Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 15. október 1980 — 232. tbl. 45. árg. Baldur Oddsson festi þessa óvenjulegu sjón á mynd fyrir framan skýli Landhelgisgæsl- unnar á Reykjavikurfiugvelli i fyrradag. i góðvi&rinu höf&u Gæslumenn stillt upp öllum flug- flota Landhelgisgæslunnar og getur þar á aö lita. Lengst til vinstri er eldri Fokk- erinn, sem ef til vill & a& selja,- TF-SÝR. Þá kemur nýja Sikorsky-þyrlan, TF-RAN, si&an litla þyrlan TF-Gró og loks TF- SYN. Ekki er um þa& vitaö aö svo stöddu hve lengi flugfloti Gæsl- unnar veröur i þessu formi, en at- hygli vekur, aö i fjárlagafrum- varpi Ragnars Arnalds er heimild til rlkisstjórnarinnar aö selja varöskipö Þór. —ekh Fiskiskip smíðuð fyrir Grænhötða- eyjabúa Sem kunnugt er vinna nú nokkrir íslendingar á Grænhöfðaeyjum á veg- um aðstoðar SÞ við þróunarlöndin, við að kenna þarlendum nútimafiskveiðar. Að sögn Jóns Arnalds ráðu- neytisstjóra i sjávarút- vegsráðuneytinu hafa störf íslendinganna lik- að mjög vel það syðra, þótt þeir hafi átt við ýmsa örðugleika að etja. Jón sagði að ráðherra frá Grænhöfðaeyjum heföi sagt að i bigerð væri að láta smiða all- mörg veiðiskip fyrir eyjabúa og yrðu þau smiöuð viða, m.a. hér á íslandi. Gæti þá verið i vændum betri tið fyrir islenskan skipa- smiðaiðnaö ef af þessu verður. Átökin í Verka- mannaflokknum t dag veröur úr þvi skoriö hvort hægri menn I Verka- mannaflokkinum breska láta til skarar skri&a og reyna aö koma sinum manni i for- mennsku i flokkinum á&ur en nýjar regiur um formanns- kjör næöu samþykki á auka- þingi fiokksins i janúar. Aldrei hefur Verkamanna- flokkurinn breski veriö nær þvi en nú að klofna i and- stæöar fyikingar. össur Skarphé&insson segir frá á bis. 2. Hverjar leita helst aöstoðarf Fiskverdiö Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráöherra metur saman tap frystihúsa, fiskverðs- hækkun og gengissig — Sjá bls. 16 Félagsmálastofnun Reykjayikurborgar er tiu ára um þessar mundir. Kon- ur eru I miklum meirihluta meöal þeirra sem leita eftir aöstoö stofnunarinnar. Sjá opnu. I I Hva&a áhrif hafa verö- * breytingar á fiski i Banda- | rikjunum á neysluna? a Búist við I i fiskverðs- \ hœkkun á j Bandaríkja- j markaði • Það kom fram á frétta- j mannafundi meö sjávarút- * vegsráöherra I gær aö menn . eru almennt bjartsýnir á aö | ckki sé langt aö bíöa verö- | hækkana á fiski á Banda- J rikjamarkaöi. Margt hafi . komiö fram sem bendi til | þess. Meöal þess sem nefnt er i ' þessu sambandi er batnandi I fjárhagur manna I Banda- | rikjunum og eins varö mikill • uppskerubrestur á korni þar J vestra sl. sumar vegna hita | og þurrka. Sá uppskeru- | brestur mun hafa þaö i för * meö sér aö verö á kjöti mun ! hækka verulega og kemur | þaö aö sjálfsögöu fisksölunni I til góöa. —S.dór . RAGNAR ARNALDS: Hallalaus rekstur ríkis- sjóðs í ár 7 miljarðar kr. áætlaðar í tekjuafgang á nœsta ári Það eru horfur á að ríkissjóður verði rekinn hallalaust á þessu ári,og á næsta ári er stef nt að rúm- lega 7 miljarða rekstrar- afgangi og 3/8 miljarða greiðsluafgangi hjá rikis- sjóði/ sagði Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra á blaðamannaf undi/ sem hann boðaði til í gær í til- efni þess að f járlagafrum- varpið hefur verið lagt fram á Alþingi. Fjármálaráöherra sagði, að ein af meginforsendum fjárlaga- frumvarpsins væri sú, að skatt- byrði tekju- og eignarskatta ein- staklinga sem hlutfall af tekjum greiösluárs haldist óbreytt milli áranna 1980 og 1981. Hins vegar væri spáð að tekjuskattur félaga yrði að óbreyttum álagningar- regium eitthvað lægri að raun- gildi á næsta ári, vegna lélegrar afkomu margra fyrirtækja nú i ár. Fjármálaráðherra tók fram a& skattar bænda og einstæöra foreldra væru i sérstakri athugun. Hann benti á, að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir, að rikisútgjöldin á næsta ári yrðu 526,5 miijarðar króna eða 28,2% af áætlaðri þjóöarframleiðslu. Talið er að I ár verði þetta hlutfail 28.6%. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1974 voru rikisútgjöldin 29,1% af þjóöarframleiöslu, 1975 31,4%, 1976 27,4%, 1977 28,1% Og 1978 29,3%. Það kom fram i máli fjármála- Ragnar Arnalds fjármálaráö- herra meö fjárlagafrumvarpið nýja. ráöherra, að gert er ráð fyrir, að heildarupphæð allra beinna skatta til rikis og sveitarfélaga nemi á næsta ári svipuðum hluta af tekjum manna á greiðsluárinu og nú i ár, þ.e. um 13,9% teknanna aö jafnaöi. Fjármálaráðherra greindi frá þvi, aö samkvæmt fjárlagafrum- varpinu væri áformað að rikis- sjóður greiddi niður skuldir á næsta ári um 3,3 miljaröa króna, sem væri upphæð afborgana umfram nýjar lántökur. — Láns- fjáráætlun verður lögð fram i byrjun nóvember. Þá vakti Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra m.a. athygli á nokkrum útgjaldaliðum frum- varpsins, þar sem hækkun milli ára er áformuö mun meiri en al- mennt gerist. Þar er fyrst hækkun til Bygg- ingarsjóös verkamanna úr 432 miljónum I 7500 miljónir til bygg- ingar verkamannabústaöa, þá nær tvöföldun framlags til Fram- kvæmdasjóös öryrkja,eða úr 1060 miljónum I 2010 miljónir, og þvi skylt nýr liöur til reksturs heimila fyrir þroskahefta,350 miljónir. Hér nefndi ráðherrann einnig liðinp framlög til listastarfsemi, sem á að hækka um tæp 80%, og sagði Ragnar að þarna væri m.a. um aö ræða verulega hækkun til leikfélaga áhugamanna, til Kvik- myndasjóðs, og til starfslauna listamanna. Harðar aðgerðir um mánaðamótin? 7 manna nefnd ASÍ fundaði í gær: Tillaga um aðgerðir fyrir stærri nefndir í dag Eins og skýrt var frá I Þjóðvilj- anum I gær kaus samninganefnd ASt 7 manna nefnd til aö gera til- lögur um aðgeröir verkalýös- hreyfingarinnar vegna neitunar vinnuveitenda a& ganga til samn- inga. Taldi samninganefnd ASt vinnuveitendur hafa sannaö þaö meö framkomu sinni s.l. laugar- dag þegar þeir höfnuöu tillögu sáttasemjara án þess aö reikna út hvaö i hcnni f ælist, aö þeir ætluöu sér alls ekki að semja viö verka- lýöshreyfinguna. Þessi 7 manna nefnd kom sam- an til fundar i hádeginu i gær og samdi þar tillögur sem lagðar verða fyrir 14 manna nefndina á fundi sem haldinn verður fyrir hádegi og siöan fyrir 43ja manna nefndina en fundur hennar hefst kl. 14.001 dag I „Karphúsinu” við Borgartún. Eftir þvi sem Þjóðviljinn kemst næst mun 7 manna nefndin leggja til að boðað verði til vinnu- stöðvana fyrir næstu mánaðar- mót og að um harðar aðgerðir verði að ræða. Mikil leynd hvíldi i gær yfir þessum tillögum og fékk Þjóðviljinn þetta ekki staðfest. Það mun siðan verða 43ja manna nefndin sem ákveöur endanlega til hvaða aðgerða verður gripið, þ.e. skorað á verkalýðsfélögin að gripa til og hvernig vinnu- stöðvunin verður framkvæmd, en i tillögu 7 manna nefndarinnar mun ekki tekið neitt fram um framkvæmd. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.