Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 1
0^
Þing ASI 24. nóvember nk:
UuÐVIUINN
Þriðjudagur 21. október 1980 — 237. tbl. 45.árg.
Kosningu 400
fulltrúa lokið
j Kröflu-
j eldar
í rénum
I Siðdegis i gær rauk úr þremur
■ gigum norður við Leirhnjúk. Þá
I hafði dregið mjög úr gosinu frá
I þvi á laugardagskvöld, þegar
I um 7 km löng sprunga opnaðist
■ og þriðja gos Kröfluelda á þessu
I ári hófst.
Þegar Þjóðviljamenn flugu
» yfir gosstöðvarnar i gær mátti
J vel sjá hraunið og gjallið sem
I upp er komið skera sig úr snævi
I þöktu landinu, gigarnir sendu
• frá sér all myndarlegar
! skvettur og viða i hrauninu sást
I i glóð.
Gosið sem hófst á laugardags-
• kvöld bar brátt að, þótt þess
J værireyndar von, en nú féll land
I ekki eins mikið og i fyrri gosum.
I A sunnudag var það þegar tekið
• að risa. Þvi má vænta þess að
J upp úr miðjum desember dragi
] aftur til tiðinda á Kröflusvæðinu
I Sjá myndir og -ká
| frásögn bls. 2 og 3
- ■
Myndin er tekin i gærmorgun en þá hafði dregið úr gosinu en þó gaus myndarlega úr nyrsta hluta
sprungunnar við Leirhnjúk og hraunlækir runnu til norðurs. Ljósm.gel
Nú munu flest-öll verkalýðs-
félög innan Alþýðusa mbands
lslands hafa lokið kosningu um
400 fulltrúa á þing ASt sem hefst f
Súlnasal Hótel Sögu 23.nóvember
nk. Þó hafa örfá verkalýðsfélög
fengið undanþágu með að ljúka
kosningu fulltrúa um siðustu
helgi.
Að sögn Hauks Más Haralds-
sonar blaðafulltrúa ASÍ er undir-
búningur fyrir þinghaldið f fullum
gangi og er þar um mikla vinnu
aö ræða, sem leggst ofan á þá
vinnu sem starfsfólk ASl þarf aö
inna af hendi vegna samninga-
málanna sem enn standa yfir,
þannig að segja má aö starfsfólk
ASl hafi nóg að gera um þessar
mundir. — Sdór.
Samningamálin:
Fundur
ASÍ og
VSl
í dag
Hvaða Guðmundsson á
skípafélag i Panama?
Skipafélagiö „Jona-line” í Panama
í eigu Gudmundssonar kemur viö
sögu gjaldþrotabús norska
skipafélagsins Frithjof Foss
Nýlega var norska
skipafélagið Frithjof Foss
Shiping A/S tekið til gjald-
þrotameðferðar í ósló. Við
rannsókn á bókhaldi þessa
fyrirtækis kom í IjóS/ að
hinn 30. júní 1977 seldi
skipafélagið eitt skipa
sinna, AA/S Pirat til skipa-
félagsins Jona Lina Ltd,
S.A. sem er skráð í
Panama en forstjóri þess
er Guðmundsson frá Is-
landi, á 2,2 milj. norskra
króna. Otborgun var 650
þúsund N.kr. Eftirstöðv-
arnar voru áhvilandi
skuldir sem Jona-Line
yfirtók en Norsk Fina átti
1. veðrétt.
Eftir aö kaupin voru gerð
leigði — Jona-Line — skipið til
Frithjof Foss skipafélagsins, en
rekstur þess gekk þá mjög illa.
Árið 1978 lenti M/S Pirat i óhappi
á Álasundi og skipshöfnin yfirgaf
skipið, mest fyrir þaö að hún átti
margra mánaða laun inni hjá
Frithjof Foss skipafélaginu.
Eftir að M/S Pirat hafði verið
komið til hafnar tók Norsk Fina,
sem átti 1. veðrétt i skipinu við
þvi og seldi það i brotajárn og var
verðið svo lágt að hvergi hrökk
fyrir áhvflandi skuldum.
Við uppgjör það sem nú á sér
stað á þrotabúi Frithjof Foss
skipafélagsins kemur I ljós að
Jona-Lina Ltd. A.S. skuldar um
1,5 milj. norskra króna í M/S
Pirat. Nú er það hinsvegar
spurningin hver er þessi Guð-
mundsson frá Islandi sem rekur
skipafélagið Jona-Line Ltd. i
Panama? Hafa islensk yfirvöld
fylgst meö þvi hvort Islendingar
eigi og reki skipafélög í Panama,
er eða var slikt löglegt 1977?
— S.dór
A SI rædir einnig
við rikið
I gærkvöldi voru fulltrúar
Vinnuveitendasambands tslands
og Alþýðusambands tslands kall-
aðir á fund sáttasemjara og var
rætt við þessa aðila sinn i hvoru
lagi. 1 framhaldi af þvi var
ákveðinn fundur samningaráða
ASt og VSt hjá sáttasemjara kl.
17 i dag, en viðræður hafa legið
niðri frá þvf 11. þ.m.
Samninganefnd ASl hefur og
veriö boöuö til fundar við samn-
inganefnd þá sem rikisstjórnin
skipaöi til viðræðna um kjara-
samninga milli ASl og rikisins.
Fundurinn hefst kl. 10 og er fyrsti
formlegi fundur þessara aöila. 1
samninganefnd rikisins eru
Þröstur Ólafsson, Jón Ormur
Halldórsson og Þorsteinn Geirs-
son. — S.dór.
Flugleiða-
skýrslan
Sjá 12 og 16
sérsamninga
Eining og
Alþýðu-
samband
Vestfjarda
Alþýðusamband Vest-
fjarða og Verkalýðs-
f élagið Eining á Akureyri
haf a ákveðið að leita eftir
samningum við atvinnu-
rekendur í héraði, en
jafnframt lýst stuðningi
við allsherjarverkfall
AS( 29. október.
Alþýðusamband Vestfjarða
hélt kjaramálaráðstefnu um sið-
ustu helgi og var þar samþykkt
ályktun sem er efnislega á þá leið
að ráðstefnan skorar á aðildar-
félög ASV að taka þátt I
aðgerðum ASl 29. október nk.
Enn fremur var stjórn ASV faliö
Leita
að leita eftir samningum viö
vinnuveitendur á Vestfjörðum
um sérsamninga og bónuskerfi.
Þá mótmælti ráðstefnan hækkun
á oliugjaldi sem ákveðin hefur
verið og ennfremur lýsir
ráðstefnan yfir andstöðu sinni við
allar hugmyndir um að leysa
kjarasamningamálin nú með
lagaboði.
Við teljum nauðsynlegt aö taka
upp samninga við vinnuveitendur
á Vestfjörðum um okkar sérkröf-
ur svo og um bónusmálin en
samningar um þau hafa verið
lausir i 3 ár, sagöi Pétur Sig-
urösson formaður ASV i samtali
við Þjóðviljann i gær.
Aðspurður sagði Pétur, aö ASV
væri tilbúið i samninga viö at-
vinnurekendur fyrir vestan á
grundvelli sáttatillögunnar sem
sáttanefnd lagði fram á dögun-
um.
En hvetja
um leið til
samstöðu í
allsherjar
verkfalli
ASÍ
Það er engin spurning um þaö
að ef slikir samningar byðust
myndum viö taka þeim, en ég er
hinsvegar heldur svartsýnn á að
slikt standi okkur til boða, sagði
Pétur Sigurðsson.
A fundi trúnaðarráös Verka-
lýðsfélagsins Einingar á Akur-
eyri sl. laugardag var samþykkt
að bjóða öllum atvinnurekendum
á svæði Einingar til kjarasamn-
inga á grundvelli sáttatillögu
þeirrar er sáttanefnd lagði fram
fyrir rúmri viku.
Við erum tilbúnir til að semja
við hvern þann sem vill semja á
grundvelli þessarar tillögu og ég
tel það styrkja samninganefnd
ASl frekar en hitt ef okkur tekst
að ná samningum hér nyrðra,
sagði Jón Helgason formaður
Einingar i samtali við Þjóövilj-
ann i gær. Jón kvað Einingu alls
ekki vera að kljúfa sig frá samn-
inganefnd ASl með þessu boöi til
atvinnurekenda fyrir norðan.
Hann sagði að ef samningar hefðu
ekki tekist nyrðra fyrir 20. okt.
myndi Eining verða með i alls-
herjarverkfallinu þann dag, en ef
samningar heföu tekist fyrir
þennan tima kæmi að sjálfsögðu
ekki til verkfalls hjá Einingu.
Þá sagði Jón að hann hefði rætt
við bæjarstjórann á Akureyri og
beðið hann að koma þeim skila-
boðum inná bæjarstjórnarfund aö
Eining óskaði eftir sérsamning-
um við bæjarfélagið og yrði þaö
mál tekið fyrir utan fundar á
næsta bæjarstjórnarfundi.
Aö lokum sagði Jón Helgason
að hann væri svo sem ekkert of
bjartsýnn á að Einingu tækist að
ná samningum við vinnuveitend-
ur fyrir norðan, en samt heföu
menn talið sjálfsagt að reyna þaö,
enda væru margir atvinnurek-
endur út á landsbyggöinni ekki á
sömu skoðun og klika sú er nú
ræður ferðinni hjá VSl, að ræða
ekki við verkalýöshreyfinguna,
— S.dór.