Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. október 1980. i Frumvarp um ýuglaveiðar og firiðun Ekki þess virði að gera að lögum segir Stefán Jónsson „Frumvarpið ber þess keim að vera samið aðeins með hagsmuni æðarræktarmanna i huga. Of litil áhersla er lögð á atriði sem varða fuglafriðun og hagsmuni annarra landsmanna. Það er greiniiegt viö lestur frumvarpsins að ekki hefur að öllu leyti verið hlýtt ráðum liffræðinga eöa fugla- fræðinga.” Þetta sagði Stefán Jónsson aiþm. um frumvarp um fugla- veiðar og fuglafriöun sem nti er lagt i fimmta skipti fyrir Alþingi. Stefán bætti við: „Sem dæmi má nefna aö rökin fyrir þvi að stytta veiðitima anda og friða endur á sama tíma og rjúpu eru þau að endur veiðist yf- irleitt inn til landsins á svipuðum slóðum og rjúpur. Allir þeir sem þekkja tilfugla hér á landi vita aö þetta er algjörlega ósatt, hrein firra. A vetrum halda endurnar sig við sjóinn eða á láglendinu i grennd við kaldavermsli og tjarn- ir sem ekki leggur.” Gegn áliti fuglafræðinga I frumvarpinu er gengið gegn áliti Arnþórs Garöarssonarfugla- fræðings, sem tók þó að einhverju leyti þátt i störfum nefndarinnar, þingsjá varðandi friöunartima rjúpu. Engin tilraun er gerö til aö ráöa bót á þráiátum ágreiningi veiði- manna og landeigenda og raunar enn þrengt að almannarétti á landi hér. Þarna er enn ákvæðið um að mönnum sé heimilt að stunda rjúpnaveiðar á afréttum og almenningum ef enginn geti sannað eignarrétt sinn til lands- ins. Ef binda á enda á þessa eilifu togstreitu og árekstra verður að kveða á um þetta ljósum orðum hvar megi veiða rjúpu. Þarfir almennings hundsaðar Tillit er ekki tekið til þarfa al- mennings til fuglaveiða. Engin tiíraun er gerð til aö setja reglur um hvernig standa skuli að fugla- veiöum i likingu viö það sem gert er með löggjöf I ýmsum Vestur- Evrópulöndum þar sem myndar- legast er staöið að löggjöf um veiðimál. Mér finnst að kveða eigi á um meö lögum að skilið veröi milli byssuleyfis þ.e. heimildar til að kaupa og eiga veiðivopn, og réttarins til að stunda veiðar. Mér finnst ekki fráleitt að ár hvert seldi rikiö veiðileyfi fyrir nokkurt gjald sem rynni I sjóð sem siðan yröi notaöur til að kosta eftirlit með veiðunum og rannsókn á fuglastofnum. Það má hugsa sér að um 15 þús. manns stundi þessar veiðar og veiðileyfi kosti 10.000 kr. sem er Dvalarheimili aldraðra i sveitum: „Fólk ekki rifið upp með rótum 9? segir Helgi Seljan „Hugmyndin að þessu frum- varpi er komin frá fólki sem hefur þurft að yfirgefa sitt fyrra um- hverfi vegna elli eða sjúkdóma. tilgangurinn er að búa þessu fólki heimili og aðstöðu i sveitinni sjálfri þar sem það gæti sinnt áhugamáium sinum og haldið áfram sinu ævistarfi ”, sagði Helgi Seljan alþingismaður um tillögu til þingsályktunar um könnun á nýtingu rikisjarða i þágu aldraðra. Hann og tveir aörir þingmenn Alþýðubandalagsins.Stefán Jóns- son og Skúli Alexandersson, eru flutningsmenn tillögunnar. Hún er á þá lund að alþingi láti fara AUGLYSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maf 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i Reykja- vikurumdæmi, Vesturlandsumdæmi, Noröurlandsum- dæmi vestra, Norðurlandsumdæmi eystra, Austurlands- umdæmi, Suðurlandsumdæmi, Vestmannaeyjaumdæmi og Reykjanesumdæmi á þau börn sem skattskyld eru hér á landi samkvæmt 6. gr. greindra laga. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber aö leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um meö álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar aug- lýsingar. 20. október 1980 Skattstjórinn I Reykjavik, Gestur Steinþórsson. Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiriksson. Skattstjórinn I Norðuriandsumdæmi vestra, Jón Guðmundsson. Skattstjórinn f Noröurlandsumdæmi eystra, Hallur Sigurbjörnsson. Skattstjórinn I Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjóri Suðurlandsumdæmis, Hálfdán Guðmundsson. Skattstjórinn f Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn I Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórðarson. Siminn er 81333 DJOÐVIUINN Helgi Seljan 'fram könnun á þeim möguleika að nýta rikisjarðir I nánd þétt- býlisstaða með góöa heilsugæslu- stöð sem dvalarheimili fyrir aldraða eöa festa kaup á jörðinni i þessu skyni. „Rikið á margar jaröir, að visu mishentugar en margar ættu aö geta nýst I þessu skyni. Tillagan gerir aöeins ráð fyrir könnun en ef þetta form þykir hentugt þyrfti þetta ekki aö einskorðast við rikisjaröir. Erlendis eru fordæmi fyrir þessu. Vistmenn.t.d. sveita- fóik, gætu haft smábúskap með höndum, aðrir unnið að smá- iðnaöi o.s.fr..En aðalatriðið er að aldrað fólk verði ekki rifið upp meö rótum aö loknu ævistarfi”, sagði Helgi að lokum. -gb Pípulagnir Nylagnir, breytingar, hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 oc 1 og eftir kl. 7 a kvöldin) Stefán Jónsson nú ekki há upphæð miðað við það sem menn borga fyrir stanga- veiðileyfi. Þá værum viö komnir með 150 miljónir sem gætu runnið til þess aö kosta liffræðilegar at- huganir á fuglastofnum og eftirlit með veiöunum sem er ekkert núna. Veiðileyfi Hvaö friðun hinna ýmsu teg- unda, t.d. rjúpna, gæsa og anda, áhrærir þá fyndist mér ekki óeðlilegt þegar viö værum bilnir aðkoma okkur upp tekjustofni til þess aö stunda rannsóknir á þess- um veiöistofnum, aö lif- fræðingum, eða t.d. náttúrufræði- stofnun Háskólans, yrði falið aö annast eftirlit. Ef I ljós kæmi t.d. aö illa hefði tekist til hjá stokk- öndum um varp þá mætti friða þær fyrr eða alfriöa það árið. Ef i ljós kæmiaðrjúpnabresturværi á einhverjum tilteknum landshluta þá mætti setja þar svæðisbundna friðun. Ef mönnum þætti illa horfa með rjúpnastofninn og teldu ágang veiðimanna of mik- inn, mætti vel heimila lif- fræðingum að ákveða skyndifrið- anir, eins og að heimila fyrst veiðar þegar jörð væri orðin hvit þannig að fuglinn ætti betra með að bjarga sér úr klóm veiði- mannsins. Gikkóðir menn Þvi er ekki aö leyna að veiöi- menn eru oft haföir fyrir rangri sök þegar sökudólgurinn er gikk- óður maður sem gæti unniö tjón á mannvirkjum, mönnum og mál- leysingjum. Þaö mætti t.d. binda veiöileyfi við að veiöimenn væru I félögum sem bæri ábyrgð á meö- limum og setja mætti ströng viöurlög viö brotum. Bannað að þeyta eimflautur Sem dæmi um vinnubrögð við samningu þessa frumvarps er tekiö fram I frumvarpinu að bannað er að þeyta eimflautur skipa I grennd við fuglabjörg. Ég leyfi mér að fullyrða aö það sé ekki ein einasta eimflauta á Is- lensku skipi núna. Blær frum- varpsins er þannig aö ekki er þess viröiaögera þaöaðlögum i þeirri mynd sem þaö nú er. Kannski er hægt að gera þær breytingar á þessu frumvarpi sem gerðu það að sæmilegri löggjöf. Ef til vill þarf lika aö leggja vinnu i að semja sérstakt frumvarp um skotveiði á Islandi. gb Frumvarp um hegningarlög Fjalla um fyrningu saka og líkams- árásir „Frumvarpið fjallar um tvo meginþætti. Annars vegar nýjar reglur um fyrningu, bæði fyrningu saka og fyrningu dæmdra viðurlaga, brotatfall viðurlaga. Hins vegar eru þó nokkrar breytingar á ákvæðum um líkamsárásir. Þessi breyttu ákvæði I frumvarpinu eru miklu itarlegri og nákvæmari en hin gömlu voru. 1 þeim voru margar gloppur og eyður.” Þetta sagði Jónatan Þórmunds- son prófessor um frumvarp sem lagt var fyrir neðri deild alþingis um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955. Frumvarpið er samiö af hegningarlaganefnd en i henni eiga sæti,auk Jónatans, dr. Armann Snævarr forseti hæsta- réttar og Þórður Björnsson rikis- saksóknari. Frumvarpið var lagt fyrir 102.1öggjafarþing en hlaut ekki afgreiðslu. Jónatan bætti við: „Fyrningarákvæðin eru löguö til samræmis við norræn lög á þessu sviði. Fyrningin var eitt af fyrstu ákvæðum refsilaganna sem varsamræmd verulega eftir að hið norræna lagasamstarf hófst á sviði refsiréttarins. Þannig hafa hin ýmsu svið refsi- laganna veriö tekin fyrir og reynt að skapa sem mesta einingu. Helstu nýmæli laganna eru breyttar reglur um lok eða slit fyrningarfrests. Það má segja að þessa nýju reglu leiði af breyttum réttarfarsákvæðum þegar þungi sakamálarannsókna færðist meira yfir á lögreglusvið en áöur haföi tiökast. Við það jókst hættan að slik mál fyrntust. Með þessari nýju reglu getur rannsókn sem hafin er fyrir lögreglustjóra, rannsóknarlögreglustjóra eða löglærðan fulltrúa þessara em- bættismanna rofið fyrningu. En áður þurfti ekkert minna en réttarrannsókn til aö rjúfa fyrn- ingu. Af þessum réttarfarsbreyt- ingum sem ég nefndi áðan leiddi það að mál komu yfirleitt miklu seinna fyrir dómstóla en áöur var. Annað atriði sem vert er aö nefna, svo ég taki nú aöeins af handahófi, er talsvert mikilvæg breyting i sambandi viö likams- meiðingar. 1 réttarfarslögum er ákvæði þess efnis að ef um er aö ræöa brot sem geta varað meira en átta ára fangelsi þá hlýtur það mál nokkuð fyrirhafnairmeiri með ferð og þaö á viö um allar meiri- háttar likamsárásir. Með þessari skiptingu ákvæöis- ins geta flest likamsárásarmál farið eftir hinni almennu meö- ferð. Þetta sparar mikinn tima og fyrirhöfn, sérstaklega hvaö snertir mál sem eru til meðferðar úti á landi. Þetta eru nú aðeins dæmi. Það eru margar aðrar breytingar, tæknilegar, og fyllingar og stað- festingar t.d. á þvisem talið hefur verið gildandi réttarreglur.” -gb. Ríkisféhlrðir vill ráða starfsmann strax til skrifstofu- starfa. Umsóknir sendist til rikisféhirðis, Arnarhvoli 101 Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.