Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 16
UÚÐVIUINN Þriðjtidagur 21. október 1980. Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins^i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðaisími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Fjölmenn ráðstefna SH á Akureyri: Alls kyns furðukarlar og kerlingar voru á Lækjartorgi i gær. Þar var hljómsveitin Diabolus in Musica ásamt vinum og vandamönnum að kynna nýja hijómplötu með talsverðum tilþrifum og alls konar uppá- komum, sem drógu að sér fjölda áhorfenda. Ljósm :eik. Sundasamtökin berjast gegn fyrirhuguðu stórhýsi SIS áformum um að leyfa byggingu skrifstofuháhýsiS SIS. I fyrradag afhjúpuðu stofnfélagar Sundsam- takanna skilti á fyrirhuguðum byggingarstað o g er á það letrað: „Verndum sýn við Sundin. Ékk- ert háhýsi hér”. — Ætlunin er að þarna verði höfuðstöðvar Sambandsins um allverulega framtið, sagði Kjartan P. Kjartansson fram- kvæmdastjóri Skipulagsdeildar SIS i samtali við Þjóðviljann i gær. — Meirihluti borgarstjórnar hefur tjáð sig velviljaðan þvi að við fáum að reisa þarna hús og einnig er meirihluti hafnar- stjórnar þvi samþykkur. En þar sem teikning að húsinu liggur ekki fyrir, á að sjálfsögðu eftir að ganga frá ýmsum atriðum, sagði Kjartan. Aðspurður hvort þarna yrði byggt háhýsi, svaraði Kjartan, að reynt yrði að nýta lóðina sem allra best ef þarna yrði byggt og hæðirnar yrðu þvi töluvert margar. — En hversu álman yrði stór, sem gengi upp i himininn, veit ég ekki, sagði Kjar- tan. — Það markast af þörf okkar og áætlunum um framtiðina. Komið hefur fram að Sámband- inuhafiveriðboðin lóð inýja mið- bænum við Kringlumýrarbraut. Kjartan sagðist ekki hafa séð það boð. — Ég held að miðbærinn gefi ekki þá möguleika sem við erum að sækjast eftir, rými og aðstöðu, sagði hann. — Þetta stóra vöruhús okkar og Innflutningsdeildin er veigamikill þáttur i rekstri Sambandsins og það var hugmyndin að reyna að tengja þetta saman. Við erum nú með starfsemi okkar viðsvegar i borginni og ætluðum að reyna að safna þessu öllu saman á einn stað, sagði K jartan. — eös segir Kjartan P. Kjartansson framkvœmdastjóri Skipulagsdeildar Sambandsins Um helgina voru stofnuð sam- tök, sem berjast fyrir verndun útsýnis og náttúrufegurðar við Sundin og annars staðar á strand- svæði Reykjavíkur. Þessi samtök nefnast Sundasamtökin og tilefni stofnunar þeirra er fyrirhuguð skrifstofubygging Sambandsins nálægt Holtagörðum við Holta- veg. A stofnfundi samtakanna var skorað á borgarstjórn að falla frá Öll starfsemi SÍS yerdi á einum stad Varað við auknu hermangi Miðnefnd kýs nýjan formann í kvöld Tveggja daga lands- ráðstefnu Samtaka her- stöðvaandstæðinga lauk á Akureyri síðdegis á sunnu- dag. Ráðstefnan var vel sóttog umræður líflegar og jákvæðar að sögn Guð- mundar Georgssonar, frá- farandi formanns samtak- anna. Þetta var í fyrsta sinn sem landsráðstefnan, sem er æðsta stofnun sam- 1 gærkvöldi var félagsfundur Hinu islenska prentarafélagi og var ekki tekin ákvörðun um verk- fallsaðgerðir. Tvær tillögur lágu fyrir fundinum og voru báðar felldar. Onnur var um að boöa verkfall frá og með 29. október n.k. en hin um að fara I eins dags verkfall þann dag eins og 43ja manna samninganefnd ASt hefur hvatt til. I gærkvöldi voru einnig fundir f Grafiska sveinafélaginu og Bók- bindarafélagi Islands. I hinu fyrra var samþykkt verkfall frá og með 29. október en þó með þeim fyrirvara að fulltrúaráð takanna, kemur saman utan höf uðborgarsvæðisins og sagði Guðmundur að það hefði greiniiega verið fyllilega réttmætt og undirstrikað að samtökin eru landssamtök þótt þau hafi aðsetur í Reykjavik. Skipulag samtakanna, starfs- áætlun fyrir næsta ár og baráttu- málin: brottför hersins og úrsögn úr Nató ásamt umræðum um félagsins tæki endanlega ákvörð- un með tilliti til aðgerða annarra bókagerðarmanna. Fundur i Bók- bindarafélaginu felldi að fara i verkfall 29. okt. en stjórnin hefur áfram verkfallsheimild. Eftirfar- andi tillaga var samþykkt á fundi bókbindara: „Alm. félagsfundur I BFI, hald- inn 20. okt. 1980 samþykkir kröft- ugar vitur á stjdrn ASl vegna seinagangs og áhugaleysis á kröf- um BFl. Skorar fundurinn á stjórn ASIaösinna kröfum BFI af meiri festu og einurð.” — GFr. stöðu tslands I kjarnorkuvæddu vigbúnaðarkapphlaupi settu mestan svip á ráðstefnuna. Sam- þykktar voru tvær ályktanir, ann- ars vegar var varað við aukinni tilhneigingu til að ánetjast her- manginu enn frekar eins og hug- myndir um byggingu oliustöövar i Helguvik og flugstöðvar á Kefla- vikurflugvelli, svo og óskir um aukna flutninga fyrir herinn til að leysa vanda Flugleiða sýna. Hins vegar itrekuðu samtökin baráttu- mál sin I ályktun þar sem bent er á aö með breyttu eðli herstöðvar- innar á Miðnesheiði sé rennt enn frekari stoöum undir kröfuna um brottför hersins og úrsögn úr Nató. Þá var á landsráðstefnunni itrekuð krafa SH um þjóöarat- kvæðagreiðslu og útfært nánar hvernig vinna ætti að framgangi hennar. A ráðstefnunni voru lagöar fram hugmyndir að breyttu skipulagi samtakanna og var þeim vlsað til miðnefndar. Verður það verkefni hennar að vinna úr þeim og leggja fyrir næstu landsráðstefnu. Ný miðnefnd var kjörin, en hana skipa 12 aöalmenn og 12 til vara. Nokkrar breytingar urðu á skipan aðal- og varamanna og ný nöfn komu I stað fyrri mið- nefndarmanna. Guðmundur Georgsson sagðist ekki geta tekið að sér aftur sæti aðalmanns i miðnefnd og var hann kjörinn varamaður. Hann sagði að sam- kvæmt samþykktum samtakanna væri reiknað með þvi að vara- menn tækju virkan þátt I störfum miðnefndar og ætti þvl að geta skapast örugg samfella i starfið þó margir fyrrverandi aöal- manna i miðnefnd væru nú vara- menn. Miðnefnd skiptir með sér verkum og verður nýr formaður samtakanna kosinn á fyrsta fundi hennar I kvöld. —AI Stefán Jóhann látinn I gærdag lést Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrverandi forsætis- ráöherra og formaður Alþýðu- flokksins. Hann gegndi ráðherra- embættum I ýmsum rikisstjórn- um og var forsætisráðherra á ár- unum 1947—49. Hann hætti af- skiptum af stjórnmálum snemma á 6. áratugnum og var síðan sendiherra Islands i Kaupmanna- höfn til ársins 1966 er hann Iét af störfum fyrir aldurs sakir. —GFr. Verkfall fellt hjá prenturum Pétur Hojfmann látinn Síðastliðinn sunnudag lést i Reykjavik Pétur Hoffmann Saiomonsson, sem um ára- tuga skeið hefur verið einn af kunnustu mönnum þessa lands. Pétur var einn af þeim mönnum sem varð þjóðsagnapersóna i lifanda lifi, og i hópi þeirra er settu svip á bæjarlifiö i Reykjavik, en þeim fer nú óðum fækk- andi. Ævisaga Péturs kom út fyrir nokkrum árum og um hann hafa verið ort ljóð sem sungin hafa verið inná hljómplötu. Viðbótarspurningar eftirlitsmanna til Flugleiða: Engin svör enn S.l. föstudag rituðu Birgir Guðjónsson og Baldur Óskarsson eftirlitsmenn rikisins með rekstri Flug- leiða hf. bráðabirgðaskýrslu með athugasemdum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og er hún eitt af fylgiskjölum með skýrslu samgöngu- ráðherra. Þar kemur m.a. fram að engin svör hafa bor- ist við viðbótarspurningum og athugasemdum eftirlits- mannanna sem óskað var eftir 30. september s.l. og itrekaðar óskir þeirra um f já rs tr e y m is á æ tlu n á greiðslugrunni hafa engan árangur borið. I skýrslunni sem dagsett er 17. þ.m. segir að greiðslu- staða fyrirtækisins sé mjög slæm og greiðslustöðvun blasi við. Þessi staða er óháð þvi hvort Atlantshafsflugið heldur áfram eða ekki og telja eftirlitsmennirnir alls ekki vist að lántökur upp á 12 miljónir dollara með aðstoð rikisins nægi fyrirtækinu eins og nú horfir. Telja þeir að sérstaka lagasetningu þurfi til að veita rikisábyrgðina, enda eru flugvélar fy rirtækisins (DC-10 undanskilin) veðsett- ar fyrir meira en 100% en helstu fasteignir um 56%. Ljóst sé að komi ekki til að- stoðar rikisins stöðvist allur rekstur Flugleiða hf. 1 bráðabirgbaskýrslu eftir- litsmannanna eru endur- teknar ýmsar þær athuga- semdir sem hvað harðast var deilt um I fjölmiðlum i byrjun september þegar Flugleiðir kynntu blaða- mönnum nýtt mat á eignum sem var jákvætt og nýja rekstraráætlun sem sýndi eins miljarðs rekstraraf- gang. Er það skoðun eftir- litsmannanna að verulegrar bjartsýni gæti i þessu endur- mati og bent er á að rekstraráætlanir fyrirtækis- ins hafi alls ekki staðist und- anfarin misseri. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.