Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Miðvikudagur 26. nóvember 1980 — 268. tbl. 45. árg. A ég aö trúa þvi strákar aö þiö ætliö ekki aö styöja mig til forseta....? (Ljdsm.: — gel —). Forsetakjjör ASÍ: Magnús Geirsson ekki í framboð? Ólafur Jóhannesson um Helgu víkurmál; Engar fram- kvæmdir á næstunni Engin stœkkun samþykkt ( stórri fyrirsögn á bak- síðu Morgunblaðsins nú um helgina var haft eftir Ólafi Jóhannessyni utan- ríkisráðherra að fram- kvæmdir við hugsanlega olíubirgðastöð á vegum Bandaríkjahers í Helguvík við Keflavík hæfust á næsta ári. Þar sem okkur sýndist aö mið- að við fyrri ummaeli ölafs gæti þetta tæplega verið hans boð- skapur, þá inntum við utanrikis- ráðherra frétta um málið. Þetta er einhver misskilningur hjá Morgunblaðinu, sagöi Ólafur, — verklegar framkvæmdir gætu i fyrsta lagi hafist þarna 1983, en það sem um er að ræða á næsta ári er að taka afstöðu til málsins og þá gæti komið til þess að ákvarða um fjárveitingu af hálfu NATO og Bandarikjanna. Gert hefur verið ráð fyrir að NATO greiddi 60% af þessum fram- kvæmdum en Bandarikin 40%. Við spurðum Ólaf, hvort hann væri fyrir sitt leyti búinn að fall- ast á þá stækkun á eldsneytis- birgðarými hersins, sem tillög- urnar gera ráð fyrir. — Ólafur sagði svo ekki vera. Þau mál væru i skoðun, m.a. með tilliti til þess hvað yrði um oliutankana i Hvalfirði. Ólafur Björnsson um Helgu- víkurmálid: „Þurfum ekkert aö borgayy ólafur Björnsson (A) mælti í gær fyrir þingálykt- unartillögu sinni, Karls Steinars Guðnasonar og ihaldsþingmanna af Reykjanesi um aö fram- kvæmöum viö fyrirhugaö oliugeym arými hersins i Helguvik veröi flýtt. Ólafur taldi meginkost viö þessar framkvæmdir, aö lslend- Mörgum heilsað og mikið hvíslað á þinginu í gær Mikið er tekist i hendur, klappaö á bak og hvislaö i eyra á þingi ASl þessa dagana. Einnig er spurt og spáö um hverjir fara muni i framboö viö forsetakjör, hverjir muni skipa miöstjórn sambandsins o.s.frv.,1 gær var fullyrt viö undirritaöan, aö Magnús Geirsson, formaöur Raf- iönaöarsambandsins, myndi ekki gefa kost á sér til framboös viö forsetakjör, en hann hefur veriö oröaöur viö slfkt undanfarna daga en ekkert viljaö segja af eöa á i þeim efnum sjálfur. Hver er hvað á ASÍ- þingi? Mik-iö hefur verið rætt um þaö fyrir ASt þing hvaða stjórnmálaflokkur sé sterk- astur á þinginu. Hefur þetta nokkuö boriö keim af þrasi stórbænda um fjáreign sins. Nú er það svo á ASl þingi að vægi atkvæða er misjafnt. Menn hafa verið aö gera sér leik að þvi aö reikna út vægi atkvæða hvers stjórnmála- flokks á þinginu eftir að það hófst og nýjustu tölur segja vægi atkvæða vera þannig Alþýðubandal. 17.000 Sjálfst.fl. 14.000 Alþýðufl. 14.000 Framsóknarfl. 14.000 Óháöir 5.000 —S.dór Þá eru eftir þeir Asmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASl, Karvel Pálmason og Guð- mundur Sæmundsson frá Akur- eyri, en þeir hafa allir lýst yfir að þeir bjóöi sig fram til forseta. Karvel ann sér lítillar hvildar á þinginu, gengur um sali með stubb af stórum vindli i munnin- um, heilsar mörgum, brosir og klappar á herðar manna kumpánlega. Þar að auki hélt hann eina herlega framboðsræðu á þinginu i gær, og sá sem ekki vissi betur hefði getað haldið að þarna færi bjargvættur is- lenskrar alþýðu, ef aðeins hefði verið dæmt eftir þvi sem hann sagði og ekki slst fyrir það hve háum og snjöllum rómi ræöan var flutt. í gær var Jón Baldvin Hanni- balsson mættur á staðinn og tók menn á eintal. Guðmundur Sæ- mundsson hefur hinsvegar ekki sést hvisla i eyru manna ,né klappa á axlir og Ásmundur Stef- ánsson er framkvæmdastjóri ASI og þvi um leið starfsmaður þings- ins og hefur litinn tima fyrir hvislingar. En úr þessu öllu fæst skorið á morgun, fimmtudag, þvi að þá fara kosningar fram á þinginu. Þess vegna er hætt við aö handa- böndogbros verði færri á þinginu á föstudag en þau hafa veriö til þessa. — S.dór. Ólafur sagöi svo ekki vera.. ingar þyrftu ekki aö leggja fram neitt fé tii þessara framkvæmda, Bandarikja- her myndi sjá alfariö um aö greiöa kostnaöinn. í máli sinu lagði flutnings- maður mikla áherslu á, aö meðtillögunnimyndi Alþingi taka af tvimæli um aö þetta mál ætti aö heyra undir utanrikisráðherra einan, jafnframt þvi að það væri al- fariö á hans valdi að fram- kvæmdum yrði flýtt eins og kosturværi, „þvi lengri bið i málinu verður ekki þoluð”, sagði flutningsmaöur. Umræðu um málið var frestað eftir að Ólafur haföi lokið máli sinu. Innflutningur sím- tækja gefinn frjáls? Tímabært segir samgönguráöherra Ég hef lengi taliö timabært aö losa um þetta og leyfa öörum en Pósti og síma aö flytja inn sim- tæki, sagöi Steingrimur Her- mannsson samgönguráöherra i gærkvöld , en þessi skoöun hans kom fram á Alþingi i gær i tengsl- um við umræöur um fyrirspurn frá Alexander Stefánssyni um þjónustu Pósts og sima. Einokun Pósts og sima á þess- um innflutningi hefur löngum Verðlagsstofnun og bakarar: Brauðverðið kært í gær Verðlagsstofnun kærði i gær Landssamband bakarameistara, stjórn þess og framkvæmdastjóra ásamt einu bakarii fyrir brot á lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og ólögmæta viðskipta- hætti og er búist viö að ein sex bakari til viöbótar verði kærð næstu daga. Rannsóknalögregla rikisins hefur kærur stofþunar- innar til athugunar. Könnun Verðlagsstofnunar hefur leitt i ljós aö mörg bakarí hafa farið að tilmælum stjórnar Landssambands bakarameistara ,og hækkað „visitölubrauðin” meira en leyfilegt er. Þetta á þó ekki við um alla bakarameistara, þvi ýmsir selja brauðin á réttu verði og aðrir sem ekki vilja brjóta lögin en þó styöja við bakið á Landssambandinu hafa brauðin einfaldlega ekki til sölu. Bakariin sem kærð hafa verið og verða næstu daga eru á Reykjavikursvæðinu, i Hafnar- firði og Keflavik. —AI verið gagnrýnd og þykir ýmsum skorta á fjölbreytni simtækja bæði hvað útlit og notkunarmögu- leika áhrærir. Steingrimur sagði að nýtt fyrir- komulag i þessum efnum myndi ekki þýða mikið tekjutap fyrir Póst og sima sem hefði sinar tekjur fyrst og fremst af tenging- um og afnotagjaidi. Aðaltekjurn- ar af innflutningnum renna til rikisins i formi tolla, sagöi hann, og það yrði óbreytt þó aörir flyttu tækin inn. Að lokum sagöi Steingrimur aö Póst- og simamálastjóri hefði verið þessum hugmyndum hlynntur og aö ekki yrðu flutt inn önnur tæki en þau sem Póstur og simi hefðu samþykkt. Jafnframt yrðu innflytjendur að sýna fram á að þeir gætu sinnt viðhaldi tækj- anna. Er nú unnið að reglu- gerð um þessi mál i samgöngu- ráðuneytinu. —A1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.