Þjóðviljinn - 15.10.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Side 13
Miövikudagur 15. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Idnþróunar- fulltrúi fyrir Austur- land Austfirðingar hafa nú ráðið til sin sérstakan iönþróunarfulltrúa. Er það Halldór Arnason, sonur Arna Halldórssonar, lögfræðings á Egilsstööum. Halldór hefur á ýmislegt lagt gjörva hönd. A sinum tíma lærði hann sútunfen stundaði siðan um hrið verkamannastörf og sjó- mennsku. Prófi lauk hann frá undirbúningsdeild Tækniskólans 1973. Upp úr þvi tók hann að nema við Háskólann og lauk BS-prófi i efnafræði 1977. Las siðan rekstrar- og þjóðhagsfræði i Lundi i Sviþjóð og lauk námi þar nú i haust. Iðnaðarráðuneytið hefur veitt fé til þess að undirbúa iðn- þróunarstarf i fjórðungnum. Það mun og sjá um greiðslu, sem nemur föstum launum iðn- þróunarfulltrúans, en Aust- firðingar binda mikla vonir við að starf hans verði mikil lyftistöng fyrir ýmiss konar iðnað i fjórð- ungnum. —mhg Claude Levf-Strauss: Mythos und Bedeutung. Funf Radiovortrage. Gesprache mit Claude Lévl- Strauss. Herausgegeben von Adelbert Reif. edition surhkamp. Neu Folge Band 27. Suhrkamp Verlag 1980. Allt frá þvl á 17. öld meö upp- komu skynsemisstefnu og vis- indalegra rannsóknaraðferða, hafa goösögur eða mytur verið taldar heilaspuni frumstæðra manna og að á þeim væri ekkert mark takandi. Það er ekki fyrr en á vorum dögum, aö mytan er tal- in rannsóknarverö og aö goðsög- urnar séu snar þáttur mennskrar sögu og þróunarsögu meðvitunar- innar. Sá maöur sem hefur gert mönnum skiljanlega þýðingu goðsagnanna er Claude Lévi- Strauss. Þessi erindi sem hér eru gefin út, voru upphaflega flutt sem út- varpserindi i desember 1977. Erindin eru nokkuð lengd i þess- ari útgáfu. Erindin eru fimm. Fyrst skýrir höfundur hugtakiö strukturalismus og frá þvi á hvern hátt hugsanageröin þróast, siöan er borinn saman hugsanagangur hinna svonefndu frumstæðu mannflokka og visindamanna nútimans. Fjallaö er um hvort myturnar eins og C.L.-S. útlistar þær séu upprunalega eigin gerö- ar, en ekki meira og minna kerf- aðar af C.L-S. 1 siðasta erindinu er fjallaö um mytur og hljómlist, ,en höfundurinn ^heldur þvi fram að mytur og músik eigi sér upp- haf I málinu og séu af sama toga en hafi þróast i ákveðnar áttir er á leiö. Þessi erindi skýra margt 1 kenningum Lévi-Strauss og til enn frekari skýringar eru einnig birt viðtöl höfundar um efnin við ýmsa kunna franska fræðimenn. Bók þessi er ágætt inngangsrit að kenningum Claude Lévi- Strauss. Suhrkamp hefur gefiö út flestöll rita Lévi-Strauss á þýsku, m.a. Mythologica I-IV, Strukturale Anthropologie, Das wilde Denken. ALÞVÐUBANDALAGIÐ Umræðufundur um kjaramál Atvinnulýðræði Næsti fundur I umræöufundaröð um kjaramál verð- ur miðvikudaginn 15. okt. kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Á fundinum hefur Björn Arnórsson framsögn um atvinnulýðræði. Félagar fjölmennið og fræðist jafn- framt þvi að taka þátt I undirbúningi ABR fyrir landsfund. Alþýðubandalagið i uppsveitum Árnessýslu Aöalfundur Alþýðubandalagsins I uppsveitum Arnessýslu veröur hald inn í Aratungu miðvikudaginn 22. okt. n.k.og hefstkl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa i kjördæmisráð og á landsfund. 3. Félagsmálin. 4. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra flytur ræðu um stjórnmálin og rlkisstjórnarþátt- tökuna. Stjórnin Alþýðubandlagið i Hafnarfirði FÉLAGSFUNDUR miðvikudaginn 15. okt. kl. 20.30 í Skálanum. Fundarefni: 1. Undirbúningur fyrir landsfundinn 20.—23. nóv. 2. Kosn- ing fulltrúa á landsfund. 3. Onnur mál. — Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka þátt i mótun stefnuflokksins. — Stjórnin. FÉLAGSGJÖLD ABR Um leiö og stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik hvetur félaga til að taka virkan þátt i starfi félagsins minnum við þá sem enn hafa ekki greitt útsenda giróseðla aö gera þaðsem fyrst. — Stjórn ABR. Alþýðubandalagið i Þorlákshöfn og nágrenni heldur aðalfund sinn að Reykjabraut 5, Þorlákshöfnj sunnudaginn 19. okt. kl. 16.00. Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Kjördæmisráð Norðurlands vestra AÐALFUNDUR f féjagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 18. októ- ber kl. 13. Dagskrá: 1. Formaður kjördæmisráðs, Jón Torfason frá Torfalæk.set- ur fundinn. 2. Félagsstarfið i kjördæminu. 3. Stjórnmálaviðhorfið. Almennur opinn fundur verður haldinn i félagsheimilinu kl. 16:30—19:00 um störf rikisstjórnarinnar, kjarasamningamál og hags- munamál kjördæmisins. — Frummælandi verður Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. — Fundurinn er öllum opinn. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Alþýðubandalagsfélag Akraness og nágrennis Félagsfundur verður haldinn f Rein mánudaginn 20. okt. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviðhorfið, Skúli Alexandersson. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. 4. Blaðaútgáfa. önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Keflavík Fundur I Tjarnarlundi n.k. fimmtudagskvöld 16.10. kl. 20:30. Kosin verður uppstillingarnefnd og rætt um vetrarstarfiö. Kaffiveitingar. Stjórnin. Umræður um fjölskyldupólitik Sfðasti fundurinn i umræðufundaröö um fjölskyldupólitik verður haldinn fimmtudaginn 16. okt. kl. 20.30 aö Freyjugötu 27. Fundarefni: Samantekt og úrvinnsla á efni fyrri funda og ræddar hugmyndir að til- lögum sem leggja á fyrir fulltrúaráðsfund ABR og landsfund. Félagar fjölmennið og takið þátt i stefnumótun ABR fyrir landsfund. Ath: Nýr fundarstaður. Stjórn ABR Iþróttir Framhald af bls. 11. söfnuði, og segist hann hafa lært margt af þvi starfi, enda sé það fólgið i predikunum og sálgæslu. Aöspurður um stærsta sigur sinn i körfuboltanum, sagði Cosic að það hefði verið 1968, þegar Júgóslaviu tókst i fyrsta sinn að sigra Sovétmenn. „Siðan þá höf- um við átt fremur gott með að sigra Rússana. Það kom mér t.d. ekki mjög á övart, þegar við sigr- uðum þá i úrslitaleiknum á Öly mpiuleikunum i Moskvu (íeiknum lauk meö 101-91, eftir iramlengingu)” bætti hann við. Á morgun verður Kresimir Cosic i eldlinunni i Laugardals- höllinni ásamt félögum sinum i Cibona Zagreb. Hann er 2.03 m á hæð og yfir 100 kg að þyngd. Þaö verður gaman að fylgjast með þvi hvernig tslandsmeisturum Vais gengur að ráða við kappanna. —IngH Blikkiðjan Ásgaröi 1, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SÍMI53468 Allur akstur krefst varkárni fS Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UUMFERÐAR RÁÐ TOMMI OG BOMMI FOLDA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.