Þjóðviljinn - 30.10.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. október 1980 Sjómannasambandsþing um oliuveröið: Hœkkunin bitni ekki á sjómönnum einum Ný spari- skírteini fyrir 3 miljarda í fyrradag hófst hjá bönkum og sparisjóðum sala verðtryggðra spariskfrteina ríkissjóðs i 2. fl. 1980, samtals að fjárhæð 3.000 miljónir króna. Útgáfan er m.a. byggð á heimild i fjárlögum fyrir árið 1980 og verður lánsandvirð- inu varið til opinberra fram- kvæmda á grundvelli lánsfjár- áætlunar rikisstjórnarinnar fyrir þetta ár. Kjör skirteinanna eru hin sömu og skirteina i 1. fl. 1980. Höfuðstóll og vextir eru verðtryggðir miðað við þær breytingar á lánskjara- visitölu, og skírteinin bundin fyrstu 5 árin, en frá 25. október 1985 innleysanleg hvenær sem er næstu fimmtán árin. Skirteinin eru framtalsskyld, en um skatt- skyldu eða skattírelsi þeirra og vexti og verðbætur af þeim, fer eftir ákvæðum tekju- og eignar- skattslaga á hverjum tima. Nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ.m.t. verðbætur, bæði taldar til tekná og jafníramt að fuilu frá- dráttarbærar frá tekjum manna og þar með skattfrjálsar. Skirteinin eru nú geíin út i fjórum verðgildum, 10.000, 50.000, 100.000 og 500.000 krónum og skulu þau skráð á nafn. Aö frum- ^ kvæði LÍIJ Vegna samtals við Jóhann Guð- mundsson forstjóra Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða i Þjv. i gær vill L.I.O. taka eftirfarandi fram: A stjórnaríundi Lands- sambands isl. útvegsmanna 3. október var samþykkt að fara þess á leit við sjávarútvegsráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið aö stofnað skyldi til viðræðna milli þessara þriggja aðila um að setja regiur til þess að koma i veg fyrir landanir á lélegum fiski erlendis. Eftir viðræður við ráðuneytin voru reglur, sem L.I.Ú. átti frum- kvæði að, samþykktar. Þetta gerðist áður en Jóhann Guð- mundsson fór til Grimsby og Hull til að kanna málin, en hann hélt þangað hinn 12. október. Á 12. þingi Sjómannasambands Islands, sem háð var um siðustu helgi voru nokkrar ályktanir samþykktar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt um frum- varp á Alþingi um hækkun tima- bundins oliugjalds, sem lagt var fyrir þing Sjómannasam- bandsins: 12. þing Sjómannasambandsins itrekar fyrri afstöðu sjómanna- samtakanna um að þann vanda, sem hækkun oliuverðs skapar út- gerðinni i landinu, beri að leysa með sameiginlegu átaki lands- manna ailra, en ekki að velta honum yfir á sjómennina eina, svo sem gert er ráð fyrir i frum- varpi til laga um breytingar á lögum um timabundið oliugjald,- sem nú liggur fyrir Alþingi. Þingið telur að Alþingi eigi að mæta þessum vanda m.a. með þvi að fella niður þau innflutn- ingsgjöld sem nú eru á oliuvörum og leggur áherslu á að við næstu ákvörðun fiskverðs, verði þessi mál komin i það horf sem sjó- menn geta við unað. Með hliðsjón af framansögðu leggur 12. þing S.S.l til að umrætt frumvarp verði fellt. Þá voru á þinginu samþykktar ályktanir um atvinnuöryggi fiski- manna og fjárhagslega afkomu, þar sem m .a. er mótmælt sifelldri stækkun fiskiskipaflotans. Sam- þykkt var ályktun þar sem mót- mælt er kröfu um fækkun áhafna á farskipum og gerð krafa til lög- gjafans um setningu laga um há- marksvinnutima og lágmarks hvild áhafna á farskipum. Þá voru samþykktar ályktanir um öryggis- og tryggingamál sjó- manna, þarsem m.a. er bent á að lögskráningu sjómanna sé enn ábótavant, itrekuö er krafa um sjálfvirkan sleppibúnað á gúm- björgunarbátum, krafist er auk- inna fjárveitinga til landhelgis- gæslunnar, þingið telur eflingu hennar þjóðarnauðsyn, þá bendir þingið á nauðsyn betri og full- komnari læknaþjónustu fyrir sjó- menn og loks gerir þingið þá kröfu til stjórnvalda að breytt verði lögum um dánar- og slysa- bætur sjómanna, þannig að tryggingarfjárhæðin hækki stór- lega frá þvi sem nú er. Istjórn Sjómannasambands ts- lands voru kjörnir: Formaður: Óskar Vigfússon, Hafnarfirði, varaformaður: Guð- mundur Hallvarðsson, Reykja- vik, ritari: Emil Páll Jónsson, Keflavik. SAMBANDSSTJÓRN : Þórður Ólafsson, Þorlákshöfn, Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað, Guðjón Jónsson, Akureyri, Bárður Jens- son, Olafsvik, Hákon J. Há- konarson, Reykjavik, Ársæll Pálsson, Hafnarfirði, Rúnar Grimsson, ísafirði, Skjöldur Þor- gri'msson, Reykjavik, Ólafur Þór Ragnarsson, Reykjavík, Hafþór Rósmundsson, Siglufirði. Svartoliubrennsla Eimskips: Sparnaöur 60 milj. á skip árlega Á þessu ári hefur aðalvélum 6 skipa Eimskips verið breytt til svartoliubrennslu. Þessi skip eru Laxfoss, Fjallfoss, Lagarfoss, Háifoss, Irafoss og Múlafoss. öllum skipunum nema Laxfossi var breytt hér innanlands af Straumi h.f. i samvinnu við tæknideild E.Í., en undirverk- takar voru Gjörvi og Volti. Breyting hvers skips tekur um 10 daga og kostar um 50 milj. króna. Verðmunur á svartoliu og gasoliu t.d. i Rotterdam er nú um $75per tonn og miðað við eðlilega siglingu skipanna sparast um $ 112.000 á ári á skip, eða isl.kr. 60 miljónir. Eitthvað meiri rekstrarkostnaður og viðhalds- kostnaður er á skipum sem brenna svartoliu, en engu að siður er þessi fjárfesting hagkvæm. (Úr fréttabréfi Eimskipafélagsins) Flutti fyrir- lestur um há- skólanám íslendinga Ingvar Gislason menntamála- ráðherra flutti i fyrradag fyrir- lestur við Manitobaháskóla um Háskóla islands og háskólanám islcndinga i boði rektors há- skólans. Ýmis samtök íslendinga i Manitobafylki og Torontoborg hafa jafnframt boðið mennta- málaráðherra að vera gestur þeirfa nokkra daga. Eiginkona ráðherrans, frú Ólöf Auður Er- lingsdóttir, er með i ferðinni og sérstakur fylgdarmaður ráð- herrans er Bjarni Gunnarsson stjórnarráðsfulltrúi. Menntamálaráðherra er væntanlegur úr boðsferðinni 5. nóvember n.k. Hótel Loftleiöir: Tékkneskir dagar dag hefst að Hótel Loftleiðum kynning á Tékkóslóvakíu. Að henni standa, auk hótelsins, Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar og sendiráð Tékkóslóvakíu i Reykja- vík. Ellefu skemmti- kraftar og tveir kokkar eru komnir til landsins af þessu tilef ni og munu þeir sjá gestum Víkingasalar fyrir mat og skemmtan fram á sunnudagskvöld, 2. nóvember. Blaðamenn fengu sýnishorn af þvi sem fram verður borið á kynningunni, og veröur að segjast sem er, að gestir Vfk- ingasalar eru öfundsverðir. Maturinn sem tékknesku kokk- arnir framleiða úr islensku hrá- efni er afar ljúffengur, enda sagði Þórarinn yfirmatsveinn á Loftleiðahótelinu aö þetta væru menn sem kynnu vel til verka. „Bestu kokkar sem við höfum fengið á þessar þjóöakynningar hingað til” — sagöi Þórarinn. Þá eru iistamennirnir ekki af lakari sortinni. Trió Ferdinands Skrobak mun leika fyrir dansi. Þetta eru þrir afbragðsgóöir hljóðfæraleikarar, sem hafa Tékknesku matsveinarnir ásamt starfsbróöur sinum Þórarni, yfirmatsveini á Loft- leiðahótelinu (f. miðju). spilað saman i 15 ár og eru sannarlega færir i flestan sjó, enda hafa þeir leikið um borð i alþjóðlegum skemmtiferða- skipum og eru mjög eftirsóttir á þeim vettvangi. Fleira tónlistarfólk er i hópnum, og má þar nefna heimsfrægan harmonikusnill- ing, Rajmund Kákoni, og konu sem leikur listavel á fiölu og syngur lika. Þjóðdansar verða sýndir og Juraj Ronaj sýnir töfrabrögö af mikilli kúnst. Siðast en ekki sist má nefna lát- bragðsleikarana Antonin Klepac og Miroslav Horacek, sem eru bæði liðugir og sniðugir og vöktu mikla kæti meðal blaðamannanna. Listamennirnir munu skemmta viðar en á Loftleiða- hótelinu meöan á dvöl þeirra stendur, m.a. á Reykjalundi og Landsspitalanum. Tékkóslvakia er oröin vinsælt ferðamannaland. Að sögn hr. Kovacs, fulltrúa tékknesku ferðaskrifstofunnar Cedoc, sem hér er staddur til að kynna land sitt, komu 19 miljónir erlendra ferðamanna þangað I fyrra, eða næstum helmingi fleiri en Ibúar landsins eru. Kjartan Helgason hefur staöið fyrir ferðum héöan til Tékkóslóvakiu, og afhenti hr. Kovacs honum silfurmedaliu fyrir gott samstarf. Tékkósóva- kia hefur mikið aö bjóða sem feröamannaland allan ársins hring, allt frá ölkeldum til skiðalanda og gamalla kastala i mið-evrópskum stil. Jafnframt þvi sem aö ofan er talið og fram fer i Vikingasal sýna tékknesk fyrirtæki vörur i sýningarskápum hótelsins, og kvikmyndasýningar veröa I ráöstefnusal. Tekiö er á móti borðpöntunum I sima 22322 og 22321 meöan á kynningunni stendur. —>b Látbragösleikararnir vöktu mikla hrifningu blaöamanna Kjartan Helgason tekur viö silfurmedalfu úr hendi hr. Kovacs. boröiö sitja f,v, Jarmila Kralova, fyrirliöi tékkneska hópsi Sveinn Sæmundsson, blaöafulltrúi Flugleiöa, og Emil Guömun son, hótelstjóri. Ljósm. _gel—

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.