæjarfélagið vinnur
aö i sumar. Þá hefur og veriö
steypt gangstétt við Suðurgötu.
Höfnin
Nokkrar framkvæmdir
standa núyfir við höfnina. Verið
er að steypa þekju á togara-
bryggjuna og leggja þar nauð-
synlegar lagnir. Yfirleitt má
segja að mikiö hafi veriö unniö
að lagfæringum á höfninni i ár
og í fyrra. Og þaö setur svip sinn
á bæinn og höfnina að aliar
þessar gömlu trébryggjur eru
nú farnar.
Við það hefur bærinn frikkað
auk þess sem þær voru hættu-
legar fyrir börn, sem sóttust eft-
ir aðklifrautan I þeim. —Meira
seinna.
gp/grs/mhg
Frá Siglufirði:
Létti í lofti