Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 1
DJuÐVIUINN Fimmtudagur 6. nóvember 1980 — 251. tbl. 45. árg. FLUGLEIÐIR: 10 míljón dollara skuld í nóvember „Ýmsir aðilar tengdir Flugleiðum og Sjálfstæðisflokknum hafa reynt að breiða það út að undanförnu að engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í máli Flugleiða síðustu daga. Ég tel þetta alrangt/ þvi m.a. hefur komið fram að vandi fyrirtækisins er orðinn svo knýj- andi/ að það þarf núna í nóvembermán- uði að greiða um 10 miljónir dollara af láusaskuidum til ýmissa aðila. Stærðar- gráða þessa vanda sést best á þvL að heildarupphæð ríkisábyrgðarinnar sem verið er að ræða um á Alþingi er 12 milj- ónir dollara/ eða aðeins tveimur milj- ónum meira en fyrirtækið þarf að greiða i nóvembermánuði einum". Landsbankinn Akvörðun • Ríkisábyrgðin 12 milljónir dollara • Fjárhags- og viðskiptanefnd afgreiðir málið fyrir helgi tekin í dag? Þaö er ekkert af þessu máli aO frétta i dag, en viö reiknum meö aö eitthvaö gerist á morgun, fimmtudag, sagöi Helgi Bergs banka- stjóri Landsbankans I gær, er hann var spuröur um lánafyrirgreiöslu bankans viö Flugleiöir hf. Bankastjórn Landsbank- ans hélt fund i gærdag og aö honum loknum gengu tveir bankastjóranna, Jónas Haralz og Helgi Bergs, á fund ráöuneytisstjóra og em- bættismanna fjármálaráðu- neytisins. Helgi sagöi að ekkert væri af þeim fundi frekar aö segja; aöeins heföi verið rætt um tæknileg atriði i sambandi við veðsetningar, en sem kunnugt er fer nú fram á vegum ráðuneytisins könnun á veðhæfni eigna Flugleiða hf. Erlendir sér- fræðingar hafa þegar skilað inn mati á flugflota félagsins og er það fjórum miljónum dollara lægra en mat Flug- leiða sjálfra, en könnun á veðhæfni fasteigna fyrirtæk- isins er ekki lokið. Þetta sagði ólafur Ragnar Grimsson formaður Fjarhags- og viöskiptanefndar efri deildar Al- þingis m.a. i samtali viö Þjóövilj- ann i gær. Hann sagöist telja að i umfjöllun þingsins á málinu i slð- ustu viku hafi enginn gert sér grein fyrir þvi aö vandinn væri svona mikill. Verulegur hluti þessarar upphæðaii 10 miljóna doliara, á að koma til greiðslu i þessari og næstu viku. „Þaö er þvi knýjandi að Lands- bankinn, rikisstjórnin og Alþingi hafi samráö um lausn þessa vanda, enda lýsti Sigurður Helga- son þvi yfir i sjónvarpinu i gær aö það væri ekki lengur á valdi fyrir- tækisins að tryggja samgöngur við umheiminn heldur væri þaö pólitisk ákvörðun”, sagði ólafur Ragnar. „Þessi skuldasUpa Flug- leiða sem kemur til greiðslu i þessum mánuði er svo risavaxin, að Alþingi.Landsbankinn og rikisstjórnin hafa i hendi sér aö tryggja samgöngur við önnur lönd”. Ólafur Ragnar átti i gær- morgun fund með bankastjórum Landsbankans og formanni bankaráðs og sagðist þar hafa fengið þær upplýsingar sem bankinn hefði aflaö sér undan- farna daga um hinn bráða fjár- hagsvanda Fugleiða. 1 gærdag var siðan haldinn fundur i Fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar. Samgönguráðherra kom á þann fund og rætt var um stöðu málsins. Flugleiðamáliö var einnig til ýtarlegrar umræöu i þingflokk- unum i gær. Rætt var um upplýs- ingarnar um fjárhagsstöðuna og þau skilyrði, sem hugsanlega verða sett til viöbótar íyrir rikis- ábyrgð til Flugieiða. Fundur verður um máliö i Fjárhags- og viöskiptanefnd kl. 9 f.h. i dag. ,,Ég mun stefna að þvi aö afgreiða málið Ut Ur nefndinni fyrirhelgi”, sagði ólafur Ragnar Grimsson. — eös Ronald Reagan kjörinn forseti Bandaríkjanna Sjá siður 4 og 5. Miklar byggingarframkvæmdir stóðu yfir þegar gel. leit inn á dagheimiliö Barónsborg i gær. — Ljósm: gel. Stefnubreyting á dagheimilum Börn giftra for- ! eldra fá aðgang Félagsmálaráö Reykjavlkur hefur samþykkt aö frá næstu ■ áramótum fái börn giftra foreldra aögang aö dagheimilum I borgarinnar. Er hér um stefnubreytingu aö ræöa frá aö eingöngu forgangshópar barna einstæöra foreldra og námsmanna fái inni. | Miðað er við 10% heildarrýma, aldurinn 3—0 ára og aö giftir foreldrar og sambúöarfólk greiði tvöfalt gjald fyrir börn sin mið- I aö við nUverandi gjald. I samþykkt féiagsmálaráös er lýst stuðningi viö meginmark- mið i greinargerð starfshóps um innra starf á dagvistarheimil- unum og sagöi Gerður Steinþórsdóttir formaður ráösins, aö þarna lægi aö baki af þess hálfu viöurkenning á að dagheimili væru fyrir öll börn og jafnframt væri þetta fyrsta skrefiö i þá átt ■ að blandaðir þjóðfélagshópar væru á heimilunum. Spurð um hvar ætti að rýma fyrir 10 prósentunum i margumræddu plássleysi sagði Gerður, að ef biða ætti eftir aö engir biölistar lægju fyrir, yrði aldrei af þessu. Dagvistarrými hefur þegar verið skipt niður i kvóta: 60% fyrir börn einstæðra foreldra, 16% börn stUdenta, 10% annarra námsmanna, 4% vegna erfiðra heimilisástæöna og 10% fyrir börn giftra foreldra. HUn sagði, að biðlistar fyrir börn einstæðra foreldra væru i rauninni skki svo langir, á listunum væru nU fyrst og fremst börn ' námsfólks. Veriöer aöundirbUa, að börn innan við leikaldur, þe. 2ja ára, fái fremur daggæslu á einkaheimilum og þau eldri á dagheimilum borgarinnar. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að þvi að bæta einkadagheimilin, bæði með auknu eftirliti og námskeiðum fyrir dagmömmurnar og einnig með samstarfi þeirra á milli, þannig aö verði forföll hjá einni geti önnur sem þekkir börnin gripiö inni. J Tapaði 7 milj. í íbúðakaupum Nafnverð var 36 miljónir en raunverðið 43 miljónir Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að hann vonaðist til að málin skýrðust i þessari viku, þannig að niðurstöður veð- hæfnikönnunarinnar gætu legið fyrir um helgina. — Þaöer óskaplega margt sem þarna er um að ræða, sagði Höskuldur. — 1 þessu tilviki dugir ekki að meta hótelbyggingarnar einar sér, það verður lika að taka allan bUnað þeirra með i reikning- inn, þótt hann teljist ekki fasteign. Höskuldur sagði að unnið væri af fullum krafti að þessu mati og bUast mætti við niðurstöðum eftir fáeina Maöur kom aö máli viö Þjóö- viljann og sagöi sinar farir ekki sléttar. Ilann haföi fyrir stuttu keypt ibUÖ. Samkvæmt kaupsamningi var söluverö ibúöarinnar kr. 36 miljónir. Kaupandinn yfirtók eldri lán, scm á íbUöinni hvildu aö nafnveröi rúmlega 9 miljónir króna. Er kaupsamningur haföi veriö undirritaöur kom i ljós, aö þessar eldri skuldir sem á ibúö- inni hvildu námu i raun ekki aöeins rúmlega 9 miljónum, heldur nær 16 og hálfri miljón. Mismunurinn var kr. 7.300.000,-. Ibúöarkaupandinn taldi sig hafa keypt ibúö á 36 miljónir sam kvæmt undirrituöum kaupsamn- ingi, borgaö hluta út og tekiö á sig skuldir fyrir hinu, en þegar betur var aö gáö kom i ljós, aö verö ibúöarinnar var I raun ekki bara 36 miljónir eins og stóö i kaup- samningnum, heldur nam samanlögö uppbæö útborgunar og áhvilandi skuldaeftirstööva á yfirtökudegi 43,3 miljónum. Þaö var hið raunverulega verö ibúöarinnar, sem kaupandinn haföi skuldbundið sig til aö grciða. þótt i kaupsamningi væri talaö um 36 miljónir. — Skýringin á þessu er sú, að lánin sem á ibuðinni hvildu höfðu hækkað samkvæmt ákvaeðum um verðtryggingu lána samkvæmt visitölu. — Kaupanda ibúðar- innao.var hins vegar engin grein gerð fyrir þessu, og þess vegna taldi hann sig hafa keypt ibUð á 36 miljónir, sem i reynd hafði kostað hann yfir 43 miljónir, fáist kaup- samningi ekki hnekkt. Hækkun veöskulda samkvæmt ákvæðum um verðtryggingu lána mun enn ekki vera skráð á þau veðbókarvottorð, sem fógetar láta i té, og þess vegna m.a. ger- ast „slys” af þvi tagi, sem hér hefur verið greint frá. Augljóst virðist að hér þurfi þegar i stað að gripa til „slysa- varna” til að fyrirbyggja þvilikt og annað eins, og sérstök ástæða er til að hvetja alla þá sem eru að hugsa um að kaupa ibUð til þess að gæta vandlega að raunveru- legri upphæð þeirra skulda, sem þeir skuldbinda sig til að yfirtaka með ibUðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.