Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Forsetakosningarnar í Bandarikjunum: Um þær mundir sem kosningarbaráttan hefst af fullum þunga i Bandarikjunum sýnir skoðana- könnun að enn hafi Reagan vinninginn i fylgi fram yfir Carter. Hallast 33 riki að honum, sem mundu gefa 320 kjörmenn, en það er 50 fleiri en Reagan þarf til að koma sér i Hvita húsið. Hins- vegar eru menn Carters nokkuð bjartsýnir á að þeim takist að klippa flugf jaðrir af Reagan eftir þvi sem á dregur. Hver á ad A John Anderson að fá aö vera með i sjónvarpsviðræðunum eöa ekki' tala við hvern um hvað? Frétta- skýring Kosningatöfrar Að öðru leyti reyna frambjóð- endur að brosa framan i sem flesta. Einn daginn lofar Reagan Gyðingum sterkum stuðningi við Israel, næsta dag gerir Carter slikt hiö sama. Og svo framvegis. Reagan hefur reynt að viðra sig nokkuð á sviði alþjóðamála, en tókst með há- værum vinskap við stjórnina á Tævan að gera Kinastjórn æfa af reiöiog eyðileggja kynnisferð varaforsetaefnis sins, Bush, til Peking. Skattamál hjá Carter Carter er búinn að setja saman efnahagsmálaáætlun sem kosningamaskina hans er farin að miðla. Þessi „pakki” sem koma ætti til fram- kvæmdar á næsta ári, inni- heldur fyrirheit um að stjórnin muni verja fjórum miljörðum dollara til viðbótar fyrri fram- lögum til að skapa ný atvinnu- tækifæri. Skattalækkanir eiga aðnema 27,6miljörðum dollara, og fer um 55% af þeirri lækkun i að hressa upp á iðnaðinn. Ekki slst eru það greinar eins og stál- iðnaðurinn og hinn helsjúki bila- iönaður sem eiga að njóta góðs af lækkuðum sköttum. Að þvi er varðar skatta á einstaklinga mun dæmið koma þannig út fyrir marga, að lækkun á tekju- eða eignasköttum mun étin upp af nýjum almannatrygginga- skatti, sem upp verður tekinn frá og með fyrsta janúar næst- komandi. Eins og áður hefur við brunnið þegar Carter leggur fram áætlanir, þá þykjast menn sjá, að reynt hafi verið að brosa i sem allra flestar áttir — en niðurstaðan er sú, að enginn er ánægður. Bentsen, formaður efnahagsmálanefndar beggja þingdeilda.segir sem svo: Hann hefði nú getaö reynt betur. Ed- ward Kennedy, sem á flokks- þingi Demókrata þóttist sættast við Carter og notaði tækifærið til að byrja kosningabaráttuna 1984, kveðst munu vinna að þvi, að „styrkja” áætlunina. Hann sagði að „pakkinn” væri skref i rétta átt. En Kennedy er sá for- setaefna þessa árs sem mest hefur látið til sin taka mál eins og atvinnuleysi og félagslegt ör- ýggi- Sjónarspil Reagan er ekki enn búinn að láta sina menn berja saman efnahagsmálastefnu. En vitað er aö hann ætlar að yfirbjóða Carter i skattalækkunum: hann biður upp á 36 miljarða dollara afslátt. Og syngur siðan vigorð sin um kreppuna sem Carter hafi skapað „og viðreisn hefst ekki fyrr en Carter fer frá” — á Reagan mjög að fljóta á al- mennu hjali i þessa átt. En sem fyrr segir: margir spá þvi, að Carter sé að vinna á, kannski ekki fyrir eigin verð- leika, heldur vegna þess að Reagan sé ruglukollur og Anderson vonlaus. Hvað sem þvilfður: þetta verður heilmikið sjónarspil. áb. 30 sekúndur i einu Enn sem komið er hefur verið mest karpað um sjónvarpsein- viei milli forsetaefnanna. en þau geta skipt allmiklu. Fyrsta deiluefnið er það, hvort þriðja forsetaefnið, John Anderson hinn óháði, megi vera með. Menn Reagans vilja endilega hafa þann hátt á, a.m.k. i fyrstu lotu einvigisins. Astæður eru augljósar: ef aö Anderson nær að vekja verulega athygli, og heldur t.d. þvi 15% fylgi sem skoðanakannanir gefa honum nú, þá er það miklu hættulegra Carter en Reagan. Menn Car- ters taka það þvi ekki i mál, að efnt verði til þriggja manna tals i sjónvarpi og segja sem svo, að það sé ekki forsvaranlegt að gefa þeim óháða sömu stöðu og frambjóðendum stóru flokk- anna tveggja. Demókratar halda, með öðrum orðum, fast utan um einokun tviflokkanna á bandariskum stjórnmálum. Carter reifar sina efnahagsmálastefnu: eitthvað fyrir alla og eng- inn ánægður Annað deiluefni er það, hve oft frambjóðendur eiga að hitt- ast. Cartersmenn vilja sex lotur en menn Reagans helst ekki nema tvær. Astæðan er sú, að Carter er miklu betur að sér um stjórnsýslu og stjórnmál yfir höfuð. Regan er hinsvegar sagður nokkuð flinkur við að gefa stutt svör, upp á svo sem þrjátiu sekúndur, og hljóma þau röggsamlega — en þegar komið er fram yfir þrjátiu sekúnd- urnar, þá er viska og hug- myndaflug Reagans á þrotum Keagan reynir að útskýra hvað hann eiginlega haldi um Kina og Tævan. Varaforsetaefni hans, George Bush, er bersýnilega litið hrifinn. og Carter getur farið að veifa svonefndu á Austurströndinni, sinum yfirburðum (þarf ekki sem helst vildu vera aö vinna mikið til, segja egghausarnir fyrir Edward Kennedy). r Alit bandarískra kjósenda: Carter mildari við alþýðu — Reagan harðari í horn að taka I byrjun mánaðarins lét bandaríska vikuritið Newsweek fara fram skoðanakönnun meðal bandarískra kjósenda á þvi/ hvernig þeir mætu aðalforsetaef nin, Reagan og Carter, hvaða einkunn þeir vildu gefa leiðtoga- hæfileikum þeirra. Menn voru beðnir að gefa þeim einkunnina einn til sjö: spurt er til dæmis: ef 1 þýðir vanhæfni til að vinna verk forseta og einkunnin sjö þýðir, að þér teljið for- setaefni vel hæft til að vinna verk forseta, hvaða einkunn mynduð þér þá gefa Carter og hvaða eink- unn Reagan? Síðan birtir timaritið þá hlut- fallstölu kjósenda sem gaf for- setaefni einkunina fimm eða þar yfir og láta þar meö i ljós verulegt traust á frambjóðanda til forseta- starfa eða einstakra verkefna. Reagan reyndist ögn sterkari en Carter þegar svarað var fyrstu spurningunni: 38% töldu hann vel hæfan til að vinna forsetaverk.en 34% höfðu sama álit á Carter. Reagan reyndist lika allmiklu sterkari en Carter þegar spurt var aö þvi, hvort menn teldu for- setaefnin vel fær um að standa sig andspænis erlendum andstæð- ingum Bandarikjanna. 62% treystu Reagan til þess, enda er maðurinn mjög herskár i tali, en aðeins 36% höföu trú á þvi að Carter gæti verið harður i horn að taka i þessum málum. En þaö má lika spyrja með öðr- um hætti um hugsanlega frammi- stöðu forsetaefna i utanrikis- málum. Þegar spurt var hvernig menn mætu hæfileika þeirra til að halda Bandarikjunum utan við styrjaldir naéstu fjögur árin, treystu 58% Carter vel til friðar, en aðeins 36% Reagan. Þá telja allmiklu fleiri Bandarikjamenn aö Carter láti sér annt um hag hins almenna manns en þeir eru, sem hafa sama álit á Regan. Carter fær traust 62% kjósenda i þessu máli, en Reagan 54%. Menn Carters eru sagðir hafa allmikinn hug á að nýta sér einmitt þessa hlið samanburðarins i áróðri, en þeir þurfa nú á sem skemmstum tima að draga úr þvi forskoti sem Reagan virðist enn hafa. • Blikkiöjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Blaðburðar fólk óskast strax! Baldursgata-Freyjugata- (strax) Laufásvegur-Þingholtsstræti (strax) Grænahlið-Stigahlið (afl. til 1. okt.) Háteigsvegur (strax) Stórholt — Skipholt (afleysingar) j MOÐVIUINN Siðumúla 6 simi 81333. Starfskraftur óskast þarf að geta sinnt bókhaldi og uppgjöri. Lögfræðiskrifstofa Inga R. Helgasonar, Laugavegi 31, Reykjavik. Simi 19185.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.