Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJ'IIVN Miðvikudagur 15. október 1980. DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds-. hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: EiÓur Bergmann KiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson • Auglýsingastjóri: Þorgeir ölafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsbiaös: Guðjón Frióriksson. Afgreibslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir. Kristín Astgeirsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórssor,. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Irigólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. •Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa:Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurÖardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristln Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. ^.AJtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. i Prentun: Blaöaþrent hf. Teningunum kastaö #Þáttaskil urðu í kjarasamningum verkalýðs- félaganna um síðustu helgi. Þá lagði sáttanefnd fram tillögu til lausnar deilunni. Tillaga sáttanefndar er í meginatriðum byggð á þeirri viðmiðun, að fólkið í verkalýðsfélögum innan A.S.I. fái hliðstæðar kjara- bætur og samið var um milli ríkisins og starfsmannna þess F ágústmánuði í sumar. # Samkvæmt tillögunni ætti kaup almennt að hækka um kr. 15.200,- á mánuði, en það samsvarar þeirri al- mennu launahækkun uppá kr. 14.000,- sem samið var um við BSRB að viðbættri hækkun verðbóta á laun þann 1. september s.l.. I tillögu sáttanefndar er síðan m.a. gert ráð fyrir því,að fólkið í lægstu launaf lokkunum fái til viðbótar sérstaka 10.000,- króna hækkun, en nærri lætur að slík sérstök láglaunahækkun samsvari verðbótaaukanum, sem láglaunafólk innan BSRB fær samkvæmt sínum samningum tvisvar á ári, það er ,,gólfinu" svokallaða. # Af þessu er Ijóst, að tillaga sáttanefndar gerir ráð fyrir rúmlega 25.000,- króna almennri hækkun á mánuði hjá lægstu launaf lokkunum, en auk þesser viðþað miðað að ,,kjarnasamningurinn" um röðun launaflokka, sem samkomulag var þegar orðið um milli samningsaðila, taki gildi. Þannig kemur enn til viðbótar allveruleg hækkun hjá ýmsum láglaunahópum, og finnast þannig dæmi um 35.000,- króna heildarhækkun á mánuði sam- kvæmt tillögunni. Vert er að minna á, að í kjarasamning- um BSRB var einnig um allverulegar f lokkatilfærslur að ræða, sem færðu kjarabætur. # Eins og hér hef ur verið rakið er greinilegt, að hvað verðar sjálfan launaliðinn hafa sáttanef ndarmenn reynt að fara eins nærri samkomulagi BSRB og ríkisins og unnter, og ætti reyndar öllum að hafa verið Ijóst allt frá gerð kjarasamninga BSRB í ágúst, að auðvitað er úti- lokaðfyrir verkalýðsfélögin innan A.S.Í. að sætta sig við minni launahækkanir en þar var samið um. — ( raun og veru hafa allir,sem eitthvað fylgjast með,vitað í margar vikur, — svona nokkurn veginn a.m.k. — hvaða launa- hækkun hlyti að felast í komandi kjarasamningum Al- þýðusambandsfélaganna. # Og hvað gerir Vinnuveitendasambandið nú? Þeir þurftu ekki nema örfáar mínútur til að hafna algjörlega tillögu sáttanefndar um sambærilegar launahækkanir við þær sem ríkið samdi um í sumar við sína starf smenn. Það er nú svo Ijóst sem verða má, að framvarðarsveit Sjálfstæðisf lokksins í forystu Vinnuveitendasambands- ins hefur ströng pólitísk fyrirmæli um að beita öllum ráðum til að koma af stað styrjöld á vinnumarkaðnum. — Þeim er bannað að semja um einfalda og sjálfsagða hluti. Þeir neita hinum lakast settu um þær lágmarks- kjarabætur, sem BSRB tryggði sinum félagsmönnum með samningum við ríkið. — Og svo hælist Morgunblaðið, um á laugardaginn var og upplýsir að atvinnurekendur* græði 100 miljónir með hverjum degi sem þeim tekst að tef ja samningana. # Svör Vinnuveitendasambandsins við sáttatillögunni gera myndina ijósa. Leiðum til friðsamlegs samkomu- lags hef ur verið lokað. Auðvitað gæti meirihluti Alþingis höggviðá hnútinn með lagasetningu og tryggt láglauna- fólki með þeim hætti sjálfsagðar kjarabætur. Slík laga- setning í þágu hagsmuna verkafólks væri auðvitað ekki hliðstæð, heldur fullkomin andstæða þeirra kaupráns- laga, sem löggjafinn hefur oft og einatt gripið til á undanförnum árum. • Hitt er svo annað mál,að til slíkra úrræða ber ekki að grípa f yrr en í síðustu lög, og f agnaðaref ni væri það, ef verkalýðshreyfingunni tækist að brjóta pólitískt sam- særi herranna í Vinnuveitendasambandinu á bak aftur með sínum eigin vopnum, samtakamætti verkafólks. En þá dugar ekkert hik lengur. Hver dagur er dýr. Lág launafólkið þarf kjarabætur strax. Ríkisstjórnin vill koma til móts við réttmætar kröf ur þess. Litil klíka póli- tískra samsærismanna i forystu Vinnuveitendasam- bandsins á ekki að komast upp með hvaða óskammfeilni sem er. Teningunum hefur verið kastað. Verkalýðs- hreyfingin á næsta leik. klippt Eignasala Flugleiða Flugleiöamálin eru enn I brennidepli, og nú slöast hafa umræöur spunnist um eignasölu og veöhæfni eigna félagsins. Þaö er næsta merkilegt hve skoöanir sveiflast til i þessum málum og forystumenn Flug- leiöa segja eitt i dag og annaö á morgun. Flugleiöamenn hafa sjálfir endurmetiö eignir félagsins, og hafa eftirlitsmenn rikisins sett fram efasemdir um þaö mat, og mun vist fleiri þykja þaö býsna hátt. Enginn hefur þö beinlínis haldiö þvi fram, aö félagiö eigi ekki fyrir skuldum, þótt ein- hverjir kunni aö hafa þá skoöun nú þegar. En þótt svo kunni aö vera, aö minnsta kosti á pappirnum, segir þaö litiö um veöhæfni eigna félagsins, og þvi er upp komin sú staöa, aö ein- hver eignasala er talin nauösyn- leg, enda hafa forráöamenn Flugleiöa fyrir löngu gert sér grein fyrir þvi, og sjálfir bent á möguleika i þeim efnum. Hver er að pína? IÞaö er þess vegna alröng still- ing mála, þegar Morgunblaöiö og fleiri fjölmiölar eru aö gera “ þvi skóna, vafalitiö aö undirlagi Iforráöamanna Flugleiöa, aö rikiö sé aö pina Flugleiöir til f eignasölu Veösetningar i eignum félags- ins: 1 endurmati Endurskoöunar h.f. á eignum eru flugvélar, aö DC-10 undanskilinni, metnar á 63.7 miljónir dollara, en veö- setningar vegna þessara véla eru 65 miljónir dollara, eöa yfir 100%. Helstu fasteignir félagsins, þ.e. hóteiin og skrifstofubygg- ingarnar I Reykjavik eru sam- kvæmt framreiknuöu fasteigna- mati metnar á 17.558.411 doll- ara, en eru veösettar á 9.886.561, dollara, eða um 56%. I reglum rikisábyrgöasjóös er ákvæöi um aö veö af fasteignum megi ekki fara yfir 60% af sérstöku mats veröi sjóösins. Nú hefur fjár- málaráöherra tilnefnt sérstaka matsmenn i þaö verkefni aö meta eignirnar, og er harla ólík- legt aö þeir veröleggi þær hærra en 17 miljónir dollara. A hlut- hafafundi Flugleiöa 8. október sl. lét félagskjörinn endurskoö- andi fyrirtækisins svo um mælt, aö hótelin væru nánast verö- laus, miöað viö núverandi ástand og útlit I feröamálum. Hver er . veðhæfnin? Alls eru eignir félagsins veö- settar fyrir nær 80 miljónir doll- ara en sjálfir meta Flugleiöa- menn eignir félagsins á 85 til 90 miljónir dollara, og er þá allt tint til, heima og erlendis.og rif- lega metið Þvi er mjög haldiö á lofti aö rikiö sé aö pina Flugleiðir til eignasöluv en auövitaö er ekki óeölilegt aö fjárhagsvandanum sé mætt aö talsveröu leyti meö þeim hætti. Fjármálaráöherra hefur skýrt frá þvi, aö ljóst sé, aö fjárhagsstaöa félagsins sé meö þeim hætti að útilokaö sé aö örugg veö komi fyrir 12 miljón dollara rikisábyrgð á lánum, nema félagiö breyti eignum sin- um aö einhverju leyti i laust fé. 1 þessu sambandi hefur veriö á það bent, aö fremur beri aö selja þær eignir, sem félagiö hefur komiö sér upp, og ekki eru I neinum tengslum viö beinan flugrekstur, heldur en þau tæki sem notuö eru I þjónustufluginu. hlutabréfin i Cargolux, og reyndar eru flestar aörar veiga- miklar eignir félagsins ekki auðseljanlegar. Flugleiöamenn telja sjálfir, aö litil von sé til þess aö þeim takist aö selja flugvélar sinar, þ.e. DC-8ur og Boeing 727-100 aö sinni. Undarlegar á- herslubreytingar í bréfi forstjóra Flugleiða til Steingrims Hermannssonar frá 1. október, þar sem taldar eru upp eignir fyrirtækisins og hugsanlegt söluverð þeirra, kemur fram aö fyrirtækiö telur rétt aö ekki veröi um frekari eignasölu aö ræöa en sölu á hlutabréfum I Cargolux og skrifstofubyggingu félagsins. I ljósi þessa er merkilegt, aö I Bent á það auð- seljanlegasta Aö svona liggur I málum veröur fullljóst af bréfi Siguröar Helgasonar forstjóra til sam- gönguráöherra, sem dagsett er 1. þessa mánaðar, eöa viku áöur en hluthafafundur var haldinn I félaginu. Þar segir, að ef um sölu eigna yröi aö ræöa, væri hagkvæmast aö selja hlutafé i Cargolux og skrifstofubyggingu félagsins á Reykjavikurflugvelli. Forstjór- inn telur, aö selja megi hluta- bréf I Cargolux á fjórföldu nafn- veröi, og meö sölu á þeim og skrifstofubyggingunni myndi félagiö skapa sér bætta greiðslufjárstöðu sem nemur 7.5 miljónum dollara. Ástæöan fyr- ir þvi aö Flugleiöir nefna þessar eignir sérstaklega er greinilega sú,aö þær eru auöseljanlegastar. Einu verömæti Flugleiöa erlendis, sem um munar, eru bréfi Steingrims Hermannsson- ar til hluthafafundar Flugleiöa frá 8. október er talað um sölu á hlutabréfum I Areogolf og Arn- arflugi, bilaleigu, hótel- og skrifstofubyggingu, auk flug- vélar. Þar er ekki minnst á Cargolux. Siöan upphefjast mögnuö blaöaskrif um aö rikiö sé aö plna Flugleiöir til þess aö selja allar eigur sinar. Klippari leggur engan dóm á það hvaöa eignir æskilegast væri aö selja, ef til kæmi, né hverjar hægter að selja. En þaö er ómögulegt annaö en aö taka eftir þessum undarlegu áherslu- breytingum og hvernig reynt hefur veriö aö leggja út á versta veg vangaveltur um eignasölu, sem forráöamenn Flugleiöa viröast sjálfir telja nær óhjákvæmilega. Þær hljóta aö vera liöur i áróðursstriöi en ekki innlegg i alvarlega umræöu um vanda Flugleiða. —ekh og skorrid S jómannaskáldsaga Guðlaugs Arasonar Hjá Máliog menningu er komin út ný skáldsaga eftir Guölaug Arason, Pelastikk. 1 forlagsum- sögn um bókina segir: ,, Pelastikk er sjómannasaga af bestu gerö og um leiö talsvert ný- stárleg ekki slst aö þvi leyti aö heimur sögunnar er bundinn við vitund og eftirtekt 8 ára drengs. Logi Kristinsson fær aö fljóta meö einn túr á sfldarbáti, og siöan framlengist leyfiö út alla vertlð- ina. Hiö afmarkaöa samfélag um borö birtist lesanda ljóslifandi meö augum barnsins, og um leiö er honum veitt skemmtileg inn- sýn i ýmsar hliöar þessa timabils I íslandssögunni, sem kallaö hefur veriö „sfldarárin . Börn og unglingar munu þvi ekki siöur hafa gaman af bókinni, þó aö þau kunni aö skilja hana nokkuö öörum skilningi en fullorönir les- endur. Lýsing drengsins er sjálfri sér samkvæm, blæbrigöarlk og lif- andi. Hér er lýst vettvangi karl- manna meö augum karlmanns- efnis, og þvi má segja aö lesandi kynnist hinni hliðinni á þeim heimi sem höfundur lýsir i Eld- húsmellum. Sagan er aö hluta til byggö á bernskuminningum höf- undar sjálfs, en persónur og at- burðir hlita aö öllu leyti lög- málum skáldsögunnar”. Pelastikk er fjóröa skáldsaga Guölaugs Arasonar. Aöur hafa komiö út eftir hann skáldsögurn- ar Vindur, vindur vinur minn, Vikursamfélagiö og Eldhús- mellur, sem hlaut 1. verölaun i skáldsagnakeppni Máls og menn- ingar og kom út áriö 1978. Pelastikk er 209 blaösiöur, prentuö I Odda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.