Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1980. SATT-kvöld á Borginni SATT-kvöld veröur haldiö aö Hótel Bore I kvöld. Fram koma: jass-kvartett Reynis Sigurössonar, hljómsveitin Tibrá frá Akra- nesi ásamt Valgeiri Skagfjörö. Heiöusrsgestur kvöldsins veröur DATO TRIFFLER frá Húsavlk. Þetta er fyrsta SATT-kvöldiö þar sem tónlistarmenn utan af landsbyggöinni veröa i meirihluta, en stefna SATT hefur verið aö ein hljómsveit utan Reykjavikur-svæöisins komi fram á hverju SATT-kvöldi. Kvartett Reynis Sig. skipa, auk hans, Asgeir Óskarsson trommur, Tómas Tómasson bassi og Þóröur Árnason gitar og hefja þeir leik sinn stundvislega kl. 9. Aðstandendur SATT-kvöldanna vekja á þvi athygli aö gefnu tilefni, aö þessi kvöld eru ætluð öllum sem áhuga hafa á lifandi tónlistarflutningi, og menn þurfa ekki aö vera félagar i SATT til aö sækja þau. Eöli og erföir sykursýki Námskeiös- og fræöslunefnd læknafélaganna efnir tii fundar um sykursýki I Domus Medica laugardaginn 18. okt. n.k. kl. 13.30. Dr. A.G. Cudworth, yfirlæknir viö St. Bartholomew’s Hospital Medical College i London, flytur fyrirlestur um nýlegar rann- sóknir á eðli og erföum sykursýki. Nokkrir islenskir læknar flytja einnig stutt yfirlitserindi um nýjungar I rannsóknum og meöferö sykursjúkra. Vetrarstaif Rangœingafélagsins Rangæingafélagiö i Reykjavik byrjar starfsár sitt á þessu hausti meö þvi aö Rangæingakórinn kemur saman til söng- æfinga. Þær veröa aö jafnaði einu sinni I viku I húsakynnum Kennaraháskóla tslands. í fyrravetur tóku tæplega 40 manns þátt i kórstarfinu,og væri mikill fengur aö fá fleira söngfólk til þátttöku I þvl. Söngglaöir Rangæingar eru ávallt velkomnir I kórinn, en formaöur hans er Einar Agústsson rafvirki, Bugöuiæk 8. Bridgedeild félagsins fer af staö i kvöld kl. 20.30 i Domus Medica, og er fyrirhugaö aö spila tvimenningskeppni annan hvern miövikudag i vetur. I haust eru ráögeröar eftirtaldar samkomur: Aðalfundur félagsins veröur haldinn i Domus Medica fimmtud. 23. október kl. 20:30. A dagskrá eru venjuleg aöalfundarstörf svo og um- ræöur um ýmis málefni félagsins. Kaffisamsæti fyrir eldra fólkiö er fyrirhugaö sunnudaginn 9. nóvember i safnaöarheimili Bústaöakirkju aö lokinni messu sem hefst kl. 14:00. Kvennadeild félagsins veröur aö venju meö kökubasar aö Hallveigarstööum laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00 til fjáröflunar fyrir kórinn. Geröu hreint viö Landmannalaugar Grjótiö fjarlægt af tjaldstæöinu. Slöustu ár hefur vaknaö skilningur á þvi aö vaxandi fjölda feröamanna þarf aö svara meö aukinni gæslu og aöhlynningu á Iandi. Friölandiö aö Fjallabaki, sem var til stofnaö á siöasta ári og þó einkum umhverfi Landmannalauga, er ágætur fulltrúi fyrir sllkan staö. Helgina 19.-21. september sl. stefndu ungmenni úr Feröafélag- inu Görpum i Hliöaskóla upp i Landmannalaugar I hreinsunar- og skoðunarferö. Feröin var farin aö tilhlutan Náttúruverndar- ráös og meö tilstyrk Feröamálaráös. Þátttakendur voru 27 nem- endur, 3 kennarar og starfsmaöur frá Náttúruverndarráöi.auk landvaröar á staönum. Grjót var hreinsaö af tjaldsvæöunum viö Námskvlsl og viö sæluhús Feröafélags Islands. 1 hrauninu meö- fram Jökulgilskvlslinni má viöa finna sorp I gjótum. Byrjaö var á hreinsun á þessu svæöi, en þar er mikiö starf óunniö. Ferö þessi, sem farin var I tilraunaskyni,tókst vel I alla staöi og veröur haldiö áfram á þessari braut,segir I frétt frá Náttúru- verndarráði. Utangarösmenn spila í MH Hljómsveitin Utangarösmenn heldur hljómleika i hátiöarsal Menntaskólans viö Hamrahliö i kvöld kl. 20:30. Þetta eru fyrstu hljómleikar Utangarösmanna á komandi vetrardagskrá. I kvöld munu Utangarösmenn flytja lög af fyrri piötum sinum og einnig lög af plötu sem þeir eru nú meö i smiöum um þessar mundir. Einnig veröa þarna leynigestir sem munu flytja lög af nýrri plötu sinni. Miöaverö er kr. 4000 og veröa miöar á hljómleikana seldir I skólanum i dag og I kvöld. Minningarsjóöur Olavs Brunborg Úr Minningarsjóði Olavs Brunborg veröur veittur styrkur aö upphæö fimm þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur sjóösins er aö styrkja Islenska stúdenta og kandidata til háskóla- náms I Noregi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins er styrkurinn aöeins veittur karlmönnum). Umsóknir um styrkinn, ásamt upplýsingum um nám og fjár- hagsástæöur, sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 15. nóvember 1980. J Frumvarp gegn tölvun jóstium: Óheimilt ad skrá stj órnmálaskoðanir Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um kerf isbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráöherra skipaöi I nóv. 1976 dr. Armann Snævarr hæstarétt- ardómara, Hjalta Zóþhóniasson fulltrúa I dómsmálaráöuneytinu og dr. Þorkel Helgason dósent I nefnd til aö vinna aö undirbúningi löggjafar um meðferð efnis i tölvum. Aörir sem störfuöu meö nefndinni voru Baldur Möller ráöuneytisstjóri og dr. Oddur Benediktsson dósent. Þetta frumvarp var lagt fram á Alþingi undir þinglok 1978, var siöan endurflutt nokkuö breytt I ársbyrjun 1980, en hlaut ekki af- greiöslu. Lögin taka til hverskonar kerfisbundinnar skráningar á upplýsingum varöandi einkamál- efni,þ.á m. fjárhagsmálefni ein- staklinga, stofnana, fyrirtækja. Lögin taka bæöi tii skráningar af hálfu fyrirtækja, félaga og stofn- ana og til skráningar á vegum opinberra aöila. Frumvarpiö gerir m.a. ráö fyrir aö óopinberir aöilar megi þvi aöeins koma viö kerfisbund- inni skráningu upplýsinga að skráning sé eölilegur þáttur i þeirra starfsemi. Opinberum aö- Þingsjá ilum veröi óheimilt að skrá upp- lýsingar er varöi þjóöerni manna, þjóöflokk, kynþátt og litarhátt, svo og skoðanir þeirra á stjórn- málum eöa einstökum stjórn- málalegum efnum og á trúmálum nema sérstök lagaheimild standi til þess. Þetta á einnig viö um upplýsingar varðandi brotaferil manna, kynlif þeirra og heilsu- hagi, notkun þeirra á áfengi og öörum vimugjöfum og svipuö einkalifsatriði. Opinberum aöilum er óheimilt aö stofna til kerfisbundinnar skráningar um einkamálefni nema ráöherra sem I hlut á sam- þykki þaö að höföu samráöi viö dómsmálaráöherra. Þær einar upplýsingar má skrá sem skipta ótvirætt máli um þau verkefni sem viðkomandi stjórnvalds- stofnun á aö sinna. Óheimilt er aö skrá upplýsingar um skoöanir manna á stjórnmálum o.s.fr. nema slikt sé nauösynlegt vegna notagildis skránna. Skráöir aöilar eiga rétt á vitneskju um upplýsingar sem skráöar hafa veriö um þá sjálfa. Upplýsingar af skrám er óheimilt aö láta I té öörum aðilum nema meö samþykki hins skráða. Þeim sem annast tölvuþjónustu er óheimilt að varöveita eöa vinna úr upplýsingum um einka- málefni nema þeir hafi starfsleyfi til er tölvunefnd veitir. Starfs- menn viö tölvuþjónustu eru bundnir þagnarheiti. Tölvunefnd hefur eftirlit meö framkvæmdþessaralaga. Hún er skipuö 3 mönnum sem dóms- málaráöherra skipar til fjögurra ára I senn. Frumvarpinu fylgir itarleg greinargerð. 1 henni er m.a. fjallaðum þörfina á löggjöf vegna tölvutækni nútimans og drepiö á erlend lög og lagafrumvörp varð- andi skráningu á persónuhögum og afskipti fjölþjóölegra stofnana af þessum málum. —gb. NÝ ÞINGMÁL t neöri deild Alþingis hefur veriö Iagt fram frumvarp tii laga um LISTSKREYTINGAR OPIN- BERRA BYGGINGA. Flutnings- menn eru Birgir Isl. Gunnarsson, Halldór Blöndal og ólafur G. Einarsson. Friörik Sophusson og Birgir Isl. Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. t neöri deild hefur einnig veriö lagt fram frumvarp til laga um söngmálastjóra og Tónskóla þjóökirkjunnar. Frumvarpiö byggist I meginatriöum á frum- varpi sem samþykkt var á siöasta kirkjuþingi. Þaö var lagt fram I lok þingsins voriö 1980 en hlaut ekki umfjöllun. Frumvarpínu fylgir skýrsla um starf söngmála- stjóra,samin af Hauki Guölaugs- syni. Benedikt Gröndal og Arni Gunnarsson eru fiutningsmenn tillögu um fullnægjandi land- helgisgæslu þess efnis aö Alþingi álykti aö skipa nefnd til aö kanna hversu mikla og hvers konar gæslu 200 milna efnahags- og mengunarlögsagan útheimtir og hvernig Islendingar eru I stakk búnir til aö gegna þvi hlutverki á viðunandi hátt. Þingmenn Vesturlandskjör- dæmis eru flutningsmenn tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmustu samgönguleiöum um Hvalfjörö. Þeir Vesturlandsþingmenn, aö undanskildum Jósef H. Þorgeirs- syni, eru einnig flutningsmenn þingsályktunartillögu um aö gerö veröi áætlun um iönþróun á Vesturlandi. Þingmenn Alþýöuflokksins eru flutningsmenn tillögu um aukn- ingu orkufreks iönaöar og aö Al- þingi kjósi nefnd sjö þingmanna sem fjalli um stórfellda aukningu á orkufrekum iönaöi næstu ár til aönýta I rlkari mæli en nú er gert hinar miklu óbeisluöu orkulindir vatnsfalla og jaröhita, bæta lifs- kjör og auka trausta atvinnu, framleiöslu og útflutning þjóöar- innar. Fyrirspurnir hafa borist frá Alexander Stefánssyni til heil- brigöis- og tryggingamálaráö- herra varöandi endurskoöun laga um almannatryggingar og undir- búning löggjafar um verötryggö- an llfeyrissjóð fyrir alla lands- menn. Frá Pétri Sigurössyni til félags- málaráöherra um styrki til bygg- inga orlofsheimila verkalýös- samtakanna. Frá Arna Gunnarssyni til sam- gönguráöherra um hvaö hann hyggist gera I málefnum Flugfé- lags Noröurlands og Arnarflugs varöandi umsóknir þessara fé- laga um flug á leiöinni Akureyri — Ólafsfjöröur — Reykjavík. Frá Karvel Pálmasyni til sjávarútvegsráöherra um hækk- un á greiöslu fæöispeninga til sjó- manna. Frá Magnúsi H. Magnússyni til heilbrigöis- og tryggingamála- ráöherra um samræmt lífeyris- réttindakerfi fyrir alla lands- menn. Frá Lárusi Jónssyni til félags- málaráöherra um kaupmátt timakaups verkamanna og hækk- un visitölu frá „sólstööusamn- ingunum”. Frá Lárusi Jónssyni til iönaöarráöherra um raforku til húshitunar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.