Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. október 1980. A slóðum Kröfluelda Tignarleg sjón en ógnvekjandi Séö yfir gosstöövarnar á sunnudagskvöld. Þá haföi verulega dregiö lir gosinu,en hressilegar skvettur sáust og gufustróka lagöi upp af nýrunnu hrauninu. Ljósm.: gel Gosiö á mánudagsmorgun. Enn gaus úr þremur gfgum og hraunelfur rann f norðurátt. Ljósm.: gei Þaö var ævintýri likast aö horfa yfir Kröflusvæöiöt þaö var ekki nóg meö aö náttúruöflin sendu eld- stróka til himins, heldur varpaöi tunglið dularfullri birtu yfir snæviþakiö landiö. Ljósm.: gel Þaö var ævintýri likast aö horfa yfir snæviþakiö Kröflusvæöiö á sunnudagskvöldiö. Mannvirkin voru uppljómuð, hvæsandi bor- holur spýttu upp gufustrókum, tungliö óö I skýjum, norðurljós þutu um himingeiminn og handan hæöanna var himinninn uppljóm- aöur af eldgosinu viö Leirhnjúk. „Þetta ernú ekki mikiö” sögöu þrlr starfsmenn Kröfluvirkj- unnar sem stóöu i næturfrostinu og dáöust aö sjónarspilinu. ,,Þiö heföuö átt aö vera hér I gær- kveldi.Þá var hér bjart eins og aö ' degi til”. Viö Kröflu var allt aö færast í eölilegt horf, jarðborinn Jötunn gnæföi uppi á einni hæöinni, upp- ljómaöurog starfsmennirnir voru allir komnir afturá sinn staö eftir aö hafa veriö sendir á brott I öryggisskyni vegna gossins. Sænsk blaöakona sem var I för meö okkur hristi hausinn og sagöi: „Þetta er Island! Eldur, snjór hverir og snæviþakin fjöll. Þetta er engu likt”. í byggöum var allt meö ró og spekt og ibúar sem viö spjöll- uöum viö sögöust hættir aö kippa séruppviö gosin. Þö haföi öllum veriö gert viövart gegnum sfma og almannavarnir eru viö öllu búnar ef eitthvaö gerist. Gos í vændum í næsta húsi viö hótel Reynihlið hefur skjálftavaktin bækistöðvar sinar. Viögengum þangaö og tók- um hús á Páli Einarssyni jarö- eðlisfræöingi sem þá stundina fylgdist meö mælunum. Páll sýndi okkur strimlana af mæl- unum og á þeim mátti glögglega sjá hvenær og hvemig dró til tlö- inda á laugardagskvöldiö. A jarö- skjálftamælunum kom fram órói nokkru áöur en gosið hófst, skjálftar sem teljast heldur litlir eöa um 3 stig á Richter. Halla- mælirinn sem fylgdist meö risi og sigi landsins sýndi mun meiri til- þrif milli kluickan 9 og 10 um kvöldiö. Á blaöinu mátti sjá þverstrik, tákn um mikiö sig. Þegar þaö kom fram var Karl Grönvold jaröfr. sem var á vakt.ekki seinn á sér aö senda út viövörun og kalla til jaröfræöingana sem fylgst hafa með þróun Kröfluelda þau fimm ár sem jarðskorpan þar nyröra hefur veriö á sifelldri hreyfingu meö gosum i bland og valdið landsmönnum áhyggjum vegna þeirra miklu mannvirkja sem eru I hættu inn viö Kröflu og niður i Mývatnssveit, aö ekki sé minnst á mannlifiö sem gæti oröiö fyrir skaöa líkt og geröist I Mý- vatnseldum á 18. öld. Uppi á vegg I herbergi skjálfta- vaktarinnar hanga Hnurit sem sýna risog sig landsins og þar má sjá hve þróunin er regluleg, sagan endurtekur sig hvaö eftir annaö. Landiö ris upp aö vissu marki, kvikan streymir þangaö. Þegar hún kemst ekki lengra brýst hún upp á yfirborðið og landiö fellur aö nýju. Gosefnin sem berast upp eru mjög blönduð gasefnum sem gera hrauniö þynnra og þess vegna streymir þaö áfram eins og lækur I leys- ingu. Þegar gasiö stigur upp og hrauniö kólnar myndast hella sem ofan frá séö viröist nokkuö slétt og felld. Stórkostlegt tækifæri til rannsókna Égspuröi þau Pál Einarsson og Bryndisi Brandsdóttur jarö- fræöinga sem vinna saman aö rannsóknum, hvað það væri sem jaröfræöingar væru aö kanna þar nyröra þegar frá væri talin þróun og saga gossins. Páll sagöi aö fyrst og fremst væri þetta stórkostlegt tækifæri til aö fylgjast meö gosi og hreyf- ingum jaröskorpunnar ár eftir ár og þaö gefur færi á ýmis konar rannsóknum á efnasamsetningu, gliðnun íandsins, risi og sigi, ásamt fleiru. Eftir aö viö kvöddum Pál á skjálftavaktinni héldum viö upp aö Kröflu eins og áöur er lýst og vorum staöráöin I aö ganga aö eldstöðvunum næsta dag. Okkur fannst aö ekkert annaö kæmi til greina eftir aö vera búin aö horfa á gosið úr lofti og frá Kröflu. Þaö runnu hins vegar á okkur tvær grimur þegar viö hitt- um örþreyttan ljósmyndara sem vart stóö á fótunum, eftir aö hafa öslað snjó og gjall i fjóra t&na til ogfrá gosstöövunum I éli og gjall- regni,Fyrr um daginn haföi verið færtá snjósleöum en þegará dag- inn leiö varö færöin erfiöari og menn óttuöust aö eyöileggja belt- in á sleöunum. Þvi var stungið aö okkur aö þessi gönguferö væri aö- eins fyrir fllhrausta göngugarpa og þaö var nóg til þess aö viö ákváöum aö fara heldur aöra flugferö yfir svæöiö til aö skoöa þaö betur úr lofti. 1 býtið I gærmorgun drifum við okkur á fætur, en hópur jap- anskra kvikmyndagerðarmanna sem kom til Mývatns kvöldiö áöur svaf á sitt græna eyra og virtist ætla að hætta á að allt yröi um seinan þegar sá friöi flokkur héldi á fjöll hlaöinn myndavélum, með tvo myndarleikara I fararbroddi. Skvettur úr tveimur gigum A þessum mánudagsmorgni var veöriö kyrrt og fagurt, en kalt. Þegar viö flugum frá Húsa- vlk varlandiö snævi þakiö og ekki dökkan dll aö sjá, fyrr en glitta tók í gosbólstra og svart hrauniö kom I ljós. Þegar viö flugum yfir var gosiö enn fagurt á aö lit^ skvettur uppúr tveimur gigum og lækurinn rann niöur hlíöina. Flugvélin skalf og titraöi vegna hitauppstreymisins, gufubólstrar stigu upp og undir niöri glitti I glóð viða i hrauninu. Seinna um daginn flugum viö enn yfir á leiöinni suöur (flug- mennirnir stóöust ekki freisting- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.