Þjóðviljinn - 12.09.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 12.09.1980, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1980 Björn Finnsson skrifar um málefni unglinga Slfellt er ráöist á unglinga borgarinnar fyrir skemmdar- verk, brennivfnsdrykkju og sitt- hvað fleira. Útyfir tók þó er hert var á löggæslu i miðborg Reykjavikur nú um siðustu helgi. Þetta segi ég vegna þess að borgarráð og borgarstjórn ásamt lögreglu, æskulýösráði, félags- og sálfræðingum borg- arinnar, svo og hinum frjálsu æskulýðsfélögum, hafa veriö slegin hinni mestu blindu i málefnum unglinga. Sama má segja um hina fullorðnu ibúa borgarinnar og þá sérstaklega foreldra unglinganna. Miðað við skrif, fréttir, um- ræöur og ráðstafanir i þessum málum nú siðustu daga, mætti ætla að margir þessara aðila væru undir áhrifum hinnar nasistisku hugmyndafræði um útrýmingu, sem glöggt kemur fram f sjónvarpsmyndinni Holo- caust. Og vildu ekkert frekar en algjöra útrýmingu þessara ung- linga og þá væntanlega stöövun barneigna, þvi börnin veröa siðar unglingar. En það er von min að ofsóknum þessum linni og viðkomandi aðilar kynni sér mál unglinganna og þarfir, sem leiöa mundi til raunhæfra aðgeröa i æskulýðsmálum okkar. Satt aö segja verður maður Hvers eiga unglingar borgarinnar að gjalda furðu lostinn yfir fáfræði viðkomandi aðila, um hluti sem endurtaka sig árvisst og hafa gengiö svona i mörg ár. A hverju hausti.um það leyti sem skólar byrja, þyrpast ungling- arnir til borgarinnar og af vinnustöðum, hitta vini og kunningja en hafa ekki neina aðstöðu til þess aöra en sjoppur, leiktækjasali og götuna. Sama sagan er alltaf á vorin þegar skólum lýkur. 1 tilefni af þessu vil ég fara aðeins út i orsakir og leiðir til úrbóta. Orsakir 1. Heimili bjóöa ekki upp á veru unglinganna þar með vinum sinum, þvi fullorðnir þola ekki hávaðann i blessuöum afkvæmum sinum. Frá þessu eru þó undantekningar. 2. Fulloröið fólk skilur ekki eða vill ekki skilja unglingana og kemst þvi sjaldan i náiö persónulegt samband viö þá. Sama fólk hefur fyrir börnum tilgangslausa tímaeyðslu við brennivinsneyslu og sjónvarps- gláp i sinum fritima og hafa þau þar fordæmi. Fuliorðið fólk kaupir lika áfengið sem ung- lingarnir neyta. Þetta ber vott um litla siöferðisvitund. 3. Frjáls félög með til- heyrandi félagsheimilum og opinberum styrkjum hafa enga skipulagða starfsemi og enga notkun á sinni aðstöðu á þeim timum sem unglingarnir hafa mest þörf fyrir. 4. Opinberar félagsmið- stöðvar eru fáar og aðeins fyrir litinn hluta unglinganna og verða þá þeir útundan sem mesta þörf hafa fyrir aðstöö- una. Allt þetta og margt fleira eru orsakir þess að unglingarnir leita út á göturnar. Þeim er lika kennt um allar skemmdir sem oft eru að hluta af völdum gesta úr vinveitingastööum. Úrbœtur 1. Unglingar vilja vera frjálsir og finna sér sin eigin hugðarefni án þvingunar, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þeim þarf að leiðbeina fólk sem skilur þá og þeirra aö- stæður og er manneskjulegt i umgengni við þá , án múl- bindingar félags- og sálarfræöi kenninga. 2. Þið foreldrar þurfið að læra að umgangast og kynnast ykkar eigin börnum og hugsa út frá þvi. Þiö þurfiö að gleyma hugsuninni aö ykkar börn séu englar en hin börnin villimenn. Hættið að hugsa og tala eins og kerlingin sagði við vinkonu sina: „Ekki skil ég i foreldrum að viður- kenna aldrei gallana á börnum sinum. Ég mundi strax viður- kenna gallana á minum börnum, ef þau hefðu ein- hverja.” Munið lika að börn og unglingar mundu sækja félags- og tómstundaiöju i hverfinu heima, ef foreldrar hefðu ekki verið á móti þvi að koma upp slikri aðstöðu þar, á forsendum skrilsláta. 1 staðinn fara ykkar eigin börn niöur i bæ þar sem félagsskapurinn er. 3. Æskulýösráö ætti aö styöja hin frjálsu félög til aö halda úti starfsemi sem börnin vilja taka þátt i en ekki vera i stööugri samkeppni viö þau. 4. Hin svonefndu frjálsu félög ættu að skipuleggja starfsemi sina miöað viö þarfir þessara unglinga, en ekki bara fyrir fá- eina útvalda. Þau þurfa lika aö opna sig og bjóða upp á starf- semi fyrir þá sem ekki hafa tækifæri til að verða fastir með- limir. Til þess eiga borgarbúar tilkall þar sem mörg þessara fé- laga eru að miklu leyti fjár- mögnuð af almannafé. 5. Borgarstjórn ætti að aðstoða æskulýðsfélögin til að reka opna unglingastarfsemi, sem gæti jafnframt orðið tekju- öflun að hluta, i stað þess að ausa út styrkjum án þess aö vita hvort nokkuö fæst i staðinn, ti) handa unglingunum. Félögunum þarf aö setja skil- yrði fyrir fjárstuöningi. Borgar- stjórn ætti að nota æskulýösráð sitt til aðstoðar félögunum i framkvæmdum og til að reka starfsemi sem félögin geta ekki vakið en þörf er á. Til að ná betri árangri með æskulýðsráði mætti skipuleggja starfshópa eða æskulýðsnefndir i hverfum. Og þó með fulltrúum æskulýðs- félaga, skóla, unglinga og for- eldra. Slikir hópar ættu ekki að vera pólitiskir og myndu ná betri árangri vegna þekkingar á aðstæðum hvers hverfis. Að endingu vil ég nefna fáein atriðið sem hefðu getað afstýrt atburðum þeim eroröið hafa nú siöustu helgar. Fyrst til voru peningar til Ljósm.: — gel. gróöurbóta, mætti ætla að fé heföi lika verið til að hlúa að hinu mannlega ungviði. Þetta heföi mátt gera meö leigu sam- komuhúsa eða með notkun skólahúsa þessi kvöld. Nýta hefði mátt iþróttafélög, skáta- félög og önnur slik félög til að standa þar fyrir diskótekum eða hliðstæöum skemmtunum og þætti engum ofgert af þeirra hálfu til endurgjalds fyrir fjár- styrki borgarsjóðs. Skilyrði heföu lfka átt að vera þau að félögin gætu selt einhverjar veitingar en hefðu á móti allan kostnað af tónlist og skemmti- efni. Skemmtanirnar mættu ekki standa skemur en til kl. 3.00 eftir miðnætti og gera yrði ráö fyrir einhverri áfengis- neyslu. Þetta hef ég skrifað vegna áralangrar reynslu af æskulýðs- störfum og mikils sambands við unglinga borgarinnar. Allan þann tima sem ég hef sinnt þessum málum hef ég aðeins kynnst einni opinberri deild sem gert hefur sitt itrasta til bóta og þekkir málin mjög vel. Þessi deild er hin svonefnda Útideild, og á hún þakkir skyldar fyrir sin störf. Vissulega eru margir ein- staklingar sem gert hafa gott starf á þessu sviöi, en saman gerðu þeir meira gagn. Regína Einarsdóttir Fœdd 11. 6. 1940 - Dáin 1. 9. 1980 Gaman að sjá þig! Já Regina, þannig tók hún alltaf á móti mér, og viö ræddum saman um allt milli himins og jaröar, en þó aðallega félagið okkar, — hvaö við þyrftum öll helst aö knýja á, hvaða aðila við þyrftum að ná tali af, hitt og þetta — timinn var dýrmætur, beiöni migrensjúklinga um aðstoö var allt of hæglátlega tekið og okkur sveið undan þvi eins og öðrum migrensjúklingum. Hún sagði mér draum siðasta Styrkir til háskólanáms i Sambandslýð- veldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum stjórnvöldum að boönir séu fram fjórir styrkir handa islenskum námsmönnum til háskólanáms i Sambandslýö- veldinu Þýskalandi háskólaárið 1981-82. Styrkirnir nema 770þýskum mörkum á mánuöi hiö lægsta auk 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá ferðakostnaö greiddan að nokkru. Styrktimabilið er 10 mánuðir frá 1. október 1981 aö telja en framlenging kemur til greina að fullnægöum ákveönum skilyröum. Umsækjendur skulu eigi vera eidrien 32 ára. Þeir skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskóianámi. Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og öörum tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. október n.k..— Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðunevt- inu. Menntamálaráðuneytið 8. september 1980. skiptið sem við hittumst og fannst henni hann nokkuð undarlegur: Henni fannst hún vera á fundi hjá Samtökum okkar, það var dimmt i salnum og margt fólk. Einhver var að halda ræöu en talaöi i gagnstæða átt, og þá sagöist hún hafa staðið upp og beðið manninn aö tala hærra, það væri ekki til neins að tala ef fólkiö heyrði ekki orö hans! Þennan draum töldum við táknrænan, og finnst mér hann i raun lýsa henni best — hún hefði aldeilisekki látiöþað viögangast i raun þaö sem reyndist vera að i draumnum. — Nú þegar hún er ekki lengur á meöal okkar, væri verðugt aö minnast hennar, sem til dauöadags vann fyrir migren- samtökin, og aö migrensjúkl- ingar og aðstandendur þeirra færu að láta heyrast hærra i sér, þjóðfélagið sinni sérþörfum þeirra og aö þeir hætti nú að sitja saman I myrkri — Regina vissi að til voru skynsamlegri leiðir til úr- bóta. Ég sakna hennar, mér finnst ég standa ein án þess aö sjá henni bregða fyrir: á félagsfundum, i prentsmiðjunni aö brjóta saman blaöið okkar, og á göngum okkar til ráöamanna. Ég kynntist Reginu 8. septem- ber 1977. Ég fylgdi henni til grafar 8. september 1980 Er við kvöddumst siðast, daginn áöur en hún veiktist spurði hún upp úr eins manns hljóði: Skyldi vera eitthvað eftir þetta lif? Nú veit hún allt um það —• Ég hlýt að óska þess, eins og allir sem hún hjálpaði og hvatti, aö hún hljóti það sem hún hefur svo sannarlega til unniö: Lif án þjáninga. Þakka samvinnuna og sam- veruna, Regina. Móður, systkinum, eiginmanni, börnum, barnabörnum og öörum ættingjum votta ég djúpa samúö. Norma E. Samúelsdóttir. Austur-Afriku söfnunin: Framlög farin að berast Eins og sagt var frá i Þjóövilj- anum stendur fyrir dyrum fjár- söfnun á vegum Rauða Kross Is- lands til hjálpar nauöstöddum i Austur-Afriku. Gert er ráð fyrir, að söfnunin sjáif hefjist um næstu mánaðamót, eöa I byrjun októ- ber. Framlög eru hins vegar þegar farin að berast til skrifstofu Rauöa Krossins, og enda þótt söfnunin sé ekki hafin á skipu- legan hátt, er auövitað tekið á móti framlögum hvenær sem er á skrifstofunni Nóatúni 21, segir i fréttfrá RKI. Einnig má hringja i sima 26722, og næstu daga verður opnaöur sérstakur póstgiró- reikningur, sem hægt veröur að leggja inná á öllum pósthúsum landsins. Rauða Krossinn vantar einnig sjálfboöaliöa til þess að taka þátt i söfnuninni, og undir- búningi hennar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.