Þjóðviljinn - 29.10.1980, Síða 8

Þjóðviljinn - 29.10.1980, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. október 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 geómetria, þessi listræna flatar- málsfræöimeB mjúkri hrynjandi, er til oröin löngu áöur en svoköll- uö optisk list komst i tisku. Eins og sjá má af myndunum hér í kring málaöi ég fáar myndir i hreinum geometriskum stil. Hann átti ekki nógu vel viö mig. Þetta var erfiöur skóli en lær- dómsrikur — og þótt ég ætti þar ekki vel heima var ég mjög hrif- inn af ýmsu sem aörir geröu i hans anda. 1 sambandi viö þennan tima: menn voru nokkuö frekir til al- hæfinga um skeiö. Þetta var svip- aöoger meö konseptlistina i dag: þaö þykir enginn maöur meö mönnum meöal ungra lista- manna i dag nema hann sé allur i nýlistum. Þeir menn láta heldur ekki sjá sig á venjulegum listsýn- ingum. Sagan endurtekur sig: þaö var lika langt fyrir neöan viröingu nýlistarmanna i gamla daga aö skoöa annaö en þaö sem efst var á baugi. Sjálfur reyndi ég aösækja allskonar sýningar, alls- konar söfn. Og ég var ekkert hræddur um aö týnast i marg- breytileikanum — þaö var ekki meiri hætta á þvi en aö maöur kynni aö týnast i einhæfninni. Tunglganga Morgunroði: Þessar æskumyndireru skárrien mér fannstþá . Himinleikur: Einnig þá vildu menn ekkert annaö en þaö sem var efst á baugi. Tunglganga út frá skemmtistaönum Lidó. Þessu næst var numiö staöar viö mynd frá 1961 sem heitir Tunglganga — af hálfgeröri tilviljun, kannski af þvi hve feiki- lega stór hún er. Og þaö er llka af henni nokkur saga. — Þessi mynd hékk uppi i skemmtistaönum Lidó, siöar Tónabæ, sagöi Bragi. Nafniö, Tunglganga, kemur geimferöum þess tima ekkert viö, öllu heldur var þaö tengt þvi, aö fólk yfir- ga< Lldó þegar tungl var á lofti, og kannski minnti þaö meö nokkrum hætti á fullt tungl. Myndin var máluö undir áhrifum frá húsinu sjálfu og því sem þar var aö ger- ast. Hún fór vel viö umhverfiö i upp- hafi, og heföi fariö betur ef ekki heföi veriö þrengt aö henni, fyrst meö vinbar, svo meö mjólkurbar. Borgin eignaöist myndina þegar hún keypti staöinn af Þorvaidi I Sild og fisk. Hún hefur veriö lengstaf i geymslu siöan og var EILIF RÖKRÆÐA um hlutina í kringum okkur Bragi Asgeirsson hefur iagt undir sigganga og báöa sali Kjar- valsstaöa meö stærstu einkasýn- ingu, sem hér hefur sést (aö lik- indum), myndirnar eru hátt á fjóröa hundraö. Þetta er allur hans ferill. Viö gengum meö hon- um um sýninguna stundarkorn og létum nokkrar myndir veröa dæmi um vissa áfanga á ferli Braga og tilefni til spurninga. Bragi svaraöi lika spumingum almenns eölis eins og þeirri hverskonar áhrif hann gæti búist viö aö myndlist heföi. — Viö lifum á fjarstýröum tim- um, sagöi hann. Menn eru ofur- seldir tiskuáhrifum og múg- mennsku, fyrir austan haf sem vestan. Einstaklingurinn veröur of vélrænn. Myndin getur sprengt þetta ástand og látiö fólk fara aö hugsa ööruvlsi. Til aö þaö nái meira sambandi viö mannllf allt i kring, veröi óháöara og sjálfstæöara. Ég vona aö myndlist geti I ein- hverjum mæli leyst fólk undan þvi stressi sem allir eru aö kvarta yfir. Og sem betur fer hefur sókn fólks á listasöfn vaxiö á undan- förnum árum. Vegna þess aö fólki liöur blátt áfram vei innan um listaverk... Morgunroði Modelmyndir frá námsárunum I Höfn og Osló eru fyrstar i röö- inni: þar á meöal er ein sem hefur selst eftir öll þessi ár — hún heitir Morgunroöi (1953). Og viö spyrj- um: fannst þér ekki meira en nóg til af slikum myndum þegar þú varst aö iæra? Ég hugsaöi aldrei þannig. Maöur kemst aldrei til botns I svona hlutum. Ég var aö læra á litinaum þetta leyti og haföi allan hugann viö þaö. Meira grænt I þetta, sagöi einn prófessor, meira rautt sagöi annar — og ég reyndi aö finna mina leiö út úr þessu. Ég hef gaman af aö sjá þessar myndir aftur. Sumar hafa veriö rúílaöar upp I stranga allar götur frá þvl ég málaöi þaer. Ég hefi þær meö til aö sýna þróunina, til aö fólk geti betur áttaö sig á þvi hverskonar myndverkasmiöur ég er. Aöur fyrr fannst mér þetta bara stúdiur, nú finnasí mér þessar myndir persónulegri. Ég er eiginlega ánægöari meöþessar æskumyndir nú en þegar ég málaöi þær — fjarölægöin gerir manni auöveldara aö dæma um þær. Bragi viö eitt málverkanna á sýningunni. Himinleikur Næst nemum viö staöar fyrir framan afstraktmálverk frá 1955, hún heitir Himinleikur. Ég var, segir Bragi, aö hugsa um hafiö þegar ég geröi þessa mynd, sveiflutóna þess — og ég get státaö af því, aö þessi oröin óhemju skltug, ég er búinn aö hreinsa margar mjólkursjeik- slettur af henni og svo tyggjó og enn má lengi um bæta... Frá Tunglgöngu var haldið yfir i austursal Kjarvalsstaöa þar sem yngri myndir er aö finna — Bragi málaöi litiö i um þaö bil þrjú ár eftir afstrakttima sinn (1960—63), meöal annars vegna Frelsi handa börnum: Börn erú lika silfur, eöalmálmur, sem fara veröur vel meö. Lifstaumar: Barniö hjá Leonardo fæddist tveim öldum á undan til- hugalifi Watteaus. þess hann vantaði vinnustofu. En upp úr þvi ber, eins og menn þekkja, mikiö á upphleyptu formi hjá honum, verkum úr blönduð- um efniviö, og verkin sjálf og nafngiftir þeirra benda til siöferöilegs eöa heimspekiiegs tilgangs. Frelsi handa börnum heims Viö nemum til dæmis staöar fyrirframan mynd i silfurlit, sem heitir Frelsihanda börnum heims (1979), og tökum hana sem dæmi um heilan flokk mynda. Ég reyni sagði Bragi, eins og best ég get aö fylgjast meö þvi sem er aö gerast i heiminum og þaö kemur þá af sjálfu sér aö ástandiö veröur manni umhugsunarefni. Ég vil meö þessum verkum vera þátttakandi i þvi sem er aö gerast á mlnum tima — án þess aö fara meö prédíkun. Af hverju ég hefi þessa mynd silfurlita? Til aö fá sterkari heildartón. Börn eru lika silfur I sjálfum sér, eðalmálmur sem þarf aö fara vel meö. Þessi mynd er gerö I tilefni barnaárs eins og fleiri myndir hér inni... Viö töiuöum um áhrif myndlist- ar I samtimanum, eins og aö framan greinir. Og Bragi fór aö kvarta yfir þvl, aö þegar gestur kæmi á stórar sýningar I álfunni, þá rækist hann á sömu hlutina hvaö eftir annaö, honum fannst þaö heföi dregið úr fjölbreytni. Menn reyna, sagöi hann, að bæta þetta upp meö þvi aö láta hljóö og allt mögulegt fylgja myndlistinni. Æ, ég veit ekki: aldrei sjáum viö, aö menn komi stormandi með málverk inn átónleika til aö bæta upp áhrifin! Hvað um það, þaö skemmtileg- asta viö listina er þaö aö hún er eilif rökræöa um hlutina i kring- um okkur. Og maður á aö vara sig á aö skoöa þá menn sem eru á andstæöri koöun sem and- stæöinga sina... Rökræöa segiröu, kannski viö ættum aö lokum aö skoöa „blandaöa” mynd þar sem þú „rökrasöir” meöal annars viö listamenn úr öörum tlma? (Inn á nokkrar myndir siöustu ára hafa verið felldar eftirmyndir af frægum málverkum fyrri tima) — Já, litum til dæmis á þess hér, hún heitir LIfstaumar(1978). Hún er um uppsprettur lifsins, um tlmavélina: Konan meö barn- iö eftir Leonardo da Vinci er tveim öldum eldri en tilhugalifiö eftir Watteau fyrir ofan: þaö er talsvert langur meðgöngutimi frá tilhugalifinu, og auk þess gengurhann aftur á bak. Til hliö- anna eru tvær klukkur: önnur sýnir okkar tíma, hin hvaöa tlma sem vera skal, þær sýna semsagt timana tvenna. Friörildiö uppi i horni er tákn upprunaleikans og hverfulleikans, I miöju er fjööur sem endar I rauöum punkti: sig- urverk lífsins. Kannski mætti segja sem svo, aö inntak myndar- innar sé mikilvægi llfsins og fá- fengileiki tlmans... — áb. á dagskrá / m Oréttlát lánskjör lífeyrissjóðanna eru sist \ betri en neikvæð ávöxtun. Til þess að \ ná innbyrðis jöfnun á lánskjörum M sjóðsfélaga þarf hnitmiðaðri stefnu í M lánamálum, betri undirbúning og samráð M við þá aðila, sem um þessi mál f jalla Hraf n Magnússon Útlánakjör lífeyrissjóða Eins og kunnugt er, var sú stefna mörkuö meö lögum um stjórn efnahagsmála frá 1979 (Ólafslögum), aö koma skyldi á verötryggingu sparifjár og láns- fjár. 1 lögunum fólst m.a. aö marki verötryggingar sparifjár oginn-og útlána yrþi náö i áföng- um fyrir árslok 1980. Meö auglýsingu Seöiabankans frá 29. maí 1979 um verötryggingu lána utan innlánsstofnana var m.a. llfeyrissjóöum gefinn kostur á þremur ávöxtunarleiöum. í fyrsta lagi óbreytt leiö meö eftirágreiddum hæstu leyfilegu fasteignalánsvöxtum. 1 ööru lagi meö lánum, þar sem vextir skiptast I grunnvexti og veröbótaþátt vaxta, þar sem veröbótaþátturinn legðist viö höfuöstóllánsinsog væri greiddur eftirá á sama hátt og höfuöstóll- inn. Og I þriðja lagi meö fullri verötryggingu miöaö viö láns- kjaravisitölu auk allt aö 2% árs- vöxtum eftirágreiddir, breyti- legir samkvæmt ákvöröun Seðla- bankans. Lifeyrissjóöirnir hófust þegar handa að undirbúa ný lánskjör sjóöanna meö hliösjón af framan- greindum ávöxtunarleiöum. Vandamáliö var I raun og veru tviþætt. Annars vegar þurftu ein- stakir lifeyrissjóöir aö taka ákvöröun um ávöxtun á nýjum lánum og hins vegar uröu sjóö- irnir aö ákveöa hvort lántakend- um, sem þegar höföu fengiö lán, skyldi gefinn kostur á aö semja um ný kjör á eldri lánum I sam- ræmi viö hin nýju lánskjör. Hinn 1. júni 1979hækkuðu hæstu leyfilegu fasteignalánsvextir úr 26% I 28,5%. Veröbólgustigiö var þá metiö 41,8% á ári. Vextir út- lána lifeyrissjóöanna voru þvl sem svarar 68% af metnu verö- bólgustigi en námu 62% af verð- bólgustiginu fyrir breytinguna. Seðlabankinn áformaöi aö hækka vextina I sjö áföngum eða þar til þeir heföu náö verðbólgustiginu i árslok 1980. Miöaö viö óbreytt verðbólgustig áttu t.a.m. fast- eignalánsvextir aö hækka um 2,5% ársfjóröungslega og veröa i október 1980 um 41%. Eins og áöur greinir var lif- eyrissjóöunum ennfremur gefinn kostur á aö veita lán I formi skuldabréfa gegn fullri verö- tryggingu. Seðlabankinn fann upp svokallaöa lánskjaravisitölu, sem sett var á 100 hinn 1. júnl 1979. Vlsitala þessi skyldi reiknuö mánaöarlega og vera samsett aö 2/3 af vlsitölu framfærslukostn- aöar og aö 1/3 af vísitölu bygg- ingarkostnaöar. 1 röksemdum bankans var m.a. tekið fram, aö sveiflur á vlsitölum byggingar- kostnaöar og framfærslukostn- aöar jafnist meö þessu móti út I hinni nýju lánskjaravisitölu og ef litiö væri yfir langan tlma væri jafnan lítill munur á breytingum þessara þriggja visitalna. Viö undirbúning aö nýjum láns- kjörum lifeyrissjóöanna var gengiöút frá eftirtöldum forsend- um: 1. Hæstu leyfilegir fasteignaláns- vextir færu stighækkandi og næöu aö lokum veröbólgustig- inu 1. desember 1980. 2. Timabundnar sveiflur i visitöl- um framfærslukostnaöar og byggingarkostnaöar jöfnuöust út I lánskjaravlsitölu. 3. Gert var ráö fyrir aö árleg hækkun meöaldagvinnulauna verkamanna væri um 2,1% yfir lánskjaravisitölu. 1 samræmi viö ofangreindar forsendur náöu forsvarsmenn llf- eyrissjóöanna samkomulagi um aö heppilegasta leiöin fyrir lif- eyrissjóöina og lántakendur þeirra væri aö sjóöirnir veittu framvegis verötryggö lán, þannig aö höfuöstóll skuldabréfanna hækkaöi I hlutfalli viö breytingu á lánskjaravisitölunni. Þar til vextirheföu náö veröbólgustiginu eöa til ársloka 1980 skyldi þó gefa 20% afslátt á hækkun veröbóta og vaxta af verðtryggöum lánum. Meö slíkum afslætti næöist jöfnuöur i lánskjörum sjóöfélaga, hvort sem þeir greiddu hæstu leyfilegu fasteignalánsvexti eöa tækju verötryggö lán. Frá og meö ársbyrjun 1981 yröi heildargreiðslubyrði lántakanda svipuö hvora leiðina sem hann veldi, þ.e. verötryggö lán eöa lán meö hæstu leyfilegu fasteigna- lánsvöxtum. Greiöslubyröi verö- tryggöra lána væri nánast jöfn allan lánstlmann, en greiöslu- byröi lána meö almennum skuldabréfavöxtum væru veru- lega mikiö þyngri fyrstu 5 árin, en færi síöan stiglækkandi. Fróölegt er nú aö gera sér grein fyrir því, hvort þær forsendur sem forráöamenn lifeyrissjóö- anna gáfu sér, hafa breyst. Þaö er skoöun greinarhöfundar aö svo hafi verib og aö viöbrögö llfeyrissjóöanna varöandi hin nýju lánskjör hefðu orðið önnur, ef hægt heföi veriö aö gera sér grein fyrir framþróun mála. 1 stuttu máli hafa framan- greindar forsendur breyst, sem hér segir: 1. Hæstu leyfilegu fasteignaláns- vextir áttu aö ná verðbólgustig- inu fyrir árslok 1980. 1 september 1979 var verö- bólgustigiö metiö 52,3%. Vextir af almennum skuldabréfum hækkuöu i' 32% eða i 61% af veröbólgustigi i staö 68% áöur. Heldur jókst þvi biliö milli raunvaxta og neikvæörar ávöxtunar frá þvi sem áöur var. I desember 1979 var veröbólgu- stigiömetiö 57% og vextir af al- mennum skuldabréfum 34,5% eöa i 61% af verðbólgustiginu. Framkvæmd raunvaxtastefn- unnar virtist þvi ekki skila nein um árangri. 1 marz 1980 áttu vextir aö hækka um 3%—5%, en rikis- stjórnin fór fram á þaö, aö vextir yröu ekki hækkaöir og ákvaö Seölabankinn aö engar breytingar yröu á vöxtum. 1 júni 1980 var verðbólgustigiö metiö tíl 49% árshækkunar og voru almennir skuldabréfa- vextirhækkaöir I 38% eöa I 76% af veröólgustigi. Heldur virtist þvi draga saman biliö milli raunvaxta og neikvæörar ávöxtunar og þurfti nú aö brúa þetta bil endanlega I tveimur áföngum. í september 1980 voru vextir ekki hækkaöir samkvæmt til- mælum rikisstjórnarinnar um frestun á framkvæmd láns- kjarastefnunnar. Veröbólgustigiö var þá metiö til 52% árshækkunar og þurftu vextir af almennum skulda- bréfum að hækka um 7% I þeim áfanga. Vextir þurfa þvl aö hækka um 14% 1. desember n.k. til þess að ná raunvöxtum miðaö viö óbreytt veröbólgu- stig. Um slika hækkun vaxta verður að sjálfsögöu ekki aö ræöa þá og er þvi ljóst aö þær forsendur, sem viö var stuöst um framkvæmd raunvaxta- stefnunnar hafa brugðist. 2. A undanförnum mánuöum hefur framfærsluvisitalan hækkaö til mikilla muna meira en byggingavlsitalan. Þar sem hækkun vlsitölu framfærslu- kostnaöar er metin aö tveimur þriöju hlutum I lánskjaravísi- tölunni verður varla sagt meö sanngimi aö uppbygging láns- kjaravisitölunnar jafni út veru- legar sveiflur i framfærsluvisi- tölunni. Lánskjaravlsitalan hefur þvl hækkaömun meira en byggingavisitalan og er sá munur óréttlátur og óeölilegur. Mismunurinn er 3,3% á árs- grundvelli i þessum mánuöi. 3. Meðaldagvinnulaun verka- manna hafa hækkaö mun minna en lánskjaravisitalan, en viö mat á greiöslubyröi verötryggöra lána hefur alltaf veriö gert ráö fyrir aö kaup hækkaöi hlutfallslega meira en lánskjaravisitalan. 1 þessum mánuöi (fyrir kjarasamninga) er lánskjaravisitalan 11,6% hærri en 2. taxtí Dagsbrúnar, sbr. meöfylgjandi yfirlit. (Sjá töflu): Miöaö viö óbreyttar forsendur er full þörf á þvi að llfeyrissjóö- irnir endurskoöi fyrri ákvaröanir sinar um breytt íánskjör. Sjálfsagt er aö allir lántak- endur sjóðanna sitji viö sama borö, en svo er alls ekki nú, þrátt fyrir 20% afslátt, sem nú er al- mennt gefinn af verðtryggöum lánum sjóöanna. Framkvæmd vaxtastefnu og verötryggingaákvæöa laganna um stjórn efnahagsmála o.fl. frá 1979 hefur gjörsamlega fariö úr böndunum, auk þess sem láns- kjaravisitalan hefur hækkaö langt umfram viömiöunarkaup- taxta. Auövitaö veröur aö tryggja fjármagn lifeyrissjóðanna á tim- um óöaveröbólgu. Til þess aö hægt sé aö feta sig á þeirri braut veröa allar forsendur og spár aö vera nær raunveruleikanum en gert var ráö fyrir. Óréttlát lánskjör lifeyrissjóöanna eru sist betri en neikvæð ávöxtun. Til þess aö ná innbyröis jöfnuöi á lánskjörum sjóöféiaga þarf hnit- miðaðri stefnu I lánamálum betri undirbúning og samráö viö þá aöila, sem um þessi mál fjalla. 20. október. Hrafn Magnússon. Mánuöur 2. taxti Dagsbrúm Mismunur 1979 settur á 100 Lánskjaravisitala i % Júni 100 100 Júli 102 103 0.9 Agúst 102 107 5.9 September 112 113 0.9 Október 112 118 5.4 Nóvember 112 122 8.9 Desember 127 130 2.4 1980 Janúar 127 135 6.3 Febrúar 127 139 9.4 Marz 135 143 5.9 April 135 147 8.9 Mal 135 153 13.3 Júni 151 160 6.0 Júli 151 167 10.6 Agúst 151 172 13.9 September 164 178 8.5 Október 164 183 11.6 Kvikmyndasafn íslands Kvikmyndasafni íslands hafa borist sögulega verömætar kvik- myndir frá tslandi, sem varöveist hafa vestan hafs. Hér er um gjafir til islensku þjóöarinnar aö ræöa, sem mikilll fengur er aö. Gefendur eru Harald V. Johnson, Vestur-lslendingur búsettur I Washington, og ættingjar séra Steingrlms Octavlusar Þorláks- sonar, en hann var konsúll ts- lands i San Fransisco I 25 ár. Hann er nú látinn. Harald V. Johnson ákvaö aö gefa kvikmynd, sem hann tók á Alþingishátiöinni i tilefni af þvi aö á þessu ári eru liöin 50 ár frá þvi aö hátiöin var haldin. I þessu skyni haföi hann samband viö þá- verandi forseta tslands, dr. Kristján Eldjárn. Forsetinn þáöi boöiö um gjöfina meö þökkum og lagöi jafnframt til aö myndinni yröi komiö i varöveislu Kvik- myndasafnsins. Annaöist forseti siöan milligöngu i málinu og kom filman til landins nokkru eftir aö dr. Kristján lét af embætti. Eftir þvi sem nú er best vitað eru aöéins til 2 kvikmyndir frá þessum merka atburöi i lifi þjóöarinnar, en þaö eru Alþingis- hátíöarkvikmyndir, sem Arni Helgason, ræöismaöur, og Frakkar tóku. Loftur Guömunds- son tók kvikmynd á hátiöinni, sem nú er taliö aö sé glötuö. Mikill fengur er þvi aö kvikmynd Harald V. Johnson. Kvikmynd hans hefur það sér til ágætis aö vera aö nokkru leyti lýsing á för Vestur-lslendinga á hátiðina frá þvi aö lagt er af staö frá Vestur- ströndlnni meö járnbraut. Auk myndanna frá sjálfri hátiöinni hefur þessi kvikmynd aö geyma athyglisveröar myndir frá Reykjavik og öörum stööum á Is- landi. Fyrir milligöngu önnu Snorra- dóttur hefur Kvikmyndasafn ís- lands veitt viötöku Islandskvik- mynd Lofts Guömundssonar, sem frumsýnd var 2. mars 1948 og stuttri kvikmynd, sem Vestur-ts- lendingur tók hér á landi áriö 1947 á leiö til æskustöðvanna. I kvik- mynd Lofts, sem er um 80 minútur aö lengd eru m.a. kaflar um slldveiði og af Heklugosi 1947. I Heklugoskaflanum bregöur fyrir myndum af fjölda flugvéla, sem hefja sig til flugs af Reykjavikurflugvelli á leiö til gosstöövanna. I kvikmynd Vestur-Islendingsins eru prýöis- góöar myndir frá Heklueldum. Þess má geta I þessu sambandi, aö hér á tslandi hefur varöveist fréttamynd frá atburöi sem átti sér staö vestan hafs áriö 1911 og snertir okkur tslendinga, vegna þess aö þá var afhjúpuö stytta Jóns Sigurössonar I Winnipeg. Kvikmyndin, sem er frá Pathé News sýnir þennan atburö. Stefnia Guömundsóttir, leikkona, var þa' I leikför vestan hafs ásamt fleiri Islendingum og kom þaö I hennar hlut aö afhjúpa styttuna. Dóttursonar Stefanlu, Gunnar Borg, hefur varöveitt filmu >ömmu sinnar síöan hann var smástrákur. Hann hefur nú af- hent Kvikmyndasafni Islands filmuna til varöveislu og geymslu I framtiöinni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.