Þjóðviljinn - 15.10.1980, Side 7
Mi&vikudagur 15. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Jafnréttisslöan kveöur nú
lesendur Þjóöviljans aö sinni. Á
undanförnum árum hafa
margir komiö viö sögu siöunn-
ar, allt frá þvi aö Vilborg
Haröardóttir hleypti henni af
stokkunum áriö 1973. Jafnréttis-
siöan hefur á stundum valdiö
deilum og menn hafa ekki veriö
á eitt sáttir um þann málflutn-
ing,sem þar hefur veriöhaföur I
frammi. Hvaö um þaö, jafn-
réttissinnar vona aö hún hafi
átt sinn þátt í aö halda jafn-
réttisumræöunni vakandi.og aö
ef til vill hafi einhverjir fyllst
eldmóöi og baráttuvilja viö
lestur hennar.
A þessari kveðjustund (við
skulum ekki gerast of hátiðleg)
finnst okkur tilhlýöilegt aö ræöa
viö félaga úr miöstöö Rauð-
sokkahreyfingarinnar, en Jafn-
réttissiðan hefur löngum verið i
nánum tengslum viö rauðsokka.
Þær Hjördis Hjartardóttir og
Kristin Astgeirsdóttir settust
niður eina kvöldstund i vikunni
sem leiðog svöruöu spurningum
Jafnréttissiðunnar, en báðar
hafa lagt andlit sitt til sögu sið-
unnar.
Jfrs.: Hvers vegna á aö leggja
Jafnréttissiöuna niöur?
H. og K.: Félagar úr Rauð-
sokkahreyfingunni hafa löngum
séð um siðuna, og þess vegna
hefur hún oft verið rædd innan
hreyfingarinnar. Þeirrar skoð-
unar hefur gætt að undanförnu
að siðan sé búin að ganga sér til
húðar,hún sé orðin stöðnuð bæði
að formi og innihaldi.og Þjóð-
viljanum sé vel treystandi til að
sinna jafnréttismálum án sér-
stakrar siöu. Okkur finnst nær
að beina kröftunum að blaðinu
okkar Forvitinni Rauðri, efla
það og bæta, og reyna að finna
ýmsar aðrar leiðir til að koma
málstað okkar á framfæri. Við
höfum þegar gert átak til að
koma upplýsingum um það sem
er á döfinni til félaga okkar með
fréttabréfi,sem verður sent út
mánaðarlega. Fyrir alla þá sem
fylgjast með hreyfingunni.bæði
hér i bænum og úti á landi,er
leikur einn að hafa samband við
okkur og fá bréfið sent, en við
munum að sjálfsögðu reyna að
koma fréttum á framfæri, þegar
eitthvað er i bigerð.
Komi hins vegar i ljós grátur
og gnistran tanna og sár sökn-
uður, vegna siðunnar.ja þá ættu
menn að láta Þjóðviíjann vita
og úthella tárum sinum par.
Jfrs.: Hvaö er á döfinni i
kvennabaráttunni þessa dag-
ana?
H. og K.: Það er sko eitt og
annað. t fyrsta lagi erum við
um þessar mundir að halda
kynningafundi fyrir þá sem
vilja kynnast hreyfingunni; sá
næsti verður á fimmtudag kl.
20.30. Nú,svo er morgunkaffi á
hverjum laugardegi i Sokkholti
og þar er yfirleitt gestur sem
spjallar um eitthvað ákveðið
efni. Þessir kaffifundir hafa oft
verið verulega skemmtilegir.
Við minnum á að 24. okt. er
framundan,og þaö er hreint ekki
óliklegt að rauðsokkar láti eitt-
hvað frá sér heyra þann dag,
þegar fimm ár verða liðin frá
kvennaverkfallinu. Kvennahá-
tið er framundan,og að öllum
likindum verður hún með nýju
sniði, en það er allt i undirbún-
ingi. Við ætlum að halda opna
umræðufundi mánaðarlega
i vetur, annað hvort i húsa-
kynnum okkar eöa úti i bæ,og
Elin
ólafsdóttir
Katrin
Didriksen
Eirlknr
Guöjónsson
Hildur
Jónsdóttir
Kristln
Astgeirsdóttir
Umsjón
af hálfu
Þjdðviljans:'
Kristín
Astgeirs-
dóttir
Jafnréttissíöan kveður:
Hvenær fá konur
þar á aö ræða alls kyns mál sem
við teljum brýnt að ýta við. Þar
má nefna samningamálin og
stöðu láglaunakvenna, dag-
vistarmál, ofbeldi gegn konum,
karlahreyfingar o.fl. Siðast en
ekki sist eru það okkar ágætu
grunnhópar sem greinilega eiga
vinsældum að fagna og hafa
reynst vel það sem af er.
Jfrs.: Þiö minntust á fimm ára
afmæli kvennaverkfallsins.
Finnst ykkur eitthvaö hafa
breyst á þessum fimm árum.eöa
liggja sömu pottbrotin á gólfi
samfélagsins?
H. og K.: Kannski hugarfarið,
en þaö sagði i niðurstöðum
Sameinuðu þjóðanna fyrir
kvennaráöstefnuna i Kaup-
mannahöfn,að staða kvenna i
heminum hefði versnað á sið-
ustu fimm árum.og það gildir
lika hér. Það eru enn sömu
pottarnir brotnir, gott ef ekki
fleiri. Staða láglaunakvenna hér
á landi er svo hrikaleg,að manni
næstum þvi fallast hendur.
Hvar endar þetta með öllu þessu
gifurlega vinnuálagi? Það er
hægt að telja upp sömu tugguna
og við höfum verið að tyggja
undanfarin ár: dagvistarmálin,
fæðingarorlofið, vinnuálagið,
kröfur um styttan vinnutima,
allt of lág laun fyrir dagvinnu,
Rœtt við tvo
félaga úr miðstöð
Rauðsokka-
hreyfingarinnar
áhrifaleysi kvenna á öllum
sviðum og sáralitil þátttaka i
félagslegri baráttu, aö ekki sé
minnst á að við höldum okkar
vöku i fóstureyðingamálinu og
kröfunni um að konur ráði yfir
eigin likama. Það hefur litið
þokast á siðustu fimm árum,og
það verður ekki séð að neinna
breytinga sé von á næstunni.
Spurningin er hins vegar sú,
hvaö konur ætla að láta bjóða
sér þetta ástand lengi. Það
verður eitthvað að gera, eitt-
hvað meira en litið róttækt.
Þetta þrælalif sem konur og
karlar lifa á landi hér, hlýtur
fyrr eða siðar að hafa alvar-
legar afleiðingar (sem gætir nú
þegar I aukinni lyfjaneyslu,
taugaveiklun, drykkju og of-
beldi) bæði fyrir konurnar
sjálfar og ekki sfður þá kynslóð
sem er að vaxa úr grasi, en eins
og við vitum liggur ábyrgðin af
uppeldinu og hemilishaldinu að
mestu á herðum kvenna, auk
vinnu utanheimilis. Það kemur
að þvi að ei.tthvað gerist
Jfrs.: Rfldr áhugi á jafnréttis-
baráttunni,eöa er hún i lægö?
H. og K.: Hún hefur verið
fremur i lægö undanfarin ár, en
við höfum fundið það greinilega
,að nú er lag, svo vitnað sé i
frægt slagorö. Það eru stöðugt
að koma konur til okkar, til að
spyrjaumhreyfinguna,ogtil að
gerast félagar. Sennilega á um-
ræðan, sem fram fór I sumar,
bæði vegna kvennaráðstefnunn-
ar I Kaupmannahöín, og ekki
siðurvegna forsetakosninganna^
sinn þátt i auknum áhuga, og
vonandi eru konur búnar að fá
nóg af kvennakúguninni og vilja
fara að gera eitthvað til að
breyta ástandinu. Eins og við
vitum eru orð til alls fyrst.
Jfrs.: Þiö bjóöiö upp á grunn-
hópa til aöbyrja meö. Hvaö ger-
ist i slikum hópum?
H. og K.: Þar ræða konurnar
saman um lif sitt og reynslu,
eftir þvi sem þær vilja (engin
segir meira en hún vill segja),
til að kynnast og til að létta af
sér ýmsum „komplexum ”.
Siðan taka við verkefni eftir
áhuga hvers hóps, t.d. að lesa
nóg?
saman, þýða, skrifa greinar,
eða annað sem kemur fleiri
til góöa. Slikir grunnhópar eru
að dómi kvennahreyfinga er-
lendis algjör nauðsyn til að
skapa samstöðu kvenna, til að
hjálpa þeim að skilja og skil-
greina sina eigin kúgun og til að
þær losni við þá tilfinningu að
þær séu eitthvað skrýtnar eða
misheppnaðar. Allar eigum við
okkar vandamál, og hvað er
betra en að leysa þau i samein-
ingu og berjast saman til að
bæta stöðu allra kvenna?
Kynningafundur
Rauðsokka
Kynningafundur Rauð-
sokkahreyfingarinnar
verður á fimmtudagskvöld
kl. 20.30. Rætt verður um
sögu hreyfingarinnar, starf
hennar og stefnu. Allir vel-
komnir.
Rauösokkahreyfingin.
í morgunkaffi Rauðsokka
Léleg laun og
mikið álag
Þaö er merkileg staöreynd aö
þeim fer fækkandi sem sækja
inn I Fóstruskólann. Hvaö veld-
ur? Fóstrur eru ekki i’neinum
vafa um aö léleg iaun, slæm aö-
staöa á dagvistarstofnunum og
mikiö vinnuálag valdi þvi aö
fóstrumenntun, jafn nauösynleg
og hún er i samfélaginu, freisti
ekki ungs fólks.
Þetta kom fram i morgunkaffi
rauðsokka sl. laugardag. Þar
mættu Arna Jónsdóttir, for-
stöðukona Sunnuborgar, Ingi-
geröur og Anna úr Fóstru-
skólanum og Elin Edda frá for-
eldrasamtökum barna á dag-
vistarstofnunum borgarinnar.
Arna kynnti launakjör fóstra
og sagði að undanfarin tvö ár
hefðu þær verið mjög óánægðar
með kjör sin. Fóstrufélagið er
ekki stéttarfélag, heldur eru
þær i ýmsum félögum á landinu,
hér i Reykjavik i Starfsmanna-
félagi Reykjvaikurborgar.
Fóstrur eru i 10. launaflokki og
byrjunarlaunin eru 444 þús. kr.
Þær vilja komast i 13. launa-
flokk og fyrst og fremst að sér-
kröfur þeirra nái fram að
ganga. Það hefur hins vegar
ekki enn verið samið um sér-
kröfur fyrir BSRB þrátt fyrir
lög þar að lútandi og þess vegna
halda fóstrur fast við uppsagnir
sinar frá og með 1. des. Fyrir
skömmu náðist samkomulag
um að fóstrur fengju undirbún-
ingstima svipað og kennarar fá,
2 tima á viku, en þær telja lág-
mark vera 5 tima. Hvað á að
gera á þessum undirbúnings-
tima? Jú, kynnast þvi sem nú
er að gerast i dagvistarstofnun-
um lesa sér til um nýjungar
komast I kynnisferðir, endur-
hæfa sig o.fl. sem auðvitað er
nauðsynlegt i uppeldisstarfi
sem stöðugt býður upp á
nýjungar.
Fóstrur og
foreldri segja
frá ástandi
dagvistarmála
Það kom fram i máli örnu að
á dagvistarstofnunum borgar-
innar eru allt að 22 börn á
hverja fóstru (á leikskóla), en
viðast hvar eru þau þó mun
færri, allt of mörg samt að mati
fóstranna.
Það eru launamálin og mikill
fjöldi barna sem gera starfið
erfitt og litt eftirsóknarvert og
Arna lét þess getið að þetta væri
alltaf sama baráttan, að fá fólk
til aö skilja að dagvistarstofn-
anir eru uppeldisstofnanir, en
ekki geymslur, og aö það sem
þar fer fram er ekkert einkamál
fóstranna, heldur foreldranna
og samfélagsins lika.
1 borginni eru starfandi 10 for-
eldrafélög og það eru ekki nema
þrjú ár frá þvi að hið fyrsta var
stofnaö. Elln Edda sagði það
sina reynslu að foreldrar barna
væru almennt afskaplega
áhugalitlir um það sem börnum
þeirra er boðið upp á, en þó færi
það heldur skánandi. Það væri
mikilvægt, að fá foreldrana til
að koma og vera með i starfinu,
þvi þeir héldu þá áfram að
fylgjast með, eftir að krakk-
arnir komast á skólaaldur.
Foreldrasamtökin stefna að
þvi að stofna fleiri félög, auka
samstarf foreldra og leggja sitt
af mörkum til að fá fleiri góöar
dagvistarstofnanir. Eitt ráð til
þess er að styðja kjarabaráttu
fóstra og einnig að fá fulltrúa i
dagvistarnefnd borgarinnar.
A fundinum komu fram
vangaveltur um það hvað hægt
væri að gera til að bæta úr
neyðarástandinu i dagvistar-
málum, þvi þrátt fyrir ný heim-
ili, er langt frá þvi að þörfum
forgangshópanna sé fullnægt,
hvað þá annarra hópa. Hér með
er auglýst eftir hugmyndum
hvað ber að gera.
Fðstrunemarnir Ingigerður
og Anna sögðu aö nú væru tveir
karlmenn i Fóstruskólanum af
þeim 169 nemendum sem þar
eru. Þeim fannst uggvænlegt að
aðsóknin að skólanum væri að
minnka og sögðu að fóstru-
nemar styddu fóstrur i kjara-
baráttunni, en þær óttuðust að
þær væru of linar I kröfum sin-
um. Þær sögðu einnig að ýmis-
legt væri til umræðu, til að gera
skólann aögengilegri, lika fyrir
karlmenn, svo sem að breyta
nafninu o.fl., en meginástæðan
fyrir fallandi gengi er: léleg
laun, vinnuálag og þaö hve
fóstrumenntun er litils metin i
samfélaginu. _ ^á