Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.10.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN MiOvikudagur 15. október 1980. Aöaisimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaösins i þessunt simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 8152.7, umbrot afgreiðslu 81663 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiðslu blaðsins.i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar' á vakt öll kvöld. 81333 81348 60 manna sambands- stjórn VSÍ fundar vegna verk- fallshótana 1 fréttatilkynningu sem Þjóó- viljanum barst i gær frá Vinnu- veitendasambandi Islands, er skýrt frá þvi aó 60 manna sam- bandsstjórn sambandsins hafi verió boóuó til fundar i dag, mió- vikudag, vegna hótana ASl um verkfalisaógeróir. Þá segir i þessari fréttatilkynn- ingu aö þá samninga, sem náöst hafa milli ASI og VSÍ um tilfærsl- ur millilaunaflokkajmegi meta til 7.5% kauphækkana og aö sáttatil- laga sáttanefndar geri ráö fyrir 11% launahækkun aó meöaltali. Segir VSI aö þessi hækkun muni leiða til 87% verðbólgu i nóvem- ber nk. Þvi má bæta hér við,aö sam- kvæmt útreikningi ASl er mesta kauphækkun sem felst i tillögu sáttanefndar 8.6% en minnsta 2.89%. —S.dór Frumvarp um horfna menn Lagt hefur veriö fyrir Alþingi frumvarp til laga um horfna menn. Frumvarpiö er samiö aö tilhiutan dómsmálaráöuneytisins af Armanni Snævarr hæstaréttar- dómara. t greinargerö meö frumvarpinu segir m.a.: „Þegar maður hefir horfið, þ.e. þegar þeir sem hagsmuna hafa aö gæta vegna dauða hans, geta ekki sannað, hvar hann er niður kom- inn eða hvort hann er llfs eða lið- inn, geta skapast ýmis vandamál i sambandi viö eignir hans og réttarstöðu.” 1 lögunum er fjallaö um varð- veislu og ráðstöfun á fjármunum horfins manns. I greinargerðinni er minnt á að viö andlát fellur rétthæfi manns almennt niður. Þá reynir á sérstaka skiptameöferö á búi hans, hjúskapur fellur niöur, refsiábyrgð fellur á brott, á llftryggingagreiðsiur getur reynt o.s.frv. Fyrsta frumvarp um þessi mál var flutt 1922 af Pétri Ottesen og Jóni A. Jónssyni; „frumvarp til laga um sönnun fyrir dauða sætýndra manna”. En reynslan hefur veriö sú,aö þeim lögum er of þröngur stakkur skorinn, og bæta þessi nýju lög vonandi úr þvi. I lögunum er fjallað um hvenær maöur skuli úrskuröaöur látinn og segir m.a. i greinar- gerðinni um það: „Vera má, að maöur, sem horf- inn er sé á lifi og dómur um, aö maöur sé talinn látinn, getur vita- skuld raskað mjög hagsmunum manns, eignarrétti og persónu- legristöðu hans. Hafa verður hér m.a. hugfast, aö eigi er ávallt sýnt, aö viðkomandi verði sakað- ur um vitavert tómlæti um aö koma á framfæri við vandamenn sina vitneskju um, hvar hann sé niöur kominn, svo sem þegar hann hefir sætt fangavist erlendis eða sætt innilokun á geöveikra- hæli o.fl. —gb Hverjir eru á ferö? Sirkus sem fór landavillt, kannski nýtt farandieik- hús — eöa kannski Gleöin ogSorgin? (Ijósm gel) Reykjavíkurkratar áhyggjufullir: Frumstæður og ómengaður kommúnismi! i ályktun kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vik sem haldið var um sl. helgi er Alþýðubandalagið i aðalhlutverki/ enda er því kennt um //aðgerðarleysi" ríkisstjórnarinnar, verð- bólgu og aðra óáran i þjóð- félaginu. „Einkenni núverandi ríkisstjórnar segir þar er kannski það helst, að Alþýðubandalagið, sem ár- um saman hefur verið málsvari aðgerðarleysis í þjóðfélagsmálum, eykur áhrif sín jafnt og þétt með því, (sérstaklega undir- strikað) að núverandi ríkisstjórn hefst ekki að og sjúkleg einkenni verðbólgu og þenslu verða æ Ijósari." Meginatriði stjórnmálaálykt- unar kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins er að öðru leyti vörn fyrir hávaxtastefnu Alþýðu- flokksins og Vilmundar Gylfason- ar. I sérstakri ályktun um Flug- leiðir, þar sem tekið er undir flest sjónarmið Alþýðubandalagsins I þeim málum, er þessi kafli: „Hinsvegar telur Alþýðu- flokkurinn I Reykjavik hættulegt og andstætt hagsmunum þjóöar- innar aö ráðast nú á Flugleiðir og fjandskapast við félagið, eins og Alþýðubandalagsmenn hafa gert innan rikisstjórnar og utan.” 1 sérályktun um Alþýðubanda- lagið og kommúnismann er endurprentaður rösklega helm- ingur 28.siðu i stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins þar sem fjallað er um breytingar á auðvaldsskipu- laginu og baráttuna um valdiö. Siðan vekur kjördæmisþing Alþfl. I Rvik athygli á „að þennan ómengaða og frumstæða komm- unisma er að finna I svokallaðri stefnuskrá Alþýðubandalagsins”. Höfundar þessa plaggs er ekki getið að ööru leyti en þvi, að for- málsorö fyrir ritinu ritar Ragnar Arnalds, núverandi fjármálaráð- herra. Vert er að vekja rækilega athygli á þvi, að menn sem hafa frumstæðan og ómengaðan kommúnisma I stefnuskrá sinni, eins og hér að framan greinir, sitja nú í rikisstjórn, og hafa þar meiri áhrif en áður,annars vegar vegna djúpstæðs klofnings i Sjálf- stæðisflokki og hins vegar vegna sinnuleysis i Framsóknarflokki.” —ekh ! Fundur hjá bóka- | gerðarmönnum; | j Einróma j ' stuðningur ; ! við samninga-. nefndina I Bókageröarmenn héldu 1 Ifélagsfund i fyrrakvöld, þar I sem staöan i samningamál- I unum var rædd, en eins og I , menn eflaust muna slitnaöi uppúr samningaviöræöum þeirra og prentsmiöju- eigenda á dögunum vegna krafna bókagerðarmanna. A þessum félagsfundi var * Isamþykkt ályktun þar sem I fundurinn lýsti yfir ein- I dregnum stuðningi við • , samninganefnd bókagerðar- * Imanna i þessu máli. Að sögn Magnúsar Einars I Sigurðssonar, formanns hins I , nýja félags bókagerðar- ’ Imanna, var einhugur á I fundinum og menn ákveðnir I i að gefa ekkert eftir i at- > , vinnuöryggiskröfunum. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: Vandi frystíhúsa og útgerðar réði fiskverði Sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson boðaði til fréttamanna- fundar í gær til að skýra út hvað það var sem lá að baki fiskverðsákvörðunar 1. okt. sl./Sem svo mjög er umdeild, einkum meðal sjómanna. Sagði ráðherra að margt hefði verið sagt um þetta mál og ýmislegt miður skynsamlegt. Steingrfmur sagði aö sam- kvæmt útreikningum Þjóöhags- stofnunar, sem hann lét fram- kvæma, heföi halli á frysti- iönaðinum veriö um 8% áður en hið nýja fiskverö var ákveöiö. Á móti kæmi hins vegar að gengis- sig i september heföi verið 7.5% og miðað við aö fiskverð hækkaöi aðeins um 8% til skipta eins og gert var, ættu endar að ná saman hjá frystihúsunum. Þá benti ráöherra á, að vegna hækkaðs oliuverös, auk annarra hækkana á siðustu mánuðum, stæöi útgerðin nú mjög höllum fæti. Til að mynda væri taliö að lausaskuldir útgerðarinnar við banka og oliusölurnar væru á milli 18 og 20 miljarðar króna, þar af væri oliuskuldir á milli 13 og 14 miljarðar króna. Vegna þessa bága hags útgeröarinnar hefði verið ákveðið að hækka oliugjald- ið úr 2.5% i 7.5% framhjá skipta- verði til sjómanna. Frumvarp þess efnis hefði þegar verið lagt fram á Alþingi.og sagðist Stein- grimurekki hafa lagt það fram ef ekki hefði legið fyrir samþykkt um þaö i rikisstjórninni. Þá sagð- ist Steingrimur vera mótfallinn þessu oliugjaldi og þá ekki siður þeim reglum,sem fylgt væri við greiðslu þess, en greitt er eftir fjölda veiddra fiska en ekki eftir oliueyðslu, sem væri sanngjarn- ara, en lög um oliugjaldið væru fyrir hendi og eftir þeim yrði að fara, þótt ástæða væri til að endurskoða þau lög. Þá sagði Steingrimur að gengissig yrði að halda áfram til að halda uppi frystiiðnaðinum eftir þessa nýju fiskverðshækkun. Aöspuröur um hvort þetta væri ekki bara áframhald á þeim ára- tuga gamla vitahring sem Islend- ingar hafa veriö í; gengisfelling, verðhækkanir og gengisfelling á ný, kvað hann það rétt vera, en mönnum hefði ekki tekist að benda á aðrar færar leiðir. Ráðherra nefndi margar tölur máli slnu til sönnunar um tap út- gerðar og frystihúsanna^og eru þær tölur allar frá Þjóöhagsstofn- un komnar. Þá kom það fram i máli ráðherra að samkvæmt út- reikningi Þjóöhagsstofnunar hefðu sjómenn haldiö best sinum hlut vinnandi stétta hvað kaupi Steingrímur taldi að sjómenn tieföu haldiö sinu betur en fiestir aörir. (Ljósm. gel) viðkemur frá árinu 1974 til 1980 (áætlun). Ariö 1974 hefðu tekjur kvæntra sjómanna verið (meðal- tal) 1.203 þús kr.,iðnaöarmanna 1.111 þúsund kr. og verkamanna 978 þús. kr. Arið 1980 væri áætlað að kaup sjómanna væri 12.860 þús. kr.,iðnaðarmanna 9.410 þús. kr. og verkamanna 8.430 þús. kr. Steingrimur tók það skýrt fram að þaö væri sin skoöun að sjó- menn ættu að hafa góð laun, en taka yrði tillit til afkomu útgerðar og frystihúsanna við kaupákvörð- un sjómanna. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.