Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. nóvember 1980 Björgunar- netið Markús áþing Björgunarnet Markúsar skip- stjðra Þorgeirssonar hafa vakiö veröskuidaða athygli og hlotið hina lofsamlegustu dóma. Fyrir þvi flytur Helgi Seljan eftirfar- andi þingsályktunartiliögu: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta sérfróða menn gera úttekt á notagildi björgunarnets Markúsar B. Þorgeirssonar meö það fyrir augum, að séu þetta talin nauð- synleg öryggistæki, þá skuli um það sett ákvæði i reglugerð um öryggismál, að skip skuli búin þessum netum svo og að þau séu tiltæk á hafnarsvæöum. Aðflutnings- gjöld sjón- varpstækja Þeir Eiður Guðnason og Þor- valdur Garðar Kristjánsson leggja báðir til að breyting verði á útvarpslögum i þá átt að Eikisútvarpið fái að nýju I sinn hlut aðflutningsgjöld af sjón- varpstækjum. Eiöur varð fyrri til meö máliö og vildi aö útvarpiö fengi þennan tekjustofn i næstu 3 ár, en Þorvaldur Garöar taldi rétt- ara aö tekjustofninn yröi ótlma- bundinn. Tollaeftir- gjofa atvinnu- bilum öryrkja Guörún Helgadóttir, ásamt þingmönnum úr öllum öörum flokkum, leggur til aö öryrkj'ar eigi kost á þvl aö fá tollaeftir- gjöf á bil til atvinnureksturs, umfram aöra, um sem nemur 20%. Eins og er, greiöist al- mennt um 40% tollur af leigubil- um og sendiferöabllum, og hin almennu ákvæöi um'tollalvilnun til öryrkja nýtist ekki. Flutn- ingsmenn ásamt Guörúnu eru Albert Guömundsson, Alex- ander Stefánsson og Arni Gunnarsson. Fyrirheit gefið um 1700 miljónir upp í 4600 miljóna tap vegna útflutnings landbúnaðarafurða umfram lögbundnar bœtur Nú I vikunni var svarað I sam- einuðu þingi fyrirspurn Þor- bjargar Arnórsdóttur um dt- fiutningsuppbætur: hvaö rlkis- stjórnin hygðist gera bændum til hagsbóta þar sem sýnt er að lögbundnar útflutningsbætur nægja ekki til grundvallarverös landbiinaðarafurða á verðlags- árinu sem lauk i ágústlok sl. sumar. 1 svari landbúnaðar- ráðherra kom fram að ráðgert er að verja 1700 miljónum króna, fengnum f lánsfjár- áætlun 1981, til að mæta halla siðasta verðlagsárs, umfram þann eina miljarð sem áður hefur verið ráöstafaö I þessu skyni. Þorbjörg benti á, að þessar 1700 miljónir eru aðeins rúmur þriðjungur þess sem á vantar, en hún hefði gert sér vonir um amk. 50% bætur. Þorbjörg sagöi i framsögu- ræöu meö fyrirspurn sinni, aö enn einu sinni heföi veriö gengiö á þann rétt bænda, aö þeir heföu sambærilegar tekjur og launa- stéttir i landinu. Og margir væru I mikilli óvissu um afkomumöguleika sína I fram- tiðinni. Setning búmarks var talin nauösynleg til aö laga fram- leiösluna aö innanlandsmark- aöi, og hefur þaö þegar valdiö all-miklum samdrætti. Hins vegar koma áhrifin misjafnt niöur og auka enn á aöstööu- og tekjumun I sveitum. Aö auki var settur á sérstakur fóöurbætis- Þorbjörg Arnórsdóttir. þíngsjá skattur vegna hins sérstaka vanda I mjólkurmálunum. A verölagsárinu 1979-80 hefur mjólkurframleiöslan minnkaö um 6 mln. litra eöa 5,2% frá fyrra ári. Á slðari hluta verð- lagsársins er samdrátturinn hlutfallslega meiri en þetta. Vegna hagstæös árferöis eru likur á aö kindaketsfram- leiöslan veröi nú svipuö og i fyrra. Taliö er aö skuldir bænda aukist verulega vegna sam- dráttaraögeröanna. Allt þetta ár hefur veriö inn- heimt af bændum veröjöfnunar- gjald, þar eö sýnt var aö út- flutningsbótarétturinn nægði ekki. Taliö er aö veröjöfnunar- gjald ársins muni nema 4,3 miljöröum eöa um einni miljón króna á hvern bónda. Þetta er ærinbyröi ofan á samdráttaraö- geröirnar. Heildarþörfin á útflutnings- bótum verölagsáriö 1979-80 var um 13,9 miljaröar kr. Hins vegar er bótarétturinn áætlaöur 8,3 miljaröar. Ríkisstjórnin lagöi fram 1 miljarö sl. vor, þannig aö bótalaust falla um 4,6 miljaröar af útflutningi, sé ekkert aö gert frekar. Þarna er einnig um eina miljón króna aö ræöa á hvern bónda, sem dregst I reynd beint frá nettótekjum. Sá vandi er nú steöjar aö bændastéttinni er vandi þjóöar- innar allrar. Eigi bændum aö vera kleift aö draga úr fram- leiöslunni og laga hana aö innanlandsmarkaöinum, en jafnframt auka fjölbreytni og leita nýrra leiöa, er þörf á ná- inni samvinnu milli forystu bænda og rikisvaldsins um lausn mála, sagöi Þorbjörg Arnórsdóttir. Nokkrar umræöur uröu I til- efni af fyrirspurninni. Helgi Seljanbenti á, aö bændur báöu fyrir löngu um framleiöslu- stjórnun, en þröngsýni manna á alþingi kom i veg fyrir fram- gang málsins. Vinna þyrfti aö eflingu atvinnutækifæra I sveit- um, og heföi Alþýöubandalagiö einmitt lagt fram þings- ályktunartillögu um eflingu smáiönaöar I sveitum. Megin- málið væri aö mörkuö yröi heildarstefna til frambúöar I landbúnaöarmálum, og gæfist vonandi tækifæri til aö fjalla um þaö mál slöar á þessu þingi. 56 sveitabýli nú án samveiturafmagns Áœtlað að rafvœða 27 þeirra ú nœstu úrum, en varðandi 29 bæi þarf að finna sérstakar lausnir Iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson hefur svarað fyrirspurn Nfelsar Lund um Blikalónslinu á Sléttu. Gerði hann þá stuttlega grein fyrir stöðu sveitarafvæðingar I heild. Orkuráð hefur gert áætlun um rafvæðingu þeirra sveitabýla, sem enn hafa ekki fengið raf- magn frá samveitum, og er hún þrfliðuð: t fyrsta áfanga eru 3 bæir þar sem meöalfjarlægð milli bæja er 3—4 kflómetrar. Rafvæðing mundi alls kosta 62 miljónir kr. t öðrum áfanga eru 9 býli meö meöalfjarlægð 4—5 km. Heildarkostnaður 229 milj. kr. t þriðja áfanga eru 15 býli með rneðalfjarlægð 5—6 km. Heildarkostnaöur 406 milj. kr. Samtais eru þetta 27 bæir og kostnaðurinn um 7000 milj. kr. núvirði. Ráöherra upplýsti aö I fjár- lagafrumvarpi fyrir 1981 væri gert ráö fyrir 500 miljónum kr. Hjörleifur Guttormsson til sveitarafvæöingar, en ráöu- neyti sitt heföi metiö þörfina á 800 miljónir. Kostnaöur 1981 vegna nýrra notenda á gömlum orkuveitusvæöum væri metinn á 400 milljónir króna, sem væri innifalinn 1 áöurgreindri 500 milj. kr. fjárveitingu. Þar af leiðandi yrðu ekki nema 100 miljónir afgangs til aö rafvæöa sveitabæi samkvæmt tilgreindri áætlun Orkuráðs. Blikalónsllna veröur tekin fyrir i 3. áfanga samkvæmt framkvæmdaröö Orkuráös, og er kostnaöur metinn á 115 milj- ónir kr. Linan á aö liggja á bæ- ina Grjótnes, Núpskötlu, Siguröarstaöi og aö Blikalóni. Samkvæmt framlögöu fjárlaga- frumvarpi og rööun Orkuráðs yröi ekki unnt aö leggja Blika- lónsllnu á næsta ári. Iönaöarráöherra vék einnig aö vanda þeirra 29 býla sem liggja utan 6 km meöalfjar- lægöar, en á flestum býlanna er nú disilstöö. Þar kæmi til greina að virkja vatns- eöa vindorku, og væri unniö aö málinu i iönaöarráöuneytinu. Stuðningur við félagsbú bænda Þorbjörg Arnórsdóttir leggur aðstoð, sem gæti oröiö hvati þess Þar má nefna möguleika á orlofi, til að aukinn verði stuöningur við að þetta búskaparform vröi tekið takmörkun vinnuálags, öryggi í stofnun og rekstur félagsbúa: upp I rlkari mæli.” veikindum, verkaskiptingu, fjöl- „Alþingi ályktar aö skora á rikis- þættari framleiöslu og sparnaö aö stjórnina, aöhlutast til um aö sett 1 greinargerð segir aö kostir þvl er varöar tæknibúnaö. — I verði I löggjöf fyllri ákvæði um félagsbúskapar frá rekstrarlegu, landinu munu nú vera um 20 lög- félagsbú, hvaö varöar hagstæða þjóöhagslegu og almennt félags- gilt félagsbú, en um 70Ó tvíbýlis- lánafyrirgreiðslu og aðra tiltæka legu sjónarmiöi séu ótvlræöir. eöa fjölbýlisbú. Aöstodar- kaupfélags- stjóri KRON Ells Rósant Helgason hefur veriö ráöinn aöstoöarkaupfélags- stjóri KRON. Elis er fæddur 4. janúar 1939. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1958 og réöst versl- unarstjóri hjá KRON 1959. Hann hefur veriö fulltrúi kaupfélags- stjóra frá slðustu áramótum. Elis er kvæntur Ingu Guöríöi Guð- mannsdóttur og eiga þau 4 börn. Uppbygging dagheimila: 10 ára áætlun Lokið er undirbúningsvinnu nefndar sem starfað hefur I tvö ár aö áætlun að uppbyggingu dag- vistarstofnana á vegum félags- málaráös Reykjavikurborgar og verður áætlunin rædd á fundi ráðsins i dag. Gert er ráö fyrir jafnri og þéttri uppbyggingu og þegar Þjóövilj- inn spuröi Geröi Steinþórsdóttur, formann félagsmálaráös, hvort hér væri á feröinni einhver óska- listi, sem engir peningar yröu svo til fyrir, sagöi hún, aö þvert á móti væri þetta raunhæf stefna miðuö viö fjárveitingar eins og þær hafa veriö á úndanförnum árum. Bygging dagvistar- stofnana: Lokið við þrjár fyrir áramótin Nú er verið að leggja siöustu hönd á verk viö byggingu dag- heimilis og leikskóla viö Fálka- bakka og verður framkvæmdum þar lokið á mánudaginn kemur, 10. október og lóö frágengin þann 20yen eftir þaö getur rekstur haf- ist. Frá þessu er skýrt I bréfi bygg- ingadeildar borgarverkfræöings til félagsmálaráðs og jafnframt aö framkvæmdum viö dagheimili og leikskóla viö Hálsasel muni verða lokiö 1. desember og viö skóladagheimiliö viö Blöndu- bakka einnig 1. desember nk. — vh Námsmenn funda um lánamálið A fimmtudagskvöldið veröur' haldinn fundur i Félagsstofnun Stúdenta þar sem hið nýja frum- varp um námslán og námsstyrki verður kynnt. Þar munu fulltrúar námsmanna, stjórnmálaflokk- anna og væntanlega mennta- málaráðherra Ingvar Gislason taka til máls og kynna sin sjónar- mið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.