Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐ'VILJINN Þriöjudagur 21. október 1980. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs-, hreyf ingar og þjóðfrelsis útgefandi: Útgéfufélag Þjó&viljans Framkvaemdastjóri: Ei&ur Bergmann Rltstlórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson - Auglýslngastjóri: Þorgeir Olafsson, Umsjónarma&ur sunnudagsbla&s: Gu&jón Fri&riksson. Af grel&slus t jór 1: V alþór Hlö&versson Bla&amenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, ingibjörg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Mágnús H. Gfslason, Sigurdór Sigurdórssor,. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. ÍþróttafréttamaOur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvör&ur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrf&ur Hanna SigurbjörnSdóttir. * Skrifstofa: Gu&rUn GuOvar&ardóttir. Afgrei&sla:Kristfn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigur&ardóttir. Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigri&ur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn BárOardóttir. Húsmó&ir: Anna Kristin Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. "titkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Gu&mundsson. Kitstjórn, afgreibsla og auglýSingar: Slöumdla 6, Keykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Bla&aþrent hf. *,.* Mennirnir með púðrið • Hvort sem ríkisstjórnin lif ir lengur eða skemur þá er a.m.k. ekkert útlit fyrir að það verði stjórnarandstaðan sem felli hana, — til þess eru þingmenn stjórnarand- stöðunnar alltof uppteknir við sitt eigið heimilisböl, sem víst má kallast þyngra en tárum taki, bæði í Sjálfstæðis- flokknum og í Alþýðuf lokknum. • Nýjasta uppákoman úr herbúðum stjórnarand- stæðinga á þingi er sú, að nú segist varaformaður Al- þýðuflokksins ætla að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðuflokknum gegn Benedikt Gröndal, formanni flokksins. Og varaformaðurinn kemur háalvarlegur í sjónvarpið nú um helgina og segist gera þetta af ein- skærri lýðræðisást og vegna þess hvað honum þyki vænt um Benedikt Gröndal!! — Flokksformaðurinn Benedikt Gröndal segir hins vegar að sér haf i svo sem ekki komið neitt á óvart nema „persónulega hliðin" á þessu fram- boði varaformannsins, og þarf víst engan að undra þau ummæli eftir ástarjátningar Kjartans Jóhannssonar í garð Gröndals. • Benedikt Gröndal var um sinn þingmaður fyrir Dalamenn, þó hann ætti þar jafnan fáa fylgismenn, en í Dölum vestur bjó forðum sú kona er mælti á gamals aldri: „Þeim var ég verst er ég unni mest", og hafði þá ekki sparað banaráðin. Honum ætti því máske ekki að koma svo mjög á óvart þótt þeir sem vænst þykir um hann dragi nú saman lið til að hrinda honum úr for- mannssæti í Alþýðuf lokknum. • Það rif jaðist hins vegar upp fyrir Benedikt Gröndal að tvisvar áður í hans minni hefðu formenn Alþýðu- flokksins verið „skornir niður við trog", eins og hann komst að orði í sjónvarpinu, og var sem vænta mátti ekki alveg viss um að slíkar pólitískar aftökur yrðu Alþýðu- flokknum til heilla frekar nú en þá. • Annars voru menn næstum búnir að gleyma Alþýðu- flokknum og vel má vera að stríð varaformannsins við formanninn sé fyrst og fremst örvæntingarfull tilraun til að minna á að Alþýðuf lokkurinn séennþá til. • Og því skyldu þeir sem f yrir tveimur árum lýstu sig reiðubúna til að sprengja sérhverja ríkisstjórn á fárra mánaða fresti ekki geta haft skemmtun af að sprengja sinn eigin f lokk svona einu sinni á ári, þegar þeir ná ekki til ríkisstjórnarinnar? — Eitthvað verður að gera við púðrið. • En hér er lika á f leira að líta. Þegar Alþýðuf lokkur- inn rauf stjórnarsamstarfið í ríkisstjórn Ölafs Jó- hannessonar haustið 1979 þá var ekki eining í flokknum um þá ákvörðun. Það var afstaða Kjartans Jóhannsson- ar sem réði úrslitum um þá ákvörðun að slíta stjórnar- samstarfinu þá, þótt Vilmundur Gylfason og Sighvatur Björgvinsson færu fyrir upphlaupssveitinni. Ákvörðunin var tekin meðan f lokksformaðurinn Benedikt Gröndal dvaldi vestur í Bandaríkjunum/og stóð hann í raun frammi fyrir endanlegri ákvörðun þegar hann kom heim. Síðustu tvö árin, hef ur þeim farið f jölgandi innan Alþýðuflokksins, sem telja brotthlaupið úr rfkisstjórn haustið 1979 hafa verið glapræði, og ýmsir áhrifamenn í flokknum taka svo sterkt til orða, að það hafi verið mesta glappaskotið í allri sögu flokksins. • Það er þessi dómur, sem sprengiliðið óttast æ meir. Þess vegna telja ýmsir forystumenn þess nauðsynlegt að láta sverfa til stáls nú þegar og festa tök sin á forystu f lokksins. Þeir vita að háværustu óróaseggina þýðir ekki að bjóða fram til formennsku í svo blóðlausum flokki sem Alþýðuf lokkurinn er. Þess vegna toga þeir fram á sviðið Kjartan Jóhannsson stilltan og prúðan mann, en máske heppilega valinn til að standa fyrir pólitískri af- töku á sínum besta vini. • Benedikt Gröndal hef ur aldrei verið vinstri sinnaður sósíaldemókrat og satt best að segja myndum við ekki treysta honum yf ir þröskuld. — En hitt er vert að muna að bak við stjórnarslit Alþýðuflokksins 1979 lá þraut- hugsað áform sprengiliðsins um nýja 10 ára viðreisnar- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að lokn- um kosningum. Það voru svo kjósendur sem sögðu NEI TAKK. • En sprengiliðið í Alþýðuf lokknum situr við sinn keip eins og Alþýðublaðið er skærast vitni um á degi hverjum. Og nú á enn að fara að sprengja, að þessu sinni innan- húss. — k. klrippt Verði Ijós Indriöi G. Þorsteinsson hélt ræöu á norrænni menningar- málaráöstefnu I Sviþjóö. Hann flutti þar nokkuö heföbundinn söng sinn um aö norrænt sam- starf væri um margt varasamt, enda lægju um þaö allskyns vinstristraumar. Þetta væri svosem ekki í frásögur færandi ef aö Morgunblaöiö heföi ekki séö sérstaka ástæöu til aö lofa Indriöa i leiöara fyrir frammi- stööu hans. í leiöaranum átti svo aö heita, aö Indriöi heföi „ Viss ófriður” Þaö er óþarft aö fjölyröa um þaö hve fáránlegur og heimsku- legur þessi samanburöur á Norræna húsinu og bandarlsk- um áhrifum á tslandi er. Maöur litur á dæmigeröa dagskrá tveggja haustmánaöa: finnskur pianóleikari, Strokkvartett Kaupmannahafnar, sænskur myndlistarmaöur meö sýningu og erindi um myndlist, danskur bókmenntafræöingur talar um Willy Sörensen, Erling Blöndal Bengtsson spilar, danskur grafiklistamaöur sýnir i and- dyrinu; af þessu tagi er „ófriöurinn”. Þetta er þaö sem minnsta vit út úr umræöunni ef ! aö byrjaö er á þvi, aö lýsa I Norræna húsinu sem einskonar I tilræöi viö Islenska sérstöön en 1 staöhæfa I leiöinni aö bandarisk J áhrif séu svosem engin. Þessu I er haldiö fram blákalt 4 landi þar I sem landsfólkiö hefur veriö J vaniö svo rækilega á bandariskt . kvikmyndaefni, aö meö hverju I ári sem liöur sýnast Islendingar I eiga erfiöar meö aö skilja nokk- J urn skapaöan hlut sem til verö- ■ ur annarsstaöar; þaö fer aö I veröa rétt með herkjum, aö þeir I geti melt sæmilega enska kvik- , mynd, hvaö þá eitthvaö sem til ■ veröur á meginlandinu. Sem fjölmiðlaverur eiga þeir heima i j Siðari tiluti ræðu indríöa G. Þorsleinssonar á norrænu menníngarmáiaráöstet Þaö þjóöfélag járnbænda, sem stóö svo til óbreytt á tslandi I frá landnámstlö og fram á ' fyrstu tugi tuttugustu aldar. var meö einum og öörum hætti lok- aö samfélag, þar sem erlendir menningarstraumar bæröust lltt meö einstaklingum eöa mn- S an þjóöfélagsins I heild Heims- f styrjöldin slöari og margvlsleo tckni og framfarir »•' tækjum. •«” .JL' a e no»Ta‘. “W T mr^.V- þúsunda árl \ r yUx. iegir þetta slna soiV-'ui’n erfiöleikana viö aö halda I horfi um margvlslegar þjóölegar eigindir, sem Islend- | íngum eru mikils viröi, og skipta miklu um áframhaldandi sjálfstæöi þjóöarinnar Hópar menntamanna, sem voru jafnan viö nám viö háskólann I Kaup- mannahöfn á nltjándu öldinni. virtust stööugt sckja þangaö nýjan þrótt I gllmunni um sjálf- stæöi þjóöarinnar. Þeir geröust má Ivöndunarmenn Þeir brýndu landsmenn til átaka viö danskt konungsvald. og hurfu I raun innarog heim á námsárum slnum — uröu meiri Islendingar eftir þvl sem leiö á skólavistina, mynduöu slöan þann kjarna i bb i var. NORRÆNA VARNARLIBID I0G AMERlSKU ÁHRIFIN fjölmennari en heimafólk, kom umst viö heil út úr þvi sambýli I vamarliöiö á Keflavlkurvelli, þar sem hefur gætt heilbrigös heimsveldastefna gegn stefnu- mibum og samstööu Vestur- Janda Hiö norræna varnarliö._ "^n ^ tagi sýnir okkur hvaö samrcmt mat milli þjóöa getur oröiö ó- heppilegt. Þetta á einnig viö I ■ reitt fram úr pússi slnu „annaö I ljós” til aö bregöa birtu merkra I og frumlegra viöhorfa yfir mál- [ efni sem annars væri kannski aö, ■ „færast I alltof fastar skoröur”. I Þaö getur þvl veriö ómaksins I vertaö minnaá þaö örfáum orö- [ um hver var boöskapur Indriöa | á fyrrgreindri ráöstefnu. j Undarlegur I samanburöur ■ Hann varöi allmiklum hluta I máls slns til þess aö bera saman I áhrif bandarlskrar hersetu á . Islandi og svo áhrif norræns ■ menningarsamstarfs og haföi I þá sérstaklega I huga Norræna | húsiö I Reykjavik. Indriöi lét . sem ab herstööin á Miönesheiöi ■ og Norræna húsiö væru I hvorutveggja hvimleiö aðskota- I dýr I Islensku þjóöllfi. Munurinn . var þó sá, aö herstöðin væri ■ bæöi óumflýjanleg (varö til I vegna „heimsástands sem okk- I ur var um megn aö ráöa nokkuð • viö”) og er þar aö auki gjör- | samlega áhrifalaus og skaölaus. Eöa eins og Indriöi segir: „Aldrei hefur komið til mála ■ og er raunar óhugsandi aö viö I komum til meö aö tileinka okk- ur eitt eöa annaö úr bandarískri I menningu”. ■ ööru máli gegnir meö I Norræna húsiö og ýmislegt fleira sem fylgir norrænu sam- I starfi, aö mati Indriöa. Indriöi ■ telur aö Norræna húsiö meö for- I stööumönnum sinum, frá Eske- land til Sönderholms, sé eins- I konar tilræöi viö „varnarliö • Bandarikjamanna ”. Ræöu- I maðurinn komst aö þvl af hyggjuviti sinu, aö þessháttar ■ umsvif væru hin skaölegustu og ' ávltaöi sérstaklega Norömenn I og Dani fyrir aö „efla vissan ófriö á Islandi meö blandinni pólitlskri menningarstarfsemi I gegnum dagskrárgerö Norræna hússins.” Svlar fá, eins og von- legt er, einnig á baukinn fyrir „aö efla óbeint á Islandi þá J starfsemi sem hefur valdiö okk- ur stjórnmálalegum þrenging- um I samstarfi vestrænna þjóöa” — og er þar enn átt viö • hið skelfilega Norrsna hús. veldur „stjórnmálalegum þrengingum I samstarfi vest- rænna þjóöa”. En aö þvl slepptu: reyndar heyrast ööru hvoru undarleg- ustu raddir um norrænan menn- ingaryfirgang. Ég hefi stundum spurt eftir því, i hverju hann væri fólginn, en þaö hefur venjulega oröiö fátt um svör. Þaö er þá helst aö einhver segi þaö sé óþarfi aö læra dönsku, þaö sé alveg nóg aö kunna ensku. Eöa þá aö I sjónvarpinu séu einhverjar skelfilegar „sænskar vandamálamyndir”. Hér mun átt viö framhaldsþátt sem sýndur var fyrir nokkrum árum umskólakrakka og annan um ungan dreng sem lendir i þvi aö reyna aö ala sjálfur upp barn sitt: manni skilst helst, að þess- irframhaldsþættir um mál, sem koma okkur ofur kunnuglega fyrir sjónir, hafi móögaö Is- lendinga meö þvl aö taka dýr- mætan sjónvarpstima frá Kojak eöa öörum töffaramyndum um löggur og glæpona. Jafnrœðið Indriöi þykist bera fyrir brjósti einskonar „jafnræöi” norrænna og amrlskra áhrifa á islenskt þjóölif. Hitt er svo óskiljanlegt hvernig fá á Bandarlkjunum. Og þetta er aö- eins ein hlið málsins. Ókyrrð i samviskunni En sem fyrr sagöi: Morgun- blaðinu þótti þetta framlag alveg prýðilegt; þetta var „norræn samvinna I ööru ljósi”. Slík afstaöa er reyndar I anda fyrri skrifa þess blaös og þó einkum og sérilagi Bjarna Benediktssonar. Þaö varð nefnilega mjög áberandi um þaö leyti sem Morgunblaöiö og foringjar af gerö Bjarna voru aö tosa íslandi inn I hernaö- armaskinu Bandarikjanna, aö gripiö væri til þess aö reisa hátt sjálfstæöisviljann og þjóöar- stoltiö andspænis Dönum, sem þá voru úr sögunni sem áhrifa- aðili á Islandi og tiltölulega sak- lausir aö ööru leyti en þvi aö geyma íslensk handrit frá fyrri tið. Þaö var engu likara en sú ókyrrð I samviskunni, sem Nató-bröltið hræröi upp I þeim mönnum sem voru aö brjóta niöur þaö ísland, sem feöur þeirra höfðu séð fyrir sér, fengi sérkennilega útrás meö siöbúnu Danahatri. Þessi árátta hefur svo haldiö áfram meö ýmsum hætti, færst yfir á Svia og svo Skandinaviu I heild.: Horfiö þangað, þegnar góöir, þar er voðinn! Þar er klámið og menn- ingarsnobbið og vandamálin sem viö viljum ekki þekkja, þar er ótryggöin viö Bandarikin, þar er kratisminn sem siglir inn I gúlagiö. Horfið þangaö og var- iö ykkur. En bandarisk áhrif, nei hvaöa vitleysa — svoddan nokkuö er kommaáróöur og óþarft samúöarhjal norrænna frænda! Þaö er I anda þessarar heföar aö leiöarahöfundar Morgun- blaösins fagna þeirri heimsku sem veltur út úr Indriöa G. Þor- steinssyni á norrænum mál- fundi. •9 skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.