Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.11.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. nóvember 1980 Fimmtudagur 6. nóvembcr 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 VIÐ ERUM HLUTI AF HEILDINNI — Það er að sjálfsögðu von okkar allra, sem fatl- aðir erum, að árið 1981, ár fatlaðra, megi í raun og sannleika verða okkar ár, að það megi efla skilning alþjóðar á aðstöðu okkar, þörfum og þeirri getu, sem við búum yfir til þess að geta gerst virkir og gjald- gengir þegnar í þjóðfélag- inu, ef það kærir sig um að gera okkur það kleift. Og þá er það ekki hvað síst það samstarf, sem samtök fatlaðra hafa nú f itjað upp á við Alþýðusamband íslands og aðila vinnu- markaðarins, sem við væntum okkur mikils af. Þannig fórust orð Jóhanni Pétri Sveinssyni frá Varmalæk í Skagafirði er blaðamaður hitti hann að máli í herbergi hans í Hátúni 12 fyrir nokkrum dögum. Forsagan — Samstarf viö Alþýðusam- bandið, segiröu, hvað er þar á seyði? — Jú, þaö mál á sér nokkra forsögu, þótt ekki sé hún löng. Svo er mál með vexti, að starfandi er á vegum Sjálfsbjargar milliþinganefnd I atvinnumálum fatiaðra. A 20. landsþingi Sjálfsbjargar, sem haldið var 7.-9. júni i vor.var samþykkt, að á alþjóðaári fatlaðra, 1981, skyidi megináhersla lögö á atvinnu- og lifeyrismál fatlaðra. Hjá Sjálfs- björg i Reykjavik skaut svo sú hugmynd upp kolli, að senda menn inn á næsta Alþýðu- sambandsþing til þess aö kynna fulltrúum þar málefni fatlaðra og hugmyndir þeirra um bætta að- stööu i þjóöfélaginu og leita eftir samstarfi viö Alþýöusambandið um það baráttumál. —mhg ræðír við Jóhann Pétur Sveinsson stud. jur. um málefni fatlaðra Jóhann Pétur Sveinsson: ,,A1- þýðusambandið hefur rétt okkur höndina. Við væntum þess að þjóöfélagið i heild geri það einnigi’. Nefndarkosning Næsta skrefið var svo það, að á fundi, sem Sjálfsbjörg i Reykja- vik og stjórn Landssambands fatlaðra stóðu að, var kosin nefnd, til þess að hrinda þessari hugmynd i framkvæmd, skrifa ASt um máliö og undirbúa kynningaratriði til að leggja fyrir Alþýðusambandsþing, ef þingiö vildi veita okkur áheyrn. 1 nefnd- ina voru tilnefndir Theódór Jóns- son, og er hann formaður hennar, Trausti Sigurlaugsson, Rafn „Viðerum aðeins að fara fram á að þjóðfélagið nýtistarfsorku okkar”. — Frá Mtilalundi, öryrkjavinnu- stofu SIBS. Aðalmynd: Ctbúiðmyndaalbúm, aðofan til v. unnið að almanaksgerð, að neðan til v.: gyll- ing á bókum. — Mynd: — gel. Benediktsson, Sigursveinn D. Kristinsson, Hrafn Sæmundsson, Sigmar 0. Mariusson og Jóhann Pétur Sveinsson. Nefndin hefur nú haldið tvo fundi (sá þriðji var fyrirhugaður daginn, sem þetta viðtal átti sér stað). Strax á fyrri fundinum var gengið frá bréfi til ASÍ. Frá þvl hefur nú borist jákvætt svar, viö erum boðnir velkomnir á þing þess. Þaö er þvl á hreinu, að fulltrúar frá okkur munu koma til með að mæta á næsta Alþýöu- sambandsþingi og flytja þar okk- ar mál. Nefndin er nú að vinna aö ýmiss konar gagnasöfnun þessu viðkomandi. Ég vil lika taka það fram, að Alfa-nefndin, — en hún hefur meö höndum framkvæmdir til undir- búnings alþjóðaárs fatlaðra, — hefur lýst fullum stuðningi við þessa viðleitni pkkar. Formaður Alfa-nefndarinnar er Margrét Margeirsdóttir. Beggja hagur Viö teljum mjög mikilsvert aö samstarf geti tekist við launþega- samtökin um hagsmunamál okk- ar. A hinum Noröurlöndunum vinna þessir aðilar mjög vel saman en hérlendis hefur ekki verið um slikt að ræða hingað til, en vonandi er nú breyting á þvi i sjónmáli. — Hvernig mundi samstarfi ykkar og Alþýðusambandsins verða háttað? — Þaö kemur vitanlega margt til greina og áreiðanlega fleira en maöur áttar sig á svona i upphafi. En án þess að við förum aö rekja þá þræði, — það er hætt viö að þetta spjall mundi lá lengjast úr hófifram, þá get égt.d. nefnt það, að i gegnum trúnaðarmannakerfi verkalýðsfélaganna ætti að mega afla upplýsinga um ástand einstakra vinnustaða með tilliti til atvinnumöguleika fatlaöra. Eru þeir þannig úr garöi gerðir, að fötluöum sé kleift aö vinna þar og ef svo er ekki hverra úrbóta er þá þörf? Hér eru hagsmunirnir engan veginn aðeins á aðra hliðina, þótt svo kunni kannski að virðast I fljótu bragðl Þáð er t.d. mikið hagsmunamál launþegasam- takanna i sambandi við iifeyris- sjóðagreiöslur, aö fatlaðir fái jafnrétti á vinnumarkaði. Tvennu er brýn- ast að breyta — Hvaða mál eru það einkum, sem þér finnst brýnast brenna á fötluðum ? — Þegar svo er spurt kemur mér tvennt fyrst i hug. t fyrsta lagi er þá aö vinna bug á þeirri algengu trú, að þeir, sem fyrir þvi verða að fatlast, séu ekki lengur gjaldgengir á almennum vinnu- markaði. Þeir séu I raun og veru dæmdir úr leik. Þeir hafi ekki lengur möguleika á aö vera þátttakendur i hinu venjulega mannlifi, þeir séu nokkurskonar utangarösfólk, sem verði að sætta sig við aö lifa i sinum sérstaka heimi. Gleggsta dæmiö um þaö,hvað þessi hugsunarháttur hefur veriö rikjandi, eru vinnustaðirnir. Þannig er frá þeim gengið flest- um, að ógerlegt er t.d. fyrir hjóla- stólafólk aö komast þar inn fyrir dyr eða að bera sig þar hjálpar- laust um, þótt inn yrði komist. Annað hvort höfum við hreinlega gleymst eða það hefur verið taliö sjálfsagt, að ef við gætum dundaö eitthvað þá værum við bara út af fyrir okkur. Viö værum eiginlega sérstakur þjóðflokkur, sem ekki ætti samleiö meö ófötluöum. Þessi hugsunarháttur er sem betur fer að breytast. Auðvitað geta fatlaöir ekki unnið hvaða störf sem eru, en fjölmörg störf geta þeir leyst af hendi alveg jafnvel og hinir sem ófatlaðir eru og þaö hefur sýnt sig, aö þar eru þeir engu lakari vinnukraftur. Við erum i raun og veru aðeins að fara fram á að þjóðfélagið nýti starfskrafta okkar og þaö er engu siöur i þess þágu en okkar. Viö erum enginn sérsöfnuður, við erum hluti af heildinni. Um leið og þetta sjónarmið er viðurkennt þarf að fylgja þvi eftir með breyt- ingum á vinnustöðum I það horf, að fatlaöir komist þar allra sinna ferða. Þetta er viöast hvar hægt að gera og til nýrra vinnustaða á ekki að efna nema með þetta stjórnarmið i huga. Líkar vel í lögfræðinni Jóhann Pétur Sveinsson er stúdent frá Hamrahliðarskólan- um og nú er hann á öðru ári i lög- fræðinni við Háskólann. Honum likar námið vel og segir aðstöðu fyrir fólk i hjólastólum góöa i Lögbergi, trúlega ekki annarsstaðar betri i byggingum Háskólans. — það voru gcrðar fyrir mig tvær smá skábrautir til þess að auðvelda mér að komast inn i húsið; annars þurfti ekki meö, og innan húss er svo lyfta. — Veistu af nokkrum öörum i hjólastól, sem stundar nám við Háskólann? — Nei, ég veit ekki til þess. Aftur á móti er einn nemandi þar sjónskertur. Vera má þó, að einhverjir fleiri i þessum hópi séu með einhverjum hætti fatlaðir, þótt ég þekki ekki til þess; þetta er svoddan aragrúi. Það liður að þvi aö Jóhann þurfi að mæta á fundinum, sem að var vikið hér að framan. Ég ætla þvi ekki að tefja hann lengur að sinni. Um leið og við kveðjumst segir hann: — Við fatlaðir vonum, að þetta ár marki timamót i baráttu okk- ar. Viö biðjum um samstarf. Alþýðusambandið hefur tekiö i hönd okkar. Við væntum þess aö þjóöfélagiö i heild geri það einnig. — mhg Það þykir grunsamlegt ef sögurit er ekki leiðinlegt Mál og menning hefur um alllangan tíma unnið að því að koma út mannkyns- sögu eftir íslenska menn; nú fyrir skemmstu kom út sjötta bókin í þeim bálki og er eftir Jón Thór Haralds- son. Hún fjallar um það merkatímabil landafunda, siðbótar, trúarstyrjalda og uppgangs borgarastéttar 1492—1648. I viðtali spurðum viö Jón fyrst að nytsemd þess aö semja slikt verk á islensku. — Þegar svo er komið, sagöi hann, að máladeildarstúdentar geta kinnroöalitiö sagt aö þeir lesi hvorki dönsku né ensku sér að gagni, þá ætti ekki aö vera van- þörf á slikri bók. En að svo miklu leyti sem þetta dæmi snýr að mér get ég sagt að mestu réði blátt áfram áhugi á þessu efni. Tímabilum skipt Þú manst að Asgeir Hjartarson fór af staö meö fyrstu tvö bindin og stilaði manna best. Siöan gerð- ist ekkert I mörg ár, þar til Björn Þorsteinsson, sú eldsál, reis upp, það var um 1960, og sagði að þessi fjandi dygði ekki lengur. Þá var kallaöur saman á vegum Máls og menningar hópur af mönnum og timabilum úthlutað. Ég var þá stráklingur og veit enn ekki af hverju ég var hafður meö. Nú: Sverrir Kristjánsson tók við af Ásgeiri og hélt áfram með mið- aldir. Jón Guönason og Berg- steinn Jónsson voru enn fyrr bún- ir með sinar bækur en þessar bækur þrjár komu út allar á næst- siðasta áratug. Ég fór aö vinna á Þjóöviljan- um, og er fátt jafn litiö uppörf- andi fvrir ritstörf no mennska. Ég^var samt_að^dunda, viö þetta, en sóttist seint. Einn kaflann lauk ég við i prentara- verkfalli. Hann var um frelsis- baráttu Niöurlendinga og er eitt af þvi sem sýnir mér hvað svona hlutir eru háöir persónulegu mati. Fyrir nokkrum árum skrif- aði Jón Þ. Þór greinaflokk i Lesbók Morgunblaösins um sama efni, mjög fróölegan. Ég sá að viö höföum notað nokkurnveginn sömu bækurnar. Og viö komumst kannski ekki að beinlinis ólikum niðurstöðum — en hvor okkar lagði allt aörar áherslur en hinn. Ég vantreysti sögu Satt að segja vantreysti ég sögu. Liklega er þaö McCarthyisminn á kaldastriðsár- unum, sem sýnir mér best hve llt- ið er að marka hana. Það er nefnilega svo erfitt aö höndla andrúmsloft liðins tima. Ef menn á okkar aldri, sem tóku út þroska sinn á þeim árum, þegar reynt var bókstaflega að frysta sósialista út úr mannlegu félagi, — ef við færum að lýsa þessum tima, þá mundi ungt fólk i dag lita á útkomuna sem hverja aðra taugabilun. Menn segja gjarna sem svo: ég segi sannleikann — eins og ég man hann. Tökum dæmi af Jóni Rafnssyni, sem samdi ágæta bók, „Vor i verum”, um stéttabaráttu kreppuáranna, en þar haföi hann staðið i fylkingarbrjósti. Ég taldi mig nauðþekkja þetta allt, sagði þessi glöggi maður viö mig, en þegar ég fór aö bera mig saman við félaga mina þurfti ég sifellt að vera að breyta. Mig misminnti svo oft, lika um atburði sem ég var á kafi I sjálfur, sagði Jón Rafnsson. Sífelld breyting — Hvaö er erfiðast við aö glima við þann tima sem þú skrifar um? — Það fór mest i taugarnar á mér, að engum tveim bar saman. Ég var lengi að dunda við þetta, i sumarfrium einna helst, og sankaöi jafnan aö mér sem mestu af þvi sem út kom um timann á aðgengilegum tungumálum. Ég sé alls ekki eftir þeim tima, ööru nær. Viðhorf voru alltaf að breyt- ast, ýmislegt var lagfært, ný blæ- brigöi voru dregin fram. Ef ég hefði hespaö þessum 430 siöum af á 5—6mánuðum rétt eftir 1960, þá heföi bókin kánnski ekki verið úrelt nú, en snöggtum Rœtt við Jón Thor Haraldsson um mannkynssögu- rit hans um tímabilið 1492-1648 ónákvæmari i umgengni viö staöreyndir. Mikiö af kóngum —- Hve lengi er mann- kynssögurit að verða úrelt? — Ég veit það ekki, ég er að vona aö þessi bók endist út árið. Ég geri mér grein fyrir göllum á þessari bók. Tveir ágætir sagn- fræðingar lásu þetta yfir fyrir mig. Annar var svo elskulegur að segja, að þetta væri læsilegt rit, en hörðum marxistum þætti kannski fullmikið fara fyrir kóng- um og hershöfðingjum. Bókin er alls ekki nógu marxisk. Og það er biátt áfram af þvi ég er ekki nógu góður marxisti. Bókin mætti vera meira um hagsögu. Þetta er ansi mikið stjórnmálasaga, einfaldlega af þvi að mér finnst hún einna skemmtilegust. Saga án stjórn- mála er eins og Hamlet prinslaus. Þetta eru stærstu gallarnir frá minu sjónarmiöi. Svo veit ég að það hljóta að vera einhverjar beinar villur i svona bók, sjálf- sagt hefur mér skotist yfir eitt- hvaö eöa ég mistúlkað. Mestur vandinn er aö fá úr efniviönum sem samfelldasta heild, yfirsýn yfir timabiliö. Að grufla i persónum Skemmtilegust þótti mér hins- vegar menningarsagan. Ég tók þar ákveöinn pól i hæðina, ákvað að gera þá kafla ekki að nafna- listum, hafa heldur færri visinda- menn eða-lista meö, hafa fleira um færri menn, en litilræði um marga. Skrifaði t.d. ekki um rit- höfund nema ég heföi lesiö hann sjálfur. Þaö er sjálfsagt tslendingseðlið að hafa gaman af að grufla i slikum einstaklingum. Persónusaga hefur alltaf verið skratti rik I okkur tslendingum — og má vel vera það. Aætlun min var annars eitthvaö á þessa leið: Að komast aö þvi hvaö gerðist. Hversvegna þaö geröist. Og i þriöja lagi langaði mig til að einhver hefði svolitia ánægju af að lesa þetta. En þá er maður kominn út á hálan is, þvl þaö þykir grunsamlegt, sögurit eiga að vera leiöinleg til aö það sé tekið mark á þeim... — Ef þú ættir kost á aö skrifa meira um sögu, hvar mundir.þú bera niður? Mig langar til að fást við nýrri sögu, helst þá millistriðsárin. Ég er orðinn þaö gamall, að þau passa best við minn aldur.... — áb. á dagskra / A þessu feilaði dr. Sigurður Nordal sig, sem ég dáði og dái, þótt honum yrði það á að kanna ekki Hrafnkelsdal. Mest sló mig þegar hann neitaði tilveru Laxárdals á sögusvæðinu. Hann er til enn í dag með nafni. Hrafnkelssaga / / • 1 * X * í nýju ljosi Grein með þessu nafni birtist i Sunnudagsblaði Þjóðviljans 13.—14. sept. 1980. Þar segir að fundist hafi við rannsókn I Hrafn- kelsdal á annantug byggðarieifa. Rannsókn þessi náði einnig til Brúardala og Vesturöræfa. A Brúaröræfum fundust einnig 5 rústir. Það gleður alltaf min gömlu augu er saga landsins skýrist. Suma varðar ekkert um fortiöina, en geta með þvi oröiö gliðsla I nútiðinni. 1 raun vitum viðlltiö um hvað landið var byggt hátt upp til dala og öræfa, sem nú teljast. Á landnámstið mun gróð- ur landsins hafa verið gjörólikur þvi sem nú er. Jöklar, eldgos og uppblástur hafa huliö heil byggðarlög og tilvera þeirra talin þjóðsaga. Alþýðumenn hafa oft fundið rústir og fornminjar, en hver tekurá merinni mark? Aftur á móti hefur sagnfræöingum og fleiri mönnum orðiö þaö á að hlýta reglu gamalla tóbaks- manna i tóbakshallæri, aö láta sömu tugguna ganga frá munni til munns uns ekki finnst bragð (þetta er þó ekki sagt menntun til lasts, en bókvisi er ekki einhlit). Ég þekkti Hallgrim sem bjó á Vaöbrekku i Hrafnkelsdal og hann sagöi mér frá mörgum rúst- um sem hann heföi fundiö. Þessu var auðvitað lltiil gaumur gefinn, þar sem kotbóndi átti I hlut. Það er ekki mitt hlutverk aö skrifa um Hrafnkelssögu, en langar þó aö fara þar um nokkrum oröum. Fornleifarann- sóknir eru nú að færast i aukana og þar mun margt fram koma sem eykur við sögu íslands. Land þetta hefur fundist hundruðum ára fyrir svonefnt landnám. Hér hafa sjóhrakningamenn hafst við tima og tima. Þegar svo land byggðist sem kallað er, bendir margt til þess að hér hafi verið einhver slæðingur af fólki, sem ekki hafi verið einsetumenn eins og okkur er sagt. Aö landsnáms- menn hafi flutt meö sér búfé að nokkru ráði, er harla ótrúiegt. Þarna var um að ræða heilar fjölskyidur og vini, þræla, mat- föng, verkfæri og búshluti; kannski örfáar skepnur, sem þurftu fóöur og vatn. Hitt er trd- legra aö fólkiö sem hér var fyrir hafi verið búiö að koma sér upp fjárstofni, sumt af þvi sloppiö, lifað villt og ijölgað ótt. Ekki er ótrúlegt að hér hafi lika verið svin villt og tamin. Ef ekki á aö af- skrifa allar arfsagnir, þá er ótrúlegt að stórbændur sem um .getur hafi i hvelli komið sér upp þrem fjórum stórbúum. Fyrr má nú vera tilhleypingin. Hitt er sennilegra, að bæöi þeir sem hér voru fyrir og eins landnámsmenn hafi sótt sér fé til Færeyja. Aö fé hafi getaö lifað hér villt, er ekki að efa. Allt fram á mina daga liföi vilit fé árum saman á öræfum i Skaftafellssýslu. Viðvitumekki hvað biskuparn- ir létu Ara fróða fella niður úr Islendingabók. Ekki er ótrúlegt að hann hafi eitthvað skrifað um þetta fólk sem fyrir var á landinu, en land- námsmenn drepiö eða gert að þrælum. Sæmundur og biskup- arnir voru þrælkristnir menn og hafa ekkikært sig um aö lýst væri afdrifum þessa fólks. Kannski er það afsökun sem Ari setur fram: „Hvat missagt er i fræöum þess- um ér skylt aö hafa þaö er sannara reynist”. En hver vissi meira en Ari sem hafði sambad ogaðgang að öllu þvi fólki I land- inu, sem mest vissi, mundi lengst, var vitrast og óljúgfróðast. Fornleifarannsóknir munu nú sem óðast fara i vöxt og þar mun margt fram koma sem vissir menn munu gleypa vind yfir. Hér má nefna rannsóknina I Herjólfs- dal.Inn á þessi mál mun ég koma i annarri grein ef ég tóri. Svo við aðeins vikjum að Hrafnkelu og deilum um hana. Báðir aðilar hafa mikiö til sins máls. Sagan er sýnilega skrifuð af manni þaulkunnugum „Dalnum” og mér þykir mjög trúleg tilgáta prófessors Her- manns Pálssonar um að Brandur ábóti hafi skrifaö söguna. Brandur hefur haft þarna náin kynni, vegna vensla við frændlið sitt á Valþjófsstaö. Gaman væri að bera saman stil Hrafnkelu og bóka þeirra sem eru viö Brand kenndar. Mér finnst kristilegum hug- myndum bregða fyrir i Hrafn- ■kelu, t.d. um aö afturhvarf hafi orðiö á breytni Hrafnkels eftir ósigur hans. Slikt virðist þó hafa runnið út I sandinn. Þetta er ekki ólikt þeirri baráttu sem Brandur háöi er rætt var um eftirmál og hefndir eftir Odd bróöurson hans, en þar mátti hann ekki nærri koma. Þarna stóð baráttan eins og I mörgum okkar fornu sögum milli heiðni og kristni, en heiönin bar þó oftast hærri hlut og þar liggur liftaug sagnanna. Aftur- hvarf Hrafnkels.ef verið hefur, rennur úti sandinn, er hann fer með mannf jölda aö einum manni alsaklausum og vegur hann. Sám lét hann aftur halda lifi, það var sniðugt og dýpri hefnd en 'dráp. Ósigur Hrafnkels fyrir Sámi hefur mér alltaf sýnst hreinn skáldskapur, en einhvern ósigur hefur hann hlotið hvernig sem hann hefur aö borið. Eftir skap- ferli Hrafnkels, er það með ólik- indum eftir að vera orðinn valda- maöur i Fljótsdal, aö heimta ekki aftur rfki sitt af Sámi nema fyrir áeggjan griðkonu. Þetta hefði verið honum auðvelt og þarf ekki rökstuðnings við. Sama er að segja um liðveislu Þjóstarsona, sem viröist skáid- skapur, kannski til að breiða yfir hinn raunverulega ósigur Hrafn- kels, en öll rök hniga aö þvi að Hrafnkell sé raunsönn persóna og hafi verið valdamaöur. Við vitum kannski einna mest um goðorða- skipan i' landinu, en sumir munu hafa haft goðanöfn áður en alls- herjarlög voru sett þar um og ýmsir goðar þá fallið úr sögunni. Þjóstarsona er hvergi getið svo ég viti og ekki virðist hafa verið pláss fyrir þá á umgetnu svæði. Þótt þeir hefðu misst goðanafn, þurftu þeir ekki að falla alveg úr sögunni, hefðu þeir verið mikils- háttar. Arfsagnir geta haft mikið gildi, en oft blandaöar skáldskap. Þar verður þvi aö fara bil beggja uns annaö sannara reynist. Mér hefur alltaf fundist Hrafn- kela bera einkenni skáldsögu og fornleifarannsóknir breyta þar engu um i raun. Aðalpunturinn stendur um manninn Hrafnkel,, ósigur hans oguppgangurá tveim vigstöðvum. Formálar, t.d Aust- firðingasöguþátta, eru sumir meö endemum rangsnúnir og að engu hafandi. Þar er ég fæddur og uppalinn og þekki allar aðstæður. Þetta liggur I þeirri latvinnu að koma ekki á sögustaðina heldur giska á. Menn skyldu hafa i huga orð dr. Helga Péturss, að jarð- fræöin kemur allsstaðar við sögu og fylgir okkur útyfir gröf og svo- kallaðan dauða. A þessu feilaöi dr. Siguröur Nordal sig, sem ég dáöi og dái þótt honum yrði það á að kanna ekki Hrafnkelsdal. Mest sló mig þegar hann neitaði tilveru Laxár- dals á sögusvæðinu. Hann er til enn f dag með nafni og hefur óefað verið byggður. Þar hefi ég verið til „grasa” og segi eftir eigin sjón. Það er hættulegt menntaafbrigði að hægja á heila slnum og láta aðra hugsa fyrir sig, þetta þarf að úrættast. Það er heill heimur sem biður rann- sóknar I fornsögum okkar og mun byggjast mikiö á jarðfræði. Þótt égsébara múgamaður ætla ég að bera niöur næst i öðrum Aust- firðingasögum þar em ég er nákunnugur. Snorri Sturluson talar um aö skilja „jarðneskri skilningu”, sem gæti þýtt jarð- fræði. erlendar bækur The Gospel of St Matthew. J.C. Fenton. The Pelican New Testament Commenta ries. Penguin Books 1978. Rannsóknir og útlistanir á guö- spjöllunum eru gamalt viðfangs- efni guðfræðinga. Hver timi leggur sitt mat á guðspjöllin og hinar ýmsu kirkjudeildir skilja þau sinum skilningi. Þau verða ekki lesin án talsverðrar þekking- ar á guðfræöi og tilorðningu þeirra svo að gagn sé að og hefur það veriö aðalstarf klerkdómsins að auka skilning manna á þessum ritum, allt frá þvi á fystu öldum eftir upprisu Krists. Penguin útgáfan hefur gefið út kommentara viö öll guðspjöllin, og eru þeir taldir marka nokkur timamót i þeim fræðum. Hingað til hafa slik útskýringarrit oft verið full sérhæfð eða þá of út- þynnt til þess að gagnsamleg væru sæmilega upplýstu fólki. Penguin útgáfan leitast viö að út- lista og skýra þessi helgu rit á þann hátt að skiljanlegt er og jafnframt er forðast að útþynna efnið I einhverjum Reader Digest stil. Klerkdómurinn og leikmenn ættu þvi aö hafa fullnot af þessum útgáfum. Sira John Fenton, sem ritar hér um Mattheusar guö- spjall, tilheyrir ensku biskupa- kirkjunni, svo að þvi er kenningin borin fram og útlistuð á kórréttan hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.