Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN
Fimmtudagur 6. nóvember 1980
Aöaislmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Verkfall framreiðslumanna á laugardaginn:
Aðalkrafan er 40
stunda vinnuvika
Þjónustugjald veröi nettólaun, en veitinga-
húsin greiöi nemum og aöstoðarfólki laun
Framreiðslumenn hafa ákveðið
að fara i eins dags verkfaii á
laugardaginn kemur til að leggja
áherslu á kröfur sinar. Samn-
ingar hafa ekki tekist i kjaradeilu
framreiðslumanna á veitinga-
húsum og veitingahúsaeigenda.
Félag framreiöslumanna hafði
áður boðað dagsverkfall 29.
október, en aflýsti þvi og boðaöi i
staðinn verkfall 8. nóvember eftir
að flest önnur félög innan ASf
höfðu náð samningum, enda er
laugardagur mun sterkari verk-
fallsdagur fyrir þjóna en
miövikudagur.
Kauptrygging
313 þúsund
„Viö tökum laun okkar eftir
þjónustugjaldi, sem er 15%, en er
i rauninni 10,56% af útseldri
vöru,” sagöi Sveinbjörn Þorkels-
son formaður Félags
framreiðslumanna i samtali við
blaðið i gær. „Viö höfum
kauptryggingu, sem var i
september 313 þúsund kr. á
mánuði á fyrsta ári i starfi og á
bak við þetta stendur enginn
vinnutimi. Við förum fram á það
að lögin um 40 stunda vinnuviku
verði virt i sambandi við starf
framreiðslumanna. ”
Greiða aðstoðarfólki
laun
Sveinbjörn sagði að i kjarna-
samningi ASl og VSl væri gert
ráð fyrir að framreiöslumenn
væru 114Jaunaflokki og fengju 380
þúsund kr. kauptryggingu, sem
er 21% hækkun. Hins vegar heföi
kauptrygging framreiðslumanna
aldrei verið raunhæf, þvi aö þótt
þeir teldust launþegar og hefðu
átt aðild að ASI siöan 1930, væru
þeir meö nema og aðstoöarfólk
þegar mest væri að gera og
greiddu þeim laun. „Kauptrygg-
ingin er miðuð við heildarlaun
okkar en ekkert tillit tekið til þess
hvað viö þurfum að borga mikið i
laun af okkar launum,” sagði
Hann. „Þess vegna getum viö
ekki skrifað undir samninga bara
upp á það að fá þetta góða hækk-
un á kauptryggingunni. Viö vilj-
i um fá trygginguna virta sem
i nettó-laun.”
i Sveinbjörn sagði að
[ framreiðslumenn vildu að nemar
og aðstoðarfólk væru á launaskrá
veitingahúsanna og krafa þeirra
væri að veitingahúsaeigendur
greiddu helming af launum
nema, þar sem þeir nytu góös af
t vinnu þeirra. Veitingahúsin
j greiöa öll laun matreiöslunema.
)
í Tvisköttun
* „Vegna þessa fyrirkomulags
1 sem nú e^á sér staö tviskattlagn-
1 ing launatengdra gjalda og
1 launaskatts,” sagöi Sveinbjörn.
1 „Veitingamaðurinn greiðir
1 launaskatt af þjónustugjaldinu,
= sem eru laun þjóna, en við borg-
um nemum og aöstoöarfólki af
I þeim launum og þurfum einnig aö
5 greiða launaskatt af þeim krón-
í um. Til að losna út úr þessu höf-
II um við farið fram á að aöstoðar-
® fólkið yrði á launaskrá veitinga-
3 húsanna.”
Engir fridagar
Tillaga um niðurfellingu barnaútsvars:
Alfaríð á mótí
segir Sigurjón Pétursson
„Ég er alfarið á móti tiilögu
Birgis lsl. Gunnarssonar um að
Keykjavikurborg felli niður út-
svör á vinnutekjur barna sem
lögð hafa verið á samkvæmt nýju
skattalögunum", sagði Sigurjón
Pétursson, en tiliaga Birgis
verður til afgreiðslu f borgar-
stjórn i dag.
„Min afstaða byggist ekki á þvi
17 miljón króna tekjutapi sem
borgin yrði fyrir ef tillagan
veröur samþykkt”, sagði Sigur-
jón „heldur hinu, að ég tel að
Reykjavikurborg eigi að fara að
lögum i þessu efni sem öðrum. Þá
dreg ég i efa að sveitarfélögum sé
heimilt að fella niður útsvör á
þennan hóp. Heimildir til lækk-
unará útsvari taka aðeins til elli-
og örorkulifeyrisþega og til ann-
arra ef ófyrirsjáanleg atvik koma
uppá, — siys, sjúkdómar eða f jár-
hagsáföll. Börn íalla auðvitað
undir þetta ákvæði eins og aðrir”.
Sigurjón benti á að fyrir til-
komu nýju skattalaganna lögöust
vinnutekjur barna ofan á tekjur
foreldra og voru þvi skattlagðar
enn frekar en nú er. „Þá sé ég i
samþykkt þessarar tillögu aukna
hættu á skattsvikum”, sagði
hann, „einkum hjá þeim sem
stunda smárekstur og hafa að-
stööu til að hafa börn sin i vinnu.
Ég er ekki að segja að allir gripi
til þess, en reynslan sýnir að það
er leitað i allar smugur, sem
skattalögin opna. Ef fella ætti
niöur útsvör á vinnutekjur barna
gætu býsna margir auðveldlega
sett öll sin börn á aldrinum 10—15
ára á launaskrá hjá sér til þess aö
sleppa við að borga af þeim út-
svar”.
— AI
Hann sagði aö framreiðslu-
menn hefðu enga tryggingu fyrir
neinum fridegi; þeir gætu þess
vegna unnið alla daga ársins án
þess að fá nokkuö meira fyrir
vinnu á hátiöis- og fridögum. Þvi
færu þeir fram á 40 stunda vinnu-
viku og 35 stunda vinnuviku
þeirra sem vinna bæði i hádeginu
cg á kvöldin, þ.e. sundurslitinn
vinnutima. Þá færu þeir fram á
aö þeir sem vinna á dansstöðum,
þ.e. eingöngu á kvöldin, skili 32
1/2 klst vinnuviku. Eftir að menn
hafi skilað sinni vinnuviku fái
þeir timakaup auk þjónustu-
gjalds. Framreiðslumenn vilja fá
tvo fridaga i viku og aö tryggð sé
6 klst. lágmarkshvild á milli
vakta.
Sveinbjörn sagöi að veit-
ingamenn hafi algjörlega neitaö
að ræöa um vinnutima, en þó hafi
þeir nú boðist til að hækka
kauptrygginguna ef unnið væri
meira en 40 stundir á viku.
Næsti sáttafundur framreiðslu-
manna og veitingamanna veröur
kl. 14 i dag. Framreiðslumenn
ihuga að gripa til fleiri aðgeröa ef
þeir ná ekki fljótlega fram helstu
kröfum sinum, að sögn
Sveinbjörns Þorkelssonar.
— eös
Ingibjörg Stephensen tekur fyrstu skóflustunguna að fbúbarbygglngu
fyrir aldraða á Seltjarnarnesi. Við hliö hennar stendur Sigurgeir
Sigurðsson bæjarstjóri.
Ljósm.: gel.
Seltjarnarnes:
lbúðarbygging
fyrir aldraða
t gær var tekin skóflustunga að
ibúðarbyggingu fyrir aldraða við
Melabraut á Seltjarnarnesi.
tbúðirnar sem i húsinu verða eru
all-stórar miðað viö það sem
gcrist í sambærilegum bygging-
um og er ætlunin að mestur hluti
þeirra verði séreign fólksins sem
þar mun búa.
Þegar farið var að huga aö
byggingu hússins var gerö könn-
un á þörfinni og hver vilji ibúanna
væri varöandi stærðir og eignar-
aðild. Kom i ljós að af 25
umsækjendum vildu 20 eiga sinar
ibúöir sjálfir.
Samkvæmt lögum Húsnæöis-
málastofnunar rikisins fá bygg-
ingar fyrir aldraða lán, með
ákveðnum skilyröum, m.a. þeim
að ibúarnir eigi ekki annað
húsnæði. Þvi verða þeir sem
kaupa ibúðir i húsinu aö selja þær
ibúðir sem þeir eiga fyrir.
Eftir að Ingibjörg Stephensen
einn af væntanlegum ibúum húss-
ins tók skóflustunguna var gest-
um boðið upp á kaffiveitingar og
þar fluttu nokkrir bæjarfulltrúar
ávörp. Þá voru einnig sýnd likön
að byggingum sem eiga aö risa á
vegum bæjarfélagsins.
1 samtali við Þjóöviljann sagði
Guörún Þorbergsdóttir bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins á
Seltjarnarnesi aö þvi bæri að
fagna að bæjarfélagiö sinnti mál-
efnum aldraðra, en meiri sómi
væri að ef bærinn hefði sjálfur
byggt Ibúðir fyrir þann hóp aldr-
aðra sem ekki ætti i neitt hús að
venda. Þetta form sem nú væri á,
ætti frekar heima á siðara stigi
bygginga fyrir aldraöa. — ká
VERKAM ANNABUSTAÐIR:
80% lán við endursölu íbúöa
Allt að
Á fundi Húsnæðismálastjórn-
ar i gær var samþykkt að lána
úr Byggingasjóði verkamanna
allt að 80% af söluverði ibúða i
verkamannabústöðum, sem
koma til endursölu. Sama gildir
um þær Ibúðir sem byggðar
voru af Framkvæmdanefnd
byggingaáætlunar i Reykjavik.
Þjóðviljinn spurði Ólaf Jóns-
son, formann Húsnæðismála-
stjórnar um aödraganda þess-
arar samþykktar og hvernig
framkvæmdin yrði. Ólafur hafði
eftirfarandi að segja um þetta
mál:
„Samkvæmt lögum um
Húsnæðisstofnun rikisins, sem
samþykkt voru á siðasta Alþingi
og tóku gildi 1. júli s.l. og reglu-
gerðum samkvæmt þeim lög-
um, koma til framkvæmda
nýjar reglur um kaup og endur-
sölu á Ibúðum i verkamanna-
bústööum. Nú er sveitarfélög-
um skylt aö kaupa allar ibúðir i
verkamannabústöðum sem
koma til endursölu fyrstu 30 ár-
in frá þvi aö þær voru byggöar,
en siðan gildir forkaupsréttur.
Kaupskyldan hvilir á viðkom-
andi sveitarfélagi, en I reglu-
gerö er gert ráð fyrir þvi að
sveitarstjórnir feli Stjórn
verkamanna meðferð endur-
söluibúöa. Veröur þeim úthlutað
til umsækjenda eftir sömu regl-
um og gilda um nýjar ibúöir.
Lán til endursöluibúöa veröa
veitt með sömu kjörum og önn-
ur lán Byggingasjóðs verka-
manna og mega nema allt aö
80% af söluverði ibúöanna eins
og áöur segir. Tilgangur þess-
ara nýju ákvæða er aö tryggja
aö allar ibúöir i verkamanna-
bústöðum haldi áfram aö þjóna
upphaflegum tilgangi sinum að
leysa húsnæðisvanda laglauna-
fólks, sem ekki hefur fjármagn
til þess að kaupa ibúöir á hinum
svonefnda frjálsa markaöi.
Til þess að tryggja rétt þeirra
sem þurfa að selja ibúðir i
verkamannabústöðum og jafn-
framt til þess að samræma end-
ursöluverö slikra ibúða um allt
land hefur félagsmálaráöuneyt-
iö nýlega skipað tvo matsmenn
til þess að meta ástand
ibúðanna og samræma þær
reglur sem gilda um verðlagn-
ingu þeirra.
Hinir nýskipuöu matsmenn
eru þeir Skúli Sigurösson lög-
fræöingur og Halldór Bach-
mann byggingameistari. Starfa
þeir á vegum félagsibúða-
deildar Húsnæðisstofnunar-
innar, sem fer með málefni
verkamannabústaða og önnur I
málefni Byggingasjóös verka-
manna. Þar sem enn eru skráð-
ir félagsmenn i Byggingafélög-
um verkamanna, samkvæmt
eldri lögum, halda þeir rétti sin-
um til ibúða i sinum bygginga- j
flokki að öðru jöfnu, en þó þvi
aöeins að þeir uppfylli önnur I
skilyrði til þess að kaupa ibúð i
verkamannabústaö.
Framkvæmd hinna nýju laga I
er enn i mótun og veröur það
enn um sinn, en nú er unnið að
þvi i Húsnæöisstofnun rikisins
að móta alla framkvæmd
laganna,” sagði Ólafur að lok- I
um.