Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 SIGUR REAGANS Ronald Reagan vann yfirburðasigur i forseta- kosningunum i Bandarikjunum; mesta furða þeirra kosninga er blátt áfram sú, hve mikill munur varð á fylgi þeirra Carters eftir að skoðanakannarar höfðu tönnlast á þvi, að þeir væru næsta jafnir. Reagan fékk alla kjörmenn i 43 rikjum en Carter sigraði i aðeins 7 rikjum. Reagan fékk um 51% atkvæða og 483 kjörmenn, Carter 41% og aðeins 49 kjörmenn, og Anderson 7% atkvæða og sex kjörmenn, hann vann i einu riki. Repúblikanar unnu og drjúgan sigur i þingkosningunum og fengu meirihluta i öld- ungadeildinni. Frétta- skýring Liklegasta skýringin á ósigri Carters er blátt áfram sú, að kjósendur hafi viljað refsa rikj- andi forseta fyrir efnahagslegar þrengingar og verðbólgu. Eins og margoft hefur verið tekið fram kom fram mikil óánægja með báða frambjóðendur — menn kusu ekki annan þeirra heldur á mótihinum. Þegar skoðanakann- arar spurðu kjósendur, hvernig þeir treystu þeim Carter og Reagan til að leysa verðbólguna, þá fékk Carter lélega einkunn en Reagan allgóða. Aftur á móti þótti sömu kjósendum Carter miklu liklegri til að geta haft frið við aðrar þjóðir en Reagan. Og þegar tveir þriðju af kjósendum sem voru að koma út af kjörstað i fyrradag sögðu að efnahagsmál væru aðalmál kosninganna, þá sýnist liggja fremur beint við, að þeir hafi refsað Carter fyrir að vera forseti yfir verðbólgu, sem stjórn hans er að visu ekki að öllu leyti áþyrg fyrir. Skrýmslafrœði Carter og hans menn vissu við upphaf kosningabaráttunnar, að þeir gátu ekki treyst á vinsældir stjórnarinnar, þar var ekki feitan gölt að flá. Þeir tóku þvi þann pól i hæðina, að reyna að gera Regan að einskonar hægra- skrýmsli i vitund almennings og rifjuðu óspart upp ýmisleg um- mæli hans sem sýndu hann mjög herskáan i alþjóðamálum, fjand- samlegan minnihlutahópum og fátækum. En bæði var, að demó- kratarofgerðu i þessum efnum og Reagan tókst furðuvel að snúa sig útúr ivitnanahrinunni; allavega hefur þessi bardagaaðferð mis- tekist. Hægri sveifla? Blökkumenn Þá þótti það ljóst á kjördag, að blökkumenn mundu bregðast Carter, en hann fékk 90% af at- kvæðum þeirra árið 1976 og flaut á þeim inn I Hvita húsið. Þeir eru að refsa Carter fyrir frammi- stöðu hans i félagsmálum. Sið- ustu tiu ár hefur tekist að vinna nokkuð gegn fátækt i smærri borgum, en i blökkumannahverf- um stórborganná hefur þróunin áfram verið á verri veg. Hvitum mönnum sem teljast lifa undir fátæktarmörkum hefur fækkað um 5% á þessum tima, en svört- um fjölgað um 21%. Það er von- leysið sem slik þrðun hefur i för með sér sem gerir það að verkum að blökkumenn vilja ekki lyfta fingri til að bjarga Carter. Aðrir þjóöfélagshópar hafa og hlaupist undan merkjum demó- krata, en liklega munar mest um þeldökka. Urslit kosninganna eru kölluð hægrisveifla. Nú eru forsetaefnin bæði alllangt til hægri að evrópskum mælikvarða og vinstribros urðu ekki lesin af þeirra vörum i kosningaslagnum. Ýmsir fréttaskýrendur hafa og látið að þvi liggja, að þegar allt kemur til alls verði stjórnsýsla Reagans i Bandarikjunum ekki ósvipuð þeirri og Carter hefði framkvæmt. En þegar litið er á úrslit þing- kosninga, þá sést, að erkiihald- samtök eins og NCPAC (Þjóðleg ihaldsnefnd um pólitiska athöfn) hefurnáö árangri i þeim yfirlýsta tilgangi að flæma þá demókrata sem helst teljast frjálslyndir af þingi. Þar kennir margra grasa: trúarofstækismenn, and- stæðingar fóstureyðinga, þjóð- rembumenn sem trúa á sigur i kjarnorkustriði og ýmsir fleiri. Þessi öfl eru talin hafa átt sinn þátt iþvi,aðfimm af helstu fram- farasinnum öldungadeildar voru felldir af þingi 1978. Nú i ár beindi þetta liðmiklu fé og útspekúler- aðri rógsherferð gegn helstu tals- mönnum frjálslyndari demókrata eins og Frank Curch frá Idaho og George McGovern, öldunga - deildarþingmanni i Suður-Dakota — og voru þeir einmitt i hópi þeirra demókrata sem féllu. Norrænt samstarf um vinnuvernd: Þátttaka efld Fundur vinnumálaráð- herra Norðurlanda var haldinn i Stokkhólmi 23. október sl. Var þar einkum fjailað um endurskoðun samstarfsáætlunar Norð- urlanda um vinnuverndar- mál. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra sat fundinn af Islands hálfu. I tengslum við ráðherrafundinn hélt norræna embættismanna- nefndin um vinnuverndarmál fund 21.—23. október. Sú nefnd fjallar um einstök samstarfs- verkefni á þessu sviði og gerir áætlanir um ráðstöfun fjár sem til þess samstarfs er variö. Af þeim málum, sem á þeim fundi voru rædd og verulega þýö- ingu geta haft fyrir Isiand, má nefna hugmynd um samnorræna prófunarstöð fyrir hættuleg efni, rekstur sameiginlegrar upplýs- ingamiðstöðvar um vinnu- verndarmál, sem reyndar tók fyrst til starfa árið 1971, og sam- starf um námskeiðahald fyrir sérfræðinga á þessu sviði. Með gildistöku laga um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustööum hinn 1. janúar næst- komandi er gert ráð fyrir að Is- lendingar taki mun meiri þátt en áöur i samstarfi Norðurlanda að vinnuverndarmálum, aö þvi er segir I frétt frá félagsmálaráðu- neytinu. Auk félagsmálaráðherra tóku þeir Hallgrimur Dalberg ráðu- neytisstjóri og Eyjólfur Sæ- mundsson öryggismálastjóri þátt i fyrrgreindum fundum. —eös Allt samkvæmt formúlu: Meðan forsetaefnið talar hefur frúln ekkl af honum brosmild augu... Frjálslyndi í hœttu McGovern varð mjög fyrir barðinu á glæpsamlegum aðferð- um Nixonliðsins er hann bauð sig fram tilforseta gegn honum 1972. Nú mátti hann reyna ýmislegt það sem verra var: gengið var svotil i hvert hús i hans tiltölulega fámenna riki (400 þús. kjósendur) og þvi stift haldið að kjósendum, að McGovern hefði svikið varnir landsins, væri óvinur fjöl- skyldunnar og kristindómsins, hefði selt rauðliðum Panama- skurðinn og þar fram eftir götum. Þessu var svo fylgt eftir með lævislegum sjónvarpsauglýsing- um. Um þessar aðferðir sagði McGovern fyrir nokkru: Ef þessar aðferðir virka hér, þá verður þeim einnig beitt gegn öörum frjálslyndum þingmönn- um. Það er ógnun við frjálslyndi i bandariskum stjórnmálum.... Og semsagt: aðferðirnar hrifu. Heimskulegt stríð Bandarlskir fréttaskýrendur hafa undanfarna daga keppst við að lýsa þeirri skoðun sinni, að kosningabaráttan hafi verið ómerkileg og beri vott um póli- tiska hnignun. Vermont Royster viö Wall Street Journal hefur fylgst með ellefu forsetakosning- um siðan 1936. Hann segir, að hann sé að „kafna andlega” eftir kosningaþvættinginn nú. „Vin- samlegasta orðið sem ég get fundið um kosningabaráttuna,” segir hann, „er að hún hafi verið litt upplýsandi. Þessu næst ber að segja að hún hafi verið heimsku- leg”. En svo er það umheimurinn. Hægristjórnir eru heldur ánægöar, þær fá sér við hlið her- skáan leiftursóknarforseta, eða svo halda þær. En margir munu þeir, sem finnst heldur ónota- legra i heiminum en fyrr, þegar sá frambjóðandi sigrar i banda- riskum forsetakosningum, sem hæst hafði um nauðsyn miklu meiri vigbúnaðar i heimi sem færi nú þegar létt með að drepa sig margsinnir. — áb. skyldi vera auðveldast að finna mesta vöruvalið? Við mælum með Domus Á einum stað bjóð- um við geysilegt úrval af alls kyns vörum á alls kyns verði. Þú finnur það sem þig vantar í Domus... og gleymdu ekki kaffi- teríunni ef fæturn- ir eru farnir að lýjast! 12mannakaffistell 12 manna matarstell Úlpur bamastærðir Úlpur fullorðinsstærðir Skiðagallar verð f rá Vélsleðagallar Loðfóðmð kuldastigvél á böm Loðfóðmð kuldastigvél á fullorðna Gallabuxur verð frá Velúr morgunsloppar Blússur frá Marks & Spencer Munið 10% afsláttarkortin Nýir félagsmenn fá einnig afsiáttarkort kr. 29.700.- kr. 63.530,- kr. 21.250,- kr. 25.780,- kr. 30.700,- kr. 59.600,- kr. 12.500,- kr. 16.550,- kr. 15.175,- kr. 27.900,- kr. 12.400,- DOMUS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.